Morgunblaðið - 22.11.2021, Page 32
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
19.-28. nóvember
GULUR
FÖSTUDAGUR
Allt að50% afsláttur af*
(*á meðan birgðir endast)
K7 Premium
Smart Control
– Háþrýstidæla
89.091
Háþrýstidæla
Áður 98.990
SC 2
Gufuhreinsitæki
Fyrir Heimili
25.492
Gufuhreinsitæki
Áður 29.990
VC 4s
Handryksuga
rafhlöðu
36.743
Ryksuga
Áður 48.990
ProPuzzi 8/1 C
Djúphreinsivél
106.877
Djúphreinsivél
Áður 118.752
34.889
Ryksuga
Áður 38.765
NT 22/1 AP L
Ryksuga
FC 7 Þráðlaus
skúringarvél
fyrir heimili
80.023
Skúringarvél
Áður 94.145
JuiceBox
Snjallhleðslustöð
188.293
Hleðslustöð
Áður 268.990
Í Y galleríi í Hamraborg
Kópavogs var um helgina
opnuð sýningin „Leppar,
pungur og skjóða“ með
verkum eftir Guðlaugu
Míu Eyþórsdóttur. Inn-
blástur við sköpun verk-
anna sótti Guðlaug Mía í
íslenska þjóðmenningu
og segir hún hann jafn-
framt sóttan í nær-
umhverfi Íslendinga fyrri
alda. Guðlaug útskrif-
aðist með BA-gráðu frá
LHÍ og stundaði síðar
meistaranám í myndlist í
Gent í Hollandi. Í verkum sínum skoðar hún gjarnan
skúlptúríska þætti í manngerðu umhverfi. Y gallerí er í
fyrrverandi bensínstöð í bílakjallara Hamraborgar og
hefur vakið athygli fyrir metnaðarfullar sýningar á
verkum ungra listamanna.
Guðlaug Mía sýnir leppa, pung og
skjóðu í Y galleríi í Hamraborg
MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 326. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Grótta sleit sig frá neðstu liðum Olísdeildar karla í
handbolta í gærkvöldi með því að vinna 26:22-útisigur
á Víkingi. Úrslitin þýða að Grótta er með fimm stig,
fimm stigum meira en HK og Víkingur sem eru að helt-
ast úr lestinni. HK og Víkingur fóru saman upp úr 1.
deildinni á síðustu leiktíð en hafa átt í erfiðleikum í
deild þeirra bestu og enn ekki náð í eitt einasta stig.
Hinum megin eru Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH í
tveimur efstu sætunum. »26
Nýliðarnir að heltast úr lestinni
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Söngvarinn Geir Ólafsson varð að
fresta þrennum jólatónleikum í fyrra
en þar sem hann sé innan fjölda-
takmarkana trufli ekkert fyrirhug-
aða ferna tónleika í Gamla bíói í
næstu viku eða 2., 3., 4. og 5. desem-
ber. „Ég er svo heppinn að hugsa
ekki um peninga heldur gæði og því
komast aðeins 320 manns á hverja
tónleika og þar af 170 í þriggja rétta
kvöldverð í glæsilega skreyttum
salnum,“ segir tónlistarmaðurinn.
Sem fyrr verður úrval tónlistar-
manna á sviðinu. Sjö manna stór-
hljómsveit píanóleikarans Dons
Randis kemur frá Bandaríkjunum
en hana skipa auk hans Bernie
Dresel trymbill, Chris Roy bassa-
leikari, John de Patie gítarleikari,
Harry Kim trompetleikari, Chuck
Findley trompetleikari og Brandon
Fields saxófónleikari. Þar fyrir utan
koma fram íslensku tónlistarmenn-
irnir Þórir Baldursson orgelleikari,
Vilhjálmur Guðjónsson saxófónleik-
ari, Heimir Ingi Guðmundsson, sem
leikur á básúnu, Birgir Niels slag-
verksleikari og Ástvaldur Trausta-
son píanóleikari með meiru, að
ógleymdum Geir Ólafssyni, en
Guðný Guðmundsdóttir konsert-
meistari verður sérstakur gestur.
Stefán Henrýsson leikur undir borð-
haldi, Eva Þórisdóttir sér um skreyt-
ingar í sal og Selma Karlsdóttir held-
ur utan um viðburðinn.
„Við höfum byggt tónleikana upp
ár frá ári og sem fyrr er valinn mað-
ur í hverju rúmi,“ segir Geir, en
fyrstu jólatónleikar hans í anda sam-
bærilegra tónleika í Las Vegas í
Bandaríkjunum voru í desember
2016. Hann segist leggja áherslu á að
bjóða upp á skemmtun þar sem ekk-
ert sé til sparað og gestir eigi kost á
að njóta góðs kvöldverðar og tón-
leika í kjölfarið. „Aðalatriðið er að
gera eins vel og hægt er til að upp-
lifun gestanna verði sem best.“
Góðar viðtökur
Don Randi kom til landsins fyrir
jólin 2015 í þeim tilgangi að kynna
sér jólatónleika hérlendis. „Hann er
goðsögn í Bandaríkjunum og við höf-
um unnið lengi saman. Við ákváðum
að reyna eitthvað nýtt og úr varð
sambland af mat og tónleikum, þar
sem við buðum upp á unga, nýút-
skrifaða og tiltölulega óþekkta
gestasöngvara.“ Viðtökurnar hafi
verið góðar á fyrstu tónleikunum
2016, tvennir tónleikar hafi verið ár-
ið eftir og þrennir 2018 og 2019, en
viðburðinum hafi verið frestað í
fyrra vegna kórónuveirufaraldurs-
ins. Margir hafi ákveðið að geyma
miðana þar til í ár og því hafi þeir
forgang en viðbótarmiðar séu komn-
ir í sölu (tix.is). „Ég er sérstaklega
þakklátur fyrir það að geta haldið
tónleika fyrir fólkið sem geymdi
miðana frá því í fyrra og geta boðið
fleiri gestum til viðbótar,“ segir
Geir. Hann vekur athygli á því að
gestir þurfi að láta vita af sérþörfum
í mat (svo sem ofnæmi, óþoli og veg-
an) með að minnsta kosti viku fyrir-
vara á gamlabio@gamlabio.is og all-
ir verði að framvísa neikvæðu
hraðprófi. „Svo verður þetta bara
gaman,“ segir Geir, sem ráðgerir að
gefa út plötu með eigin efni á næsta
ári.
Í Gamla bíói Geir Ólafsson fær til sín góða gesti og heldur ferna jólatónleika í næstu viku.
Fámennt og góðmennt
- Fernir jólatónleikar Geirs Ólafssonar í Gamla bíói