Morgunblaðið - 25.11.2021, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021
✝
Birna Arin-
bjarnardóttir
fæddist á Ísafirði
2. maí 1958. Hún
lést á heimili sínu í
Kaupmannahöfn
16. nóvember
2021.
Foreldrar Birnu
voru Svanhildur
Petra Þorbjörns-
dóttir, f. 19.2.
1938, d. 30.9. 2017,
og Arinbjörn Guðmundur Ar-
inbjarnarson, f. 30.1. 1937, d.
10.7. 1988. Systir Birnu er
Edda Arinbjarnardóttir, f. 1.10.
1959.
Birna eignaðist fjögur börn:
Vignir Örn Hallvarðsson, f.
27.11. 1973, d. 25.10. 1975,
Agnar Rósinkrans Hallvarðs-
son, f. 8.3. 1976, d. 19.12. 2015,
Kristín Ýr Júlíusdóttir, f. 4.7.
1987, og Hildur
Júlíusdóttir, f.
22.2. 1989. Birna
átti fjögur barna-
börn og eitt barna-
barnabarn.
Fyrstu 11 ár ævi
sinnar bjó hún á
Ísafirði, en fluttist
svo þaðan með
fjölskyldu sinni til
Hafnarfjarðar. Ár-
ið 1981 flutti Birna
svo til Danmerkur og bjó þar
til æviloka.
Hún lærði þroskaþjálfun í
Kaupmannahöfn og starfaði að-
eins við það í byrjun, en eftir
það vann hún að mestu í ferða-
bransanum.
Útför fer fram í dag, 25.
nóvember 2021, í Sundby
Kapel, Kaupmannahöfn, klukk-
an 13.
Jeg teller stjernerne,
jeg teller stjernerne
til tankerne får vinger
som jeg kan flyve på.
(Ég tel stjörnurnar,
ég tel stjörnurnar,
þar til hugurinn fær vængi
sem ég get flogið á)
(Kim Larsen)
Fyrir skemmstu fékk ég þær
sorglegu fréttir að Birna æsku-
vinkona mín hefði látist í Kaup-
mannahöfn. Margar minningar
leita á hugann. Við vorum jafn-
aldra og leiðir okkar lágu sam-
an þegar hún flutti í Hafnar-
fjörð, þá vorum við 11 ára
gamlar. Birna var einstaklega
falleg stúlka og ekki spillti hvað
hún var skemmtileg og kraft-
mikil. Það var alltaf mikið líf og
fjör í kringum hana og vinkon-
uhópurinn var stór og líflegur.
Birna miklaði ekki verkefnin
fyrir sér, mér er það minn-
isstætt þegar við fórum saman
á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
einungis 14 ára gamlar. Þar
söfnuðum við tómum ölflöskum
af miklu kappi sem við seldum
og keyptum okkur pylsur og
alla minjagripina sem voru til
sölu. Samt áttum við heilmikinn
afgang þegar við sigldum aftur
í land.
Vinkona mín átti auðvelt með
nám og sannaði það þegar hún
lærði þroskaþjálfun í Kaup-
mannahöfn. Hún starfaði í
mörg ár hjá ferðaskrifstofunni
Heklarejser sem hún rak ásamt
manni sínum Júlíusi Pálssyni
og þar sýndi hún vel hæfileika
sína og dugnað. Birna eignaðist
tvo syni en missti þá báða, það
gekk að sjálfsögðu mjög nærri
henni. En eftir lifa tvær ynd-
islegar dætur, barnabörn og
barnabarnabarn.
Í gegnum tíðina hittumst við
Birna öðru hvoru, ýmist á Ís-
landi eða í Kaupmannahöfn, og
bar aldrei skugga á vináttu
okkar. Ég minnist vinkonu
minnar með mikilli eftirsjá og
hlýju og bið Guð að styrkja alla
ástvini hennar.
Hvíldu í friði, elsku Birna.
Þín vinkona,
Þóra Sigurþórsdóttir.
