Morgunblaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 1
Gleðileg jól
F I M M T U D A G U R 2 5. N Ó V E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 277. tölublað . 109. árgangur .
JÓLAMATURINN,
GJAFIRNAR OG
JÓLAHEFÐIRNAR
128 SÍÐNA JÓLABLAÐ
Líklegt er að vísindamenn fari að
sjá rafleiðni í Gígjukvísl í dag eða
næsta sólarhringinn, sem bendir til
þess að hlaup sé þar hafið.
„Mér finnst líklegt að við sæjum
það eftir einn sólarhring eða tvo,“
sagði Eyjólfur Magnússon, jökla-
fræðingur við Jarðvísindastofnun
Háskóla Íslands, í samtali við
Morgunblaðið skömmu áður en það
fór í prentun.
Eldgos hafa fylgt í kjölfar
Grímsvatnahlaupa en ómögulegt er
að segja til um hvort slíkt verði á
þessari stundu.
Eyjólfur segir ólíklegt að um
falska viðvörun sé að ræða líkt og
kom upp í fyrra. Þá hafi verið um
að ræða óheppni þar sem mastur á
nokkuð nákvæmu mælitæki tók að
hallast og mældist því lækkun.
„Það er ekkert svoleiðis í gangi
núna. Það er greinilegt að það er
sig núna,“ sagði Eyjólfur.
Sterkar vísbendingar eru uppi
um að vatn sé farið að renna úr
Grímsvötnum en það sýni sig á ís-
hellunni.
Enn ekki aukin rafleiðni
Ekki var hægt að merkja aukna
rafleiðni í Gígjukvísl í gærkvöldi og
því ekki hægt að gefa út að hlaup
væri hafið ennþá.
„Það er dálítið erfitt að segja,
því við höfum aldrei verið með jafn
nákvæma mælingu á hellunni eins
og núna,“ segir Eyjólfur spurður
hvenær búast megi við hlaupi.
Ekki sé hægt að útiloka að það hafi
farið af stað í nótt eða fari af stað í
dag.
Hlaup líklegt
næstu daga
- Gos í Grímsvötnum hefur fylgt hlaupi
Vinna við uppsetningu og lagfæringu jóla-
ljósa á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur
var í fullum gangi þegar ljósmyndara Morg-
unblaðsins bar að garði eftir að rökkva tók í
gær. Ekki veitir af þar sem heill mánuður af
dimmustu dögum ársins er fram undan.
hlakka til jólahátíðarinnar, með tilheyrandi
gleði, gjöfum og hátíðarmat, og hækkandi
sólar í kjölfarið.
Starfsmaðurinn, sem sinnir þeirri nákvæmn-
isvinnu sem uppsetning jólaljósa er, er ein-
beittur á svip. Landsmenn geta þó farið að
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skammdegið lýst upp á Skólavörðustíg
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fjármálakerfið, jafnt bankar og líf-
eyrissjóðir, hefur ekki risið undir
skyldum sínum við að styðja við lítil
og meðalstór fyrirtæki sem hafa vilja
til vaxtar. Þetta segir Sigmar Vil-
hjálmsson athafnamaður sem vinnur
nú að því að koma nýju félagi lítilla
og meðalstórra fyrirtækja á laggirn-
ar. Hann er gestur Dagmála í dag.
Segir Sigmar skjóta skökku við að
ekki sé hægt að fá lánafyrirgreiðslu
hjá þessum stofnunum án þess að
leggja fram veðandlag í formi hús-
næðis. Slíkt sé ekki mögulegt í mörg-
um tilvikum þar sem fyrirtæki stóli
oft á stærri leigufélög í húsnæðis-
málum.
Segir hann að lífeyrissjóðir annars
staðar á Norðurlöndum veiti lána-
fyrirgreiðslu til minni fyrirtækja en
að hér á landi sé öllu fjármagni sjóð-
anna beint í fjárfestingar og fyrir-
greiðslu gagnvart stærstu fyrirtækj-
unum á markaðnum. Það sé einkar
óheppilegt í ljósi þess að sjóðirnir
hafi það verkefni með höndum að
ávaxta lífeyrissparnað almennings,
sem að stærstum hluta starfi hjá
litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
Hann segir ótækt að kerfið hygli
stærri fyrirtækjum eins og reyndin
sé í dag. Þannig skjóti skökku við að
prjónastofa á Hofsósi greiði sömu
sekt, 600 þúsund krónur, fyrir að
skila ársreikningi seint, og stærstu
fyrirtæki landsins. Eins sé undarlegt
að pylsusali í Kópavogi greiði jafn
mikið til Ríkisútvarpsins og Ice-
landair. „Ég er viss um að það eru
miklu fleiri útvörp hjá Icelandair en
hjá pylsusalanum,“ segir Sigmar.
Draga þarf úr álög-
um á lítil fyrirtæki
- Fjármálakerfið styðji ekki við vöxt lítilla fyrirtækja
Morgunblaðið/Hallur Már
Nýjar áherslur Sigmar Vilhjálmsson
telur nýjan málsvara nauðsynlegan.
MSegir SA í klóm stórfyrirtækja »12