Morgunblaðið - 20.11.2021, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.11.2021, Qupperneq 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 „NEFNDU ÞAÐ BARA. ÉG ER AÐ SAFNA FYRIR ÞAÐ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að deila saman sérstökum stað. SKO, ÞAÐ KEMUR TEYMI FRÁOKKUR KLUKKAN 10.30… VIÐ VERÐUM FARNIR Á SLAGINU FIMM VIÐ BYRJUM Í ELDHÚSINU OG EFTIR ÞAÐ FÖRUM VIÐ Í MATARBÚRIÐ… MAURAR ERU SVO SKIPULAGÐIR STÍGÐU Á VIGTINA! ÉG VIL AÐ ÞÚ LÉTTIR ÞIG UM 15 KÍLÓ, STRAX! HVERNIG? TAKTU GULLBÓKASTOÐIRNAR MÍNAR ÚR VÖSUNUM ! „EF VIÐ EIGUM AÐ EIGA EINHVERN SÉNS Á AÐ BJARGA SAMBANDINU ÞARFTU AÐ HÆTTA AÐ ÁVARPA MIG SEM „AÐALVITNI SAKSÓKNARANS“.“ Ég tel því þær varla með sem áhugamál. Svo eru það skíðin og ör- lítil veiði á sumrin. Þá held ég nú að afþreyingin sé upptalin. Ég hef frá menntaskólaárum verið í sauma- klúbbi. Þar hefur yndislegur vin- skapur verið ræktaður reglulega og verður ekkert lát á. Ég hef verið einstaklega heppin með fólkið í kringum mig, fjölskyldu og tengda- fjölskyldu, góða æskuvini og sam- starfsmenn hvarvetna. Þegar allt kemur til alls þá er það nú einmitt fólkið á lífsleiðinni sem gerir áfanga eins og fimmtugsafmæli svo ánægjulega.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar er Glúmur Jón Björnsson, f. 19.9. 1969, efna- fræðingur. Þau búa á æskuslóðum Sigríðar í Vesturbæ Reykjavíkur. Foreldrar Glúms eru hjónin Hild- ur Björg Sverrisdóttir húsmóðir, f. 26.3. 1947, og Björn Búi Jónsson fyrrv. menntaskólakennari, f. 24.9. 1947. Þau búa í Reykjavík. Dætur Sigríðar og Glúms eru: 1) Brynhildur, f. 2005, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík; 2) Áslaug, f. 2009, nemandi í Landa- kotsskóla. Bræður Sigríðar eru Kristinn Andersen, f. 1958, prófessor við raf- magns- og tölvuverkfræðideild HÍ og forseti bæjarstjórnar í Hafnar- firði, býr í Hafnarfirði, og Ívar And- ersen, f. 1963, verslunarmaður, býr í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar eru hjónin Brynhildur K. Andersen, f. 28.5. 1938, d. 11.3. 2019, starfaði á skrif- stofu dvalarheimilisins Grundar, og Geir. R. Andersen, f. 8.9. 1934, fyrrv. hótelstjóri og veitingamaður, síðar blaðamaður. Geir býr enn í nágrenni við Sigríði í vesturhluta borgarinnar. Sigríður Ásthildur Andersen Hans Andersen klæðskeri í Reykjavík Helga Jónsdóttir Andersen húsmóðir í Reykjavík Harald Andersen klæðskeri í Aðalstræti í Reykjavík Ásta Björnsdóttir Leví símamær á Blönduósi, síðar húsmóðir í Reykjavík Geir R. Andersen blaðamaður í Reykjavík Björn Leví Guðmundsson símstjóri og skósmiður á Blönduósi Guðlaug Sigríður Sveinsdóttir húsmóðir á Blönduósi Kristján Jóhannsson kennari í Laxárdal, Dal. Kolþerna Guðbrandsdóttir húskona í Laxárdal, Dal. Kristinn Kristjánsson deildarstjóri hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík Sigríður Ásthildur Guðjónsdóttir húsmóðir í Reykjavík Halldóra Hildibrandsdóttir húsmóðir í Reykjavík Guðjón Jónsson járnsmiður í Reykjavík Ætt Sigríðar Á. Andersen Brynhildur K. Andersen húsmóðir og skrifstofumaður í Reykjavík Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Köttur oft þar unir sér. Einatt með sér dauða ber. Áhlaupsveður gerði í gær. Gjarnan ást það vakið fær. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Í skoti kattarskömmin er. Skotið dauða með sér ber. Veðraskot um foldu fer. Frúin skotin er í mér. Þannig leysir Guðrún B. gátuna: Kötturinn, hann kúrir innst í skoti, en kálfi grandar skot og í því hvín. Í veðraskoti í gær kom byljabloti og Björgu hitti skot við fyrstu sýn. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una svona: Köttur oft í skotið skreið. Af skoti margur dauða beið. Hríðarskot hér gerði í gær. Gjarnan skot ást vakið fær. Þá er limra: Ef rosaleg reiði greip Tuma, þann rummung og drykkfellda guma, sem hótaði að skjóta alla horngrýtis þrjóta, þá fór nú að fara um suma. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Morgunskíman skírist veik, skal því hafa mig á kreik, gátu þarf að ganga frá, getur hér að líta þá: Tossa þangað vísað var. Varðar lagaflækjurnar. Golþorskana ginna kann. Í glímu skaltu varast hann. Um gagn tóbaksins segir í göml- um fræðum: „Hvað mikil mæti því nafnfræga ölmususkáldi, hinum sæla Kolbeini, hafi þótt á því, má sjá af hans sorgardikt, er hann kvað, þá hann þröngvaðist af ör- birgð þessarar eðlaperlu, segjandi: Gleðin mundi geysilig, grátinn mikla sefa, ef að núna upp í mig einhver vildi gefa. Þessi tóbaksvísa er tilfærð í Skraparotsprédikun: Skyni, heyrn og skarpri sýn skatnar mega því hæla, án þess kunni hún amma mín aldrei gott að mæla. Gömul vísa: Meydómur er mesta hnoss meðan hann er um tvítugt en getur orðið kvalakross komist hann yfir þrítugt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þau eru mörg skotin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.