Morgunblaðið - 20.11.2021, Page 40
FÓTBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr
Skúlason tilkynnti í liðinni viku að
landsliðsskórnir væru komnir á
hilluna. Ari, sem er 34 ára leik-
maður Norrköping í Svíþjóð, lék
alls 83 landsleiki frá árinu 2009 og
kom sá síðasti í undankeppni HM
2022 gegn Rúmeníu fyrr í mán-
uðinum. Hann kveðst ganga sáttur
frá borði þótt tilfinningarnar séu
vissulega blendnar.
„Það verður náttúrlega söknuður
þegar strákarnir hittast í landsliðs-
ferðum. Ég held að ég sé búinn að
missa af einni ferð á síðustu 10-11
árum, sem var vegna höfuðmeiðsla.
En það er kominn tími á að leyfa
ungu strákunum að taka við. Svo
er ég líka sjálfur að hugsa um minn
líkama og mína fjölskyldu í þessum
landsleikjahléum.
Börnin skilja ekki alveg hversu
mikið stolt fylgir því að vera valinn
í landsliðið og spila fyrir þjóð sína.
Þegar þau eru komin á þennan ald-
ur sem þau eru á núna og farin að
skilja þá er alltaf svo leiðinlegt
þegar pabbi er að fara svona mikið,
sem maður skilur alveg. Þegar
maður fær landsleikjapásu vill
maður nýta tímann með börnunum
og fjölskyldunni á þessum síðustu
árum manns sem fótboltamaður,“
sagði Ari í samtali við Morgun-
blaðið.
Stórmótin og umspil EM 2020
Spurður hvað hafi staðið upp úr
á 12 ára landsliðsferli sagði hann
svarið liggja í augum uppi. „Það er
náttúrlega að komast á tvö stór-
mót, það er alveg ótrúlegt. Við
gerðum það og árangurinn sem við
höfum náð síðustu ár er auðvitað
frábær. Fyrsti landsleikurinn minn
kemur árið 2009 úti í Íran. Það var
auðvitað frábært að fá fyrsta lands-
leikinn en hann var ekkert „hipp,
hipp, húrra“ fyrir mig, það er frek-
ar árangurinn sem maður hefur
tekið þátt í að ná síðustu ár. Þessi
hópur og þessi vinskapur sem við
höfum átt, það er það sem maður
hugsar mest til.“
Ekki stóð heldur á svari þegar
Ari var inntur eftir því hver mestu
vonbrigðin á landsliðsferlinum
væru: „Það er leikurinn í Ung-
verjalandi, hann situr ennþá í
manni. Við vorum grátlega nálægt
þessu. En við höfum verið heppnir
í gegnum árin líka og ýmislegt
dottið með okkur þegar við höfum
unnið okkur inn stig. Fótboltinn er
bara svona, hann er grimmur.“
Leikurinn gegn Ungverjalandi sem
Ari vísar til er úrslitaleikurinn í
umspili fyrir EM 2020 fyrir rétt
rúmu ári þegar Ungverjar skoruðu
tvívegis í blálok leiksins, tryggðu
sér þannig 2:1-sigur og komust á
EM.
„Hvenær skorarðu?“
Í 83 landsleikjum auðnaðist Ara
aldrei að skora mark. „Já maður er
búinn að fá að heyra þetta í gegn-
um árin. „Hvenær ætlarðu að fara
að skora fyrsta markið?“ Ég var
alltaf að vonast til þess að fá þetta
mark á móti Katar skráð á mig.
Það hefði verið fínt ef einhver hefði
getað verið góður og skráð það á
mig. En þetta er ekkert sem ég
pæli í, maður er búinn að vera
varnarmaður í landsliðinu þannig
að maður er ekkert mikið í víta-
teignum,“ sagði hann, en markið
gegn Katar sem Ari nefnir var
skráð sem sjálfsmark eftir að hann
hafði skotið beint úr aukaspyrnu í
2:2-jafntefli í vináttuleik árið 2018.
Blaðamaður benti Ara enda góð-
fúslega á að hann hefði í gegnum
árin gert sig gildandi sem auka-
spyrnusérfræðingur, þar sem hann
hefði til að mynda skorað mörg
glæsileg mörk í Svíþjóð. „Já, en
það er samt þannig að þegar mað-
ur hefur haft Gylfa Þór Sigurðsson
og Jóhann Berg Guðmundsson við
hliðina á sér – þeir eru líka and-
skoti góðir í að skjóta úr auka-
spyrnum – þá hefur maður ekki
fengið mörg tækifæri til þess að
taka þær,“ útskýrði Ari og hló við.
