Morgunblaðið - 22.11.2021, Síða 16
Ég verð að taka undir með Sigríði Á. Andersen, að það er alveg ótrú-
legt að heyra það, sem Sigríður Dóra Magnúsdóttir heilsugæslulækn-
ir segir, og hvernig hún talar í garð þeirra óbólusettu. Hún vænir þá
um sérvisku og fordóma í garð bólusetningar, og dettur ekki í hug, að
þeir gætu haft aðrar ástæður til að láta ekki bólusetja sig, t.d. eins og
ofnæmi. Í hennar bókum finnst víst enginn, sem hefur lyfjaóþol eða
-ofnæmi, og treystir sér þess vegna ekki í bólusetningu. Undirrituð er
ein af þeim. Nei, þeir, sem ekki fara í bólusetningu, eru bara ein-
hverjir eintrjáningar, sem eru með fordóma og sérvisku, og þeir skulu
bara gera svo vel og koma sér í bólusetningu, hvort sem þeim líkar
það betur eða verr, og hvernig áhrif, sem bólusetningin kynni nú að
hafa á þá.
Ég spyr hvað manneskjunni gangi til með þessum fordómum sín-
um, m.a. í garð okkar, sem erum ofnæmissjúklingar? Þetta nær engri
átt, finnst mér. Ég get ekki sagt annað.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Um bólusetninguna gegn pestarfjáranum
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Okkur var aldrei lof-
að auðveldri ævi. Það
eina sem öruggt var
þegar við fengum
dagsbirtuna í augun
var að fyrr eða síðar
myndu augu okkar
bresta og hjartað
hætta að slá. Það eina
sem okkur var lofað
var eilíf samfylgd af
höfundi og fullkomn-
ara lífsins.
Tökum eftir öllum
blessununum
Það er sannarlega ómetanlegt að
vera borinn áfram á bænarörmum
og fá að upplifa blessanir Guðs nán-
ast í öllum aðstæðum. En það er
mikilvægt að taka eftir þeim í stóru
sem smáu. Það eru ekki síst litlu
kraftaverkin og blessanirnar sem
varða veginn og bera okkur áfram.
Og í öllum aðstæðum er svo gott
að finna stuðning frá fólki sem er
andlega örlátt í vanmætti sínum og
smæð. Þar sem orð og andi umlykj-
andi nærveru, jafnvel í fjarveru, fá
að streyma fram til góðs. Frá hjarta
til hjarta. Guð blessi alla sendiboð-
ana, jarðnesku englana
sem sendir eru í veg
fyrir fólk til að veita
umhyggju, stuðning,
styrk og skjól. Þeir
fylla nútíðina innihaldi
og veita bjarta framtíð-
arsýn vegna tilveru
sinnar og kærleiks-
ríkrar nærveru með já-
kvæðni sinni, uppörvun
og hvatningu.
Lífsakkerið í
ólgusjó daganna
Þegar þyrmir yfir
hugann þá er ekkert betra en að
leggja áhyggjurnar og stöðuna á
herðar frelsaranum, Jesú, sam-
kvæmt hans boði, sem er raunveru-
legur og lifandi, umhyggjusamur og
nærgætinn vinur okkar og bróðir.
Hans sem er lífsakkerið í dagsins
ólgusjó.
Á góðum stað í Biblíunni segir:
„Óttast þú ekki, því að ég er með
þér. Vertu ekki hræddur, því að ég
er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa
þér, ég styð þig með sigrandi hendi
minni.“
Valinn í lið lífsins
Hvað veist þú annars mikilvægara
en að vera valinn í lið lífsins og fá að
spila með til sigurs? Og þótt ein-
staka viðureignir kunni að tapast
munum við að lokum standa uppi
sem eilífir sigurvegarar vegna kær-
leikssigurs Jesú Krists á krossinum
fyrir um tvö þúsund árum. Hann
reis svo upp frá dauðum á þriðja
degi og tileinkaði okkur sigur lífsins
með sér. Hvílík óverðskulduð óend-
anlega þakkarverð náðargjöf.