Fjörutíu ár en samt eins og
það hafi verið í gær sem við
hittumst fyrst. Svo falleg,
skemmtileg, orkumikil og úr-
ræðagóð. Við áttum svo margt
sameiginlegt, deildum gleði og
erfiðleikum, oftast samt svo
ótrúlega gaman hjá okkur. Hér
og nú rifjast upp ótal atvik sem
vitna um drífandi þína þegar
upp komu fyrirvaralaust að-
stæður sem leysa þurfti úr án
tafar, svo sem þegar ungling-
arnir okkar og nokkrir vinir
komu glorsoltnir, úrvinda og
hraktir af regnsósa Hróar-
skelduhátíð og voru umsvifa-
laust drifnir í bað, útveguð
hrein föt og settir við ríkulegt
matarborð sem galdrað var
fram líkt og hendi væri veifað.
Þannig gæti ég lengi haldið
áfram að rekja alla þá mann-
kosti og gæsku sem þú hafðir
til brunns að bera.
En elsku besta vinkona, þú
áttir einnig sjálf við erfiðan
sjúkdóm að stríða sem hreif
þig í burtu svo langt fyrir ald-
ur fram. Í mínum huga umlyk-
ur þig þó aldrei annað en sól-
skin og ást.
Innilegustu samúðarkveðjur
til Kristínar Ýrar og Hildar og
fjölskyldna þeirra, sem og ann-
arra aðstandenda.
Elsa María.
Birna
Arinbjarnardóttir
✝
Pétur Eggert
Stefánsson
fæddist 24. maí
1935 í Grímsey.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Lögmannshlíð á
Akureyri 14. nóv-
ember 2021.
Pétur Eggert
ólst upp hjá móð-
ur sinni, Birnu
Stefánsdóttur, í
Grímsey og tók sér sem föð-
urnafn nafn afa síns, Stefáns
Eðvaldssonar.
Pétur Eggert átti tvö systk-
ini, þau Guðnýju Geirsdóttur,
f. 29. september 1940, og
Gunnar Stefán Ásgrímsson, f.
5. júní 1954. Þau eru bæði lát-
in.
Pétur Eggert bjó í Grímsey
allan sinn barnsaldur og langt
fram á fullorðinsár. Hann hóf
skólagöngu sjö ára hjá Sæ-
mundi Dúasyni í Barnaskól-
anum í Grímsey. Pétur fór að
að sér fósturdótturina Theo-
dóru Kristjánsdóttur, f. 27.
desember 1963. Þau byggðu
sér hús í Grímsey og fékk
húsið nafnið Sólbrekka. Pétur
og Sigrún bjuggu stærstan
hluta síns búskapar í Gríms-
ey, fluttu til Hríseyjar 1976
og leiðir þeirra skildi árið
1983. Pétur flutti til Akureyr-
ar frá Hrísey árið 1984 og
vann þar ýmis störf, þó lengst
í Kaffibrennslunni. Pétur
keypti sér aftur hús í Hrísey
árið 1994 og reri þá frá Hrís-
ey og vann í Fiskvinnslustöð
KEA í Hrísey á veturna.
Árið 1985 tóku þau saman
Pétur og Jóna Kjartansdóttir,
f. 23.11. 1922, d. 28.3. 2020.
Þau bjuggu lengst í Kot-
árgerði 4 á Akureyri. Jóna og
Pétur voru dugleg að ferðast
og voru einlægir aðdáendur
harmonikutónlistar. Síðustu
árin bjuggu Pétur og Jóna á
hjúkrunarheimilinu Lög-
mannshlíð á Akureyri.
Pétur Eggert Stefánsson
verður jarðsunginn frá Höfða-
kapellu á Akureyri í dag, 25.
nóvember 2021, klukkan 13.
Hlekk á streymi má finna
á:
https://www.mbl.is/andlat
sækja sjóinn 10
ára gamall á bát-
um í eyjunni og
upp frá því var
hann öll sumur á
sjó sem barn og
unglingur. Pétur
seig í björgin í
Grímsey eftir
eggjum, hann háf-
aði lunda og vann
hann áfram með
þess tíma verk-
unaraðferðum. Pétur hafði un-
un af dýrum og var laginn við
þau, hann var með kindur al-
veg þar til hann flutti frá
Grímsey. Pétur var trillukarl í
húð og hár. Hann lét smíða
fyrir sig trillu árið 1967 og
hana skírði hann Hrönn EA
66. Á Hrönn reri Pétur til árs-
ins 2007.
