Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 Dansarinn Höf. Óskar Guðmundsson Les. Daníel Ágúst Haraldsson Sjö systur Höf. Lucinda Riley Les. Margrét Örnólfsdóttir Nemesis Höf. Jo Nesbø Les. Orri Huginn Ágústsson Fíkn Höf. Rannveig Borg Sigurðardóttir Les. Birna Pétursdóttir, Haraldur Ari Stefánsson Kastaníumaðurinn Höf. Søren Sveistrup Les. Þuríður Blær Jóhannsdóttir Morðin í Skálholti Höf. Stella Blómkvist Les. Aníta Briem Hvunndagshetjan Höf. Auður Haralds Les. Álfrún Helga Örnólfsdóttir Farangur Höf. Ragnheiður Gestsdóttir Les. Aníta Briem vi ka 46 Fjölskylda fyrir byrjendur Höf. Sarah Morgan Les. Sólveig Guðmundsdóttir Fjórar systur Höf. Helen Rappaport Les. Vera Illugadóttir TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hefur komið þægilega á óvart hvað fólk hér í hverfinu er spennt fyr- ir því að við opnum,“ segir Kikka M. Sigurðardóttir rithöfundur. Hún und- irbýr opnun kaffi- húss í Skipholti 19 ásamt vinkonu sinni, Dagnýju Maggýjar. Kaffihúsið verður reyndar aðeins meira en bara kaffihús. „Við fundum þetta frábæra húsnæði sem hef- ur staðið lengi autt. Þarna ætlum við að koma á fót hverfiskaffihúsi og bókabúð en auk þess vinnuaðstöðu fyrir höfunda og jafnvel hönnuði og listamenn líka. Við viljum sjá hvort það er ekki listafólk sem hefur áhuga á því að vinna á kaffihúsi, drekka gott kaffi og vinna innan um fólk,“ segir Kikka. Aukið líf hefur verið að færast í hverfið. Byggð hefur þést í Holtunum á síðustu árum og fram undan er upp- bygging á Heklureitnum skammt undan. Því munu ábyggilega margir fagna tilkomu nýs hverfiskaffihúss. Kaffihúsið hefur fengið nafnið Bókasamlagið og hyggjast þær stöll- ur bjóða athvarf fyrir upprennandi rithöfunda. „Við sjáum fyrir okkur að vera með námskeið fyrir verðandi höfunda og bjóða þeim leiðsögn við útgáfu,“ segir Kikka sem þekkir sjálf vel til í bókmenntageiranum. Hún er þekktust fyrir að vera höfundur Ávaxtakörfunnar sem glatt hefur fjölskyldufólk um árabil. Kikka segir að húsnæðið sé stórt og stefnan sé að nýta það sem best. Þannig sé á stefnuskránni að setja upp lítið hljóðver sem nýst geti höf- undum til að taka upp hljóðbækur og hverjum sem vill til að taka upp hlað- vörp. Bókaverslun verður á efri hæð- inni með fjölbreytt úrval að hennar sögn en sérstaka áherslu á verk sjálf- stæðra höfunda. „Þetta hús verður bæði samlag og svo samastaður fyrir fólk í nágrenninu,“ segir hún. Kaffið á Bókasamlaginu kemur frá Kaffibrugghúsinu sem kaffisérfræð- ingurinn Sonja Grant rekur. Kikka segir að vonir standi til að hægt verði að opna í desember. „Við erum í því skemmtilega ferli að leggja inn um- sóknir um leyfi hjá Reykjavíkurborg. Kaffibollarnir eru í skipi á leið til landsins þannig að fólk verður kannski að koma með eigin bolla fyrst um sinn.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Framkvæmdir Bókasamlagið verður opnað í Skipholti 19 í næsta mánuði. Nú er unnið að því að innrétta kaffihúsið. Athvarf fyrir bókafólk og alvöruhverfiskaffihús - Bókasamlagið opnar í Skipholti 19 - Sögufrægt húsnæði Kikka M. Sigurðardóttir Lögreglan á Suðurnesjum er með til rannsóknar andlát sex einstaklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem ætla megi að hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Þá rannsakar lögreglan einnig meðferð fimm annarra sjúklinga sem rök- studdur grunur er um að hafi verið skráðir í lífslokameðferð að tilefnis- lausu og með því hafi öryggi þeirra verið ógnað. Rannsóknin hófst í kjölfar skoð- unar embættis landlæknis og kæru aðstandenda konu sem lést árið 2019 gagnvart þremur starfsmönnum stofnunarinnar sem sakaðir eru um að hafa brugðist starfsskyldum sín- um í tengslum við lífslokameðferðir. