Morgunblaðið - 25.11.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.11.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 ✝ Kjartan Már Hjálmarsson var fæddur 2. júní 1960 á Landspít- alanum í Reykja- vík. Hann lést á heimili sínu á Sel- fossi 14. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Hjálmar Kjartansson, fædd- ur í Reykjavík 14. mars 1922, málara- meistari og Auður Mar- inósdóttir, ættuð úr Vest- mannaeyjum, fædd 5. ágúst 1925. Bróðir Kjartans er Viktor Hjálmarsson, fæddur 27. maí 1946, kona hans er Magnea Ingólfsdóttir og sonur þeirra Jökull Viðar, hans kona er Vala Ósk og eiga þau fjögur börn. Eiginkona Kjartans var Agla Björt Ólafsdóttir, fædd 29. desember 1969, þau skildu. Barn þeirra er Alex Már, fæddur 30. júlí 2003. Kjartan lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1980. Seinna lærði hann prentiðn hjá Fé- lagsprentsmiðjunni og vann að prentiðn þar og í fleiri prentsmiðjum þar til hann flutti á Selfoss árið 2000 þar sem hann bjó eftir það. Hann vann áfram við prentiðn og síðast hjá Prentmeti á Sel- fossi. Útför Kjartans fer fram frá Selfosskirkju í dag, 25. nóv- ember 2021, kl. 14. Kjartan Már Hjálmarsson bróðir minn lést 14. nóvember á heimili sínu á Selfossi. Ég var 14 ára þegar hann fæddist og við fjölskyldan nýflutt í Sólheima 27. Kjartan var fæddur 2. júní 1960 en það var fermingarárið mitt svo fermingin dróst fram á haustið og þegar kom að skírn hans og fermingu minni hélt ég litla bróður mínum undir skírn sem á vissan hátt tengdi okkur sterkari böndum. Það var 14 ára aldursmunur á okkur og ég á leið inn í unglingsárin og hafði því meiri áhuga á öðru en því sem var að gerast heima. Kjart- an átti sín bernsku- og æskuár í Vogahverfinu. Heimahverfið var í örri þróun á þessum árum og mikill fjöldi barna í hverfinu. Blokkirnar við Sólheima gnæfðu yfir hverfið. Við áttum heima á elleftu hæð og því ekki auðvelt fyrir ungan dreng að fara upp og niður í lyftunni til að hitta krakka. Kjartan fór mjög ungur að bjarga sér í lyftunni og til að ná upp á hnapp merktan 11 var það leyst þannig að hann hafði með sér prik og gat ýtt á réttan hnapp þegar inn var komið. Eft- ir að Kjartan byrjaði í skóla var ég að mestu farinn að heiman og því ekki daglegur samgangur okkar á milli. Það má segja að við bræðurnir höfum alist upp sem einbirni hvor fyrir sig. Skólaganga Kjartans hófst í Vogaskóla og þar var hann allan grunnskólann. Þegar grunnskóla lauk var búið að stofna Mennta- skólann við Sund og þar lauk svo Kjartan stúdentsprófi tvítugur að aldri. Að námi loknu fór Kjartan að vinna þar til hann tók upp þráðinn að nýju við nám og lauk námi í prentiðn sem svo varð hans ævistarf. Honum var margt til lista lagt. Hann lærði á píanó sem barn og fram á ung- lingsár og hafði alltaf yndi af alls konar tónlist. Hann söng í ýms- um kórum og hafði mikið yndi af því. Hann var með hljómborð heima sem hann sat löngum við og naut þess vel. Hann var góð- ur teiknari og þegar hann var lítill sat hann hjá mömmu sinni þegar hún var að sauma, teikn- aði myndir og bjó til sögur, sem hann ásamt vini sínum, gaf út í blokkinni og nefndist það Sól- heimapósturinn. Á seinni árum fór Kjartan að taka myndir og var hann mjög góður ljósmynd- ari. Hann var afar vandvirkur við allt sem hann gerði. Kjartan bróðir minn var afar hæglátur maður og dagfarsprúður. Ég kveð bróður minn með söknuði og þakka þær stundir sem við áttum saman. Viktor Hjálmarsson. Hjálmar, faðir Kjartans, í móðurkyn af Bolholtsætt, var bassasöngvari