Morgunblaðið - 22.11.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.11.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021 Þú finnur fallegar og vandaðar jólagjafir hjá Eirvík Suðurlandsbraut 20 / Reykjavík / Sími 588 0200 / eirvik.is Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkj- unum, Kanada, Ísrael og nokkrum fleiri ríkjum eru byrjuð að bólu- setja börn á aldrinum fimm til ell- efu ára. Bólusetning fyrir þennan hóp er ekki hafin á Íslandi. Kanada heimilaði bólusetningu gegn Covid-19 fyrir börn í þessum aldurshópi á föstudag. Börnin fá bóluefni frá bóluefnaframleiðend- unum Pfizer og BioNTech. „Eftir ítarlega og óháða vísinda- lega skoðun á þeim gögnum sem liggja fyrir hefur deildin komist að þeirri niðurstöðu að ávinningur bóluefnisins fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára vegi þyngra en áhættan,“ sagði í opinberri yfirlýs- ingu frá heilbrigðisráðuneyti Kan- ada. Gáfu 90% árangur Ákvörðunin var tekin í kjölfar umsóknar Pfizer og BioNTech, sem lögð var fram 18. október, eftir að hafa framkvæmt klíníska rannsókn á þúsundum barna á þessum aldri. Bóluefnið reyndist vera meira en 90 prósent árangursríkt við að koma í veg fyrir Covid-19 og komu engar alvarlegar aukaverkanir fram. Bóluefnið verður skammtað í 10 míkrógrömmum, í stað 30 míkró- gramma sem notað er fyrir þá sem eldri eru, og er gefið í tveimur sprautum með þriggja vikna milli- bili. Kína, Sameinuðu arabísku fursta- dæmin, Kambódía og Kólumbía eru einnig byrjuð að bólusetja börn undir 12 ára aldri, en með bóluefni frá kínverskum framleiðendum. ingathora@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Bóluefni Bólusetning 5-11 ára barna er hafin víða um heim. Kanada byrjar að bólusetja börn - Engar alvarlegar aukaverkanir Víða var mótmælt í Evrópu um helgina vegna þeirra hertu sótt- varnaaðgerða sem Evrópuríki hafa gripið til vegna fjölgunar smita. Þús- undir mótmælenda komu saman úti á götum í Hollandi, Belgíu, Austur- ríki, Króatíu og Ítalíu. Fyrr í vikunni varaði Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin (WHO) við út- breiðslu Covid-19 í Evrópu þar sem álfan berst við nýja bylgju farald- ursins um þessar mundir. Dr. Hans Kluge, svæðisstjóri hjá WHO, varaði við því að 500.000 fleiri dauðsföll gætu verið skráð fram að byrjun mars nema gripið yrði til brýnna aðgerða. Köstuðu flugeldum að lögreglu Í Belgíu hafa reglur um grímur verið hertar og munu flestir Belgar þurfa að vinna að heiman fjóra daga vikunnar fram í miðjan desember. Einnig eru áform uppi um að gera bólusetningar fyrir heilbrigðis- starfsmenn að skyldu. Tugir þúsunda komu saman í belgísku höfuðborginni Brussel til að mótmæla aðgerðunum. Mótmæl- endur köstuðu flugeldum að lög- reglumönnum sem beittu mótmæl- endur á móti táragasi og notuðu vatnssprautur. Mótmælendur mótmæltu aðallega notkun covid-passa sem kemur í veg fyrir að óbólusettir geti farið inn á staði eins og veitingastaði eða bari. Kveiktu í reiðhjólum Í Hollandi var mótmælt í nokkr- um bæjum og borgum á laugardag. Hettuklæddir mótmælendur kveiktu í reiðhjólum í Haag og not- aði lögreglan hesta, hunda og kylfur til að reka þá á brott. Embættis- menn gáfu út neyðartilskipun í borg- inni og voru að minnsta kosti sjö handteknir. Lögreglan sagði að steini hefði verið kastað inn um glugga á sjúkra- bíl sem var að flytja sjúkling á spít- ala og fimm lögreglumenn hefðu slasast, þar af einn verið fluttur með sjúkrabíl vegna hnémeiðsla. Þá voru tveir knattspyrnuleikir í efstu deild stöðvaðir í stutta stund eftir að stuðningsmenn brutust inn og hlupu út á völlinn en áhorfendur eru sem stendur bannaðir. Mótmælin fylgdu í kjölfar mót- mæla í Rotterdam þar sem borgar- stjórinn fordæmdi þau sem „ofbeld- isorgíu“. Lögreglan skaut byssu- skotum þar sem hún taldi ástandið lífshættulegt. Að minnsta kosti þrír mótmælendur eru á sjúkrahúsi vegna skotsára, að sögn lögreglu. Yfirvöld hafa hafið rannsókn á mál- inu. Mótmæltu á Circus Maximus Í Króatíu mótmæltu þúsundir í höfuðborginni Zagreb skyldubólu- setningum fyrir opinbera starfs- menn. Á Ítalíu komu nokkur þúsund mótmælendur saman á hinum forna Circus Maximus-vagnakappaksturs- velli í Róm til að andmæla skírtein- um sem nú er krafist á vinnustöðum og í almenningssamgöngum. Skírteinin eiga að sanna að ein- staklingur sé bólusettur, búinn að fá Covid-19 eða hafi fengið neikvætt úr sýnatöku Kveiktu í fyrirtækjum Frönsk yfirvöld senda nú einnig tugi lögreglumanna til að bæla niður óeirðir á eyjunni Guadeloupe í Kar- íbahafi. Mótmælendur rændu tugum verslana og kveiktu í fyrirtækjum eftir að mótmæli gegn Covid-passa urðu ofbeldisfull. Gérald Darmanin innanríkisráðherra sagði að sumir mótmælendur hefðu beitt skotfær- um gegn lögreglunni. Heilbrigðisráðherra Bretlands, Sajid Javid, hefur sagt að engin áform séu uppi um að breyta ferða- reglum milli Bretlands og Þýska- lands í augnablikinu, í ljósi vaxandi fjölda mála þar. Hann sagði að þetta væri vegna þess að Þýskaland væri að fást við delta-afbrigðið: „Við erum nú þegar með delta hér. Ég er ekki viss um að það sé mikill ávinningur að því að hafa fleiri reglur, en við fylgjumst með öllum hugsanlegum nýjum af- brigðum,“ sagði hann. Harkaleg mótmæli víða í Evrópu - Frakkar senda lögreglumenn til Karíbahafsins - Bretar fylgjast með hugsanlegum nýjum afbrigð- um veirunnar - Króatar mótmæla skyldubólusetningum opinberra starfsmanna - Belgar vinna heima AFP Barist í Belgíu Tugir þúsunda Belga þustu út á götur Brusselborgar í gær og mótmæltu þar þeim aðgerðum sem yfirvöld hafa gripið til í nafni sóttvarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.