Pétur giftist Sigrúnu Sig-
urðardóttur úr Eyjafirði árið
1960 og eignuðust þau dótt-
urina Ingibjörgu Unni 15. maí
1967. Ári áður höfðu þau tekið
Pabbi kvaddi okkur 14. nóv-
ember sl. eftir stutta legu
vegna beinbrots. Það var í hans
anda að láta hafa sem minnst
fyrir sér, hann hugsaði yfirleitt
um aðra fyrst. Pabbi þurfti
snemma að hafa fyrir lífinu, fór
snemma að vinna og tók
snemma ábyrgð. Ég var svo
lánsöm að ég fór sem fóstur-
barn til Péturs og Sigrúnar
fram í Grímsey og þar átti ég
góð og falleg bernskuár. Í
minningunni var alltaf gott veð-
ur og nóg að gera fyrir duglega
krakka. Pabbi var yfirleitt ein-
hvers staðar nálægur, hugsa
um féð, fella net, í dagróðrum,
smíða, rækta eða hvað annað
sem féll til. Ég var mikið með
pabba í verkunum og fannst
það notalegt. Notalegt að setj-
ast á garðabandið og spjalla á
meðan ærnar tuggðu tugguna
sína. Notalegt að sigta grá-
sleppuhrognin og horfa ofan í
sigtið og sjá marglita bleiktóna
hrognabelgina springa og síast
í gegnum sigtið. Pabbi var
þeirrar gerðar að hann hafði nú
yfirleitt ekki mörg orð um hlut-
ina en kom þeim gjarna frá sér
á íslensku ef svo bar undir.
Hann var dagfarsprúður og var
sólarmegin eins og hann orðaði
það sjálfur einhvern tíma.
Hann var glaðsinna og alltaf
stutt í brandara hjá honum.
Snúa út úr og stríða, þar var
hann á heimavelli, að gera góð-
látlegt grín fannst honum gam-
an. Ég man vel eftir kvöldunum
heima í Sólbrekkru þegar fjöl-
skyldan sat og hlustaði á
skemmtiþætti í útvarpinu,
Svavar Gests og fleiri. Síðar
horfðum við saman á sjónvarp-
ið og íslenskir skemmtiþættir
alltaf í uppáhaldi. Helst ef nóg
var af söng og gleði. Pabbi var
ekki mikill maður á velli og
barst ekki á, en samt var hann
svo stór, stór í huga okkar sem
þekktum hann vel. Pabbi var
alltaf barngóður og þess nutum
við systur. Síðar hófst nýr kafli
hjá honum þegar barnabörnin
fæddust eitt af öðru. Pétur afi
gaf alltaf fallegar amælis- og
jólagjafir, honum fannst gaman
að velja eitthvað fallegt á
krakkana, var ótrúlega naskur
á smekk og stærðir. Hann
fylgdist alla tíð vel með sínu
fólki og gladdist á merkum
tímamótum barnabarnanna.
Pabbi var náttúrubarn, rækt-
un, nýting á því sem náttúran
gaf og umgangast náttúruna af
virðingu fylgdi honum alla tíð.
Hann var trillukall í marga ára-
tugi og í frítíma sínum stundaði
hann meðal annars veiðar í
vötnum. Pabbi háfaði lunda og
verkaði, pabbi ræktaði rófur,
kartöflur og rabarbara, tíndi
ber og allt var nýtt eins og
hægt var.
Pabbi greindist með parkin-
son árið 2009 og upp frá því
setti sjúkdómurinn mark sitt á
hann smátt og smátt. Hann tók
greiningunni og skerðingu á
færni í framhaldinu með mestu
ró og skynsemi.
Frá 1. maí 2018 dvaldi pabbi
á dvalarheimilinu Hlíð á Ak-
ureyri en 7. febrúar 2019 flutti
hann á hjúkrunarheimilið Lög-
mannshlíð á Akureyri. Þar undi
hann sér vel og þar leið honum
vel. Hann var í „vinnu“ þar og
honum fannst hann hafa hlut-
verk og það fannst honum gott.