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að skipa skuli tvo dómkvadda matsmenn til að svara spurningum lögreglu í tengslum við rannsóknina. Andlát sex einstak- linga rannsökuð - Öryggi fimm annarra talið ógnað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjúkrahús Andlát til rannsóknar. N1 skal innan tveggja vikna hefja gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra við hús í nágrenni olíu- tanks fyrirtækisins á Hofsósi. Kem- ur það fram í fyrirmælum sem Um- hverfisstofnun hefur gefið út um úrbætur vegna umhverfisslyss. Íbúar urðu á árinu 2019 varir við að bensínlykt barst upp úr niðurföll- um í nágrenni við bensínstöð sem N1 rekur við Suðurbraut á Hofsósi, einnig innadyra í að minnsta kosti tveimur húsum. Eftir ítrekaðar ábendingar kom í ljós að neðanjarð- argeymir fyrir bensín var lekur. Var hann tæmdur og tekinn úr notkun. N1 hóf hreinsunaraðferðir um mitt síðasta ár. Meðal annars voru elds- neytisgeymar fyrirtækisins grafnir upp og fjarlægðir. Aðgerðir sem gripið var til í kjölfarið dugðu ekki til að losna við áhrif bensínlekans. Gerð var jarðvegsrannsókn sl. sumar og Verkís falið að gera áætlun um úrbætur. Í fyrirmælum Um- hverfisstofnunar segir að úrbætur skuli framkvæma í samræmi við úr- bótaáætlunina. Markmið aðgerð- anna er að þau hús sem orðið hafa fyrir áhrifum mengunarinnar verði sem fyrst íbúðarhæf og að styrkur mengunar í þeim valdi ekki heilsu- spillandi áhrifum. Felast aðgerðirnar í að grafnir verða skurðir og loftunarrörum komið fyrir í þeim, samhliða áfram- haldandi rannsóknum á styrk rok- gjarnra efna í jarðvegi. Að auki fer Umhverfisstofnun fram á að við út- blástur loftunarröra skuli koma fyrir kolasíu í þeim tilgangi að minnka þá lykt sem berst út í andrúmsloftið. Gryfjurnar eiga að vera fyrir framan og aftan húsin á Suðurbraut 6, 8 og 10 og einnig á milli þeirra ef það er framkvæmanlegt. Jarðvegur þar sem mengun mælist yfir viðmið- unarmörkum við gröft skal fjarlægð- ur. Eftir að blásarar hafa verið settir í gang í loftunarholum ber fyrir- tækinu að senda inn tillögu að vökt- unaráætlun. Skal vöktun innanhúss standa í að minnsta kosti ár eftir að hreinsun lýkur. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Björn Jóhann Mengun Bensíntankur N1 stóð við hlið verslunar KS á Hofsósi. Strax verði hafin vinna við loftun vegna mengunar - Fyrirmæli um úrbætur vegna bensínleka á Hofsósi Fjölbreytt starfsemi hefur ver- ið í Skipholti 19 í gegnum ár- in. Á jarðhæðinni þar sem Bókasamlagið verður til húsa var síðast veitingastaðurinn Ruby Tuesday. Hann var rekinn þar í tvo áratugi en var lokað árið 2019. Á árum áður var Radíóbúðin í þessu húsnæði og þar á undan skemmti- og veitingastaðurinn Röðull. Helga Marteinsdóttir veit- ingakona rak staðinn og tók á móti gestum íklædd peysuföt- um. „Við fáum sögu hverfisins í fangið og munum halda utan um hana,“ segir Kikka. „Ég sé fyrir mér að við höfum sér- stakan dag á hverju ári til heiðurs Radíóbúðinni og Röðli. Ég er komin með upphlutinn hennar ömmu til að klæðast á þessum degi,“ segir hinn nýi vert í Skipholti 19. Munu heiðra sögu hússins RADÍÓBÆR OG RÖÐULL Afkoma ríkissjóðs á fyrstu níu mán- uðum ársins er neikvæð um 138 milljarða króna, sem er þó 51 millj- arði króna betri afkoma en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Bætt afkoma skýrist af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Sú þróun hafði þegar komið fram á fyrri helmingi ársins og er afkoman því í samræmi við væntingar, að því er kemur fram í tilkynningu um upp- gjör ríkissjóðs. Tekjur nema 621 milljarði króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 565 millj- örðum króna og er það meginskýr- ing á fráviki frá áætlaðri afkomu tímabilsins. Tekjur hækka um 16% frá sama tímabili fyrra árs. Innheimta skatta og trygginga- gjalda fyrstu níu mánuðina eykst um 14% frá sama tímabili í fyrra. Hluti aukningarinnar er þó tilkominn vegna áhrifa Covid-19-tengdra frestana á innheimtu ríkissjóðs. Afkoman 51 milljarði betri en var áætlað - 138 milljarða halli á rekstri ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.