Vil spila eins lengi og ég get
Hann sagðist ekki vera búinn að
ákveða hvort hann lyki ferlinum er-
lendis eða hér heima. „Ég er ekki
búinn að hugsa svo langt en svo
lengi sem líkaminn leyfir og ég er í
góðu standi vil ég spila eins lengi
og ég get, hvort sem það er hérna í
Svíþjóð eða á Íslandi. Ástríða mín
fyrir þessum leik er ennþá það
sterk að ég er ekki tilbúinn að
hætta þessu bara sisvona. Ég á eitt
ár eftir hér. Á þessu tímabili er ég
búinn að spila 23 leiki af 27. Ég er
ennþá í fínu standi og vonandi verð
ég bara heppinn með meiðsli. Þótt
ég sé meiddur núna var þetta væg-
ara en maður bjóst við, sem er
mjög jákvætt.“
Í síðasta landsleik sínum gegn
Rúmeníu meiddist Ari á nára og
fór því snemma af velli. „Ég fékk
litla rifu í nárann, alveg upp við
festinguna. Það eru tvær til þrjár
vikur, þrjár í mesta lagi. Þá er
tímabilið búið hérna þannig að við
erum ekkert að stressa okkur og
tökum þessu bara rólega,“ sagði
hann.
„Fótboltinn er og hefur verið líf
mitt í svo langan tíma. Ég vil spila
og ég vil taka þjálfararéttindin með
fótboltanum og sjá svo til hvað
maður gerir eftir ferilinn,“ bætti
Ari við. Að svo stöddu er hann ekki
byrjaður að taka þjálfararéttindin
en mun gera það á næstunni. „Ég
er að koma inn núna, ég rétt missti
af þessu síðast þegar ég flutti aftur
til Svíþjóðar þannig að ég er bara
að bíða þangað til næstu námskeið
hefjast,“ sagði Ari enn fremur í
samtali við Morgunblaðið.
Ástríða mín fyrir fót-
bolta er enn svo sterk
- Ari Freyr er hættur með landsliðinu - Þó hvergi nærri hættur að spila
Morgunblaðið/Eggert
83 Ari Freyr Skúlason lék 83 leiki fyrir íslenska A-landsliðið yfir 12 ára skeið. Glæstum landsliðsferli er nú lokið.
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Þýskaland
Augsburg – Bayern München................ 2:1
- Alfreð Finnbogason var ekki í leik-
mannahópi Augsburg vegna veikinda.
Staðan:
Bayern München 12 9 1 2 41:13 28
Dortmund 11 8 0 3 28:17 24
Freiburg 11 6 4 1 18:9 22
Wolfsburg 11 6 1 4 12:12 19
RB Leipzig 11 5 3 3 23:11 18
Leverkusen 11 5 3 3 24:17 18
Mainz 11 5 2 4 15:11 17
Union Berlin 11 4 5 2 17:17 17
Gladbach 11 4 3 4 13:14 15
Hoffenheim 11 4 2 5 19:17 14
Köln 11 3 5 3 17:20 14
Bochum 11 4 1 6 10:18 13
Hertha Berlín 11 4 1 6 12:24 13
Frankfurt 11 2 6 3 12:16 12
Augsburg 12 3 3 6 11:21 12
Stuttgart 11 2 4 5 15:20 10
Arminia Bielefeld 11 1 5 5 7:16 8
Greuther Fürth 11 0 1 10 8:29 1
Holland
B-deild:
Jong Ajax – Volendam............................ 4:4
- Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrstu 70
mínúturnar með Ajax.
Danmörk
OB – Viborg.............................................. 2:3
- Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 72 mín-
úturnar með OB.
Staða efstu liða:
Midtjylland 15 11 1 3 29:13 34
København 15 8 5 2 30:11 29
AaB 15 7 4 4 23:16 25
Randers 15 7 4 4 19:17 25
Brøndby 15 6 6 3 22:19 24
Silkeborg 15 5 8 2 24:14 23
B-deild:
HB Köge – Esbjerg.................................. 3:0
- Ísak Óli Ólafsson lék allan leikinn með
Esbjerg en Andri Rúnar Bjarnason er
meiddur.