Í lotningu fyrir lífinu, höfundi
þess og fullkomnara segi ég því:
Dýrð sé Guði! Friður hans, sem er
ofar og æðri öllum okkar skilningi,
varðveiti hjörtu okkar og hugsanir
og náð hans sé yfir okkur og fylgi
okkur öllum. Í Jesú nafni.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
– Lifi lífið!
Litlu og smáu kraftaverkin
og blessanirnar varða veginn
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Það er svo mikilvægt
að taka eftir öllum
litlu og smáu bless-
ununum og kraftaverk-
unum. Það eru ekki síst
þau sem varða veginn
og bera okkur áfram.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Sumt er þess eðlis að
það þarf að endurtaka
og endurtaka, og taka
áhættuna á að það
verði leiðigjörn síbylja,
en veruleikinn kallar á
þessar endurtekn-
ingar. Sumt er svo satt
að það kallar á síbylj-
una, því hún er sann-
leikurinn og hann verð-
ur að síast inn, bæði
hjá almenningi og
ráðamönnum. Almenn-
ingi, því við þurfum
breiðfylkingu stuðn-
ingskvenna og -manna,
og ráðamanna, því þeir
hafa valdið.*
. Átta af hverjum tíu
eiga erfitt eða frekar
erfitt með að ná end-
um saman
. Sex af hverjum tíu
geta ekki mætt
óvæntum útgjöldum
. Fjórir af hverjum tíu
búa við skort á efnislegum gæðum
Viltu ekki verða einn af þeim? Höld-
um áfram …
. Níu af hverjum tíu einhleypum og
einstæðum foreldrum eiga erfitt
eða frekar erfitt með að ná endum
saman
. Helmingur einstæðra foreldra og
einhleypra býr við skort á efnis-
legum gæðum
. Fjórir af hverjum tíu einstæðum
foreldrum geta ekki veitt börnum
sínum eins næringarríkan mat og
þeir vilja eða greitt kostnað vegna
skipulagðra tómstunda
Viltu enn ekki verða einn af þeim?
Höldum þá áfram …
. Átta af hverjum tíu hafa neitað sér
um heilbrigðisþjón-
ustu
. Margir finna fyrir fé-
lagslegri einangrun
og meirihluti finnur
fyrir fordómum
. Talsverður vilji er
meðal þeirra að vera
á vinnumarkaði en
heilsan er helsta fyr-
irstaðan
Eruð þið einhverju nær
um um hverja ég er
að tala? Gef ykkur
eina vísbendingu í
viðbót …
. Sex af hverjum tíu
segja mikilvægast að
hækka örorkulífeyri
og tengdar greiðslur
spurðir um breyt-
ingar á almanna-
tryggingakerfinu.*
Já, ég er að tala um
fatlað fólk á Íslandi, ör-
yrkja. Vilt þú verða einn
af þeim? Finnst þér
þetta eftirsóknarverð
lífsgæði? Ef ekki slástu
þá með og styddu okkur
í baráttunni fyrir mannsæmandi lífi.
Það veit enginn hver verður næstur.
Nú hillir undir nýjan stjórnarsátt-
mála og það verður forvitnilegt að sjá
hvað verðandi ríkisstjórn hefur fram
að færa í málefnum öryrkja. Hver
verða framtíðarlífskjör öryrkja? Nú-
verandi kjör, m.a. þessi sem ég taldi
upp hér að ofan, eru óviðunandi, svo
vægt sé til orða tekið. Við viljum rétt-
læti, við viljum lífsgæði. Svo einfalt er
það.
*Niðurstöður Vörðu, rannsóknastofnunar
vinnumarkaðarins. Staða fatlaðs fólk á Ís-
landi. Rannsóknin var unnin fyrir Ör-
yrkjabandalag Íslands. September 2021.
Vilt þú verða
einn af þeim?
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur
Unnur H. Jóhannsdóttir
»Nú hillir
undir nýjan
stjórnarsáttmála
og það verður
forvitnilegt að
sjá hvað verð-
andi ríkisstjórn
hefur fram að
færa í málefnum
öryrkja.
