Morgunblaðið - 24.11.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.11.2021, Qupperneq 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021 Meistaradeild karla E-RIÐILL: Dynamo Kiev – Bayern München........... 1:2 Barcelona – Benfica ................................. 0:0 Staðan: Bayern München 5 5 0 0 19:3 15 Barcelona 5 2 1 2 2:6 7 Benfica 5 1 2 2 5:9 5 Dynamo Kiev 5 0 1 4 1:9 1 F-RIÐILL: Villarreal – Manchester United.............. 0:2 Young Boys – Atalanta ............................ 3:3 Staðan: Man. United 5 3 1 1 10:7 10 Villarreal 5 2 1 2 9:7 7 Atalanta 5 1 3 1 10:10 6 Young Boys 5 1 1 3 6:11 4 G-RIÐILL: Lille – Salzburg ........................................ 1:0 Sevilla – Wolfsburg .................................. 2:0 Staðan: Lille 5 2 2 1 4:3 8 Salzburg 5 2 1 2 7:6 7 Sevilla 5 1 3 1 5:4 6 Wolfsburg 5 1 2 2 4:7 5 H-RIÐILL: Chelsea – Juventus .................................. 4:0 Malmö – Zenit Pétursborg ...................... 1:1 Staðan: Chelsea 5 4 0 1 10:1 12 Juventus 5 4 0 1 9:6 12 Zenit Pétursborg 5 1 1 3 7:7 4 Malmö 5 0 1 4 1:13 1 England B-deild: Blackpool – WBA..................................... 0:0 - Daníel Leó Grétarsson var ónotaður varamaður hjá Blackpool. Coventry – Birmingham.......................... 0:0 Middlesbrough – Preston........................ 1:2 Nottingham Forest – Luton.................... 0:0 Reading – Sheffield United ..................... 0:1 Staða efstu liða: Fulham 18 13 2 3 48:15 41 Bournemouth 18 12 4 2 33:13 40 WBA 19 9 6 4 27:16 33 Coventry 19 9 5 5 25:21 32 Stoke City 18 9 4 5 24:19 31 QPR 18 8 5 5 30:24 29 Huddersfield 18 8 4 6 22:20 28 Blackburn 18 7 6 5 29:27 27 Blackpool 19 7 6 6 20:21 27 C-deild: Morecambe – Charlton ........................... 2:2 - Jökull Andrésson varði marki More- cambe. 4.$--3795.$ Umspil EM U18 kvenna Leikið í Serbíu: Slóvakía – Ísland .................................. 26:29 Serbía – Slóvenía .................................. 27:22 _ Ísland 4 stig, Serbía 4 stig, Slóvenía 0 stig, Slóvakía 0 stig. _ Í lokaumferðinni á morgun leikur Ísland við Serbíu og Slóvakía við Slóveníu. Þýskaland RN Löwen – Leipzig ........................... 28:28 - Ýmir Örn Gíslason er leikmaður Rhein- Necker Löwen. Bergischer – Wetzlar.......................... 17:27 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer. Svíþjóð Aranäs – Skövde.................................. 31:32 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki með Skövde vegna meiðsla. Evrópudeildin B-RIÐILL: Benfica – GOG ..................................... 25:33 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði ekki skot í marki GOG. Lemgo – Medvedi ................................ 39:30 - Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo. _ GOG 6, Nantes 6, Lemgo 6, Benfica 6, Medvedi 0, Cocks 0. C-RIÐILL: Aix – Gorenje ....................................... 26:26 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Aix. Sävehof – Magdeburg....................... frestað _ Nexe 6, Magdeburg 5, Sävehof 4, Gor- enje 3, La Rioja 3, Aix 1. D-RIÐILL: Kadetten – Nimes ................................ 25:25 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. _ Sporting Lissabon 6, Pelister 5, Nimes 5, AEK Aþena 4, Kadetten 2, Tatabánya 2. %$.62)0-# NBA-deildin Cleveland – Brooklyn....................... 112:117 Washington – Charlotte................... 103:109 Atlanta – Oklahoma City ................. 