Starfsfólkið var honum gott og
stúlkurnar natnar við aðstoð og
aðhlynningu. Pabbi kallaði þær
„stúlkurnar sínar“ og hældi
þeim við hvert tækifæri. Hann
átti það til að bjóða þeim upp í
dans, alltaf glaður og alltaf
gaman. Þannig ætla ég að
muna pabba, glaðan.
Theódóra.
Elsku Pétur afi. Það er svo
margt sem kemur fram í hug-
ann þegar ég sest niður til að
skrifa nokkur orð til minningar
um þig. Flestar tengjast þær
einhverjum ærslagangi og fjöri
og allar eru þær góðar. Fyrst
eru það allar ferðirnar af Stóru
bryggju yfir á Litlu bryggju
með Hrönn eftir löndun. Það
var alltaf til Afakex og við
fengum að prófa að stýra og
hjálpa til við að binda. Þú
kenndir okkur að umgangast
trilluna og bryggjuna og virtist
aldrei verða þreyttur á að hafa
okkur með og gantast við okk-
ur. Áður en þú keyptir húsið
við Brekkugötuna þá gistir þú
stundum hjá okkur á Austur-
veginum og ég man hvað það
var gaman og spennandi. Ég
man líka þegar „við“ byggðum
kofann okkar saman og hvað
það var gaman að flagga fána
þegar grindin af honum var
tilbúin. Þannig kenndir þú
manni, með því að leyfa manni
að hjálpa til og hafa fyrir því að
gera hlutina skemmtilega og
spennandi. Við fengum bút af
efni hjá mömmu, afgang af efni
sem hún hafði notað sem fóður
í kápur á mig og Hrund, það
var síðan heftað við afgangs-
spýtu og hún negld við kofann.
Síðan voru teknar myndir og
ég man hvað ég var stolt af
þessari byggingu. Þetta er ein
besta gjöf sem við systkinin
höfum fengið og eru stundirnar
óteljandi sem við lékum okkur
þar, og núna barnabarnabörn-
in. Einnig man ég eftir öllum
heimsóknunum á Hlíðargötuna
og síðar í Kotárgerðið. Alltaf
var eitthvað gott til að borða,
og eitthvað sætt, alltaf eitthvað
sætt. Enda tala dætur mínar
um afa með rúsínurnar. Þar var
alltaf til dót handa okkur, farið
í eltingarleiki og ærslast og
haft gaman. Þegar við horfðum
saman á íþróttir fylgdu því æv-
inlega sögur af því þegar þú
spilaðir með landsliðinu í Spán-
arferð ’59 og vannst auðvitað,
eða þegar þú settir heimsmetið
þarna um árið. Þú varst svo
sannfærandi að það var erfitt
að trúa þér ekki. Eftir því sem
maður varð eldri reyndi maður
að þræta fyrir þetta, en þá
bættist bara við söguna og hún
varð enn betri. Ég man eftir
helgarferð til þín á Hlíðargöt-
una þar sem ég fékk að gista
hjá þér og þú kenndir mér
mannganginn. Þú áttir tafl-
menn en fannst ekki taflborðið
svo þú teiknaðir það upp og
sýndir mér hvernig. Ég man
líka eftir því að rétt fyrir jól
þegar ég var í 10. bekk og ný-
flutt inn á Akureyri, að þú hó-
aðir í mig til að hjálpa þér við
að pakka inn jólagjöfum. Þú
þurftir sko enga hjálp við það,
jólapakkarnir frá þér voru allt-
af þeir flottustu, alltaf glans-
andi pappír og mikið krullu-
band. En þú vissir að ég myndi
missa af einhverju af jólaund-
irbúningnum heima í Hrísey og
bauðst mér þess vegna að vera
með. Þú varst mikið jólabarn
og ég mun alltaf muna sér-
staklega vel eftir þér og jóla-
skrautinu þínu á aðventunni,
annað er ekki hægt. Það er svo
margt sem flýgur í gegnum
hugann við að rifja þetta upp
og eins og áður segir allt eru
það góðar og skemmtilegar
minningar. Hvíldu í friði elsku
afi, en samt ekki of miklum, ég
vona nú að það sé eitthvert
stuð hjá þér á himnum og skellt
í eins og eitt harmónikkuball
annað slagið.