með afbrigðum. Hann söng jafnan stólversið um nóttina helgu á aðfangadags- kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík; hóf upp hljómmikla raust sína, í senn sterka, mjúka og hreina, óðara en lesin hafði verið af pré- dikunarstólnum frásögn Lúkas- ar guðspjallamanns af fæðingu barnsins í Betlehem, en snilling- urinn Sigurður Ísólfsson lék á orgelið. Fékk þá margur kökk- inn fræga. Innborin hljómgáfa Hjálmars og tónnæmi ásamt með sjaldfundnum eiginleikum raddarinnar gerðu að verkum að hann bar langt af þeim söngv- urum íslenskum sem meira var hampað. Raunar var Hjálmar frábitinn hvers konar sýndar- mennsku, uppskafnings- eða sleikjuhætti, svo tómlátur og talfár að hann átti ekki orðastað við aðra menn umfram nauðsyn. Kjartan var sviplíkur föður sínum; erfði jafnframt ýmsa eig- inleika hans. Hann var hógvær hæfileikamaður, prúður í fram- komu, enginn hávaðamaður, barst ekki á. Stundum hefði mátt ímynda sér að hann lifði eftir spakmæli þeirra gömlu „bene vixit, qui bene latuit“, sá lifði vel sem leyndist. Hann var vel máli farinn og áhugamaður um móðurmálið, skrifaði hjá sér orð sem hann hafði ekki heyrt áður, gagnrýninn og skiptist á bréfum við vökula skoðanabræð- ur sína. Lætur að líkum, að hann var hárnákvæmur lesari próf- arka, en hríðum fannst það á, að ekki var laust við að hann undr- aðist klúðurslegan, ófagran og útlenskuskotinn texta sumra þeirra, er hafa lifibrauð sitt af því að rita á íslensku. Hann var heilsusamlega vana- fastur; brá sér daglega í sund og fór ferða sinna á tvíhjóli eða að öðrum kosti á postulahestunum. Á heimili hans var hver hlutur á sínum stað og var honum drums um að breytt væri út af þeirri reglu, er þar gilti, og það svo mjög, að næstum hélt við of- stæki. Síðvetrar árið 2004 varð sá grátlegi atburður að drengur á Selfossi varð fyrir voðaskoti og lést. Jóhannes sæli í Bónus brá skjótt við, kom austur og stofn- aði minningarsjóð. Á hverju vori skyldi nýta fé úr honum til þess að verðlauna þau grunnskóla- börn sem tækju mestum fram- förum í lestri. Áður hafði Jó- hannes fært Litla-Hrauni píanó í tilefni af því að karlakór var þar komið á fót. Kjartan var einn þriggja manna í stjórn fyrr- nefnds sjóðs. Sýndi sig þá skyldurækni hans, nákvæmni og samviskusemi. Þá fór og ekki fram hjá neinum hve hann var bóngóður. Var hann öllum mönnum betur heima þar sem tæknileg verkkunnátta tengd töframaskínum nútímans var annars vegar; vildi hvers manns vanda leysa og brást ætíð ljúf- mannlega við relli og tiktúrum samborgara sinna sem leituðu til hans í prentsmiðjuna með lýj- andi brambolt sitt og bardús, hringsól og dinglumdangl. Minnumst þess þegar kvaðst er að við getum ekki misst nema af því að okkur var gefið. Guði séu þakkir fyrir vininn látna. Hann verndi ástvini hans og sveipi birtu þeirra fyrirheita sem við eigum í helgu vori þar sem allt er orðið nýtt og þar sem Kjartan er blessaður í nafni Jesú Krists sem fyrir hann er dáinn og fyrir hann er upprisinn og geymir hann og gleður að ei- lífu. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Kjartani nafna mínum kynnt- ist ég í Prentsmiðju Suðurlands á Selfossi er hann hóf þar störf fyrir margt löngu. Kjartan var ekki maður margra orða en gat verið hnyttinn í tilsvörum, stór- fróður um margt og fylgdist vel með öllu í bæjarlífinu. Hann hafði sérstakt yndi af því að stríða mér, sér í lagi í pólitíkinni. Kjartan var þekktur fyrir reið- skjóta sinn en reiðhjólið var hans ferðamáti um okkar hjóla- væna bæ. Elsku vinur minn og nafni hafði nokkur áhugamál eins og ljósmyndun og um tíma söng hann með okkur í Karlakór Selfoss. Á kjördag í bæjarstjórn- arkosningunum hittumst við ávallt og þá var enginn stríðn- isglampi í hans augum heldur full alvara enda sýndi hann þá með svipbrigðum sínum að nú skyldi hann hjálpa nafna sínum og kom svo í kosningakaffið. Frábært var fyrir mig að njóta hans þjónustu og þeirra allra í prentsmiðjunni með mín árlegu jólakort, plakötin fyrir Selfoss- þorrablótið, plakötin fyrir jóla- tónleikana Hátíð í bæ og fleira og fleira. Ef ég ekki náði að sækja minn varning í prent- smiðjuna í tæka tíð kom hann við hjá mér á rakarastofunni með varninginn. Fastagestur var nafni í Sundhöll Selfoss og hittumst við oft þar. Kæri vinur, ég mun sakna þín sárt og hafðu hjartans þakkir fyrir samfylgd og vináttu. Samúðarkveðjur sendi ég syni og fjölskyldu. Blessuð sé þín minning og með gleði við þessa sorglegu og ótímabæru kveðjustund mun ég taka þátt í að heiðra minningu þína með söng við útför þína frá Selfosskirkju. Kjartan Björnsson. Kjartan Már Hjálmarsson ✝ Dagmar J. Ósk- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5. ágúst 1935. Hún lést á Hrafnistu við Sléttuveg 10. nóv- ember 2021. Dag- mar var dóttir hjónanna Olgu Fog- ner Árnason og Óskars Árnasonar. Eftirlifandi systir hennar er Guð- björg, f. 1933, látnar eru Kittý, f. 1932, og Olga Elísa, f. 1934. Dagmar fluttist til Seyð- isfjarðar á barnsaldri. Þar gekk hún í skóla en sótti síðar nám við Alþýðuskólann á Eiðum og Verslunarskóla Íslands. Dagmar vann ýmis skrifstofu- og bók- haldsstörf um ævina. Á Reykja- víkurárunum hóf hún samband við Garðar Eðvaldsson skip- stjóra, f. 1932. Þau gengu í hjóna- band á Seyðisfirði árið 1957 og hófu þar búskap. Þau bjuggu á Djúpavogi í nokkur ár, en á Eski- firði frá árinu 1968. Garðar lést árið 2010. Börn þeirra eru: 1) Hólmfríður, f. 1957, prófess- or, sonur hennar er Garðar Helgi, f. 1990, lögfræðingur. 2) Olga Lísa, f. 1960, skóla- þeirra eru Sóldís Alda, f. 1993, viðskiptafræðingur, Særós Eva, f. 1995, viðskiptafræðingur og fjármálanemi, Salný Vala, f. 1997, söngnemi við LHÍ, Selma Dagmar, f. 1999, háskólanemi, og Baldvin Ísleifur, f. 2006, grunnskólanemi. Árið 1971 stofnuðu Dagmar og Garðar útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækið Sæberg ehf. á Eskifirði í félagi við Aðalstein Valdimarsson og Elínborgu Þor- steinsdóttur. Dagmar sá um rekstur skrifstofu og fjármála- stjórn fyrirtækisins. Síðustu starfsár sín vann Dagmar við bókhald hjá sjávarútvegsfyrir- tækinu Eskju á Eskifirði. Dagmar fylgdist ávallt vel með þjóðmálum, tók virkan þátt í stjórnmálum og félagsstarfi. Hún var t.d. fyrsta og eina konan sem sat í Síldarútvegsnefnd og var um tíma formaður Félags síldar- saltenda á Norður- og Austur- landi. Hún sat lengi í kjörstjórn á Eskifirði og sá um bókhald Kirkjumiðstöðvar Austurlands. Dagmar spilaði golf í tugi ára og var virk í Golfklúbbi Eskifjarðar. Hún var með dómarapróf í golfi. Árið 2011 flutti Dagmar í Kópavog. Hún var nýflutt á Hrafnistu við Sléttuveg þegar hún lést. Útför hennar er gerð frá Foss- vogskirkju í dag, 25. nóvember 2021, klukkan 15. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat meistari, maki Sig- urkarl Stefánsson, líffræðingur og menntaskólakenn- ari. Börn hennar og Arnar Jónssonar eru Dagmar Ýr, f. 1985, læknir, Matt- hías Bergmann, f. 1989, kírópraktor, Ágúst Örn, f. 1991, viðskiptastjóri. 3) Arna, f. 1962, mannauðsstjóri, börn hennar eru Jóhanna Rakel, f. 1995, myndlistar- og tónlistarein- staklingur, og Alex f. 1997, hús- gagnasmiður. 