Morgunblaðið - 24.11.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021 ✝ Birna Unnur Valdimarsdótt- ir fæddist 28. febr- úar 1936 í Efri- Miðvík í Aðalvík í Sléttuhreppi, Norður-Ísafjarð- arsýslu. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi eftir stutta baráttu við krabbamein, 14. nóvember 2021, sem jafnframt var fæðingardagur föður hennar. Foreldrar hennar voru Valdimar Þorbergsson, f. 1906, d. 2001, og Ingibjörg Guðrún Bjarnadóttir, f. 1908, d. 2002. Birna var yngst þriggja systkina. Bræður hennar eru Héðinn Breiðfjörð, f. 1933, d. 2008, og Birgir Breiðfjörð, f. 1934. Hún giftist Heiðari Guð- sveit og við verslun. Lengst af starfaði hún sem gjaldkeri við útibú Landsbanka Íslands á Ísafirði og við Vesturbæj- arútibúið í Reykjavík. Fljót- lega eftir flutning til borg- arinnar kynntist hún Marís Gilsfjörð Maríssyni fyrrver- andi kaupmanni, sem reyndist henni traustur og góður vinur í blíðu og stríðu. Sem unglingur starfaði hún í skátahreyfingunni. Hún hafði yndi af söng og dansi, ferðalögum og lestri góðra bóka. Hún söng með Sunnu- kórnum og Kirkjukór Ísa- fjarðarkirkju til fjölda ára, var í kvenfélaginu Hlíf og var ein af stofnendum Oddfellow- stúkunnar Þóreyjar á Ísafirði og starfaði einnig í stúkunni Soffíu í Reykjavík. Útför Birnu Unnar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 24. nóvember 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á youtu- besíðu Grafarvogskirkju og ennfremur verður ræðan birt, bæði texti og hljóð, á vefsíð- unni ornbardur.com. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat mundssyni frá Bolungarvík 1956. Þau skildu árið 1995 eftir um það bil 40 ára hjóna- band. Börn þeirra eru: 1) Guðmund- ur Rúnar, f. 1955, giftur Birnu Björk Sigurðar- dóttur, f. 1957. Þau eiga tvö börn og þrjú barna- börn. 2) Ingibjörg Guðrún, f. 1957, gift Jóni G. Árnasyni, f. 1962. Hún á eitt barn og þrjú barnabörn. 3) Þórný María, f. 1961, gift Halldóri Þórólfs- syni, f. 1957. Þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn. Birna ólst upp í Aðalvík til ársins 1947 þegar fjölskyldan fluttist til Ísafjarðar. Hún gekk í Barnaskóla og Gagn- fræðaskóla Ísafjarðar. Hún vann ýmis störf, svo sem í fiskvinnslu, var kaupakona í Með sinni hlýju og glaðværð faðmaði hún, þá tilvonandi tengdamóðir mín, mig og bauð mig velkomna þegar ég í fyrsta sinn hitti hana og kom til Ísa- fjarðar haustið 1981. Upp frá því sýndi hún mér alltaf hlýju og virðingu, það var gagnkvæmt. Ég datt í tengdamömmulukkupott- inn. Hún Birna Unnur var lífs- kúnstner, var listakokkur, bakaði bestu kökurnar og bjó til glæsi- legustu brauðtertur. Hún söng, hafði gaman af að dansa, var afar músíkölsk. Hún las ógrynni af bókum, hafði unun af að fara í leikhús og var afar félagslynd. Hún var handavinnukona mikil, saumaði og prjónaði. Hún var hláturmild og hafði skemmtileg- an húmor og með flott tilsvör á reiðu. Mér er minnisstætt í einni af fyrstu veislum sem ég var í með tengdamóður minni þegar kona ein sagði við hana „sérstakt hvað sonur ykkar er ólíkur for- eldrunum“, þá svaraði Birna að bragði, „það er vegna þess að hann er svo líkur föður sínum“ og svo var hlegið. Alltaf var hand- snyrtingin hjá henni upp á 100%, með vel snyrtar fallegar neglur og naglalakk. Tengdamóðir mín hugsaði vel um sinn hóp og hafði ánægju af að vera með börnum sínum, ömmubörnum og langömmu- börnum og vissi alltaf hvað hver og einn var að gera og aðhafast. Mér fannst hún alltaf varðveita