Morgunblaðið - 22.11.2021, Page 24

Morgunblaðið - 22.11.2021, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021 JARÐGERÐARÍLÁT BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN MOLTU ! www.gamafelagid.is 577 5757 igf@igf.is Jarðgerðarílátið er 310 lítra og er hugsað fyrir þá sem vilja prófa sig áfram við moltugerð. Um það bil 30-35% af heildarmagni heimilissorps er lífrænn úrgangur sem má jarðgera. Afurð jarðgerðarinnar, moltan, nýtist sem næringarríkur áburður fyrir garðinn. Jarðgerðarílátið er hægt að panta í vefverslun okkar eða í síma 577 5757. 30 ÁRA Selma er úr Árbænum en býr í Mosfellsbæ. Hún er viðskipta- fræðingur að mennt frá Háskólanum á Bifröst og rekur hannyrðaversl- unina MeMe Knitting. „Við vorum að opna nýja og stærri verslun núna í nóvember á Dalbraut í Laugarnes- hverfi en ég er búin að vera með net- verslun í þrjú ár. Einnig hanna ég og skrifa prjónauppskriftir.“ FJÖLSKYLDAN Eiginmaður Selmu er Róbert Ægir Hrafnsson, f. 1988, slökkviliðsmaður og bráða- tæknir hjá Slökkviliðinu á höfuð- borgarsvæðinu. Dætur þeirra eru Emilía, f. 2017, og Ronja, f. 2021. Foreldrar Selmu eru Guðlaug Katrín Þórðardóttir, f. 1956, bókari, og Markús Örn Þórarinsson Jensen, f. 1962, framkvæmdastjóri. Þau búa í Norðlingaholti. Selma Markúsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Fólki þykir mikið til þín koma í dag. Mundu að hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. 20. apríl - 20. maí + Naut Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu alla þá í lið með þér sem þú mögulega get- ur. Bjartsýni þín og kappsemi njóta sín. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Viljirðu ná málum fram af ein- hverju viti þarftu að vera þolinmóður. Koma tímar og koma ráð til að laga það sem þarfnast lagfæringar. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Eitthvað sem byrjaði sem áleitin hugmynd yfirtekur allt í einu allan tíma þinn. Leggðu áherslu á það að líta björtum augum á tilveruna. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú hikar ekki við að taka málstað ann- arra og færð tækifæri til þess að láta í þér heyra í dag. Forðastu samt að dragast inn í deilur annarra. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína um of frá verkefnum dagsins. Leitaðu hjálpar tafarlaust ef þú telur það nauðsynlegt. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þetta er ekki rétti tíminn til að efast um sköpunarverkin. Farðu þér hægt og hafðu alla fyrirvara uppi þegar þér eru gerð einhver tilboð. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er góð regla að vera á varðbergi gagnvart ókunnugum. Temdu þér skipulagningu og taktu ekki meira að þér en þú ert maður til. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er hollt að setjast niður og velta fyrir sér hvað maður vill fá út úr lífinu, bæði í leik og starfi. Skoðaðu málin frá fleiri en einni hlið því verkin tala sínu máli. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú hefur lengi ætlað að koma málum þínum á framfæri en hefur ekki haft tækifæri til þess. Hristu af þér slenið og brjóstu út því þú hefur þá hæfileika sem til þarf. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Flanaðu ekki að neinu, heldur tékkaðu af alla hluti og hafðu þitt á hreinu þegar þú grípur til aðgerða. Gakktu mark- visst til verks og ljúktu verkefnum sem bíða. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er óvenju margt á borðinu hjá þér svo þú þarft að skipuleggja daginn mjög vel. Dekraðu við sjálfan þig í kvöld. Theodór var meðal stofnenda fyrirtækisins Austfars hf. sem sá um móttöku ferjunnar og þjónustu við farþega, var einn af stofnendum og síðar Norrænu, til að sigla til Seyðis- fjarðar, sem var upphafið að því að gera bæinn að vinsælum ferða- mannastað.