Morgunblaðið - 22.11.2021, Side 6

Morgunblaðið - 22.11.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021 Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Kardemommubærinn var sýndur á Þórshöfn í liðinni viku, ekki einu sinni heldur þrisvar sama daginn. Það voru nemendur Grunnskólans á Þórshöfn sem settu upp þetta skemmtilega leikverk eftir Thor- björn Egner en eftir langan og strangan undirbúning og æfingar varð ljóst að vegna samkomutak- markana kæmust ekki allir á eina sýningu. Frekar en að hætta við leikritið og hafa það eingöngu á netinu eins og gert var með árshátíðarleik- verkið í fyrra, þá var ákveðið að hafa bara fleiri sýningar sama dag- inn. Byrjað var með morgunsýningu sem jafnframt var generalprufa þar sem leikskólabörnum og starfs- fólki var boðið en svo voru haldnar tvær almennar sýningar síðar um daginn. Áhorfendur skemmtu sér vel og leikgleðin var í hámarki hjá öllum íbúum Kardemommubæjar. Uppsetning og vinna við stórt leikverk felur í sér mikið nám fyrir nemendur; lestur, hlustun, fram- sögn, tjáningu, listsköpun og sam- vinnu, svo eitthvað sé nefnt, því nám er ekki bara það að sitja inni í kennslustofu með bækur. Bún- ingar, förðun og leikmyndir eru í höndum nemenda með aðstoð kenn- ara, en einnig læra elstu nemendur að stjórna leikhljóðum, tónlist og ljósum. Það voru því þreyttir en ánægðir nemendur sem fóru heim á fimmtu- dagskvöldi eftir langan og vel heppnaðan sýningardag. Þrefaldur Karde- mommubær á Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Sýning Leikgleðin var mikil hjá yngstu íbúum Kardemommubæjar þegar sýningar voru haldnar á fimmtudag. Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Skólahald verður tekið upp að nýju í Kársnesskóla í dag eftir fjögurra daga frí. Greint var frá því á mbl.is á fimmtudag að hópur foreldra barna við skólann vildi ekki senda börn sín í skólann eftir að tugir greindust smit- aðir þar í síðustu viku. Á fimmtudag var haldinn starfsdagur til þess að meta stöðuna og skólahald svo fellt niður á föstudag. „Við funduðum í gær með almanna- vörnum og yfirstjórn bæjarins og bæjarstjóra og sáum þá að tölurnar voru farnar að lækka. Það var stað- fest síðan í morgun þegar við fengum nýjar tölur,“ sagði Björg Baldurs- dóttir, skólastjóri Kársnesskóla, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við sjáum að við erum að ná svolít- ið betri tökum á þessu, þannig að við treystum okkur fyllilega til þess að opna skólann.“ Sótthreinsuðu skólann Að sögn Bjargar fór helgin í að sótthreinsa skólann og endurskipu- leggja skólahaldið í samræmi við stöðuna. „Við erum með hertar að- gerðir innan skólans, pössum upp á alla blöndun og íþróttir eru kenndar úti. Þetta eru alls konar aðgerðir sem við höfum gripið til.“ Spurð hvort hún sé ánægð með hvernig skólahaldi hefur verið háttað á önninni eða hvort eitthvað hefði mátt gera betur segir hún: „Já, auðvitað getum við haft alls konar skoðanir á því. Það er alltaf hægt að horfa til baka en við höfum reyndar stigið aðeins stærri skref í Kársnesskóla. Við höfum heimildir til þess.“ Þá bætir hún við að engan hefði grunað að veiran myndi leggjast á yngsta stigið eins og raunin hafi orðið. „Þetta breiðist út á einum til tveim- ur dögum. Þetta er greinilega bráð- smitandi. Ég veit ekki hvort nokkrar aðgerðir hefðu getað stöðvað það svo sem, þegar þetta er komið inn á annað borð. Þetta er vond staða og maður hefur auðvitað áhyggjur af þeim fjöl- skyldum og börnum sem eru veik eða eru í sóttkví. En samstaða fólksins hérna á Kársnesinu og starfsfólksins er alveg einstök. Við vonum að þetta sé komið núna.