Morgunblaðið - 24.11.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.11.2021, Qupperneq 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021 ✝ Ólafía Sigurð- ardóttir fædd- ist á Þingeyri við Dýrafjörð 9. ágúst 1932. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 10. nóv- ember 2021. For- eldrar hennar voru Guðbjartur Sigurður Krist- jánsson, f. 26. ágúst 1904, d. 20. apríl 1974, og Sigríður Kristín Guðjónsdóttir, f. 7. okt. 1905, d. 21. mars 1962. Bræður Ólafíu voru, Helgi, f. 19. ágúst 1937, d. 30. nóv. 2015. Guðmundur Ágúst, f. 16. feb. 1941, d. 10. des. 1997. Ólafía giftist 1954 Geir Stefánssyni frá Húsavík, vél- stjóra og lengst af lögreglu- manni í Hafnarfirði, f. 12. mars 1932, d. 7. júní 1997. Foreldrar hans voru Stefán Halldórsson, f. 1899, d. 1940, og Jónína Brynjólfsdóttir, f. 1906, d. 2000. Börn þeirra: Sigurður, f. 16. ágúst 1953, maki Svana Páls- maki Unnar Björn Jónsson, d. 9. mars 2015. Börn: 1. Silja Unnarsdóttir, maki Valdimar Ómarsson. Börn: a) Ómar Björn b) Jakob Geir. 2. Mar- grét Ingunn Jónasdóttir, maki Michel Hinders. Börn hennar: a) Alex Máni b) Stefán Ingi. 3. Davíð Geir Jónasson, maki Ann Peters. Ólafía var ættuð frá Hvammi í Dýrafirði og ólst upp á Þingeyri, hún fór ung til Reykjavíkur að vinna og síðar að salta síld á Rauf- arhöfn og hitti þar lífsföru- naut sinn. Ólafía og Geir hófu búskap á Þingeyri, voru um hríð á Hellissandi og síðan í Hafnarfirði. Ólafía vann um tíma á Sólvangi, Geir stundaði sjómennsku, en eftir að börnin voru farin að heiman um 1973 og þau höfðu flutt á Miðvang 10 hóf hún störf hjá verslun- inni Fjarðarkaupum sem var þá nýstofnuð. Ólafía vann þar í um það bil 25 ár. Ólafía hafði gaman af söng og var með- limur í kór aldraðra í Hafn- arfirði. Ólafía bjó á Hraun- vangi við Hrafnistu meðan heilsan leyfði en síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Grafarvogi. Útförin fer fram frá Hafn- arfjarðakirkju í dag, 24. nóv- ember 2021, klukkan 13. dóttir. Börn þeirra: 1. Freyja. 2. Magnea, maki Hermann Ingi Finnbjörnsson, börn a) Sigur- björn, b) Svandís. 3. Hjalti, maki Helga Sjöfn Pét- ursdóttir. Börn Hjalta a) Svan- borg Soffía b) Sig- urður Jóhann c) Berglind Sjöfn. Stefán Rafn, f. 16. febrúar 1956, maki Dóra Stefánsdóttir. Ívar, f. 16. febrúar 1958, d. 20. janúar 2008, maki Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir, þau slitu samvistir, börn þeirra: 1. Anna Rós, maki Steindór Örv- ar Guðmundsson, börn a) Ásta b) Bjarki. 2. Ólafía Björk, maki Ragnar Miguel Herreros. Börn a) Aron Elí b) Eva Mar- ísól c) Karítas Alba. 3. Ívar Örn, maki Hinrika Sandra Ingimundardóttir. Börn: a) Sigrún María b) Nína Björk. Geirþrúður, f. 1. nóvember 1961, d. 10. nóvember 2020, Hún mamma hefur kvatt okkur í hinsta sinn, á þessari kveðjustund ryðjast minning- arnar fram, og þær taka sér stöðu í huganum og verða áleitnar. Hún hét Ólafía, var elst þriggja systkina, fædd og alin upp á Þingeyri. Mamma kynntist ung eiginmanni sínum, en hann varð bráðkvaddur 1997, aðeins 65 ára. Saman áttu þau fjögur börn, Sigurð, Stefán