Morgunblaðið - 22.11.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Við stefnum inn í pestavetur,“
segir Óskar Reykdalsson, for-
stjóri Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins. Algengt hefur verið
síðustu misserin að fólk haldi sig
til hlés og forðist kórónuveiruna.
Þannig hafa margir líka sloppið
við algengar umgangspestir. Úr
læknisfræðinni er þó þekkt að
þegar algengar sýkingar í önd-
unarfærlum liggja í láginni eitt
árið koma þær inn af miklum
þunga nokkru síðar.
Pestir blandast saman
„Ef spár ganga eftir má
reikna með talsvert miklu álagi á
heilbrigðiskerfið af völdum al-
gengra pesta á næstunni. Þetta
geta verið Covid-19, inflúensa
með hátum hita og beinverkjum
og svo venjulegar leikskólapestir
með til dæmis nefrennsli og
slappleika. Allt getur þetta
blandast saman svo erfitt getur
reynst að greina hvers eðlis veik-
indin eru. Því er mikilvægt sem
aldrei fyrr að fólk fari í covid-
próf við minnstu einkenni,“ segir
Óskar. Hann minnir á að inflú-
ensan fari yfirleitt að láta á sér
kræla í janúar og febrúar. Því
hafi fólk enn ágætt svigrúm til að
fara í flensusprautu.
Kórónuveiran hefur í dag
talsvert aðra birtingarmynd en
var í upphafi heimsfaraldurs fyr-
ir tæpum tveimur árum. Vegna
bólusetninga verða veikindi fólks;
hiti, hósti, þreyta og skert skyn
gagnvart bragði og lykt, yfir–
leitt vægi nú en áður. Slíkt gerir
Covid-19 hins vegar klárlega
lúmskara nú en áður. Því er
meiri hætta en áður á útbreiðslu
veirunnar, eins og tölur síðustu
vikna sýna vel. Örvunar-
bólusetningar eins og nú bjóðast
eru því sérstaklega mikilvægar,
segir forstjórinn sem útilokar
ekki að viðbótarskammtar gegn
veirunni kunni að verða fleiri –
jafnvel reglulegir í framtíðinni.
„Í Svíþjóð hafa andlát af
völdum kórónuveirunnar verið
hlutfallslega tíu sinnum algeng-
ari en hér á landi, þar sem þau
eru liðlega þrjátíu. Sú tala stað-
festir að einhverju leyti að
minnsta kosti að þær varúðar-
ráðstafanir og takmarkanir sem
gripið hefur verið til hér á landi í
því skyni að hefta útbreiðslu veir-
unnar hafa verið réttar,“ segir
Óskar.
Heilsugæslan oftar
fyrsti viðkomustaður
Alls hafa í dag 89% lands-
manna 12 ára og eldri verið full-
bólusett fyrir Covid-19. Um
30.000 manns hafa hins vegar
ekki mætt í neinar sprautur.
Slíkt segir Óskar vera nokkurt
áhyggjuefni og mikilvægt sé að
ná til þess hóps á næstunni. Vís-
bendingar séu um að þarna eigi
einkum í hlut ungt fólk og svo
ungir karlar af erlendum upp-
runa. Hugsanlegt sé að strax í
þessari viku hefjist skipulagðar
ferðir heilbrigðisstarfsfólks til
dæmis að stórum vinnustöðum,
skólum og á annan slíkan vett-
vang til að ná til óbólusettra.
Í yfirstandandi heimsfaraldri
hefur fengist góð reynsla af vefn-
um heilsuvera.is. Þar getur fólk
skráð sig í veirupróf, er boðað í
sprautur, fær upplýsingar, vott-
orð og svo framvegis. Einnig fær
það endurnýjun lyfja, svör við
einföldum spurningum og fleira.
„Þetta hefur sparað mikla vinnu
og í raun gert mögulegt að tak-
ast á við þetta risastóra verkefni
sem heilbrigðisþjónusta í heims-
faraldri er. Þegar kannski er ver-
ið að taka 5.000 sýni á dag hefði
verið nánast ógerningur að
hringja í alla með niðurstöður úr
prófunum eða halda utan um öll
mál. Heilbrigðisráðuneytið og
Landlæknir ákváðu strax í upp-
hafi faraldursins að efla Heilsu-
veru meðal annars með því að
ráða til dæmis inn fleiri forritara.
Allt hefur þetta virkað vel og
ráðstafanir reynst réttar – og
leitt til þess að heilsugæslan er í
vaxandi mæli fyrsti viðkomu-
staður fólks í kerfinu þegar veik-
indi ber að höndum. Að slíku hef-
ur lengi verið unnið og er að
skila sér ágætlega nú; léttir álagi
af öðrum stofnunum og sjúkra-
húsum eins og þurfti.“
Andleg heilsa þróast
til hins verra
Starfsemi Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðsins er fjölþætt.
