Morgunblaðið - 25.11.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.11.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 Fjórar staðsetningar voru boðnar fram þegar ÁTVR auglýsti nýlega eftir því að taka húsnæði á leigu und- ir vínbúð. Engin þeirra er í miðborg Reykjavíkur, Kvosinni. Framtíð vín- búðarinnar í Austurstræti er enn í óvissu en tíðinda er að vænta. Eftirfarandi húsnæði var boðið fram í kjölfar auglýsingarinnar: Kirkjusandur (Hallgerðargata 19- 23), Fiskislóð 10 (áður útibú Ís- landsbanka), Hallveigarstígur 1 og Hringbraut 119-121 (JL-húsið). „Það er verið að vinna úr gögnum og skoða húsnæðið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu skref,“ segir Sigrún Ósk Sigurðar- dóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í lok október sl. að ástæða auglýs- ingarinnar væri sú að til skoðunar væri að loka vínbúðinni í Austur- stræti. Húsnæðið í Austurstræti sé frekar óhagstætt á tveimur hæðum, þar sem lagerinn er á neðri hæðinni. Einnig sé mjög þröngt með allan flutning til og frá Vínbúðinni. Margir urðu til að tjá sig á sam- félagsmiðlum og lögðust gegn því að vínbúðinni í Austurstræti yrði lok- að. „Við höfum fengið nokkrar ábendingar frá viðskiptavinum um staðsetningu á vínbúð í miðbænum,“ segir Sigrún aðspurð. sisi@mbl.is Framtíð vínbúðarinnar óráðin - Fjórar staðsetningar voru boðnar fram í kjölfar auglýsingar ÁTVR Morgunblaðið/sisi Austurstræti Vínbúðin þar á marga velunnara á samfélagsmiðlunum. Einkaaðili á markaði gæti þjónustað þá gesti á sínu landi sem hafa nýtt sér Laugardalinn hingað til, frekar en að borgin útvegi land, setji upp grunnþjónustu og sinni rekstri. Þetta segir skipulagsfulltrúinn í Reykjavík í svari við bréfi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur þar sem óskað er eftir viðræðum við skipulagsfulltrúa um mögulega staðsetningu á svæði fyrir lang- tímabílastæði fyrir húsbíla. Á fundi borgarráðs 10. júní í sum- ar var lagt fram bréf ÍTR um mál- efnið. Í bréfi ÍTR kemur fram að sumarið 2021 og fram á vorið 2022 verði þessi aðstaða á tjaldstæðinu í Laugardal en nauðsynlegt sé að horfa til framtíðarlausnar í þessu sambandi. Ljóst sé af fenginni reynslu að ekki fari alltaf vel saman rekstur tjaldsvæðis fyrir innlenda og erlenda ferðamenn og lang- tímastæði fyrir húsbílaeigendur. Óskaði ÍTR því eftir að kannaðir séu mögulegir aðrir staðir í Reykja- vík fyrir langtímabílastæði fyrir húsbíla. „Ekki er ljóst hvaða kröfur ÍTR eða langtímagestir á svæðinu setja um nýjar staðsetningar eða innviði fyrir sína húsbíla né hvernig rekstri og umsjón yrði háttað. Ekki eru því listaðar upp mögulegar staðsetning- ar á þessu stigi,“ segir skipulags- fulltrúi í svari sínu. sisi@mbl.is Einkaaðilar útvegi stæði fyrir húsbíla - Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar- lausna vegna tjaldstæðisins í Laugardal Morgunblaðið/Eggert Laugardalur Húsbílar standa langtímum saman í röðum á tjaldstæðinu. Sigurður Már Jónsson blaðamað- ur fjallar í pistli á mbl.is um þögn Trumps og rangfærslur sem fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa þurft að leiðrétta í fréttum um þenn- an fyrrverandi for- seta. Hann rifjar upp að Trump er í banni á helstu samfélags- miðlum og getur því lítt tjáð sig um þær leiðréttingar sem Washington Post hefur þurft að birta og breytingar sem blaðið hefur þurft að gera á fréttum um Trump og meint tengsl hans við rúss- nesk stjórnvöld. - - - Og Sigurður Már segir: „Þetta eru drastískar að- gerðir og ekki bætir úr skák að sam- kvæmt breska blaðinu The Inde- pendent hefur Donald Trump hótað að lögsækja stjórn Pulitzer- verðlaunanna ef hún afturkallar ekki verðlaun sem hún veitti blaða- mönnum Washington Post fyrir þessi skrif. Þau fengu blaðamenn Washington Post og The New York Times fyrir að hafa „afhjúpað“ af- skipti Rússa af bandarískum kosn- ingum. Menn deila eðlilega um hvað standi eftir af þeim heiðri núna.“ - - - Frásagnir af þessum málum eru með miklum ólíkindum eins og Sigurður Már lýsir í pistli sínum og verða eðlilega til að draga úr trú- verðugleika þeirra miðla vestanhafs sem gleymdu sér algerlega í heift- inni gegn Trump og ákváðu að taka allar ásakanir á hann trúanlegar, sama hversu fjarstæðukenndar þær væru og illa rökstuddar. - - - En það eru ekki aðeins miðlar vestanhafs sem gleymdu sér og gerðust áróðurstæki í stað fjölmiðla. Þeir finnast víðar, meðal annars hér á landi. Sigurður Már Jónsson Virtir miðlar afhjúpast STAKSTEINAR Donald Trump Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.