Rafn, Ívar og Geirþrúði. Tvö yngstu börn þeirra eru látin, Ív- ar 2008 og Geirþrúður 10. nóv- ember 2020 á sama dánardegi og mamma fyrir einu ári. Þeirra er sárt saknað. Fyrstu minning- arnar eru frá Þingeyri hjá afa og ömmu í litla húsinu þeirra á Balanum. Síðan barnæskan í Hafnarfirði, mamma var ein með fjögur börn heilu sumurin meðan húsbóndinn var á síld- veiðum fyrir norðan, þetta voru ekki alltaf auðveldir tímar. Hún hafði farið ung að vestan til Reykjavíkur til að vinna, skóla- ganga hennar var ekki önnur en barnaskólapróf að vestan. Mamma var húsmóðir með stórum staf og alltaf var snyrti- legt og hreint í kringum hana mömmu. Hún hafði gaman af því að búa til góðan mat og það kunni hún svo sannarlega, á jól- um og páskum var alltaf hinn besti matur framreiddur og hún vissi hvaða bakkelsi gerði mesta lukku. Handavinnukona var hún mikil og eignaðist bæði prjóna- vél og saumavél og var hvort tveggja óspart notað. Hún hafði líka fallega söngrödd og tók oft undir þegar sjómannalögin voru flutt í útvarpinu, þá var gaman. Heimsókn ykkar pabba til okk- ur Svönu þegar við bjuggum í Kaupmannahöfn var skemmti- legur tími og upphaf á ykkar utanlandsferðum. Dætrum okk- ar fannst gaman að fá afa og ömmu í heimsókn, þá var líka góð ástæða til að fara í dýra- garðinn og Tívolí. Eftir það fór- uð þið í fleiri ferðlög sem oft var minnst á með ánægju. Við munum afmælisdagana þína sérstaklega þegar þú fagnaðir sjötíu ára afmæli þínu með mik- illi veislu, með dansi og söng. Þið pabbi áttuð góð ár í Stekkjarhvammi með hundun- um ykkar og heimsóknum barna og barnabarna. Síðustu ár þín voru erfið, sjónin farin og heyrnin mjög dauf. Mamma bjó á hjúkrunarheimilinu Eir í um þrjú ár og fékk þar góða umönnun. Sigurður (Siggi) og Svana. Ólafía Sigurðardóttir ✝ Sigríður Dag- mar Oddgeirs- dóttir fæddist 18. desember 1925 á Hlöðum í Grenivík. Hún lést 17. októ- ber 2021 á hjúkr- unarheimilinu Eir. Foreldrar hennar voru Oddgeir Jó- hannsson útgerðar- maður og Aðal- heiður Kristjáns- dóttir húsfreyja. Systkini Sigríðar voru Agnes, Alma, Björgólfur, Aðalheiður, Jóhann Adolf, Kristján Vernharður, Fanney, Hlaðgerður, Margrét, Hákon og Björgvin. Með Sigríði hafa nú öll systkinin kvatt þenn- an heim. Hinn 26.12. 1950 giftist Sig- ríður Eric James Steinssyni, f. 4.4. 1927, d. 24.1. 2014. For- eldrar hans voru Þorkell Steins- son lögregluvarðstjóri og Marg- aret Ritcie Steinsson verslunar- stjóri. Sigríður og Eric eignuðust Geirs eru: b) Íris Arna, f. 2.5. 1987. c) Atli Már, f. 19.8. 1991. d. 10. 4. 2018. d) Stefán Geir, f. 29.5. 2005. e) Geir Thorberg f. 27. 2. 2012. Barnabörn hans eru þrjú. Sigríður bjó á bernskuheim- ilinu fram á snemmfullorðinsár þegar hún ákvað að flytjast til Reykjavíkur til að hefja nám í hárgreiðslu. Að námi loknu vann hún fyrstu árin við sitt fag. Eftir að börnin fæddust helgaði hún heimilinu að mestu krafta sína en vann svo ýmis störf, meðal annars við poppfram- leiðslu og við verslunar- og þjónustustörf. Sigríður og Eric voru sam- stiga á lífsins göngu, höfðu gaman af því að brjóta upp hversdaginn með því að dvelja á sólríkari slóðum jafnframt sem þeim leið alltaf vel heima við, þar sem hún lagði sig fram um að búa fjölskyldunni fallegt heimili. