Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS JÓL Á TENERIFE EÐA ALICANTE FJÖLSKYLDUSÓL YFIR JÓLIN 23. - 28. DESEMEBER VERÐ FRÁ:106.500 KR. 22. - 29. DESEMBER VERÐ FRÁ:73.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn Verð frá 133.500 kr. á mann m.v. tvo fullorðna á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn Verð frá 88.900 kr. á mann m.v. tvo fullorðna TENERIFE ALICANTE Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Góð mæting var í bólusetningu með örvunarskammti í Laugar- dalshöll í gær að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, fram- kvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins. Þar sem bólusetningin er mannfrek lögðu sjúkraflutninga- menn hjúkrunarfræðingum lið og tóku þátt í að bólusetja en þeir hafa öll tilskilin réttindi til þess. „Við höfum annast þetta verkefni náið með almannavörnum og lög- reglunni og þetta er hluti af sam- vinnunni. Þeir hafa starfsleyfi til þess að sinna þessu,“ segir Sigríð- ur. Þeir sem fengu síðustu bólu- setningu fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum voru velkomnir í örvunarskammt í Laugardalshöll- inni í gær. Alls greindust 147 smit innan- lands í gær, þar af voru 70 í sóttkví við greiningu. Alls voru 19 á sjúkrahúsi miðað við tölur gær- dagsins, 11 þeirra óbólusettir. Af þeim sem liggja á spítalanum eru þrír á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél, 14 í einangrun og 11 á smitsjúkdómadeild. Morgunblaðið/Unnur Karen Bólusetning Góð mæting var í örvunarskammtinn að sögn Sigríðar Dóru, en opið hús var í Laugardalshöllinni í gær. Sjúkraflutningamenn gáfu bóluefni í höllinni - Góð mæting í örvunarskammtinn - Bólusetningin mannfrek 200 175 150 125 100 75 50 25 0 H ei m ild :c ov id .is kl .1 3 .0 0 íg æ r 150 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring Fjöldi innanlands- smita frá 12. júlí 179 eru í skimunarsóttkví1.758 erumeð virkt smit og í einangrun 2.290 einstaklingar eru í sóttkví 19 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu júlí ágúst september október nóvember Staðfest smit 7 daga meðaltal Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir segir ávinning af bólusetningum barna á aldrinum 5-11 ára vega þyngra en áhættuna af bólusetn- ingum. Nú með tilkomu Delta-af- brigðisins sýkj- ast börn og veikjast miklu fremur en áður, þótt enn sé tölu- verður munur á veikindum þeirra og fullorðinna, sem eru mun lík- legri til að leggj- ast inn á spítala. Þá telur hann yfirstandandi bylgju faraldursins að miklu leyti drifna áfram af smit- um meðal skólabarna, sem síðan smita aðra heima fyrir. Góð rök fyrir bólusetningu Fyrr í faraldrinum talaði sótt- varnalæknir fyrir því að halda grunn- og leikskólum opnum á þeim grundvelli að börn sýktust síður en fullorðnir og yrðu auk þess ekki jafn veik. Síðan þá hefur hljóðið í Þórólfi breyst og til skoð- unar er að bólusetja aldurshópinn 5-11 ára. Sóttvarnalæknir segir erlendar rannsóknir lofa góðu og má búast við að ónæmissvarið hjá þessum yngri aldurshópi sé á pari við ónæmissvar unglinga, 12-16 ára, sem er nokkuð gott. „Þannig að það eru góð rök fyrir því að bólusetningin muni virka jafn vel hjá þeim,“ sagði Þórólfur. Veikindin leggjast illa í börn Hingað til hefur auk þess ekki borið á neinum alvarlegum auka- verkunum í kjölfar bólusetninga meðal 5-11 ára. Hins vegar hefur það sýnt sig að börn geta veikst al- varlega af Covid-19-sjúkdómnum. Nefnir sóttvarnalæknir þá aðallega fjölkerfabólgusjúkdóm (MIS-C), sem veldur alvarlegu bólgusvari í líkamanum. Getur það leitt til skemmda og bólgu í mörgum líf- færum með alvarlegum afleiðing- um fyrir viðkomandi. „Það geta verið nýrun, hjartað, heilinn og hvað sem er. Þetta er mjög alvar- legt sjúkdómsástand.“ Bylgjan drifin áfram af börnum - Slæm veikindi vegna Delta-afbrigðis Þórólfur Guðnason Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Landspítalinn er ekki samkeppnis- hæfur hvað viðkemur launakjörum félagsráðgjafa að mati Steinunnar Bergmann, formanns Félagsráð- gjafafélags Íslands. Hún hefur verulegar áhyggjur af stöðu félagsráðgjafar á Landspít- alanum. Þetta segir hún í samtali við Morgunblað- ið. „Félagsráð- gjafafélag Ís- lands hefur und- anfarin ár bent stjórnendum Landspítala á að laun félagsráð- gjafa á spítalan- um hafa dregist mjög aftur úr al- mennri launaþróun félagsráðgjafa hjá öðrum ríkisstofnunum og sveit- arfélögum. Félagið fundaði með spítalanum yfir nokkurra ára tíma- bil til að ræða launasetningu og launaþróun félagsráðgjafa en laun félagsráðgjafa á spítalanum eru mun lægri en gengur og gerist hjá öðrum vinnuveitendum félagsráð- gjafa. Viðræðurnar hafa verið án árangurs,“ segir Steinunn. Staðan verði verri og verri „Við höfum verulegar áhyggjur af stöðu félagsráðgjafar á Landspít- alanum. Spítalinn hefur ekki treyst sér til að koma til móts við þær leið- réttingar sem við teljum nauðsyn- legt að gerðar séu á stofnunarsamn- ingi. Staðan verður bara verri og verri.“ Steinunn segir spítalann góðan vinnustað og því sorglegt að hann mæti fólki ekki launalega séð. „Landspítalinn borgar lökustu launin, en það á auðvitað við um fleiri stéttir en félagsráðgjafa. Mikil eftirspurn er eftir fé- lagsráðgjöfum hjá sveitarfélögum, stofnunum ríkisins, félagasamtök- um og á almennum markaði. Margir þeirra leita því á önnur mið til að eiga möguleika á betri launakjörum. Landspítalinn situr eftir af því að hann er ekki samkeppnishæfur um laun. Það er litið á Landspítalann sem góðan og jákvæðan vinnustað. Hann hefur verið eftirsóttur sem vinnu- staður þannig að það er sorglegt að hann nái ekki að mæta fólki launa- lega.“ Steinunn segir mikilvægt fyrir vinnuveitendur að borga góð laun þar sem einn af þeim þáttum sem ýta undir kulnun fólks í starfi sé að það upplifi sig ekki metið að verð- leikum til launa. „Það er mikilvægt að hafa í huga að einn þeirra stóru þátta sem ýta undir kulnun í starfi er að fólk upp- lifir sig ekki metið að verðleikum til launa.“ Landspítalinn ekki samkeppnishæfur - Landspítalinn borgi lökustu launin Steinunn Bergmann Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landspítalinn Ekki hefur tekist að semja um launaþróun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.