4.$--3795.$
Olísdeild kvenna
Stjarnan – Fram................................... 25:26
Staðan:
Fram 8 6 1 1 217:198 13
Valur 7 6 0 1 203:160 12
KA/Þór 7 5 1 1 198:181 11
Haukar 8 4 1 3 220:215 9
HK 8 3 1 4 190:199 7
Stjarnan 8 2 0 6 191:215 4
ÍBV 7 2 0 5 180:183 4
Afturelding 7 0 0 7 149:197 0
Grill 66 deild karla
Selfoss U – Afturelding U ................... 29:25
Haukar U – ÍR...................................... 26:28
Evrópubikar kvenna
32-liða úrslit, fyrri leikur:
AEP Panorama – ÍBV ......................... 20:26
Frakkland
Aix – Cesson Rennes ........................... 25:24
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 8
mörk fyrir Aix.
B-deild:
Billere – Nice ....................................... 28:25
- Grétar Ari Guðjónsson varði 5 skot í
marki Nice.
Svíþjóð
Bikarinn, 8-liða úrslit, seinni leikur:
Guif – Lugi............................................ 36:36
- Aron Dagur Pálsson skoraði 2 mörk fyr-
ir Guif og markvörðurinn Daníel Freyr
Ágústsson skoraði 1 mark.
_ Lugi vann samanlagt 74:65.
%$.62)0-#
Markvörðurinn Adam Ingi Bene-
diktsson hefur skrifað undir
þriggja ára samning við sænska
knattspyrnufélagið Gautaborg.
Adam Ingi, sem er 19 ára gamall,
gekk til liðs við Gautaborg frá HK
árið 2019 og hefur leikið með U19
ára liði félagsins undanfarin tíma-
bil. Adam Ingi hefur nú verið kall-
aður inn í æfingahóp aðalliðsins en
hann var varamarkvörður liðsins
gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeild-
inni í september. Gautaborg er í tí-
unda sæti sænsku úrvalsdeild-
arinnar með 34 stig.
Samdi til
þriggja ára
Ljósmynd/Göteborg
3 Adam Ingi Benediktsson hefur
leikið í Svíþjóð frá árinu 2019.
Augsburg, lið Alfreðs Finn-
bogasonar, kom geysilega á óvart í
þýsku bundesligunni í knattspyrnu
í gær og skellti stjörnuliði Bayern
München 2:1.
Alfreð var fjarri góðu gamni í
gær vegna veikinda en samherjar
hans náðu í þrjú dýrmæt stig gegn
nágrönnunum frá München. Mads
Pedersen og Andre Hahn komu
Augsburg í 2:0 en Robert Lew-
andowski minnkaði muninn fyrir
hlé. Meistararnir í Bayern eru eins
og áður á toppnum en Augsburg
lyfti sér af fallsvæðinu.
Mögnuð úrslit
hjá Augsburg
AFP
Óvænt Benjamin Pavard og Andi
Zeqiri í skallaeinvígi í gær.
Subway-deild karla
Þór Þ. – Þór Ak. .................................. 110:81
Keflavík – Valur.................................... 79:78
Staðan:
Þór Þ. 7 6 1 687:632 12
Keflavík 7 6 1 606:566 12
Grindavík 7 5 2 580:551 10
Tindastóll 7 5 2 604:589 10
KR 7 4 3 651:637 8
Njarðvík 7 4 3 653:609 8
Valur 7 4 3 548:553 8
Stjarnan 7 3 4 620:609 6
ÍR 7 2 5 632:652 4
Vestri 7 2 5 573:602 4
Breiðablik 7 1 6 738:761 2
Þór Ak. 7 0 7 495:626 0
1. deild karla
Fjölnir – ÍA ........................................... 95:73
Sindri – Skallagrímur .......................... 77:92
Selfoss – Álftanes ................................. 74:83
Hrunamenn – Hamar........................... 98:80
Haukar – Höttur................................... 90:89
Staðan:
Haukar 9 8 1 929:667 16
Höttur 8 7 1 805:649 14
Sindri 9 6 3 818:759 12
Álftanes 9 6 3 831:756 12
Skallagrímur 9 4 5 751:751 8
Hrunamenn 9 4 5 774:857 8
Selfoss 9 4 5 767:793 8
Fjölnir 8 3 5 685:739 6
Hamar 9 2 7 700:823 4
ÍA 9 0 9 671:937 0
4"5'*2)0-#