“ Opna skólann aftur eftir smitin - Virðast vera að ná tökum á veirunni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kársnes Skólastjóri Kársnesskóla segir samstöðuna þar einstaka. Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verður önnur yngsta konan til að taka sæti á Alþingi og fimmta yngst allra þingmanna þegar nýtt þing kemur saman á morgun. Hún skip- aði annað sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Lilja tók fyrst sæti á Alþingi árið 2018 en þá varð hún yngst kvenna til að taka sæti á Alþingi sem varamað- ur og fjórða yngst allra. Hún segist hafa haft áhuga á stjórnmálum frá unga aldri og stefnan alltaf verið að taka sæti á Alþingi. 200 kílómetrar á dag Lilja er 25 ára tveggja barna móð- ir úr Borgarbyggð sem stundar grunnskólakennaranám með áherslu á samfélagsfræði við Há- skóla Íslands. Meðfram námi hefur hún starfað á leikskólanum í Búðar- dal, Hjallastefnunni á Bifröst og sem skólaliði í Grunnskóla Borgar- fjarðar. Nú verður námið lagt til hliðar í einhvern tíma þar sem þing- mennskan tekur við á morgun. Ólíkt mörgum öðrum landsbyggð- arþingmönnum ætlar Lilja ekki að flytja á höfuðborgarsvæðið. Hún stefnir á að keyra að minnsta kosti 200 kílómetra á dag en segir það ekkert mál enda kunni hún að nýta tímann vel. „Ég nýti tímann og hringi. Ef ég er ekki að hringja hlusta ég bara á tónlist og öskursyng með. Önnur leiðin er sirka einn söngleikur.“ Spurð um uppáhaldssöngleik sinn nefnir hún bandaríska verkið Ham- ilton. „Pólitík og söngleikur saman, hversu fullkomið er hægt að hafa þetta?“ Ættu ekki allir að þurfa að búa á Stúdentagörðunum Frá unga aldri hefur Lilja haft áhuga á stjórnmálum en hún segir þau einmitt hafa verið stærsta áhugamál sitt síðan í grunnskóla. Hún byrjaði aðeins 17 ára í starfi Framsóknar og gegndi meðal ann- ars formennsku í Sambandi ungra framsóknarmanna í þrjú ár. Stærstu áherslumál Lilju á Al- þingi verða menntamál og byggða- mál. Hún segist lengi hafa talað fyrir aukinni áherslu á fjarnám í HÍ þar sem ekki sé nauðsynlegt að mæta á staðinn í mörgum bóklegum áföng- um og mun hún halda áfram að tala fyrir því á Alþingi. „Á Alþingi mun ég leggja áherslu á að allir geti stundað nám, sama hvar þeir búa. Það er í raun aðal- ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík. Mér fannst frekar fúlt að það þyrfti heimsfaraldur til að bjóða fjarnám sem valkost. Þegar fullorðið fólk er í námi á það að gera það á sínum for- sendum. Háskólinn á ekki að ákveða forsendur þess. Það eiga ekki allir að þurfa að búa á Stúdentagörð- unum.“ Aldur ekki hæfniviðmið Framsókn á nú þrjá unga þing- menn og eru þeir allir nýir á þingi. Lilja kveðst finna fyrir því að flokk- urinn sé að laða að sér ungt fólk í auknum mæli og telur hún ástæðuna stefnu flokksins í mennta- og fé- lagsmálum. Lilja segir það geta hjálpað sér að vera ung á þingi þar sem hún er enn í háskólanámi og á börn í leikskóla, en hún vill ekki að fólk horfi bara á hana sem unga þingmanninn. „Ég heyri allt aðra umræðu og tek þátt á samfélagsmiðlum á allt annan hátt en margir aðrir á þingi. Fólk lít- ur þó á aldur sem hæfniviðmið, sem það er alls ekki. Mér finnst frábært að vera komin í þessa stöðu en ég vil ekki bara vera unga þingkonan.“ Ekki bara unga þingkonan - Stefnan alltaf verið á Alþingi - Mun leggja áherslu á mennta- og byggðamál - Framsókn laði að sér ungt fólk Ný Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.