Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
„Stærsti vinning-
ur lífsins er að hafa
góð áhrif á líf ann-
arra.“ Þessi orð lýsa
lífsgöngu Skúla mágs míns afar
vel. Hann Skúli var einstakur
maður. Jákvæður, duglegur,
glettinn, umhyggjusamur, músík-
alskur, mikill fjölskyldumaður,
góður vinur og fleira væri hægt að
telja upp.
Kynni okkar hófust þegar litla
systir hún Ólöf kom og kynnti
hann fyrir okkur á Kirkjuvegin-
um. Það var drifið í hlutunum,
byggt hús í Hrísholtinu, byggt
hesthús í Suðurtröðinni, keypt
söðlasmíðaverkstæði og hafinn
rekstur í kjallara Gamlabankans.
Svo var líka keyrður póstur i
Grafninginn og Þingvallasveitina.
Jafnframt var sveitaballaspilerí
og hélt áfram eftir að flutt var
norður. Tónlistin átti alltaf ítök í
Skúla og þegar árin liðu fór hann í
gítarnám og söngnám. Söng líka í
karlakór og stóð að jólatónleikum
o.fl.
Þegar fjölskyldan flutti norður
á Tannstaðabakka voru tvær dæt-
ur komnar í fjölskylduna, þær
Laufey Kristín og Eyrún Ösp.
Guðrún Eik og Ólafur Einar bætt-
ust svo í hópinn. Þetta er samrýnd
og falleg fjölskylda og barnabörn-
in eru orðin níu.
Í búskapnum á Tannstaða-
bakka voru mörg verkefni og stöð-
ugt verið að byggja eða rækta
flög. Hef fyrir satt að þetta hafi
stundum verið tekið fyrir á þorra-
blótum og sumir undruðust
hversu sólarhringurinn var drjúg-
ur hjá Skúla og ekki má gleyma
frúnni hans sem gekk í öll verk
líka.
Þegar Skúli varð sextugur og
styttist í sextugsafmæli Ólafar
buðu þau til veislu, opið hús í Fé-
lagsheimilinu á Hvammstanga.
Fullt af skemmtiatriðum, m.a. frá
tónlistarskólakennurum. Hjónin
afþökkuðu persónulegar gjafir, en
frjáls framlög voru sett í sjóð sem
var gefinn Tónlistarskólanum til
hljóðfærakaupa.
Önnur rausnarleg gjöf kom frá
Skúla þegar hann hafði lokið rúm-
Skúli Einarsson
✝
Skúli Ein-
arsson fæddist
29. maí 1955. Hann
lést 14. nóvember
2021.
Útför Skúla var
gerð 19. nóvember
2021.
lega 40 ferðum suð-
ur til að fara í geisla-
meðferð gegn
krabbameininu sem
hann barðist við.
Hann fékk ferðapen-
inga frá Sjúkra-
tryggingum og
fannst rétt að
Krabbameinsfélagið
fengi þá peninga.
Skúli var svo góð-
ur og umhyggjusam-
ur. Þegar ég varð einstæð og svo-
lítið týnd hvatti hann mig til að
koma í sveitina sína og þar áttum
við dóttir mín góða daga að vori til.
Margar góðar stundir höfum
við í minni fjölskyldu átt með þeim
hjónum og fyrir þær erum við æv-
inlega þakklát.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Vertu kært kvaddur elsku
Skúli. Samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu þinnar.
Sigríður Ólafsdóttir.
Mér fannst Guð ekki vera góð-
ur sunnudaginn 14. nóvember,
a.m.k. ekki sanngjarn, því það
kvöld fréttum við af andláti Skúla
Einarssonar bónda á Tannstaða-
bakka í Hrútafirði.
Við vorum búin að fá fréttir af
versnandi veikindum Skúla vinar
okkar, fjárans krabbinn var að
taka einn öðlinginn enn, en ein-
hvern veginn er maður alltaf
óundirbúinn þegar teknir eru frá
okkur kærir vinir, það er bara
þannig.
Við Skúli vorum miklir vinir og
áttum mörg sameiginleg áhuga-
mál, s.s. tónlist, kúabúskap o.fl.,
gripum stundum í hljóðfæri ef við
sáum fram á að fá smá frið til að
glamra saman, hann á gítarinn
eða trommurnar og ég á hljóm-
borð eða píanó.