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 24. nóvember 2021, og hefst athöfn- in klukkan 13. Vegna sóttvarna- reglna verða aðeins nánustu að- standendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat fimm börn. Þau eru: 1) Þorkell, f. 14.3. 1956. Maki Kristín Herdís Hilmarsdóttir, f. 14.5. 1956. Börn þeirra eru: a) Ing- unn, f. 4.7. 1979. b) Hilmar Örn, f. 21.7. 1981. c) Birna Björk, f. 21.10. 1982. Barnabörn þeirra eru átta. 2) Eric James, f. 8.4. 1958. Maki Kristjana Söebech, f. 2.7. 1960. 3) Ingunn Steina, f. 9.9. 1959. Maki Jóhann B. Jacobsson, f. 2.9. 1957. Börn þeirra eru: a) Ríkharð Ingi, f. 6.1. 1979. b) Sig- ríður Dagmar, f. 26.5. 1984. c) Fríða Tinna, f. 6.8. 1985. Barna- börn þeirra eru fimm. 4) Mar- grét Dagmar, f. 25.1. 1962. Maki Þorsteinn Guðbrandsson, f. 14.9. 1962. Börn þeirra eru: a) Erik Steinn, f. 26.2. 1989. b) Unnar Snær, f. 3.5. 1992. c) Þor- kell Skúli, f. 19.7. 1997. 5) Geir Hlöðver, f. 18.6. 1967. Börn Núna kveðjum við systkinin okkar ástkæru yndislegu mömmu, Sigríði Dagmar Odd- geirsdóttur, hinsta sinn. Við und- irbúning útfararinnar rifjuðum við upp ýmsar dýrmætar minn- ingar af mömmu. Hún var allra manna hressust, duglegust og alltaf var stutt í bros og hlátur þar sem hún var. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp við slíka glaðværð og fjör alla daga. Mamma lifði fyrir núið, hvert andartak skipti máli og hún var alltaf að. Allt sem hún gerði var gert af einstakri natni og alúð. Þegar maður lítur til baka skilur maður ekki hversu mikið hún komst yfir, ein með okkur öll í eftirdragi, því pabbi vann mikið úti á landi. Pabbi og mamma voru dugleg og samhent í að sjá vel fyrir fjölskyldunni. Þau stofnuðu fjölskyldufyrirtæk- ið Súper-popp þar sem við tókum öll þátt, eftir bestu getu. Poppa, moka í pokana, loka þeim og svo að keyra þetta í bíóin og Laug- ardalshöllina. Ég held að pabbi hafi fengið hugmyndina að nafn- inu af því að mamma var svo mik- il súperkona, sem gerði hvern dag að ævintýrum. Keli bróðir var matvandur og þá var bara eldað eitthvað sérstakt fyrir hann og gert eitthvað skemmtilegt úr því … máltíð a la Keli, ekkert að vera gera eitthvert mál úr því. Nei, nei, mamma hafði alltaf tíma fyrir börnin sín og að gera eitt- hvað skemmtilegt úr jafn hvers- dagslegum hlutum og að borða. Hún var afburðahress, orku- og stuðbolti, sem allir nutu að vera með. Það rifjaðist upp fyrir okkur að við munum ekki eftir því að hún hafi nokkurn tíma orð- ið veik, ekki einu sinni. Hún var einstaklega örlát og alltaf til í að gefa af sér. Hún var sterk og kom til dyranna eins og hún var klædd. Jákvæð, atorku- söm og ekki hrædd við neitt. Þó að hún hafði aldrei lært ensku, þá stoppaði það hana ekkert við að gera sig skiljanlega á ensku. Hún kunni nokkur orð og restina gerði hún með bendingum og líkams- máli. Eins og t.d. þegar hún og pabbi fóru með Kela og Heddý til London. Þá vildi mamma endi- lega bjóða þeim í bíó. Er mamma var að kaupa miðana sagði hún „four chickens please“. Konan í afgreiðslunni vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið. „Sorry, we don’t sell chicken here. This is a movie theater.