“ T heodór Blöndal fæddist 22. nóvember 1946 á Seyðisfirði. „Það var gott að alast upp á Seyðis- firði. Við krakkarnir byrjuðum að breiða saltfisk og salta síld 10 til 12 ára. Síðan komu síldar- árin, sem voru ævintýralegur tími. Sumrin 1962 og ’63 var ég í hljóm- sveit sem spilaði fyrir dansi í félags- heimilinu Herðubreið, þrjú böll í viku, og vann í Vélsmiðjunni Stáli.“ Eftir barnaskólann á Seyðisfirði tók Theodór landspróf árið 1961 á Akureyri en fór svo í Tækniskóla Ís- lands. Árið 1966 fór hann í Tækni- skólann í Þrándheimi og útskrifaðist þaðan sem véltæknifræðingur 1969. „Við hjónin áttum dásamleg ár í Þrándheimi og eignuðumst marga góða vini. Þegar við útskrifuðumst ákvað útskriftarhópurinn að gefa út tímarit sem kæmi út einu sinni á ári (jólablað). Þetta höfum við nú gert í 54 ár. Jafnframt hittist hópurinn reglulega og í sumar var það í 54. skiptið frá stofnun 1969.“ Þegar heim var komið fór Theodór að vinna hjá föður sínum og föður- bróður í Vélsmiðjunni Stáli. „Þetta var árið sem síldin hvarf og við þurft- um að sækja á ný mið. Það heppn- aðist ágætlega og þegar mest var umleikis voru starfsmenn allt að 40 talsins. Ég hannaði mikið af því sem smíðað var. Við rákum samhliða bíla- verkstæði ásamt rekstri rútubíla og snjóbíla sem sáu um fólksflutninga yfir Fjarðarheiði, og Stálbúðina, sem var alhliða byggingarvöruverslun.“ Í 15 ár var Theodór einnig verksmiðju- stjóri í loðnuverksmiðjunni Hafsíld á Seyðisfirði. Theodór varð oddviti Sjálfstæðis- flokksins 1974-1986 og 1990-1994 og gegndi hann formennsku í bæjarráði eða bæjarstjórn þennan tíma, en öll árin var Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta með Framsóknarflokki. „Það var mjög skemmtilegt og gef- andi að vera bæjarfulltrúi og sam- staðan í bæjarstjórninni yfirleitt góð. Mörgum góðum málum var komið til leiðar og nefni ég þar byggingu sjúkrahúss og fjarvarmaveitu, miklar hafnarframkvæmdir sem urðu til þess að við fengum ferjuna Smyril, lengi stjórnarformaður Atvinnu- þróunarfélags Austurlands, sat í stjórn Sambands sveitarstjórna á Austurlandi í nokkur ár, stjórnar- formaður Málms, sambands vél- smiðjueigenda, innan Samtaka iðn- aðarins í 15 ár, sat í stjórn Samtaka iðnaðarins og í miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins. „Árin okkar á Seyðisfirði urðu 30 og um haustið 1999 fluttum við til Reykjavíkur. Okkur hafði liðið vel þessi ár og eigum bara góðar minn- ingar frá þessum tíma. Það hefur ávallt verið góður andi og mikill bæj- arbragur á Seyðisfirði og ef eitthvað bjátaði á eða sýna þurfti samstöðu lágu bæjarbúar aldrei á liði sínu.“ Fyrstu tvö árin í Reykjavík var Theodór verkefnastjóri hjá Stáltaki hf. og síðan fór hann að vinna hjá Varmaverki hf. og tók síðar við fram- kvæmdastjórn þess og eftir samein- ingu við Vélaverk hf. varð til Varma & Vélaverk hf. Hann lét af störfum í maí 2017. Frá þeim tíma hefur Theo- dór verið stjórnarformaður í fyrir- tækinu Iðnveri hf.“ Áhugamálin eru ferðalög og úti- legur á sumrin. Theodór er í tveimur Theodór Blöndal, tæknifræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri – 75 ára Stórfjölskyldan Samankomin árið 2016 í tilefni af 70 ára afmæli þeirra hjóna og 50 ára hjúskaparafmæli. Hugsar hlýlega til Seyðisfjarðar Taj Mahal Hjónin á ferð um Indland með sínum bestu vinum frá Noregi. Til hamingju með daginn Mosfellsbær Ronja Róbertsdóttir fæddist 7. maí 2021 kl. 9.54. Hún vó 3.570 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Selma Markúsdóttir og Róbert Ægir Hrafnsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.