Morgunblaðið - 24.11.2021, Síða 4
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Forn íslensk handrit finnast sjald-
an og að því leyti er þetta merkur
viðburður,“ segir Bjarni Gunnar Ás-
geirsson íslenskufræðingur. Við
rannsóknir í Brit-
ish Library í
Lundúnum fyrir
nokkru fann
Bjarni tvíblöðung
og tvö önnur ís-
lensk handrit
sem ekki var vit-
að um áður.
Handrit þessi
voru innan um
handrit úr bóka-
safni hertogans
af Buckingham og Chandos í Stowe
House á fyrri hluta 19. aldar. Safn
þetta eignaðist British Library árið
1883.
Sögur heimsins, dýrlinga
og kraftaverka
Bjarni, sem stundar doktorsnám í
íslenskum fræðum við Háskóla Ís-
landsi, hefur sýnt fram á að tvíblöð-
ungurinn sé kominn úr Reynistað-
arbók í Árnasafni, safnriti sem
nunnur í klaustrinu á Reynistað í
Skagafirði tóku saman á 14. öld. Í
því riti má finna ýmsan fróðleik um
sögu heimsins, dýrlinga, kraftaverk
og dæmisögur hvers konar.
En á hvaða öldum bárust brot úr
þessu handriti til Lundúna? Bjarni
Gunnar hefur legið yfir málinu að
undanförnu og telur að Grímur
Jónsson Thorkelin, sem er fræg-
astur fyrir að hafa verið fyrstur til
að gefa Bjólfskviðu út árið 1815 og
þýða hana á latínu, sé gerandi í mál-
inu. Hafi sennilega tekið umrætt
handritsbrot með sér úr Reynistað-
arbók í Árnasafni þegar hann fór í
rannsóknarferð til Englands árið
1786. Á þeim tíma var handritið
óbundið í Kaupmannahöfn – eins og
fram kemur í lýsingu sjálfs Árna
Magnússonar handritasafnara.
Bætist við þekkingu
Grímur gaf handritasafnaranum
Thomas Astle tvíblöðunginn árið
1787, ásamt tveimur uppskriftum
sem hann hafði gert sjálfur. Bjarni
Gunnar getur sér til að með því hafi
hann viljað liðka fyrir erindisrekstri
sínum og rannsóknum á Englandi. Á
tvíblöðungnum í British Library eru
sögur af erkibiskupnum í Kantara-
borg og heilögum Kúðbert.
„Ég hef fengið sendar ljósmyndir
af textanum og borið efni hans sam-
an við aðrar heimildir. Hér bætist
nokkuð við þekkingu og við fáum
betri innsýn í kraftaverkasögur fyrri
alda,“ segir Bjarni Gunnar um hand-
ritafundinn sem betur verður greint
frá í Griplu, tímariti Árnastofnunar,
sem kemur út innan tíðar.
„Að finna forn íslensk handrit er
eins og að grafa niður á gull,“ segir
Bjarni Gunnar ennfremur. Hann tel-
ur að svona nokkuð hafi ekki gerst
síðan um 1960 þegar Skarðsbók
postulasagna fannst í Lundúnum.
Var þá keypt af íslensku bönkunum
á uppboði ytra og flutt hingað heim
til varðveislu.
Forn íslensk
handrit fundust
á safni í London
- Brot úr Reynistaðarbók - Er frá
14. öld - Sögur af biskupi og Kúðbert
Ljósmynd/Bjarni Gunnar Ásgeirsson
Fornsaga Úr Reynistaðarbók.
Handritið er borið saman við aðrar
heimildir og rannsakað þannig
Bjarni Gunnar
Ásgeirsson
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021
Dagskrá:
Staða og starfsemi Gildis á árinu 2021
Hækkandi lífaldur, hvernig bregðast lífeyrissjóðirnir við?
Vegna samkomutakmarkana verðurfundurinn aðfullu rafrænn.
Honum verður streymt á íslensku og ensku en nánari upplýsingar
má finna á www.gildi.is. Sjóðfélagar eru hvattir til að taka þátt
ífundinum og kynna sér stöðu og rekstur sjóðsins.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs
Á morgun, fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 17:00
Gildi–lífeyrissjóður
Rafrænn sjóðfélaga-
og fulltrúaráðsfundur
▪
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Eftir á fjórða tug funda lauk undir-
búningskjörbréfanefnd störfum á
mánudag og í gær tók formleg kjör-
bréfanefnd við störfum. Sömu aðilar
mynda kjörbréfanefndina og strax
að lokinni þingsetningu fundaði
nefndin. Meirihluti nefndarinnar,
sem samanstendur af Sjálfstæðis-
flokki, Framsóknarflokki og Flokki
fólksins, mun leggja fram tillögu
þess efnis að kjörbréfin sem gefin
voru út í kjölfar seinni talningar í
Norðvesturkjördæmi verði staðfest.
Þrjár blokkir og Píratar sér
Blaðamaður heyrði í þingmönnum
frá öllum flokkum nema einum, en
ekki tókst að ná í þingmenn Mið-
flokksins við vinnslu fréttarinnar.
Skipta má í raun landslaginu upp í
þrjá meginhópa: Meirihlutann sem
búast má við að kjósi með tillögunni;
þá sem telja uppkosningu vænlegri
leið og loks þá sem ekkert vildu gefa
upp. Reyndar skera Píratar sig út úr
þessari flokkun en þeir telja vænleg-
ast að láta kjósa upp á nýtt á landinu
öllu. Ljóst er þó að ekki er lagastoð
fyrir slíkri tillögu og verður því að
koma í ljós hvað þeir hafa í hyggju.
