Morgunblaðið - 24.11.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021
Dásamlega mjúkt og
fínlegt viscose
Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15
Vanilla kjóll 16.850 kr. – S-3XL
Vanilla sloppur 16.850 kr. – S-4XL
Þjóðarsorg ríkti í Norður-Makedón-
íu í gær eftir að 46 manns, þar af tólf
undir lögaldri, létust eftir að rúta
þeirra brann til kaldra kola. Er þetta
mannskæðasta umferðarslys Evr-
ópu í um áratug.
Ekki var vitað um tildrög slyssins
í gær, en talið er að rútan hafi keyrt
utan í vegrið, og í kjölfarið hafi
kviknað í henni, en hún var á leiðinni
frá Istanbúl í Tyrklandi til Skopje,
höfuðborgar Norður-Makedóníu.
Aðrar bifreiðir urðu ekki fyrir tjóni í
slysinu, sem átti sér stað um tvöleyt-
ið að staðartíma í fyrrinótt, eða um
miðnætti að íslenskum tíma. Var rút-
an þá um 40 kílómetra frá Sófíu, höf-
uðborg Búlgaríu.
Sjö manns, fimm menn og tvær
konur, lifðu slysið af, en hlutu alvar-
leg brunasár. Venko Filipce, heil-
brigðisráðherra Norður-Makedóníu,
heimsótti fólkið á sjúkrahús í Sófíu í
gær. Munu allir eftirlifendur til-
heyra sömu fjölskyldunni, og er
ástand þeirra stöðugt.
Flestir hinna látnu komu frá
Norður-Makedóníu, en um borð
voru einnig að minnsta kosti einn
Búlgari og einn Serbi. Flestir sem
létust voru á aldrinum 20-30 ára.
Zoran Zaev, forsætisráðherra
Norður-Makedóníu, sagði að hann
hefði rætt við einn þeirra sem lifðu
slysið af, og sagði sá að farþegar rút-
unnar hefðu verið sofandi þegar allt í
einu heyrðist sprenging. Tókst þeim
að brjóta rúðu og sleppa þannig úr
brennandi rútunni.
Stanimir Stanev, ríkislögreglu-
stjóri Búlgaríu, sagði að bílstjóri rút-
unnar hefði látist strax, og því hefði
enginn getað opnað dyr rútunnar.
Ursula von der Leyen, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, og Vladimír
Pútín Rússlandsforseti voru á meðal
þeirra þjóðarleiðtoga sem sendu
samúðarkveðjur vegna slyssins.
AFP
Rútuslys Rútan brann til kaldra
kola og var aðkoman hræðileg.
Eitt versta rútu-
slys í sögu Evrópu
- 46 létust eftir að eldur kviknaði
Zhao Lijian, tals-
maður kínverska
utanríkisráðu-
neytisins, sagði í
gær að mál tenn-
isstjörnunnar
Peng Shuai hefði
verið „blásið
upp“ af illum hug
í alþjóðlegri um-
fjöllun og að við-
komandi ættu að hætta því.
Peng hvarf sjónum í rúmlega
tvær vikur eftir að hún sakaði
Zhang Gaoli, fyrrverandi varafor-
seta landsins, um að hafa nauðgað
sér árið 2014. Sást hún aftur um
helgina á tennismóti í Peking, auk
þess sem hún ræddi við Thomas
Bach, forseta alþjóðaólympíunefnd-
arinnar, með fjarfundabúnaði á
sunnudaginn.
Alþjóðasamband kvenna í tennis
sagði í yfirlýsingu að samtal hennar
við Bach breytti ekki kröfu sam-
bandsins um að ásakanir Peng á
hendur Zhang yrðu rannsakaðar.
KÍNA
Mál Peng Shuai
verið „blásið upp“
Peng Shuai
Darrell Brooks,
maðurinn sem
keyrði inn í jóla-
skrúðgöngu í
borginni Wau-
kesha í Wiscons-
inríki, var
ákærður í fyrri-
nótt fyrir morð
að yfirlögðu ráði,
en fimm létust og
48 særðust vegna ofsaaksturs hans.
Fórnarlömb hans voru á aldrinum
52-81 árs, en af 48 manns á sjúkra-
húsi eru 18 börn.
Eftir nánari rannsókn málsins
hefur komið í ljós að Brooks var
ekki að flýja undan lögreglunni,
heldur var hann að keyra frá
„heimiliserjum“. Brooks á sér langa
sakaskrá, en hann mun eiga yfir
höfði sér aðra ákæru fyrir að hafa
keyrt yfir barnsmóður sína, sem
lifði atvikið af, í byrjun mánaðarins.
Hafa spurningar vaknað um hvers
vegna Brooks fékk að ganga laus.