4) Garðar Eðvald, f. 1966, rekstrarstjóri, maki Svava I. Sveinbjörnsdóttir, framkvæmda- stjóri fjármála. Dóttir Eðvalds og Sigrúnar Jónsdóttur er Stella, f. 1989, aðstoðarforstöðu- kona frístundaheimilis. Börn Eðvalds og Svövu eru Garðar, f. 1994, rafmagnsverkfræðinemi og tónlistarmaður, Ásbjörn, f. 1998, rafmagnsverkfræðinemi, og Ásdís Olsen, f. 2008, grunn- skólanemi. 5) Óskar, f. 1968, fram- kvæmdastjóri, maki Benný Sif Ísleifsdóttir rithöfundur. Börn Í eitt af fyrstu skiptunum sem ég hitti Dagmar tengdamóður mína voru hún og Garðar að ljúka golfhring á Eskifirði. Þá voru þau reffileg hjón, ríflega sjötug, glöð og frískleg eftir útiveruna. Olga mín og móðir hennar fóru strax að ræða golfið og notuðu ýmis hug- tök sem mér voru framandi. Talað var um leikreglur, fugla, skolla og farið í flókna punktaútreikninga. Ég skynjaði fljótt að þarna var Dagmar meira en bókstaflega á heimavelli, tölur og úrvinnsla á þeim, það var hennar svið. Dagmar var ekki „bara hús- móðir“, sjómannskona með fimm fjörug og öflug börn og daglegan rekstur heimilisins á sínum herð- um. Nei hún var líka útivinnandi, stóran hluta ævinnar sinnti hún bókhaldi og fleiri störfum, bæði í eigin fyrirtæki þeirra hjóna og hjá öðrum. Þar nýttist vel verslunar- skólamenntunin, dugnaður henn- ar og nákvæmni. Þegar tölvur komu fram á sjónarsviðið var hún ekki sein að læra á og nýta þær. Sagði að frágangur bókhaldsins hefði snarbatnað ásamt tíma- sparnaði og fækkun mistaka. Í nokkur ár var hún fulltrúi í síldarútvegsnefnd, en nefndin sú sá um verkun og útflutning salt- síldar. Dagmar var eina konan sem sat í nefndinni þá áratugi sem hún var við lýði, en hún gaf körl- um ekkert eftir í starfinu. Dagmar naut sín vel í góðra vina hópi og var fjölskyldan henni mikilvæg. Þar fylgdist hún vel með menntun og áhugamálum yngra fólksins. Mér tók hún ávallt vel og vinsamlega. Það var gaman að ræða við hana um menn og málefni, hún var fróðleiksfús, fylgdist vel með þjóðmálum og var skoðanaföst og rökvís. Blessuð sé minning Dagmarar Óskarsdóttur. Sigurkarl Stefánsson. Ég man eftir Dagmar frá því áður en hún varð tengdamóðir mín. Kannski ekki þegar ég var sex ára og ákvað með sjálfri mér að giftast syni hennar, en líklega litlu seinna. Mér þótti Dagmar snemma merkileg kona og það réð ég af tvennu; hún fékk oft skeyti og átti skjalatösku. Hið fyrrnefnda upp- götvaði ég vegna þess að ég sá um skeytaútburð og hið síðarnefnda af því að Landsbankinn var rétt hjá Flugsjoppunni og þar vorum við vinkonurnar gjarnan að selja flöskur þegar Dagmar skaust í bankann með skjalatöskuna. Næstu ár styrktist þessi ímynd í huga mér. Dagmar hélt áfram að fara með skjalatöskuna í bankann og við vinkonurnar átum meira flöskunammi. Skeyti sem kröfð- ust staðfestingar á móttöku héldu áfram að berast og ég frétti að Dagmar væri í Síldarútvegsnefnd og gerði ráð fyrir að innihald skeytanna varðaði mikilsverðan þjóðarhag. Þess vegna flýtti ég mér með þessi skeyti. Á unglingsárunum var ég ennþá staðráðin í að giftast syni Dagmarar og þrátt fyrir að ég væri lítið fyrir fiskvinnu dreif ég mig í síldarsöltun. Dagmar átti söltunarstöð og vitanlega saltaði ég mína síld þar og sótti launin mín á skrifstofuna til hennar. Hún horfði á mig yfir brún gler- augnanna, formföst og alvörugef- in, og þakkaði mér fyrir. Það var enn nokkuð í að við kynntumst. Ég var á átjánda ári þegar við Óskar fórum að draga okkur sam- an og skömmu síðar mætti ég í fyrsta