Morgunblaðið - 22.11.2021, Side 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Margt var um manninn á viðburði í
Berlín í byrjun síðustu viku þar sem
Brandr-vísitalan (e. Brandr index)
var kynnt fólki úr þýska markaðs- og
auglýsingageiranum. Friðrik Larsen
er maðurinn á bak við Brandr en um
er að ræða tæki til að mæla styrk
vörumerkja og er það félagið Brandr
Global sem stend-
ur að baki útrás
verkefnisins.
Á Íslandi hafa
yfir hundrað
fyrirtæki nýtt sér
vörumerkjavísi-
tölu Brandr og
standa vonir til að
þýsk fyrirtæki
nýti þjónustuna á
komandi misser-
um. Upplýsir
Friðrik að einnig sé fyrirhugað að
sækja inn á Noregsmarkað á næstu
þremur mánuðum en draga lærdóm
af þessum tveimur markaðssvæðum
áður en ráðist verður í frekari útrás.
Hafa notað röng mælitæki
„Brandr á rætur sínar í doktors-
námi mínu við Háskóla Íslands þar
sem ég rýndi í hvernig orkufyrirtæki
geta búið til sterk vörumerki,“ út-
skýrir Friðrik en störf hans á sviði
markaðsmála orkugeirans leiddu til
þess að hann efndi til fyrstu
CHARGE-ráðstefnunnar þar sem
markaðsmál orkugeirans eru í fyrir-
rúmi. Síðan þá er CHARGE orðið að
alþjóðlegum viðburði og eru næstu
ráðstefnur á dagskrá í Houston í
Texas í maí á næsta ári og í Reykja-
vík í október. „Greining á vörumerkj-
um orkufyrirtækja kom mér á þá
skoðun að fyrirtæki væru ekki að
nota réttu tólin til að gera sínar mæl-
ingar, og að þau tól sem hafa verið í
notkun gæfu ranga mynd af styrk-
leikum og veikleikum vörumerkja.
Úr varð að skapa nýtt mælitæki og
þar með var komið uppleggið að
vörumerkjavísitölu orkufyrirtækja,
eBBI – Energy branding bench-
marking index.“
Til að gera langa sögu stutta afréð
Friðrik að útvíkka þær aðferðir sem
hann þróaði til að geta mælt styrk
vörumerkja fyrirtækja af öllum toga.
Verkfærið hefur hann prófað á millj-
ónum gagnapunkta og borið styrk-
leika vörumerkja saman við aðrar
stærðir sem mæla árangur og fram-
tíðarhorfur fyrirtækja. Segir hann
styrk vörumerkja haldast í hendur
við góðar rekstrarhorfur og að betri
skilningur á veikleikum og styrkleik-
um vörumerkja geri stjórnendum
fært að efla fyrirtæki sín með mark-
vissari hætti.
„Styrkleika vörumerkja má reikna
út frá ótal atriðum, en Brandr-vísital-
an einangrar þessi atriði niður í fjóra
yfirþætti og þrjátíu undirþætti sem
mæla má með skoðanakönnun. Til að
sjá hvar þau standa senda fyrirtæki
spurningalista til afmarkaðs úrtaks,
s.s. viðskiptavina, og söfnum við
svörunum í gagnagrunn og reiknum
út hvar fyrirtækin standa. Útkoman
er 90 blaðsíðna skýrsla sem við för-
um vandlega yfir með stjórnendum.“
Eftirsóknarverðir vinnustaðir
Styrkur vörumerkis snýst um
miklu meira en sýnileika og auglýs-
ingakaup eða að vera betur í stakk
búin til að taka á erfiðum málum
þegar þau koma upp. Segir Friðrik
að kjarninn í styrk vörumerkis sé að
framkalla jákvæðar og sterkar til-
finningar í huga neytenda og við-
skiptavina. „Mjög sterk fylgni er á
milli styrkleika vörumerkja og arð-
semi fyrirtækja, og ætti það eitt og
sér að fá stjórnendur til að vilja
sinna þessum þætti í rekstrinum
rétt. Með því að mæla styrk vöru-
merkisins af nákvæmni má líka bet-
ur sjá hvar þarf að gera betur og
þannig nýta markaðsfé með skil-
virkari hætti,“ útskýrir hann.
„Ávinningurinn ætti ekki bara að
skila sér í batnandi sölutölum held-
ur hjálpar styrkleiki vörumerkja
líka til að laða að hæfasta starfs-
fólkið. Það er ekki bara launanna
vegna að allir vilja vinna hjá fyr-
irtækjum eins og Google, Apple og
Tesla.“
Styrkur vörumerkis og
arðsemi haldast í hendur
AFP
Færiband Verksmiðja BMW í Bæjaralandi. Þýskaland býr að sumum sterkustu vörumerkjum heims.