“ „Yes, yes“ svaraði mamma og fékk að endingu miðana. Í annað sinn var hún í Skotlandi með pabba, Kela og Ingunni, ásamt mökum. Á veitingastað festist eitthvað í tönnunum á mömmu. Þá bað hún þjóninn um „teaspoon please“ og þjónninn kom með teskeið að vörmu spori. „No, no! Tea … spoon,“ sagði mamma og opnaði munninn og benti á tennurnar. Þetta skildist og þjóninn kom um hæl með tannstöngul. Svo var hlegið að öllu saman. Það var alltaf gaman í kringum mömmu og hennar líf var hlátur, gleði og að njóta andartaksins í botn. Við systurnar rifjuðum það upp hvað hún var alltaf vel tilhöfð og stórglæsileg til fara, þrátt fyr- ir vinnu, sjá um heimili og okkur krakkana. Við viljum sérstaklega þakka starfsfólkinu á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Grafarvogi fyrir góða umönnun. Elsku hjartans yndislega mamma okkar, þín verður sárt saknað en minningarnar lifa og ylja okkur um hjartaræturnar, ávallt. Þorkell, Eric James, Ingunn Steina, Margrét Dagmar, Geir Hlöðver. Mömmur eru bestar, og mamma mín Sigríður Dagmar Oddgeirsdóttir var þar engin undantekning. Hún var ekki há- vaxin, en hún var stórmenni, sem átti sér fáa jafningja að lífskrafti, dugnaði og gleði sem af henni geislaði. Ég er lágvaxin eins og hún var en mamma sagði alltaf: „Ríta mín, líkamleg hæð skiptir engu máli. Það er stærðin að inn- an sem skiptir öllu. Þinn andlegi styrkur, áræðni og vilji ákvarðar hver þú ert og hvað þú skilur eftir þig í þessu lífi.“ Þetta sýndi hún mér í verki daglega. Þegar ég var að vinna að heim- ildarmyndinni minni, Sólskins- drengurinn, kom Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri í kaffi með mér til mömmu eitt sinn. Hann gat ekki hætt að hlæja að og með mömmu. Næstu daga var hann sífellt að tala um þessa heimsókn, brosandi og hlæjandi út í annað, muldrandi setningar sem mamma hafði sagt. Hann var kominn með hana á heilann og vildi ólmur fá að gera um hana bíómynd, því hann var svo heill- aður af þessum skemmtilega dugnaðarforki. Mamma hafði þennan fallega eiginleika að geta gefið af sér endalaust. Hún smit- aði alla í kringum sig með hlátri og glaðværð þannig að mestu dauðyfli lifnuðu við (og þá á ég að sjálfsögðu ekki við vin minn Frið- rik Þór). Samhliða sá hún um heimilið og okkur, alla krakkana, ásamt því að vera í tveimur vinnum, svona bara til að fylla upp í tímann. Friðrik Þór linnti ekki látum fyrr en ég féllst á að segja mömmu að honum hefði þótt hún svo stórkostleg að hann vildi gera bíómynd um hana og spyrja hvort hún væri til í það. Mamma fékk hláturskast og sagðist aldrei hafa heyrt neitt vitlausara á ævi sinni. „Hefur hann Frikki ekkert betra við tímann að gera en að gera bíómynd um einhverja gamla kellingu?