sinn á kjörstað. Það hefði ekki átt að koma mér á óvart að mæta Dagmar þar, flink í að stemma af hverskyns tölur og gögn, og síðar sá ég hana yfirfara skorkortin á golfvellinum. Okkur samdi vel frá fyrstu tíð og smám saman kynntist ég betur þessari stoltu og reffilegu konu. Dagmar var ekki allra, kannski örlítið hrjúf á yfirborðinu, skörp og vel að sér, minnisgóð og fylgin sér, bóngóð og vandvirk við öll sín verk. Skrafhreifnari og gaman- samari en ég hélt í fyrstu. Hún var skörungur eins og margar sjó- mannskonur af hennar kynslóð, ól í heiminn fimm börn og sá ein- sömul um uppeldið lengst af, ásamt matseld, heimilishaldi og fatagerð, sem hún var einkar lag- in við. Síðustu árin voru tengdamóður minni mótdræg, eiginmann sinn og lífsförunaut missti hún árið 2010 og heilsuna smám saman á undanförnum árum. Líkaminn var orðinn veikburða en hugurinn síkvikur og umfram allt kaus hún að ræða hvaðeina annað en heilsu- farið. Æ, segiði mér eitthvað skemmtilegt, sagði hún einatt þegar fólkið hennar kom í heim- sókn. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og hlýju og veit að það verður tómlegt að hafa hana ekki við borðsendann á aðfanga- dagskvöld. Amma Damma, eins og barnabörnin kölluðu hana, bar með sér stillilegan hátíðleik þegar hún kom prúðbúin í hús og hafði notalega nærveru. Hreinsaði rjúpnabeinin nostursamlega, sagði okkur sögur frá æskujólun- um á Seyðisfirði, sýndi innihaldi allra jólapakka einlægan áhuga og vildi athuga með gæði efna í sérhverju fatakyns. Öllu er afmörkuð stund og ég er þakklát samfylgdinni við Dag- mar. Þau Garðar voru bæði mæt- ar manneskjur og ég bið fyrir ánægjulegum endurfundum þeirra í vonarlandinu. Benný Sif Ísleifsdóttir. Leitt var það Damma mín að þú fékkst ekki að njóta þess leng- ur að vera flutt inn á Sléttuveginn, eins og þú varst búin að þrá það heitt. Það var þó gott að þú lifðir að flytja þar inn og varst mjög ánægð með nýja heimilið, en því miður kom kallið þá. Það urðu mikil umskipti í lífi þínu fyrir rúmum áratug þegar Garðar frændi minn féll skyndi- lega frá. Þá tóku við flutningar hingað suður í Blásalina og allt sem því fylgdi. Þú horfðir nokkuð björtum augum til framtíðarinn- ar, komin nær afkomendum þín- um flestum og systur þinni. Því miður reyndist tíminn hér fyrir sunnan þér nokkuð erfiður. Síð- ustu árin einkenndust af veikind- um og langri dvöl á Vífilsstöðum. Við Olga minnumst ánægju- legra samverustunda og vináttu á milli fjölskyldnanna, sérstaklega árin tólf sem við bjuggum austur á Eskifirði. Við frændurnir náðum alltaf mjög vel saman, allt frá því að ég var fyrst með Garðari á Guðrúnu Þorkelsdóttur sumarið 1968, og þá myndaðist ekki síðri vinátta á milli ykkar Olgu, og ekki síst eftir að þú varst orðin ein og flutt suður. Fyrir austan saltaði Olga alltaf hjá ykkur síld úti á Sæbergi og krakkarnir okkar unnu líka í síld- inni hjá ykkur. Garðar sá um að koma mannskapnum á skíði því ég var sá eini í fjölskyldunni sem lagði ekki stund á skíðamennsku. Þetta voru lífleg og skemmtileg ár sem náðu hámarki sumarið 1987 þegar við fórum fjögur saman í mánaðarferð til Búlgaríu og víðar. Oft var minnst á þessa ferð því ýmislegt kom upp á sem gaman var að rifja upp. Nú þegar þú hefur yfirgefið okkur Damma mín þá viljum við Olga þakka þér samfylgdina í rúma hálfa öld um leið og við sendum afkomendum þínum okk- ar innilegustu samúðarkveðju. Guð blessi minningu þína. Olga Aðalbjörg og Jón Ingi. Dagmar J. Óskarsdóttir Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.