vel ungu stúlkuna í sér. Að leið- arlokum kveð ég flotta og ynd- islega tengdamóður og nöfnu. Hvíl í friði og takk fyrir allt. Birna Björk. Það kom mér talsvert á óvart þegar ég frétti af andláti Birnu tengdamóður minnar eftir erfið og snörp veikindi. Aðdragandinn var stuttur en kannski erum við bundnari örlögunum en við ger- um okkur grein fyrir. Stuttu fyrir andlátið hafði Birna sagst ætla að deyja um helgina og auðvitað hugsum við – „hvað veit hún“. En kannski er þarna meira en við vit- um um, allavega var andlátsdag- urinn afmælisdagur föður Birnu og það stórafmæli. Sá gamli hef- ur viljað hafa litlu dóttur sína sér við hlið á afmælisdaginn – hinum megin við móðuna miklu – og komið og sótt hana þegar hún knúði dyra. Þær eru margar minningarnar sem skjóta upp kollinum við svona atburði og oft erfitt að koma þeim á blað, en hversu snögg hún var í tilsvörum er hvað efst á blaði og átti maður oft erf- itt með að finna svör við hæfi og setti oft hljóðan. En einu sinni náðum við henni, það var þegar við heimsóttum hana á Kanaríeyjum þegar hún átti þar stórafmæli. Dætrum hennar hafði dottið í hug að fara til Kanarí og birtast þar óvænt og koma henni á óvart. Við létum af verða og til Kanarí fórum við daginn fyrir afmælisdaginn hennar. Á afmælisdeginum komum við okkur fyrir í garðinum á hótelinu sem þau voru á, því við vissum að þau væru í gönguferð í bænum. Þarna sátum við fjögur í garðin- um á hótelinu þegar hún og Gils vinur hennar til margra ára koma gangandi inn í garðinn. Þau reka augun í okkur, stoppa og verður starsýnt á þessa tvífara dætra hennar. Þau taka niður sólgler- augun og hakan á tengdamóður minni seig hægt niður. Þegar við veifum þeim þá átta þau sig á hvers kyns er og mikil fagnaðar- læti brjótast út. Oft síðar meir ræddi hún þetta og hafði á orði hversu frábært þetta hefði verið. En þetta verður víst ekki end- urtekið og Birna mín, nú er kom- ið að hinstu hvíld og megir þú hvíla í friði og minning þín lifa. Halldór. Elsku amma, nú þegar við fær- um þér okkar hinstu kveðju þá minnumst við þín með mikilli hlýju og þökkum fyrir það eitt að hafa kynnst þér. Við þökkum einnig þann heiður að hafa fengið að vera barnabörnin þín og þegar við lítum til baka þá er svo margt sem stendur upp úr. Þú varst alltaf með bros á vör og húmorinn þinn var aldrei langt undan, orðheppnari konu er varla hægt að finna og voru hlátrasköllin mörg. Þú varst snögg í svörum og hafðir sterkar skoðanir á öllu. Fróðleikur þinn var mikill og dásamlegt var að sitja og spjalla við þig um heima og geima. Þú varst fyndin, lífs- glöð og klár, svo einfalt er það og þannig munum við minnast þín. Mikið var nú alltaf gott að koma í heimsókn til þín þar sem þú tókst á móti okkur heimaln- ingunum með mikilli hlýju. Heitt var á könnunni og heimabakaðar kræsingar að öllu jöfnu í boði. Fyrir öll tilefni bauðst þú til þess að baka fyrir okkur, sem við þáð- um með þökkum og setti það punktinn yfir i-ið á öllum veislu- borðum. Þó þurfti ekki alltaf að vera sérstakt tilefni til þess að þú tækir þig til við baksturinn því stundum komstu í heimsókn með eitthvað af þínu góðgæti. Við átt- um okkur allar uppáhaldsrétt, má þar nefna brauðsúpuna góðu, dísudrauminn, kaniltertuna, brauðréttinn, vöfflurnar og pönnukökurnar og svo mætti lengi telja. Við minnumst einnig gómsætu kjötbollanna og sós- unnar sem þeim fylgdu og veltum því oft fyrir okkur hvert leynd- armál þitt væri og fengum við uppskriftina stuttu