Ég kynntist Skúla og yndislegu
konunni hans Ólöfu Ólafsdóttir
fyrir u.þ.b. 10 árum þegar ég var
starfandi sem ráðgjafi um tíma
með svæðið frá Holtavörðuheiði í
vestri og að Djúpavogi í austri og
þegar ég kom fyrst í Tannstaða-
bakka var Skúli á hlaupum fram
og aftur alveg eins og hann ætti
lífið að leysa, fremur lágvaxinn,
snaggaralegur og algjörlega
ófeiminn, og ég heilsaði honum og
kynnti mig. Hann horfði um stund
á mig, var greinilega að meta ein-
takið, og sagði síðan: „Ja Kristján
minn, ég má ekki vera að því að
sinna þér núna, það er að koma
„ungabíll“ að sunnan og ég get
ekki frestað því að setja þá inn í
hitahús, en ef þú vilt frekar hanga
úti í bíl og klóra þér í svona rúman
klukkutíma eða svo, en samt ef þú
ert sæmilega duglegur og vilt síð-
ur sitja á rassinum en gera gagn,
ja, þá gerirðu það, en svo geturðu
hjálpað mér að taka á móti rúm-
lega 8.000 hænuungum og þá
komumst við fyrr í mjólkina.“ Ég
asnaðist til að segja grobbinn: „Já,
auðviðtað fer ég með þér í hænu-
ungana!“ Það lifnaði yfir bóndan-
um og hann sagði: „Heyrðu, það
er yfir 35 stiga hiti í ungahúsun-
um, þú ferð í sérstígvél, geril-
sneydd, og dauðhreinsaðan sam-
festing, eina vitið að vera á
nærbuxunum innan undir. Setur
upp húfu og berð ungana inn í
enda á húsinu og hellir þeim á
gólfið og svo hleypurðu út og allur
skarinn á eftir þér, en þú mátt
ekki stíga á þá.“
Ég var gjörsamlega búinn þeg-
ar þessu fuglafári lauk og flaut í
svitakófi, en samt gaman og ég
átti eftir að gera þetta aftur en þá
með frúnni, Ólöfu.
Það myndaðist strax mikill og
sterkur vinskapur hjá okkur
Skúla ásamt Ólöfu konu Skúla,
Jónu konu minni og sameiginleg-
um vinum okkar beggja, Arnheiði
Aðalsteinsdóttur og manni hennar
Jóni Inga Guðmundssyni. Þessi
sex manna hópur kom oft saman
og söng og spilaði og einnig voru
þrír í hópnum með parkinson og
áttu því sameiginlegt vandamál.
Skúli var mjög músíkalskur og lék
listavel á gítar og trommur, var
söngvari góður og var fjölmörg ár
í hljómsveitum.
Ég sakna mikið þessa frábæra
vinar, og segi að lokum: Elsku
Ólöf mín, Laufey, Eyrún, Guðrún
og Ólafur og börnin ykkar, Guð
blessi minningu Skúla og gefi ykk-
ur í fjölskyldunni á Tannstaða-
bakka rúm til að jafna ykkur á
missinum.
Það verður aldrei annar Skúli á
Tannstaðabakka.
Kristján Gunnarsson,
Jóna Svanhildur Árnadóttir.
Fallinn er frá góður samborg-
ari, Skúli Einarsson bóndi á Tann-
staðabakka í Húnaþingi vestra.
Skúli notaði þann tíma sem
honum var úthlutað í lífinu mjög
vel og var fær í öllu sem hann
gerði.
Við kynntumst í hjómsveitinni
Lexíu og samstarf þar var mjög
gott. Skúli sá um akstur, söng og
trommuleik. Ef hann varð syfjað-
ur á heimleiðinni skrúfaði hann
bara niður rúðuna og keyrði
stundum berfættur. Þetta sýnir
hvað hann var harður af sér.
Hann hóf söngnám í Tónlistar-
skóla Húnaþings vestra og ann-
aðist ég undirleik fyrir hann.
