Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 48
Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage
hörpuleikari halda tónleika í dag í syrpunni 15:15 í
Breiðholtskirkju og bera þeir yfirskriftina Heiðríkjan og
Don Kíkóti. Á efnisskrá verða Sónata í A-dúr eftir Schu-
bert, sem var upphaflega samin fyrir fiðlu og píanó, og
heiðríkjan svífur einnig yfir vötnum í nýrri tónsmíð Páls
Ragnars Pálssonar, Notre Dame, sem frumflutt verður
á tónleikunum. Don Kíkóti er svo efniviður hollenska
tónskáldsins Jurrians Andriessens í Tveimur kansónum
Don Kíkóta sem einnig verða fluttar.
Verk eftir Pál frumflutt í 15:15
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 324. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Það verður náttúrulega söknuður þegar strákarnir
hittast í landsliðsferðum. Ég held að ég sé búinn að
missa af einni ferð á síðustu 10-11 árum, sem var vegna
höfuðmeiðsla. En það er kominn tími á að leyfa ungu
strákunum að taka við. Svo er ég líka sjálfur að hugsa
um minn líkama og mína fjölskyldu í þessum lands-
leikjahléum,“ segir knattspyrnumaðurinn Ari Freyr
Skúlason meðal annars í viðtali í blaðinu í dag en hann
tilkynnti í liðinni viku að landsliðsskórnir væru komnir
á hilluna. »40
Ari Freyr missti einungis af einni
landsliðsferð á rúmum áratug
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Einstaklingar geta keypt leirhlut í
listasmiðjunni Noztru í Vesturhöfn á
Grandagarði 14 í Reykjavík, sest þar
niður og málað hann, skilið hann eftir
og fengið hann síðan glerjaðan og
hreinsaðan og þar með fullfrágenginn
viku síðar. „Svona skapandi smiðja er
þekkt víða erlendis og er afþreying
fyrir alla,“ segir Unnur Knudsen
Hilmarsdóttir, listrænn stjórnandi
fyrirtækisins, en smiðjan var form-
lega opnuð í gær.
Um 140 mismunandi vöruflokkar
eru í boði. Þar má nefna bolla, diska,
vasa, styttur og fleira. Meðalverðið er
um 5.000 krónur fyrir allan pakkann,
þ.e. hlutinn, verkfærin, litina, aðstöð-
una, hreinsunina og glerjunina. Leir-
hlutirnir eru framleiddir víða um
heim en Noztra, sem tvenn hjón
standa að og reka, kaupir þá og litina
frá bandarískum birgi. „Við fórum á
netnámskeið hjá þessu fyrirtæki til
þess að kynna okkur hvernig á að
standa að uppsetningu og rekstri á
svona stúdíói,“ segir listkennarinn, en
auk smiðjunnar reka þau kaffihús í
húsnæðinu og eru með vínveitinga-
leyfi.
Fyrir alla
Unnur er með MA-gráðu í list-
kennslu. Hún kom að stofnun ný-
sköpunar- og listabrautar í Verzl-
unarskóla Íslands fyrir 14 árum,
hefur verið verkefnisstjóri hennar
síðan og haldið utan um alla hönn-
unar- og listkennslu í skólanum. „Ég
held áfram í skólanum en hef minnk-
að við mig vegna nýja starfsins.“
Hún leggur áherslu á að vinnan í
smiðjunni sé sérstök upplifun. „Þetta
snýst ekki um að eignast enn einn
bollann heldur um að koma saman
með vinum eða fjölskyldu, sitja sam-
an í sérstöku umhverfi og iðka ein-
hvers konar listir. Í starfi mínu í
Verzlunarskólanum hef ég lært hve
valdeflandi það er fyrir einstakling að
sitja við listiðkun. Það gefur fólki
ótrúlega mikið.“
Smiðjan (noztra.is), sem er í gamla
Slysavarnahúsinu, er hugsuð fyrir
alla, jafnt unga sem aldna. „Allir ráða
við þetta og í reynslutímum hef ég
verið með allt frá þriggja ára barni
upp í rúmlega áttræða foreldra mína
og allir hafa staðið sig með sóma.“
Unnur segist hafa orðið vör við
vakningu fyrir þessari afþreyingu,
sem geri fólki mögulegt að gleyma
sér um stund og losna þannig frá
áreiti eins og símanum á meðan.
Samstarfsmenn mæti í svona smiðjur
til þess að efla hópandann og málunin
tengi fjölskyldur og vini. Fólk panti
tíma á netinu og hópar geti verið út af
fyrir sig, en gert sé ráð fyrir að málun
á einum hlut taki tvo tíma. Smiðjan sé
opin klukkan 10-19 alla daga en auk
þess sé hægt að panta kvöldtíma fyrir
fjölmennari hópa. „Fólk heldur oft að
það sé ekki skapandi, kunni hvorki að
teikna né mála, en hér eru engin inn-
tökuskilyrði og þetta er fyrir alla,
meira að segja manninn minn, sem
hefur aldrei komið nálægt list heldur
rekið fyrirtæki alla tíð,“ áréttar Unn-
ur.
Listin leynist víða
- Listasmiðja fyrir almenning opnuð á Grandagarði
Tímamót Unnur Knudsen Hilmarsdóttir í listasmiðjunni Noztru.
Fjölbreytni Nokkrir fullbúnir
munir í smiðjunni á Grandagarði.