fyrir innlögn þína á spítalann. Takk fyrir það og verður þessi uppskrift hér eft- ir nefnd „kjötbollur Birnu ömmu“ og hún arfleidd áfram til komandi kynslóða. Virðuleiki þinn var aðdáunar- verður, þú varst alltaf svo fín og flott og barst þig með mikilli reisn. Hárið var ávallt vel tilhaft og neglurnar fallega lakkaðar. Varaliturinn var aldrei langt und- an og þegar þú varst að fara eitt- hvað þá var hann settur á og farið yfir útlitið í litla speglinum þínum sem þú hafðir með þér í veskinu. Þú tókst veikindum þínum af miklu æðruleysi og viðhorf þitt var einstakt. Þakklæti er okkur ofarlega í huga fyrir það að við gátum verið til staðar fyrir þig í þínum veikindum. Nú er komið að kveðjustund og hugur okkar er hjá þér. Skrít- ið er að geta ekki kíkt í kaffi þeg- ar við eigum leið hjá eða hringt í þig til að spjalla og deila með þér nýjum fréttum. Elsku hjartans amma okkar, takk fyrir allar okkar ómetanlegu stundir saman og allt sem þú hef- ur kennt og ráðlagt okkur. Minn- ing þín mun lengi lifa. Amma, elsku amma okkar, einkunnina tíu fyrir lífið þú færð. Nú annar heimur þig til sín lokkar, hjá horfnum ástvinum þú hlýtur ró og værð. Elsku amma, takk fyrir samveru- stundirnar okkar, þær voru jú sko fleiri en nokkrar og þeim verður seint hægt að gleyma. Í hjörtum okkar við þær ætíð munum geyma. Fyndni, einlægni og kærleikur eru orð sem lýsa þér, það eru eiginleikar sem hver og einn sér. Þar til við hittumst seinna vor kæra, okkar dýpstu ástir og þakklæti fyrir allt við þér viljum færa. Díana Ósk Halldórsdóttir, Unnur Birgitta Halldórs- dóttir, María Halldórsdóttir, Rakel Halldórsdóttir. Kær vinkona mín, Birna, hefur nú kvatt þessa jarðvist. Við kynntumst unglingar í skóla og urðum vinkonur, sú vinátta entist lífið á enda. Það var gott að alast upp á Ísa- firði á þessum árum, mikið frelsi til að athafna sig og nálægð við atvinnulífið í bænum. Birna byrj- aði ung að vinna eins og gerðist í þá daga, og hún vann utan heim- ilisins eftir að börnin komust á legg, lengst af í Landsbankanum. Birna var glaðvær, falleg og kjarkmikil kona, hún var söng- elsk og söng í kirkjukór og Sunnukórnum á Ísafirði. Við vorum hópur af skólasystr- um sem hittust reglulega á með- an heilsan leyfði og það var ekki síst Birnu að þakka og hennar frumkvæði. Við Birna höfum fylgst að langa ævi og átt ótal ánægjustundir saman í gegnum árin. Þau voru ófá skiptin sem við sátum saman yfir kaffibolla og rifjuðum upp skemmtilegar minningar frá gömlum og góðum dögum, æsku okkar og samferða- fólks, allt voru þetta góðar minn- ingar sem við yljuðum okkur við á góðum stundum. Ég vil votta aðstandendum Birnu samúð mína. Erna Sörensen. Birna Unnur Valdimarsdóttir Útför í kirkju Upprisa, von og huggun utforikirkju.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA JÓHANNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. nóvember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Hrafnistu eru færðar þakkir fyrir hlýju og góða umönnun. Sigríður Inga Brandsdóttir Bergur Oliversson Jóhann Brandsson Guðrún Eyjólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, JÓNAS JÓNSSON á Knútsstöðum, lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík aðfaranótt mánudagsins 15. nóvember. Útför hans verður frá Neskirkju í Aðaldal laugardaginn 27. nóvember klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða einungis hans nánustu viðstaddir athöfnina, en henni verður streymt á: twitch.tv/hljodveridbruar Harpa Jóna og fjölskylda Knútur Emil og fjölskylda Uni Hrafn Ragnar Leifur og fjölskylda Fjölskylda Sigurðar Kára Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STURLA ÞÓRÐARSON lögfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 14. nóvember. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 26. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna þurfa kirkjugestir að sýna fram á neikvætt covid-hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst. gamalt. Ásta Garðarsdóttir Kjartan Sturluson Kristín Gunnarsdóttir Halldór Sturluson Heba Eir Jónasdóttir Kjeld Gylfi Maron, Valgerður Gríma, Kára, Freyja og Hringur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR PÁLMAR ELÍASSON, húsasmíðameistari og iðnrekandi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 26. nóvember klukkan 14. Sýna þarf fram á neikvætt hraðpróf við komu í kirkju samkvæmt sóttvarnalögum. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://promynd.is/einarel og www.selfosskirkja.is. Bergsteinn Einarsson Hafdís Jóna Kristjánsdóttir Örn Einarsson Steinunn Fjóla Sigurðardóttir Sigrún Helga Einarsdóttir Sverrir Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Fallin er frá fegursta rósin í dalnum. Ástkær eiginkona mín, systir okkar og mágkona, SJÖFN KRISTJÁNSDÓTTIR læknir, Lágholtsvegi 8, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum 19. nóvember. Útför verður gerð frá Neskirkju mánudaginn 6. desember klukkan 13. Allir eru velkomnir í kirkjuna en verða að sýna neikvætt hraðpróf sem er ekki eldra en 48 klst. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Íslandsdeild Amnesty International, UN Women á Íslandi eða Alzheimersamtökin. Fríða Bonnie Andersen Elísabet Kristjánsdóttir Margrét Kristjánsdóttir Bragi Kristjánsson Bjarnfríður Árnadóttir og fjölskyldur Elsku Frissi minn. Þú kallaðir mig Gússu þegar ég var lítil. Stóri bróðir minn, tólf ár- um eldri, sem var svo traustur og hlýr. Ég held að mín fyrsta minn- ing um þig hafi verið þegar þú beygðir þig niður af hestinum þínum og sviptir mér upp á hnakkinn fyrir framan þig. Ég var svo glöð, montin og örugg í fanginu þínu. Við bjuggum í Oddeyrargötu 8, mamma og pabbi, sem var mik- ið á sjó, og fimm systkini. Og svo amma og afi í næstu götu þar sem við hittum stórfjölskylduna nán- ast alla daga. Við tilheyrum fjöl- skyldu með úlfablóð í æðum. Veiðimönnum sem dettur ekki í hug að kyssa fiskana bless og sleppa þeim. Við vorum vön kær- Friðrik Jóhannsson ✝ Friðrik Jó- hannsson fæddist 29. nóv- ember 1950. Hann lést 7. nóvember 2021. Útför Friðriks var gerð 18. nóv- ember 2021. leika, öryggi, heið- arleika og vinnu- semi. Þú áttir svo erfitt með að vakna eftir hádegislúrinn inni í litla herbergi og kastaðir oft koddanum í okkur til að fá frið. Þú borgaðir Öddu syst- ur fyrir að vefja fyr- ir þig sígarettur og vélrita heimaverk- efnin fyrir þig. Þú varst svo mikill skáti og útivistarmaður. Allar helgar í útilegum, sumar sem vet- ur. Nítján ára kynntist þú kon- unni þinni henni Eygló. Ó, við vorum aldeilis heppin að fá hana til okkar. Þú fluttir til Eyja og þið fóruð að búa og eignuðust þrjú börn og þau síðan maka og ynd- isleg börn. Þú fórst á sjóinn í nokkur ár og lærðir svo húsa- smíði. Þið Haukur bróðir voruð völundar miklir. Svo komuð þið nú aftur til Ak- ureyrar og þar kveður þú nú. Farðu vel bróðir minn. Þín systir, Guðrún Birna Jóhannsdóttir (Gunna).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.