BANDARÍKIN
Ökumaðurinn
ákærður fyrir morð
Darrell Brooks
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Hans Kluge, framkvæmdastjóri Evr-
ópudeildar Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar WHO, varaði við því í gær
að Evrópa væri enn í „heljargreip-
um“ kórónuveirunnar, og að mögu-
lega myndu 700.000 íbúar í álfunni
verða faraldrinum að bráð fyrir 1.
mars næstkomandi.
Nú þegar hafa um 1,5 milljónir
Evrópubúa látið lífið af völdum kór-
ónuveirunnar. Sagði í yfirlýsingu
WHO að stofnunin gerði ráð fyrir að
gjörgæslurými í 49 af þeim 53 ríkjum
sem falla undir Evrópudeildina
myndu verða fyrir miklu eða gríðar-
lega miklu álagi á þeim tíma.
Þá hefði dauðsföllum í álfunni
fjölgað upp í nærri 4.200 á dag í síð-
ustu viku, en það er tvöfalt meira en í
lok septembermánaðar. Er Covid--
19-sjúkdómurinn nú helsta banamein
fólks í Evrópu og Mið-Asíu, að sögn
stofnunarinnar.
Þá sagði í yfirlýsingu WHO að vís-
bendingar væru um að ónæmi það
sem hlotist hefði af bólusetningum
færi nú minnkandi. Nokkur ríki álf-
unnar, þar á meðal Grikkland, Frakk-
land og Þýskaland, íhuga nú að
skylda fólk til að þiggja þriðja
skammtinn af bóluefni til þess að það
geti talist fullbólusett.
Kluge sagði að fram undan væri
erfiður vetur og kallaði eftir því að
ríki álfunnar beittu samblandi af
bólusetningum, samskiptafjarlægð,
grímum og handþvotti til að halda
veirunni í skefjum, en WHO segir að
andlitsgrímur geti dregið úr líkum á
kórónuveirusmiti um 53%. Sagði í
yfirlýsingu stofnunarinnar að hægt
yrði að koma í veg fyrir rúmlega
160.000 dauðsföll í Evrópu fyrir 1.
mars ef 95% íbúa notuðu grímu að
staðaldri.
Segir óbólusetta „lata“
Joachim Sauer, eiginmaður Angelu
Merkel Þýskalandskanslara, vakti í
gær athygli með ummælum sínum í
ítalska dagblaðinu La Repubblica, en
hann sagði það vera til marks um
„leti“ að einn þriðji þýsku þjóðarinn-
ar ætti enn eftir að fá bólusetningu.
Um 68% Þjóðverja teljast nú full-
bólusett, en mikil umræða er í land-
inu um hvort skylda eigi fólk til þess
að fá bólusetningu gegn kórónu-
veirunni, líkt og Austurríkismenn
hafa boðað.
Markus Söder, forsætisráðherra
Bæjaralands, og Winfried Kretsch-
mann, forsætisráðherra Baden-
Würtemberg, kölluðu í gær eftir því í
aðsendri grein að gripið yrði til slíkr-
ar skyldu, sem væri nauðsynleg til að
endurheimta frelsi Þjóðverja.
Þá sagði talsmaður þýska varnar-
málaráðuneytisins að gert væri ráð
fyrir að þýskir hermenn yrðu skyld-
aðir í bólusetningu á næstunni.
Óttast 700.000 dauðsföll
- WHO segir erfiðan vetur fram undan í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins
- Um 4.200 dauðsföll á hverjum degi - Ræða bólusetningarskyldu í Þýskalandi
AFP
Covid-19 WHO óttast að 700.000
Evrópubúar muni deyja í vetur.
Uppkast eðlisfræðingsins Alberts
Einsteins að almennu afstæðiskenn-
ingunni var boðið upp í Parísar-
borg í gær. Fyrir fram var gert ráð
fyrir að uppkastið, sem telur 54
blaðsíður, myndi seljast á allt að 3,5
milljónir evra, en á endanum feng-
ust um 11,5 milljónir, eða sem nem-
ur tæpum 1,7 milljörðum íslenskra
króna.
Talsmenn uppboðshússins
Christie’s sögðu að þetta væri án
nokkurs vafa verðmætasta handrit
eftir Einstein sem hefði verið boðið
upp, en Christie’s sá um uppboðið
fyrir hönd franska Aguttes-
uppboðshússins.
Handritið var skrifað af Einstein
og Michele Besso, samverkamanni
hans, á árunum 1913-1914, og varð-
veitti Besso það, en Einstein
geymdi sjaldnast vinnuskjöl sín.
Vinnuskjal eftir Albert Einstein seldist á 11,5 milljónir evra
Afstætt upp-
kast Einsteins
á uppboði
AFP