“ sagði hún skelli- hlæjandi. Hún hafði samt dálæti á Friðriki Þór, ekki síður en hann á henni. Þótt mamma væri ávallt hrók- ur alls fagnaðar, hvert sem hún fór, þá snerist líf hennar ávallt um að hugsa um alla aðra en sjálfa sig og þá sérstaklega börn- in sín sem voru henni allt. Þvílíkt ríkidæmi að eiga þig sem mömmu og hvað við vorum heppin að eiga þig að. Þú hafðir gnægð af því sem engir peningar geta keypt; hamingju, gleði og dillandi hlátur sem var svo smit- andi og heilandi í senn. Þú varst með eindæmum orðheppin og fyndin og það var engin tilgerð, það bara gerðist og var því mun einlægara og fyndnara fyrir vik- ið. Elsku yndislega mamma mín, ég sakna þín endalaust. Lífið er svo tómt og litlaust án þín. Ég veit að ég á að vera sterk og já- kvæð á svona stundum, en þetta er bara svo sárt og svo mikill missir. Lífið verður aldrei samt án þín. Alveg frá því ég man eftir mér fyrst man ég hvað mér fannst þú frábær, sem fyrirmynd og minn besti vinur. Mér fannst þú ávallt stórkostlegasta mannvera á jarð- ríki og finnst enn þá. Hvíl í friði elsku mamma mín. Í mínum huga ert þú bjartari en sólin og skær- ari en stjörnurnar. Himnaríki er svo sannarlega orðinn stærsti skemmtistaður í heimi með þig tjúttandi og hlæjandi út í eitt. Ást, ást og meiri ást frá okkur öll- um. Þú varst okkur allt. Margrét Dagmar Ericsdóttir. Elsku mamma. Það er með miklum trega sem ég kveð þig. Ég hugsa um alla góðu tímana okkar saman. Alltaf var útvarpið í gangi þar sem heyra mátti dæg- urlögin og þig taka undir og syngja með, enda kunnir þú alla textana, meðan þú vannst hús- verkin, létt í lund að vanda. Það var alltaf hlátur og gleði í kring- um þig. Það var alltaf líf og fjör á heim- ilinu; hlátrasköll, hvatning og hrós. Þú hafðir nóg á þinni könnu með okkur fimm en svo var líka nóg að gera í „poppinu“ en aldrei heyrði ég þig kvarta. Þér fannst þetta bara gaman – enda varstu með eindæmum sterk kona. Þú varst hrókur alls fagnaðar og oftar en ekki var grátið úr hlátri að öllum þessum uppátækj- um þínum, t.d. þegar þú ætlaðir að gera þig skiljanlega á ensku en þá blandaðir þú oft saman ís- lensku og ensku og útkoman var sprenghlægileg. Þú varst svo gjafmild, elskaðir að gefa af þér og gleðja aðra. Það var alltaf hægt að leita til þín og stundum var nóg að heyra röddina þína og þá leið manni betur. Þú fylgdist með tísku og varst vel tilhöfð og hárið óaðfinnanlegt, enda hár- greiðslumeistari að mennt. Æskuheimilið að Kjalarlandi var sömuleiðis óaðfinnanlegt; alltaf hreint og fínt og þar fannst þú hverjum hlut góðan stað. Þú varst líka höfðingi heim að sækja og það var alltaf gott að koma í heimsókn, sérstaklega þegar lambalæri eldað á þinn máta var á boðstólum. Það voru forréttindi að eiga þig að sem mömmu og ég mun núna hlýja mér við allar þessar góðu minningar um okkur saman. Elsku mamma. Takk fyrir allt og allt. Ég elska þig meira en orð fá lýst og mun sakna þín svo lengi sem ég lifi. Nú ertu loks komin í sumarlandið fagra þar sem ég veit að pabbi tekur á móti þér með opinn faðminn. Þín „Unna“, Ingunn Steina. Þegar ég kveð mína ástkæru tengdamóður, Sigríði Dagmar Oddgeirsdóttur, hinstu