Morgunblaðið - 24.11.2021, Side 1

Morgunblaðið - 24.11.2021, Side 1
BYGGJA 8.400 FERMETRA WORLD CLASS FYRSTI SIGUR CARRICKS MEÐ UNITED TVÍSÖNGUR SAMTALSBÓK HLIÐARSJÁLFA MEISTARADEILDIN 22 BERGLIND MARÍA 24VIÐSKIPTAMOGGINN .Stofnað 1913 . 276. tölublað . 109. árgangur . M I Ð V I K U D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 2 1 Sölvi Melax framkvæmdastjóri Heimaleigu segir að í dag séu 1.150 virk leigurými á höfuðborgarsvæð- inu á Airbnb en til samanburðar hafi þau verið 4.197 á þriðja ársfjórðungi 2018. Samdrátturinn er 73%. „Ég geri ráð fyrir því að þessar tölur muni fara aftur upp þegar Ís- lendingar byrja að ferðast aftur næsta sumar, eða flytja heim til for- eldra sinna og leigja íbúðina út á meðan.“ Spurður um þróun í Airbnb-út- leigu segir Sölvi hana vera þá að Reykjavíkurborg hafi þrengt mark- visst að leigueignum í miðbænum síðan lög um skammtímaleigu tóku gildi árið 2017. „Aðalbreytingin varð 2017-2018 með skipulagsbreytingu hjá Reykjavíkurborg. Þar segir að þú þurfir að vera með eignina í blandaðri byggð við aðalgötu. Vegna þessa er í dag helst veitt leyfi fyrir iðnaðarhúsnæði sem verið er að breyta í íbúðir í hverfum utan mið- borgarinnar.“ Lína dregin í sandinn Sölvi segir að það góða við lögin um skammtímaleigu sé að þau séu mjög skýr varðandi hvenær um at- vinnustarfsemi er að ræða og hve- nær ekki. Lína hafi verið dregin í sandinn. Mörkin liggi við tvær millj- ónir króna á ári í leigutekjur og ekki megi leigja meira en 90 daga á ári. Sölvi segir að lögin geri einstak- lingum erfiðara um vik að eiga íbúð úti í bæ til að leigja út í skammtíma- leigu. „Þetta er að færast meira út í að vera starfsemi fyrir fjárfesta.“ »ViðskiptaMogginn Airbnb dregist saman um 73% á þremur árum - Fjölgar næsta sumar - Þrengt að leigu í miðborginni Morgunblaðið/Eggert Leiga Airbnb-íbúðir voru tæplega 4.200 fyrir þremur árum. Alþingi var sett við hátíðlega athöfn í gær eftir 19 vikna hlé frá þing- störfum. Þó voru augu flestra á því hvað kæmi út úr fyrsta formlega fundi kjörbréfanefndar, en sæti í nefndinni tóku allir þeir sem sátu í undirbúningsnefndinni. Birgir Ár- mannsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þá að meirihluti nefndar- innar kæmi til með að bera upp þá tillögu að seinni talningin skyldi standa og kjörbréfin yrðu því sam- þykkt. Meirihluti nefndarinnar sam- anstendur þá af Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Flokki fólks- ins. Athygli vakti að Svandís Svav- arsdóttir, nefndarmaður Vinstri- grænna, var ekki sammála þeirri niðurstöðu. Þá kom einnig á daginn að Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata ákvað að skrifa ekki undir greinar- gerð nefndarinnar og því í raun vinnu nefndarinnar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Björn að hann hefði „ákveðnar stjórnsýslulegar áhyggjur er sneru að formlegheitum í kringum störf nefndarinnar“, því hefði hann ekki skrifað undir. »4 Útlit fyrir að kjörbréf standi - Björn Leví vildi ekki skrifa undir Morgunblaðið/Eggert Vinnunni nærri lokið Birgir gengur út af fundi nefndarinnar. Alþingi var sett í 152. sinn í gær. Það kom í hlut Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, að stýra þingsetningarfundinum þar sem hún er starfsaldursforseti. Þorgerður Katr- ín settist fyrst á þing árið 1999 og hefur setið síð- an ef frá eru talin árin 2013 til 2016. Þórunnar Egilsdóttur og Jóns Sigurðssonar, látinna þing- manna, var minnst á fundinum en Þórunn hefði sömuleiðis átt afmæli í gær. Morgunblaðið/Eggert Starfsaldursforseti horfir upp og áfram _ „Að finna forn íslensk handrit er eins og að grafa niður á gull,“ segir Bjarni Gunnar Ásgeirsson íslensku- fræðingur. Við rannsóknir í British Library í Lundúnum fyrir nokkru fann Bjarni tvíblöðung og tvö önn- ur íslensk handrit sem talin eru vera úr Reynistaðarbók, safnriti sem nunnur í klaustrinu á Reyni- stað í Skagafirði tóku saman á 14. öld. Í því riti má finna ýmsan fróð- leik um sögu heimsins, dýrlinga, kraftaverk og fleira. Ástæða þess að handritið fannst ytra er saga full af tilgátum. „Hér fáum við betri innsýn í kraftaverka- sögur fyrri alda,“ segir Bjarni Gunnar um fund þennan. »4 Ljósmynd/Bjarni Gunnar Ásgeirsson Handrit Reynistaðarbók er frá 14. öld og segir þar meðal annars frá kraftaverkum. Brot úr fornu hand- riti fannst í London _ Það sem af er þessu ári hefur skatturinn tekið á móti 56.378 um- sóknum um endurgreiðslu á virðis- aukaskatti vegna vinnu, fjórðungi fleiri en allt árið í fyrra. Flestar beiðnir um endurgreiðslur koma frá einstaklingum vegna íbúðar- húsnæðis, 39.904 slíkar hafa borist en allt árið í fyrra voru þær 31.683. Um 15% fleiri umsóknir eru vegna vinnu við bílaviðgerðir en í fyrra. »2 Umsóknum hefur fjölgað um fjórðung

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.