Dröfn Teitsdóttir.
Elsku afi, Við systkinin eig-
um margar minningar af þér,
bæði nýjar og gamlar. Sú nýj-
asta er líklegast sú þegar ég,
Klara, kom með Brimi í heim-
sókn til þín og þú gafst honum
súkkulaðirúsínur og leyfðir
honum að skoða skipalíkanið
þitt. Eftir það var nafnið Pétur
afi innstimplað hjá drengnum.
Við systkinin eigum margar
æskuminningar, trúðum því
sem dæmi staðfast í mörg ár
að þú hafir verið stjarna með
íslenska handboltalandsliðinu á
þínum yngri árum og hlust-
uðum á glæstar sögur á meðan
við fengum afakex og mjólk í
húsinu þínu í Hrísey. Minning-
arnar eru í takt við þetta, það
var alltaf stutt í húmorinn og
slegið á létta strengi og þess
munum við minnast. Hvíldu í
friði elsku Pétur afi.
Ég, Siguróli, man hvað afi
var alltaf léttur. Orðheppinn,
ótrúlega fyndinn og svalur.
Mér fannst hann algjör töffari.
Ég leit mikið upp til hans og
fannst mjög gaman með hon-
um. Ég man við horfðum oft á
laugardögum á þýska boltann
þar sem hann svoleiðis ruglaði
í mér að hann væri gömul
landsliðskempa og markahrók-
ur og ef mig misminnir ekki
var hann í eitthvert skiptið að
segja mér frá glæstum snóker-
ferli sínum líka. Þetta var allt
auðvitað algjör þvæla en það
að ég hafi gleypt við sögunum
segir sennilega meira til um
mitt háa álit á afa heldur en
sannfæringarmætti hans, því í
minningunni var hann hálf-
hlæjandi á meðan hann sagði
þessar sögur. Það var frábært
að hafa hann nálægt okkur
bæði í Hrísey og á Akureyri og
heimsóknir til afa stóðust alltaf
væntingar. Hann átti alltaf til
eitthvað gott að borða og tók
oft þátt í leikjum með því að
heldur betur kveikja í stemmn-
ingunni. Þegar ég hugsa um
afa þá sé ég brosið hans og
heyri hláturinn hans. Fallegur
og jákvæður. Ég sakna þín afi.
Hvíl í friði.
Minningar mínar, Gígju, af
afa einkennast af bros á vör,
miklum hlátrasköllum og gleði.
Afi var nefnilega svo glaðlynd-
ur og alltaf stutt í húmorinn.
Mér þykir gríðarlega vænt um
þann tíma sem afi var mikið í
húsinu sínu í Hrísey. Á sumrin
hjólaði ég til hans stundum oft
á dag að athuga hvað hann
væri að bralla og aldrei klikk-
aði það að í skápnum í eldhús-
inu leyndust annaðhvort
súkkulaðirúsínur eða frón
kremkex sem ég hef aldrei
kallað annað en afakex. Ým-
islegt hef ég brallað með hon-
um í gegnum árin en í mínum
allra bestu minningum er
Hrönn yngri frænka mín með.
Í hvert einasta skipti sem við
fórum til afa var rauði skopp-
araboltinn dreginn fram og far-
ið í sparkó á ganginum eins og
við kölluðum það. Þar sparkaði
afi af sér inniskónum og hvað
eina og við frænkurnar velt-
umst um af hlátri á gólfinu.
Þetta er aðeins brotabrot úr
hafsjó af frábærum minningum
sem ég á af afa og ég mun
sakna hans og skemmtilega
húmorsins mikið. Hvíl í friði
elsku afi minn, þín verður
saknað.
Gígja, Hrund, Klara
og Siguróli Björgvin
Teitsbörn.
Pétur Eggert
Stefánsson
Útför í kirkju
Stuðningur
og sálgæsla
þegar á reynir
utforikirkju.is
Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar
um útför þína af nærgætni og virðingu
– hefjum samtalið.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Hinsta óskin