Söngnámið gekk mjög vel, enda
hafði hann góðan kennara, Ólaf
Einar Rúnarsson. Skúli lauk
grunnprófi og stefndi á miðpróf,
en heilsan brást. Hins vegar lauk
hann miðprófi í tónfræði, sem
krafðist mikillar vinnu, sem hann
skilaði mjög vel. Ég kenndi hon-
um í því námi og var samvinna
okkar mjög góð.
Hann stóð alla tíð vörð um tón-
listarskólann og gerði við tæki og
tól án endurgjalds. Þau hjón Skúli
og Ólöf Ólafsdóttir kona hans
færðu skólanum höfðinglega pen-
ingagjöf eftir tugafmæli þeirra.
Skúli sat í byggingarnefnd fyrir
tónlistarskólann í nýrri skóla-
byggingu sem nú er tekin í notkun
hér á Hvammstanga.
Skúli var mjög sannur og rétt-
látur maður og fylginn sér í öllu
sem hann tók að sér. Má þar nefna
Jólahúnana, tónlistarverkefni sem
tengdust aðventu og jólum, þar
var hann skipuleggjandi og fékk
til liðs við sig fjölda fólks.
Ég sendi Ólöfu konu hans og
allri fjölskyldunni mínar bestu
samúðarkveðjur. Megi minning
Skúla Einarssonar lifa.
Elinborg Sigurgeirsdóttir.
Það er dýrmætt og alls ekki
sjálfgefið að eignast vini þegar
komið er yfir miðjan aldur. Hóp-
urinn sem hittist á Reykjalundi
fyrir bráðum sex árum er dæmi
um slíka vináttu. Hópurinn small
saman og ekki var það verra að
makarnir gerðu það líka. Við höld-
um fast í samband okkar því þessi
stuðningshópur er engu líkur.
Einlæg vinátta, traust og trún-
aður varð til í sameiginlegri bar-
áttu okkar við parkinsonsveikind-
in. Þar var Skúli aldrei langt
undan með gítarinn sinn, gleði-
gjafinn sjálfur sem alltaf átti nóg
að gefa öðrum. Skúli var einstakur
vinur, hrókur alls fagnaðar hvar
sem hann kom. Síðast þegar við
hittumst í Árnesi var það hann
sem hélt uppi fjörinu. Og ekki lét
hann sig muna um það að spila
ásamt hljómsveit á sveitaballi í
Húnaveri þrátt fyrir að krabbinn
væri farinn að taka sinn toll.
Nú þegar Skúli hefur kvatt ylj-
um við okkur við fallegar og ljúfar
minningar um einstakan félaga og
vin. Við minnumst helgarinnar
sem hópurinn átti á Tannstaða-
bakka hjá Ólöfu og Skúla, göngu-
túrs í fjörunni, dekurs í mat og
drykk, gítarspils og söngs fram á
rauðanótt. Þessi samhentu hjón
voru höfðingjar heim að sækja.
Þegar leiðin lá svo til Eyja létu
Tannstaðahjónin sig ekki muna
um að útbúa eins og eina söngbók
með Eyjalögunum og þá var sko
spilað, trallað og sungið. Heima-
menn höfðu meira að segja orð á
því að aldrei hefðu „Glóðir“ hljóm-
að betur. Þetta frábæra lag Odd-
geirs Kristjánssonar og Lofts
Guðmundssonar er eitt af okkar
uppáhaldslögum. Það er sungið
þegar við hittumst og við munum
syngja það áfram í minningu okk-
ar elskulega Skúla.
Um dalinn læðast hægt dimmir
skuggar nætur
og dapurt niðar í sæ við klettarætur.
Ég sit og stari í bálsins gullnu glóðir
og gleymdar minningar vakna mér í sál.
Ógleymanleg var stundin þegar
við tókum „Ég veit þú kemur“ á
bát inni í Klettshelli þar sem hóp-
urinn sat í andakt undir fallega
söngnum hans Skúla.
Stórt skarð er höggvið í hópinn
nú þegar stuðboltinn hefur kvatt.
Þá hefur sjálfsagt vantað góðan
gítarleikara á himnum.
Það eru tveir úr hópnum fallnir
frá, en áður höfðum við kvatt
stríðnispúkann hann Óskar. Við
treystum því að þið félagarnir
séuð aldrei langt undan þegar
hópurinn kemur saman.