Höfundur er kennari, blaðamaður og
öryrki. uhj@simnet.is
Flestir kannast við
hina frægu sögu um
nýju fötin keisarans og
barnið sem upplýsti
lýðinn um falsið varð-
andi fötin þegar keis-
arinn birtist án klæða
en sagður vera klædd-
ur nýrri tegund fata-
efnis. Sambærilegt við-
fangsefni er í hávegum
haft á 21. öld okkar
tímatals og kallast kolefnisjöfnun.
Sú bullkenning að aðgerðir manns-
ins stefni hitastigi jarðar á hættulega
braut er mjög undarleg í ljósi þeirra
staðreynda er liggja fyrir um sveiflur
á hitastigi á jörðinni í tugþúsundir
ára.
Ekki þarf að fara nema 500 til 700
ár aftur í tímann til að rekast á miklar
sveiflur í hitastigi á jörðinni eða þeim
hluta jarðarinnar sem kallast Evrópa.
Tímabil þetta hefur verið kallað Litla
ísöld. Sagnir herma að á því tímabili
hafi verið svo lágt hitastig í Evrópu að
uppskerubrestur hafi orðið og Tham-
esá í Bretlandi hafi verið ísilögð að
vetrarlagi og fólk gengið bakka á milli.
Ekki hafa svokallaðir vísindamenn
kennt gjörðum mannskepnunnar um
þær sveiflur í breytingum á hitastigi
jarðarinnar né aðrar sveiflur á hita-
stigi á jörðinni sem þekktar eru, svo
sem svokallaðar ísaldir.
Í kolefnisjöfnunar-bull-kenning-
unni er eingöngu fjallað um aukningu
CO2 í andrúmslofti jarðar og annarra
gastegunda, s.s. metans. Mannskepn-
unni er kennt um; hún brenni svo
miklu af jarðefnaeldsneyti. Á þessu
tímabili, sem bullkenningin er miðuð
við, eða rúm 100 ár, hefur mengunar-
dýrinu manninum fjölgað um 150% til
250%, sem hvergi er minnst á hjá
mengunarsérfræðingunum.
Það er hvergi getið um aukningu á
CO2-mengun mannsins
við fjölgun fólks á við-
miðunartímabilinu, auk
fjölgunar svokallaðra
húsdýra sem maðurinn
elur sér til fæðuöflunar.
Öll þessi dýr, maðurinn
og húsdýrin, skila út
CO2 við andardrátt.
Viðurkenna verður þó
að sóðaskapur mannsins
með dreifingu á alls kon-
ar rusli í kringum sig er
ekki til fyrirmyndar og
hefði mátt taka á því fyrr. Svokallaðir
öskuhaugar eru vandamál sem hefði
mátt huga að fyrr en gert er og um-
breyting svokallaðs affalls (rusls) til
endurnýtingar er vandamál.
Sem dæmi um sveiflur í loftslagi á
jörðinni má geta þess að samkvæmt
skráðum heimildum er stórt svæði í
Tyrklandi, sem áður var búsæld-
arlegt og vel gróið land, orðið eyði-
mörk á einhverjum áratugum, einnig
hafi ákveðin svæði er nú falla undir
Sahara-eyðimörkina verið vel gróin
og lífvænleg landsvæði en breyst í
eyðimörk vegna breytinga á veður-
fari. Ekki eru heimildir til fyrir því að
þær breytingar hafi orðið vegna
brennslu jarðefnaeldsneytis af hálfu
mannsins. Að auki má geta skráðra
heimilda um vísbendingar um búsetu
á Íslandi á svæði sem kom í ljós þegar
skriðjökull hopaði og því má spyrja
hvað orsakaði að skriðjökullinn
skreið fram og kaffærði byggðar-
lagið.
Er ekki kenningin um orsök hlýn-
unar jarðar bara bull?
Nýju fötin keisarans
Eftir Kristján S.
Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
» Bullkenning að
aðgerðir mannsins
hafi afgerandi áhrif á
veðurfar á jörðinni.
Höfundur er fv. skipstjóri.