Lykilstærð
» Styrkur vörumerkis snýst ekki
bara um auglýsingakaup og há-
markssýnileika
» Sterk fylgni er á milli þess
hver arðsöm fyrirtæki eru og hve
sterku vörumerki þau búa að
» Öflugustu vörumerkin
framkalla jákvæðar og sterkar
tilfinningar hjá fólki
» Mæling fer fram með
spurningalista sem viðskipta-
vinir eru beðnir að svara
- Vonir standa til að vörumerkjavísitalan Brandr nái fótfestu í Þýskalandi og Noregi
Friðrik
Larsen
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
22. nóvember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 131.13
Sterlingspund 176.1
Kanadadalur 103.69
Dönsk króna 19.875
Norsk króna 14.709
Sænsk króna 14.639
Svissn. franki 141.27
Japanskt jen 1.1527
SDR 183.27
Evra 147.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.7901
« Á föstudag fór bandaríska Nasdaq-
vísitalan í fyrsta skipti yfir 16.000 stig
og mælist styrking vísitölunnar ríflega
26% það sem af er þessu ári.
Nasdaq-vísitalan styrktist um 1,2% í
vikunni sem leið en S&P 500-vísitalan
hækkaði um 0,3% á sama tíma. Dow
Jones lækkaði um 1,4% og hefur því
lækkað í tvær vikur samfleytt.
Veiking Dow Jones-vísitölunnar er
einkum rakin til ótta við að lönd í Evr-
ópu kunni enn á ný að grípa til harka-
legra sóttvarnaaðgerða vegna fjölg-
unar kórónuveirusmita, en stjórnvöld í
Austurríki tilkynntu nýverið að þar yrði
sett á útgöngubann. Bitnuðu þessar
áhyggjur m.a. á hlutabréfaverði flug-
félaga og skemmtisiglingafélaga.
Bankavísitala S&P lækkaði um 1,6%, og
orkufyrirtækjavísitala S&P um 3,9%.
Tæknifyrirtæki, og fyrirtæki sem
njóta góðs af að neytendur haldi kyrru
fyrir, sóttu í sig veðrið s.s. streymis-
veitan Netflix og örgjörvaframleiðand-
inn Nvidia. ai@mbl.is
Nasdaq yfir 16.000 stig
AFP
Grænt Bandarískur hlutabréfa-
markaður hefur átt gott ár.
STUTT
Talið er líklegt að japönsk stjórnvöld
muni tappa af olíuforða landsins
vegna hækkana á heimsmarkaðs-
verði. Reuters greinir frá þessu og
hefur eftir fréttaveitunni Kyodo.
Fumio Kishida, sem tók við emb-
ætti forsætisráðherra í október,
kveðst vilja svara kalli Joes Bidens en
Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir
því að leiðtogar stærstu hagkerfa
heims taki þátt í að stemma stigu við
hækkandi olíuverði með því að ganga
á þær olíubirgðir sem löndin sitja á í
öryggisskyni.
Það torveldar Kishida að nýta olíu-
forðann að samkvæmt japönskum
lögum má aðeins ganga á neyðarforð-
ann vegna náttúruhamfara eða ef
röskun hefur orðið á olíuflutningum.
Var forðinn m.a. nýttur þegar Persa-
flóastríðið brast á á 10. áratugnum, og
árið 2011 þegar öflugur jarðskjálfti
og flóðbylgja ollu miklum skemmdum
og manntjóni á austurströnd Japans.
Kishida tjáði blaðamönnum að stjórn-
völd myndu stíga næstu skref með til-
liti til þess hvað lögin leyfa, með það
fyrir augum að leggja sitt af mörkum
ásamt Bandaríkjunum og öðrum
samstarfsþjóðum.
Japan er háð innflutningi á olíu og
hefur það komið illa við hagkerfi
landsins hvað heimsmarkaðsverð olíu
hefur hækkað hratt. Til að gera illt
verra hefur japanska jenið veikst
töluvert gagnvart bandaríkjadal. Á
föstudag kynntu japönsk stjórnvöld
nýjan aðgerðapakka sem m.a. felur í
sér fjárstuðning við japanskar olíu-
hreinsistöðvar með það fyrir augum
að lækka smásöluverð á eldsneyti.
ai@mbl.is
AFP
Þrýstingur Fumio Kishida vill svara
kalli Bidens Bandaríkjaforseta.
Vilja nýta neyðarforðann
- Japan kann að ganga á olíuforða landsins til að stemma
stigu við hækkandi verði - Jenið hefur verið á niðurleið
Allt um
sjávarútveg