Meirihluti líklegur á þinginu
Diljá Mist Einarsdóttir og Vil-
hjálmur Árnason, nefndarmenn
Sjálfstæðisflokks, sögðu í samtali við
Morgunblaðið að nú myndu þing-
menn flokksins kynna sér gögn
málsins og taka síðan ákvörðun út
frá eigin samvisku, líkt og kveðið er
á um í stjórnarskrá. Bæði bentu þau
þó á að þau, ásamt Birgi Ármanns-
syni, nytui fulls trausts þingflokks-
ins við vinnu nefndarinnar og gáfu
að vissu leyti í skyn að tilfinningin
væri sú að meirihluti þingflokksins
myndi kjósa með tillögunni. Ítrek-
uðu þó að þingmenn væru bundnir
eigin sannfæringu og ekki væri
hægt að fullyrða neitt fyrr en á
fimmtudag.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þing-
og nefndarmaður Framsóknar, tók í
svipaðan streng. Erfitt væri að full-
yrða um einstaka þingmenn og nú
myndu allir kynna sér gögnin og
taka svo upplýsta ákvörðun. „Til-
finning“ hennar væri samt sú að
meirihluti yrði fyrir tillögunni á
þingi. Inga Sæland frá Flokki fólks-
ins sagði þá að „þingflokkurinn
gengi í takt“ og myndi kjósa með til-
lögunni.
Hlynntari uppkosningu
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing-
maður Samfylkingar, var ekki sam-
mála áliti meirihluta nefndarinnar
og sagðist hún gera ráð fyrir því að
þingflokkurinn yrði samstiga í því að
kjósa gegn tillögu meirihluta nefnd-
arinnar og því samþykkur uppkosn-
ingu í kjördæminu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, vildi ekki tjá
sig um sína eigin afstöðu en ljóst
væri að þingmenn væru bundnir eig-
in sannfæringu og innan þingflokks
Viðreisnar hefði ávallt legið fyrir að
engin skýr flokkslína yrði dregin í
þessu máli. Þó er vert að minnast á
að Hanna Katrín Friðriksson, þing-
flokksformaður Viðreisnar, ritaði
grein í blað dagsins þar sem veru-
lega er gefið í skyn að hún muni
kjósa gegn tillögunni og því með
uppkosningu.
Ekkert gefið upp og Píratar
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður
Vinstri-grænna, tók í afar svipaðan
streng og Þorgerður. Hún sagðist
ekki geta talað fyrir hönd annarra
þingmanna síns flokks. Nú myndu
allir bara kynna sér gögn málsins og
taka sína eigin ákvörðun byggða á
samvisku sinni.
Björn Leví Gunnarsson, nefndar-
maður Pírata, tilkynnti á fundinum
að hann myndi ekki skrifa undir
greinargerð nefndarinnar þar sem
hann hefði ákveðnar „stjórnsýslu-
legar áhyggjur af ákveðnum form-
legheitum tengdum vinnu nefndar-
innar“. Þá sagði Björn Leví enn
fremur að það væri einhugur meðal
þingflokks Pírata um að álitlegast
væri að kosið yrði upp á nýtt um
landið allt. Allir nefndarmenn sem
blaðamaður náði í sögðu að þessi
ákvörðun væri gífurlega mikil von-
brigði. Enginn þeirra hefði átt von á
því, eftir á fjórða tug funda þar sem
Björn Leví hefði starfað af heilind-
um með nefndinni og haft áhrif á
vinnuna að greinargerðinni sem nú
liggur fyrir, að hann myndi neita að
kvitta upp á vinnu nefndarinnar.
Morgunblaðið/Eggert
Kjörbréfanefnd Undirbúningskjörbréfanefndin skipti um hatt í gær og varð að formlegri kjörbréfanefnd.
Uppkosning telst
ólíklegri kosturinn
- Meirihluti nefndarinnar sammála um seinni talningu
Orka náttúrunnar hafði í gær betur í
dómsmáli sem fyrirtækið höfðaði
eftir að kærunefnd útboðsmála hafði
ógilt útboð á svokölluðum hverfa-
hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla.
Var það gert að kröfu Ísorku, keppi-
nautar ON, sem taldi útboðið ekki
hafa verið lögmætt. Þurfti ON í kjöl-
farið að slökkva á stöðvunum, en
mun verða kleift að opna þær aftur í
vikunni.
„Þetta er fagnaðarefni fyrir raf-
bílaeigendur sem hafa treyst á þess-
ar stöðvar. Við viljum þjónusta raf-
bílaeigendur sem best og þessar
hverfahleðslur henta þeim sem ekki
geta hlaðið heima. Það er því mikið
fagnaðarefni að við getum opnað
þær aftur.
Okkur fannst niðurstaða úrskurð-
arnefndar byggjast á röngum for-
sendum, undir það var tekið í hér-
aðsdómi og sýnir að það var rétt að
láta kanna þetta,“ segir Breki Loga-
son, samskiptastjóri hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, í samtali við Morgun-
blaðið.
Hverfahleðslur
opnaðar á ný
- „Fagnaðarefni fyrir rafbílaeigendur“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hleðslustöðvar Orka náttúrunnar
opnar hleðslustöðvar sínar á ný.