Ársveltan er um 12 milljarðar og
starfsmenn nærri 1.000 í 750
stöðugildum. Ýmsir nýir þættir
hafa bæst við starfsemina á síð-
ustu misserum, svo sem skimum
fyrir leghálskrabbameinum, heil-
brigðisþjónusta við fangelsið á
Hólmsheiði, þjónusta við börn
með þroska- og geðvanda og svo
mætti áfram telja. Þunginn í
starfseminni er þó hin almenna
heilsugæsla sem læknar, hjúkr-
unarfræðingar og aðrar fag-
stéttir sinna. Þá hefur geðheil-
brigðisþjónusta verið styrkt til
muna á síðustu misserum – svo
sem með sálfræðiþjónustu á öll-
um heilsugæslustöðvum, aukinni
áherslu á geðheilsu í mæðra- og
ungbarnavernd og svo mætti
áfram telja.
„Fólk leitar í dag meira eftir
geðheilbrigðisþjónustu og fengist
hafa auknir fjármunir til þess að
efla þann þátt í starfsemi heilsu-
gæslunnar. Vísbendingar eru um
að andleg líðan landsmanna hafi
þróast til hins verra í heimsfar-
aldri. Einsemd, ótti og almennar
áhyggjur um heilsufar hafa eðli-
leg áhrif á fólk, sem leitar eftir
hjálp. Veiran hefur áhrif á allt
samfélagið – og við getum ekki
gert neitt annað en að halda bar-
áttunni áfram, hversu langt sem
kann að vera til lands. En þá er
líka mikilvægt að heilsugæslunni
séu tryggðir þeir fjármunir sem
þarf og í því efni finnst mér við
njóta skilnings,“ segir Óskar.
Heilsuvera og tæknivæðing hafa létt undir í baráttunni við heimsfaraldur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forstjóri Við getum ekki annað en haldið baráttunni áfram, segir Óskar,
sem alltaf grípur í læknisstörfin jafnhliða stjórnunarhlutverkinu.
Umgangspestirnar eru til alls líklegar
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Fólk flykkist nú í Laugardalshöll og fær örvunarskammt
mótefnis fyrir kórónuveirunni. Sprauturnar gætu orðið fleiri.
Orkubú Vestfjarða (OV) hefur
samið við Skógræktina um ráðgjöf
vegna skógræktar á þremur jörð-
um í Arnarfirði sem allar eru í eigu
fyrirtækisins. Samtals er ráðgert
að rækta skóg og binda kolefni á
um 235 hekturum.
Jarðirnar þrjár eru Hjallkárs-
eyri, Rauðstaðir og Borg, sem eru
innst norðanvert við Arnarfjörð,
nærri Mjólkárvirkjun. Í fyrsta
áfanga verður unnið með 70 hekt-
ara svæði. Markmiðið er að til
verði kolefnisbinding í skógrækt og
náttúrulegu skóglendi og miðað er
við að verkefnið fullnægi kröfum
svo það sé tækt til vottunar í lofts-
lagsskrá Íslands.
Að sögn Elíasar Jónatanssonar
orkubússtjóra fellur samningurinn
vel að loftslagsstefnu (OV) þar sem
markmiðið sé að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda frá starf-
seminni og fækka kolefnissporum.
Orkubú Vestfjarða stefnir að því að
vera kolefnishlutlaust fyrirtæki
árið 2030.
Skógræktin í Arnarfirði er
fyrsta vottaða kolefnisverkefnið á
Vestfjörðum. Elías segir æ mik-
ilvægara fyrir orkufyrirtæki að
geta sýnt fram á að þau taki fullan
þátt í því með heimsbyggðinni að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda.
„Fyrirtækið er í almannaeigu og
hefur þannig ríkar skyldur til að
taka fullan þátt í stefnu stjórnvalda
í loftslagsmálum. Það er mikilvægt
fyrir viðskiptavini Orkubúsins að
þeir geti treyst því að stefnunni sé
fylgt eftir og kolefnisbindingin sé
vottuð,“ segir orkubússtjórinn í til-
kynningu. sbs@mbl.is
Kolefnisskógur
í Arnarfirðinum
- Ræktað verður við Mjólkárvirkjun
Landsréttur sýknaði á föstudag ís-
lenska ríkið af kröfu fyrrverandi
landeigenda á Geysissvæðinu í
Haukadal. Í Morgunblaðinu á laug-
ardag sagði að krafan hefði hljómað
upp á rúman milljarð króna, en rétt
er að aðalkrafa fyrrverandi landeig-
endanna í málinu var 1.100.113.020
krónur að frádregnum 1.009.278.000
krónum, sem íslenska ríkið innti af
hendi 20. júní 2019, og nam því rúm-
lega 90 milljónum króna.
LEIÐRÉTT
90 milljóna krafa