113:101 Boston – Houston ............................... 108:90 Chicago – Indiana............................... 77:109 Milwaukee – Orlando ......................... 123:92 New Orleans – Minnesota ................. 96:110 San Antonio – Phoenix..................... 111:115 Utah – Memphis ............................... 118:119 Sacramento – Philadelphia................ 94:102 4"5'*2)0-# MEISTARADEILDIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Manchester United tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær með 2:0- sigri gegn Villarreal í F-riðli keppn- innar í Villarreal á Spáni. Leiknum lauk með 2:0-sigri Unit- ed en það voru þeir Cristiano Ron- aldo og Jadon Sancho sem skoruðu mörk United í síðari hálfleik. United er öruggt með efsta sæti riðilsins þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni en liðið er með 10 stig og betri innbyrðisviðureign á Vill- arreal, sem er með sjö stig í öðru sætinu. Atalanta kemur þar á eftir með sex stig en ítalska liðið tekur á móti Vill- arreal í lokaumferðinni á meðan United fær Young Boys í heimsókn. _ Michael Carrick, bráðabirgða- stjóri United, er fyrsti enski þjálfari liðsins til þess að vinna sinn fyrsta leik við stjórnvölinn síðan Walter Crickmer gerði það í nóvember 1931. _ Cristiano Ronaldo hafði skorað síðustu fjögur mörk Manchester United í Meistaradeildinni þegar hann kom United yfir á Spáni en hann hefur skorað sex mörk í keppn- inni til þessa. _ Jadon Sancho skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í öllum keppnum í fimmtán leikjum gegn Villarreal. Markaveisla í Lundúnum Þá er Chelsea komið áfram í sex- tán liða úrslitin eftir 4:0-stórsigur gegn Juventus í H-riðlinum á Stam- ford Bridge í London. Trevoh Chalaboah kom Chelsea yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og þeir Reece James, Callum Hudson- Odoi og Timo Werner bættu við sínu markinu hver í síðari hálfleik og Chelsea fagnaði öruggum sigri. Chelsea er með 12 stig í efsta sæti riðilsins, líkt og Juventus, en Chelsea heimsækir Zenit frá Pétursborg í lokaumferðinni á meðan Juventus fær Malmö í heimsókn. _ Þetta er í fyrsta sinn í sögu Chelsea sem þrír markaskorarar liðsins í Meistaradeildinni eru enskir en þeir Trevoh Chalobah, Reece James og Callum Hudson-Odoi eru allir enskir. _ Thomas Tuchel var að stýra sín- um 50. leik sem knattspyrnustjóri Chelsea en liðið hefur unnið 32 þeirra, gert ellefu jafntefli og tapað sjö þeirra. Í þessum 50 leikjum hefur liðið haldið marki sínu hreinu í 31 þeirra. Úrslitin ráðast í lokaumferðinni Þá mistókst Barcelona að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Benfica í E-riðlinum í Barcelona á Spáni. Barcelona er með sjö stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum meira en Benfica, en Bayern München er öruggt áfram með 15 stig í efsta sæt- inu. Barcelona heimsækir Bayern München í lokaumferðinni en Ben- fica fær Dynamo Kiev í heimsókn. Verði Barcelona og Benfica jöfn að stigum eftir lokaumferðina fer Ben- fica áfram þar sem portúgalska liðið stendur betur að vígi þegar kemur að innbyrðisviðureignum liðanna. United áfram í út- sláttarkeppnina - Chelsea tryggði sig áfram með stæl AFP 6 Cristiano Ronaldo skoraði sitt sjötta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu gegn Villarreal og er þriðji markahæsti leikmaður keppninnar sem stendur. Stúlkurnar í U18 ára landsliðinu í handknattleik eiga fyrir höndum hreinan úrslitaleik gegn Serbíu í Belgrad á morgun um sæti í loka- keppni Evrópumótsins. Þær sigr- uðu Slóvakíu, 29:26, í öðrum leik riðlakeppninnar í gær og eru því búnar að vinna báða leiki sína. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Ísland í leiknum, Thelma Melsted 6, Lilja Ágústs- dóttir 4, Tinna Traustadóttir 3, Inga Jóhannsdóttir 3, Sara Rich- ardsdóttir 2, Katrín Ásmundsdóttir 1 og Þóra Björg Stefánsdóttir 1. Leika til úrslita um EM-sæti Morgunblaðið/Óttar Geirsson Markahæst Elín Klara Þorkels- dóttir skoraði níu mörk í gær. Helgi Mikael Jónasson dæmir á morgun leik Lincoln Red Imps gegn FC Köbenhavn frá Danmörku í Sambandsdeild karla í knatt- spyrnu á Gíbraltar. Í liði FCK eru þrír ungir íslenskir leikmenn, Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og Hákon Arn- ar Haraldsson, og sá fjórði, Orri Steinn Óskarsson, er nálægt aðal- liðshópnum. Gylfi Már Sigurðsson og Þórður Arnar Árnason verða að- stoðardómarar og fjórði dómari leiksins verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Helgi dæmir hjá Íslendingum Morgunblaðið/Árni Sæberg Dómari Helgi Mikael verður í eld- línunni í Sambandsdeildinni. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Andstæðingar ÍBV í sextán liða úr- slitum Evrópubikars kvenna í hand- knattleik, Sokol Písek frá Tékklandi, leika ekki í deildakeppninni í heima- landi sínu. Sokol Písek er eitt af fjórtán liðum sem leikur í sameiginlegri úrvals- deild Tékklands og Slóvakíu, MOL- deildinni svokölluðu. Þar er liðið í sjötta sæti af fjórtán liðum þegar tólf umferðir hafa verið leiknar. Sokol Písek hefur eins og ÍBV slegið út tvo andstæðinga í Evrópu- bikarnum í vetur. Fyrst vann liðið ellefu marka sigur á Grude frá Bosn- íu, 38:27, en liðin léku aðeins einn leik. Síðan mætti Sokol Písek lönd- um sínum í Slavia Prag í 32ja liða úr- slitum og tapaði útileiknum 35:34 en vann heimaleikinn 27:22. Slavia er tveimur sætum á eftir Sokol í MOL- deildinni. Einn leikmanna Sokol, línumað- urinn Alena Stellnerova, er í lands- liðshópi Tékklands sem er á leið í lokakeppni heimsmeistaramótsins á Spáni í desember. Hún á 53 lands- leiki að baki og gæti einmitt mætt ís- lenska liðinu sem leikur við Tékka á alþjóðlegu móti í Tékklandi á laug- ardaginn. Allir leikmenn Sokol eru tékkneskir. Sokol er þriðji andstæðingur ÍBV í keppninni. ÍBV vann PAOK í Grikklandi, 29:22, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 24:29, en báðir leik- irnir fóru fram í Þessaloníku. Eyja- konur unnu síðan Panorama frá Grikklandi sannfærandi í tveimur leikjum í Eyjum um síðustu helgi, 26:20 og 29:24. Fyrri leikur Sokol og ÍBV á að fara fram í Písek í Tékklandi helgina 8.-9. janúar og sá seinni viku síðar í Vestmannaeyjum. Andrea til Slóvakíu Landsliðskonan Andrea Jacobsen er einnig komin í sextán liða úrslit keppninnar með liði sínu, Kristians- tad frá Svíþjóð. Það fer á svipaðar slóðir og ÍBV en Kristianstad dróst á móti Dunajská Streda frá Slóvakíu sem leikur eins og Sokol í MOL- deildinni og er þar í þriðja sæti. Elche frá Spáni sem sló KA/Þór út með samtals þremur mörkum í 32ja liða úrslitunum dróst gegn Maccabi Ramat Gan frá Ísrael. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Evrópubikar Sara Dröfn Richardsdóttir skorar eitt sex marka sinna fyrir ÍBV gegn Panorama í 32 liða úrslitunum síðasta föstudag. Spila í tveggja þjóða deild - ÍBV mætir Tékkunum í Sokol Písek

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.