Morgunblaðið - 22.11.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021
Það er út af fyrir sig viðeig-
andi að frambjóðandi Við-
reisnar, sem ekki náði kjöri til
Alþingis, skuli ætla að „vísa mál-
inu“ til erlends dómstóls, Mann-
réttindadómstóls
Evrópu.
- - -
Þetta er viðeig-
andi vegna
þess að Viðreisn
hefur það á stefnu-
skrá sinni að koma
Íslandi undir er-
lent vald. Og Viðreisn getur ekki
beðið eftir að þessi áform nái
fram að ganga, heldur kýs að
taka forskot á sæluna og afsala
völdunum fyrirfram út fyrir land-
steinana.
- - -
Og það á ekki einu sinni að
bíða niðurstöðu Alþingis eða
rökstuðnings, frambjóðandi Við-
reisnar hefur þegar ákveðið að
„vísa málinu“ út fyrir landstein-
ana fái hann ekki sæti á Alþingi
út á fyrri talningu í Norðvestur-
kjördæmi, talningu sem vitað er
að var vitlaus.
- - -
Og frambjóðandinn fallni bætir
því við að aldrei hafi sést
„með jafn skýrum hætti hvort
þingmenn ætli að stilla sér upp
eiginhagsmuna-megin eða al-
mannahagsmuna-megin. Ég held
að við munum bara sjá það svart
á hvítu á fimmtudaginn.“
- - -
Er líklegt að það muni sjást á
fimmtudaginn? Það er ekki
víst, raunar ólíklegt.
- - -
En það er alveg víst að barátta
hins fallna frambjóðanda ber
öll merki eiginhagsmunapots.
- - -
Ætli hægt sé að benda á skýr-
ara dæmi um slíkt pot?
Guðmundur
Gunnarsson
Eiginhagsmunir
frambjóðanda
STAKSTEINAR
Svört vika
Selásbraut 98, 110 Reykjavík, sími 419 7300, sportval.is
Netsprengja
20% afsláttur
af öllum vörum
dagana 22.-29. nóvember
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Tillögur eru gerðar um eflt samstarf
á sviði viðskipta, heilbrigðismála og
menntunar milli Íslands og Færeyja
í tillögum starfshóps á vegum utan-
ríkisráðherra. Skýrslan, sem unnin
var undir forystu Júlíusar Hafstein
sendiherra, hefur nú verið tekin til
umfjöllunar í stjórnkerfinu. Meðal
annars er lagt til að viðskipasam-
starf milli landanna verði formfest
og hindrunum rutt úr vegi, svo flutn-
ingar milli landanna meðal annars
með ferskvöru verði skilvirkari.
Um ferjusiglingar er lagt til að
kanna hvort koma megi á ferðum
milli Færeyja og hafna á suðvestur-
horninu á Íslandi. Slík tenging gæti
þá styrkt siglingar Norrænu til
Seyðisfjarðar, sem fyrir eru. Þá er
lagt til að ferðum í reglulegu áætl-
unarflugi milli Færeyja og Íslands
verði fjölgað og löndin kynnt sitt á
hvað sem áhugaverður viðkomustað-
ur íbúum landanna beggja. Einnig er
lagt til að útbúið verði námsefni fyrir
íslenska grunnskóla þar sem fjallað
yrði um tengsl þessara landa og
þjóða sem þau byggja.
Íþróttir eru einnig nefndar í til-
lögum, svo sem möguleiki á gagn-
kvæmum heimsóknum íþróttaliða.
Einnig er vikið að kvikmyndaiðnaði
og lagt til að komið verði á samstarfi,
til dæmis um tökustaði. sbs@mbl.is
Samstarf milli landanna verði eflt
- Ísland og Færeyjar - Viðskipti og
flutningar - Kvikmyndir og íþróttir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Færeyjar Eyjaferja kemur inn til
hafnar við Þinganes í Þórshöfn.
Steven „Búdda“ Kav-
anagh, fyrrverandi
grafískur hönnuður á
auglýsingadeild Morg-
unblaðsins, lést 19. nóv-
ember á Írlandi, 68 ára
að aldri. Steven fæddist
í Lundúnum 2. júní
1953, sonur þeirra
Charlies og Betty Kav-
anagh. Hann fluttist
sex mánaða í bæinn
Wicklow suður af Dyfl-
inni og ólst þar upp.
Hann átti sex systkini.
Í fríi á Spáni kynntist
Steven hinni íslensku
Súsönnu Rós Westlund og árið 1982
fluttist hann með henni til Íslands og
þau giftust. Með Súsönnu eignaðist
Steven þrjú börn: Söru Rós árið
1986, Önnu Lísu 1989 og loks Daníel
Charles ári síðar, 1990. Barnabörn
Stevens eru fjögur talsins: Benja-
mín, Stefán, Sandra og Súsanna.
Steven bjó á Íslandi í 32 ár og elsk-
aði landið jafn heitt og Írland. Hér á
landi vann hann við grafíska hönnun,
fyrst á auglýsingastofu Sambandsins
og síðar á Morgunblaðinu. Í fyllingu
tímans skildu þau Steven og Sús-
anna. Árið 2010 kynntist hann Shar-
on Kavanagh og lifðu þau hamingju-
samlega saman í tíu ár. Þau fluttust
aftur til Wicklow árið
2015.
Uppáhaldsstaður
Stevens á Íslandi var
hin þekkta írska krá
The Dubliner, þar sem
hann eignaðist fjölda
góðra vina. Á Írlandi
þótti honum fátt betra
en að gera sér glaðan
dag á staðnum Ta Se,
þar sem kráareigand-
inn talaði írsku, en
nafn staðarins, „Ta
Se“, er írska yfir „hann
er“.
Þeir sem þekktu
Steven vita að hann var mikil fé-
lagsvera og lifði lífinu til fulls. Hann
var sjálflærður á gítar og spilaði í
nokkrum hljómsveitum um árin. Að
auki varð hann ágætis listmálari og
málaði mörg málverk.
Steven var vinmargur og af vinum
hans voru margir tónlistarmenn líkt
og hann. Fátt fannst honum betra en
að troða upp með góðum vinum en
hann á marga vini hér á Íslandi sem
og á Írlandi, auk landa á borð við
Spán, Bretland, Ástralíu og Nýja-
Sjáland.
Útför Stevens fer fram á morgun,
þriðjudaginn 23. nóvember, frá St.
Patrick’s Church í Wicklow.
Andlát
Steven Kavanagh
grafískur hönnuður