Elsku hjartans Ólöf, missir
þinn er mikill og máttur orðanna
lítill á svona stundu. Það er sárara
en tárum taki að Skúli hafi þurft
að kveðja svona fljótt. Hann sem
hafði svo margt að gefa og svo
margt að lifa fyrir.
Hugur okkar er hjá þér, börn-
unum ykkar og fjölskyldunni allri.
Megi Guð og allar góðar vættir
vera með ykkur á þessum erfiðu
tímum og góðar minningar um
einstakan eiginmann, föður,
tengdaföður og afa lýsa ykkur í
framtíðinni.
Blessuð sé minning Skúla Ein-
arssonar.
Arnfríður Aðalsteinsdóttir
og Jón Ingi Guðmundsson,
Einar Guðnason og Sigrún
Símonardóttir, Magnús
Bragason og Adda Jóhanna
Sigurðardóttir, Magnús
Þorkelsson og Sigríður
Gunnlaugsdóttir, Þórunn
Kolbrún Árnadóttir.
Ég á mér draum, um dýrð og frið.
Um drauminn þann, saman stöndum
við.
Veljum ást og kærleik, allra allra helst.
Í aðstæðunum þessum, enginn hugur
kvelst..
Viljum vera vinir, varast bæði stirð og
erfið spor,.
ræktum ást og yndi, inn í okkar sál og
hjörtu vor..
Ég á mér draum, já jóladraum.
Ég á mér draum, um ást og trú.
Yfir ógnarfljót, byggjum trausta brú.
Byrgjum ekkert inni, höfum opinn hug.
Bæði í sál og sinni, sýnum okkar dug.
Best að vinna saman, varast vondan
hug og beiska sál,.
vera glöð í bragði, segja oftast „þetta er
ekkert mál“..
Ég á mér draum, já jóladraum.
(Texti: Skúli Einarsson, lagboði:
I have a dream, ABBA)
Skúli Einarsson var driffjöður
og aðalskipuleggjandi Jólahúna,
tónleikaraðar sem lýsir upp
skammdegið og færir Húnvetn-
ingum góða blöndu af jólastuði og
hátíðleik á aðventunni. Ekki var
skipulagið látið duga, því textinn
hér að ofan er saminn í tilefni
þessara tónleika, saminn, sunginn
og spilaður af frumkraftinum
Skúla.
Þegar við fluttum í Húnaþing
vestra fyrir um tíu árum, leið ekki
á löngu þar til við kynntumst
Skúla. Samband okkar og vin-
skapur óx með hverjum deginum
og fyrr en varði var Skúli kominn í
klassískt söngnám hjá mér með
þeim orðum að „það gæti varla
skaðað að læra smá raddtækni“.
Skúli tók áfangapróf í söng með
fyrirtakseinkunn, hann hélt áfram
þrátt fyrir að veikindin ágerðust
„því ekki þýðir að hætta að lifa“.
Húnaþing vestra á þeim hjón-
um Skúla og Ólöfu eiginkonu hans
mikið að þakka, bjartsýni þeirra,
dugnaður og jákvæð sýn á lífið
gerir samfélagið betra og mann-
legra. Hinn bráðsmitandi kraftur,
ást og umhyggja er til eftir-
breytni. Alltaf var Skúli fremstur í
flokki, hvort sem það var að spila á
böllum, syngja og dansa í Jesus
Christ Superstar, eða að halda
öðrum tenórnum uppi í karlakórn-
um, þegar hinir tenórarnir
skruppu til Tenerife í mánuð.
Við Kristín þökkum fyrir okk-
ur, minning um góðan dreng mun
lifa og ég, sem Skúli plataði til
þess að útsetja fyrir rythmíska
hljómsveit, eitthvað sem mér datt
ekki í hug að ég gæti, þakka fyrir
hönd þeirra fjölmörgu sem unnu
með okkur í Jólahúnunum.
Ólafur Rúnarsson
tónlistarmaður.
Við kynntumst Skúla á Tann-
staðabakka þegar sonur okkar
Indriði og Laufey fóru að búa
saman. Skúli var athafnasamur og
féll aldrei verk úr hendi. Hann var
alltaf með mörg járn í eldinum
enda handlaginn og útsjónarsam-
ur með eindæmum. Áður en einu
verki lauk var hann farinn að
skipuleggja það næsta. Þegar
hugsað er til þess hversu miklu
hann áorkaði þá fannst okkur oft
að hann hlyti að hafa fleiri klukku-
tíma í sólarhringnum en við hin.