kveðju, þá hellist yfir mann allur tilfinn- ingaskalinn, allt frá sárri sorg og söknuði, til gleði og hláturs. Hún var hress. Það er líklega það orð sem flestir myndu nota til að lýsa henni. En hún var svo miklu, miklu meira en bara síkát og glaðlynd. Það bjó í henni þessi innri kraftur sem smitaði alla sem hún hitti. Það var alltaf að finna í henni seiglu og dug, allt fram á síðustu stund. Allir sem ég hef hitt í gegnum árin og höfðu einhver kynni af henni, hafa minnst á það hvernig hún var ávallt gleðigjafinn og hrókur alls fagnaðar á hverju því mannamóti sem hún heiðraði með nærveru sinni. En hún var líka ákveðin, þrautseig og einstaklega örlát. Hún bókstaflega lifði fyrir það að gefa. Að gefa gjafir og gefa af sér á allan hátt, var hennar sanna köllun. Það fyrsta sem hún hugs- aði um var hvað hún gæti gefið þessum eða hinum. Núna getur maður ekki annað en brosað þeg- ar það rifjast upp þegar hún var að fela það fyrir eiginmanninum að hún var búin að eyða öllu kaupinu sínu í jólagjafir. Uppgef- ið verð á hinu og þessu var svo lygilegt að auðvitað sáu allir í gegnum að það var verið að hliðra sannleikanum. Svo var hún alveg á nálum því hún vissi að Visa- reikningurinn í janúar yrði hár, en á meðan allir fengju sitt var allt í lagi. Svo voru auðvitað af- mælisgjafir og alla vega tækifær- isgjafir eða bara einfaldlega gjöf frá mömmu eða ömmu. Hana langaði að gera allt sem hún mögulega gat til að gleðja þá sem voru í kringum hana og þá fékk ekkert stoppað hana. Sigríður var félagslynd, ræðin og skemmtileg og það var sú hlið sem flestir sáu, en hún var líka ótrúlega dugleg og ástrík móðir, eiginkona og amma. Hún var ein- stök hjálparhella og stuðningur við þá sem stóðu henni næst. Þar verður fáum, ef nokkrum til jafn- að. Sigríður var einfaldlega kjarn- orkukona. Hún var alin upp í stórri fjölskyldu og stolt af upp- runa sínum og ætt. Hún var næstyngst 11 systkina, ásamt tví- burabróður sínum, Hákoni. Ég gæti skrifað langt mál um það hvernig hún lét alls lags mótlæti á lífsleiðinni ekki hindra sig, en það var ekki hennar stíll að kvarta og ég ætla því að láta það liggja milli hluta. Það væri enda ekki í hennar anda að bera vand- ræði sín á torg. Hún lærði hár- greiðslu, sem hún vann við ásamt fjölmörgu öðru. Rak sólbaðs- stofu, poppkornsframleiðslu og ól upp fimm börn þegar eiginmað- urinn var langtímum í burtu í vegaeftirliti, svo fátt eitt sé nefnt af því sem hún tók sér fyrir hend- ur. Okkar kynni voru af þeirri bestu og dýrustu gerð sem maður getur hugsað sér. Hún tók mér hóflega við fyrstu kynni en síðan dýpkaði og styrktist það sam- band á báða bóga, er árin liðu. Við gátum hlegið saman að öllu og engu og áttum óborganleg samtöl um heima og geima. Hún var mér og mínum ómetanleg stoð og stytta, þannig að ég gat aldrei og mun aldrei ná að þakka henni nógsamlega. Það verður alltaf talað um ömmu Siggu af mikilli lotningu í okkar fjöl- skyldu. Hún á það og svo miklu meira skilið. Þorsteinn Guðbrandsson. Sigríður Dagmar Oddgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.