Þau hjónin, Ólöf og Skúli,
byggðu upp myndarlegt bú á
Tannstaðabakka og var alltaf gott
að koma þar og ræða málin yfir
kaffibolla.
Tónlistin var Skúla hjartans
áhugamál. Þar lét hann til sín taka
og var í hljómsveitum, söngleikj-
um og kórum og stóð m.a. fyrir
góðgerðartónleikum á jólum í
Húnavatnssýslum.
Alltaf mætti hann með gítarinn
í barnaafmælin og þar var afmæl-
issöngurinn sunginn við gítarund-
irspil og oft flutu nokkur aukalög
með.
Nú hefur Skúli kvatt þessa
jarðvist eftir erfiða baráttu við
krabbamein sem hann tókst á við
með æðruleysi og dugnaði. Við vit-
um að vel hefur verið tekið á móti
honum í sumarlandinu.
Elsku Ólöf, Laufey, Eyrún,
Guðrún, Ólafur og fjölskyldur,
innilegar samúðarkveðjur, ljúf
minning lifir.
Soffía og Einar.
Genginn er góður granni. Betri
nágranna en Skúla og Ólöfu á
Tannstaðabakka er vart hægt að
hugsa sér. Fyrir nær 30 árum
þegar við tókum við búi var Skúli
boðinn og búinn að miðla sinni
hagnýtu reynslu af búskap við
Hrútafjörðinn. Hann var mjög öt-
ull við jarðræktina, búinn að
rækta upp falleg og grasgefin tún.
Þó Skúli hefði mun meira að gera
en flestir kom hann og stillti plóg-
inn með unga bóndanum og öll
handtök hans til árangurs. Oft
höfum við leitað til Skúla og allt
gerði hann til þess að hlutirnir
gætu gengið sem best, hvort sem
það var lán á verkfærum og tækj-
um eða góð ráð. Alltaf hvetjandi
og jákvæður.
Skúli var mikill baráttumaður í
félagsmálum og var meðal margs
annars lengi formaður Nautgripa-
ræktarfélags V-Hún. Með harð-
fylgni og staðföstum rökum tókst
honum ásamt öðrum félagsmönn-
um að ná fram breytingum sem
kúabændur á svæðinu búa svo
sannarlega að í dag.
Auk margs annars var tónlistin
honum í blóð borin og var gítarinn
oft með í för. Á mörgum böllum
(bæði fullorðins- og jólatrés-) höf-
um við dansað við undirleik hans á
trommur eða gítar og oftar en
ekki söng.
Takk Skúli.
Elsku Ólöf, Laufey, Eyrún,
Guðrún, Óli og fjölskyldur, okkar
dýpstu samúðarkveðjur til ykkar.
Guðný og Jóhann,
Bessastöðum.
Innilegar þakkir fyrir auðýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa,
langafa og langalangafa,
HLÖÐVERS GUÐMUNDSSONAR
bólstrara,
síðast til heimilis á Dalsbrún 48,
Hveragerði.
Steinvör Esther Ingimundardóttir
börn og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Bylgjubyggð 27, Ólafsfirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
sunnudaginn 14. nóvember.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju
laugardaginn 27. nóvember klukkan 13.
Útförinni verður einnig streymt og slóð á vefstreymi verður á
facebooksíðu Ólafsfjarðarkirkju.
Skjöldur Gunnarsson
Kristín Emma Cordova Sigursveinn Jónsson
Rebekka Cordova Jakob Ásmundsson
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA S. BERGMANN,
Eiðistorgi 9, Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju
mánudaginn 22. nóvember klukkan 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Flateyjarkirkju,
0309-26-012652, kt. 550169-5179.
Vegna sóttvarna eru kirkjugestir beðnir að sýna neikvætt
Covid-hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst. Heimapróf
eru ekki tekin gild.
Sigfús Jónsson Kristbjörg Antonsdóttir
Jóhannes Gísli Jónsson
Þorsteinn Jónsson
Jón Gunnar Jónsson
Tómas G. Guðmundsson Eva Bliksted Jensen
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar