Morgunblaðið - 25.11.2021, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021
✝
Gunnar Sig-
urgeirsson var
fæddur í Reykjavík
30. nóvember 1971.
Hann lést á heimili
sínu Skógarbæ 16.
nóvember 2021.
Hann ólst upp og
bjó mestalla sína
ævi í Kópavogi, en
síðustu tæpu tvö ár-
in bjó hann á Skóg-
arbæ við Árskóga í
Reykjavík. Foreldrar hans voru
Sigurgeir Eiríksson húsamálari,
fæddur 10. maí 1926, dáinn 18.
ágúst 2004 og Jóhanna Gunn-
arsdóttir, fyrrverandi starfskona
á Vífilsstaðaspítala, fædd 22.
október 1931. Hann var yngstur
þriggja systkina, eldri systkini
hans eru: Þórdís Sigurgeirsdóttir,
f. 30. apríl 1963 og Vermundur
Arnar Sigurgeirsson, f. 19. októ-
ber 1967. Börn Þórdísar: Arnar
Geir Jónasson, f. 26. október 1992
og Hanna Rún Jónas-
dóttir, f. 21. september
1995. Gunnar var
ókvæntur og barnlaus.
Eftir grunnskóla
fór Gunnar í Iðnskól-
ann í Reykjavík, þar
sem hann lagði stund
á rennismíði. Hann
kláraði mestallt námið
en lauk ekki sveins-
prófi. Hann vann ýmis
verkamannastörf í
gegnum árin, starfaði til að
mynda á tímabili með föður sín-
um við húsamálun. Einnig vann
hann um tíma hjá JB Bygginga-
félagi, hjá Sóma, Málmsteypu
Þorgríms, Skógrækt Kópavogs
og síðustu árin vann hann hjá
Bónus.
Útförin fer fram frá Hjalla-
kirkju í Kópavogi 25. nóvember
2021, klukkan 13.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku Gunnar minn. Nú ertu
farinn frá okkur allt of snemma.
Enginn veit ævi sína fyrr en öll
er, og Þeir góðu deyja ungir,
stendur einhversstaðar og það á
nú heldur betur við, því nú hef ég
misst góðan bróður. Hjálpsaman,
ljúfan og góðan. Það fór ekki
mikið fyrir þér og þú sóttist ekki
í fjöldann, en því tryggari varstu
okkur sem næst þér stóðum. Það
verður skrýtið að hafa þig ekki
með okkur í öllu því sem fjöl-
skyldan tekur sér fyrir hendur
og nú þegar jólin nálgast kemst
ég ekki hjá því að hugsa til þess
hve tómlegt verður án þín. Mátt-
arvöldin hafa þó leyft okkur að
finna aðeins fyrir því sl. tvö og
hálft ár, því í mars 2019 urðu
mikil veikindi til þess að þú gast
ekki verið með okkur eins mikið
og áður. Þá tók hjólastóllinn við,
stofnanir og nýtt heimili þar sem
þér var sinnt af alúð. En þú varst
þarna ennþá, við gátum heimsótt
þig og jafnvel sótt þig í heim-
sókn, a.m.k. til að byrja með.
Núna verðum við bara að ylja
okkur við minningarnar og þær
eru ófáar. Ég mun alltaf minnast
þess með hlýju þegar við þvæld-
umst um heiminn saman, fyrir
löngu síðan, ég ung kona og þú
bara 17 ára stráklingur. Þá
þvældumst við um Evrópu með
bakpokana og tjöldin á bakinu,
skoðuðum kirkjur, hallir og sól-
ríkar strendur. Og svo öll hin
ferðalögin með fjölskyldunni,
sem eru orðin ansi mörg. Við
munum líka minnast skrýtna
húmorsins og aðdáunar á Herra
Bean, hnyttinna tilsvara, sér-
viskunnar, að ekki sé nú minnst á
alla nammipokana. Elsku Gunni
minn, góða ferð í sumarlandið,
við hittumst þar þó síðar verði.
Þín systir,
Þórdís Sigurgeirsdóttir.
Í dag er borinn til grafar
æskuvinur minn Gunnar Sigur-
geirsson. Okkar kynni hófust
fyrir um 40 árum þegar ég flutti
í sama hverfi og hann í Kópa-
vogi. Með okkur tókst fljótlega
góð vinátta sem hélst fram á síð-
asta dag en samskiptin voru þó
mismikil eftir tímabilum í lífi
okkar. Í gegnum vinskapinn við
Gunnar kynntist ég elskulegri
móður hans Jóhönnu sem sýndi
mér ávallt mikla gestrisni og oft-
ar en ekki bauð mér uppá ein-
hverja góða hressingu með
Gunnari þegar ég kom á heimili
þeirra. Föður Gunnars kynntist
ég einnig ágætlega en hann féll
frá fyrir allnokkrum árum síðan.
Ég hef fengið að vera þeirrar
ánægju aðnjótandi að fá að koma
margsinnis í heimsókn til þeirra
í sveitina á bæinn Litla-Bakka
norður í Miðfirði, þar sem fjöl-
skylda Gunnars dvelur oft og þá
sér í lagi á sumrin.
Gunnar veiktist mjög alvar-
lega í mars 2019 og lá lengi inni
á spítala. Við tók mikil endur-
hæfing en eftir þetta áfall var
hann bundinn hjólastól og gat
því miður lítið tjáð sig í tali. Síð-
ustu tvö árin bjó Gunnar á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
og naut þar góðrar umönnunar.
Gunnar hefði orðið fimmtugur í
lok þessa mánaðar en hefur nú
verið kallaður á brott allt of
fljótt.
Það er sárt að þurfa að sjá svo
snemma á eftir þeim trausta og
góða vini sem Gunnar var. Fyrir
vináttuna í gegnum tíðina vil ég
þakka.
Ég votta móður hans Jóhönnu
og systkinum hans, þeim Dísu og
Venna, mína dýpstu samúð.
Megi minningin um góðan
dreng lifa.
Lars Kjartan Persson.
Gunnar
Sigurgeirsson
✝
Jóna Guðrún
Kortsdóttir
fæddist 28. febrúar
1934 í Vestmanna-
eyjum. Hún lést í
faðmi fjölskyld-
unnar á Landspít-
alanum á Landakoti
þann 11. nóvember
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Kort Ey-
vindsson, f. 1. des-
ember 1901, d. 21. ágúst 1964, og
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 17. mars
1909, d. 23. janúar 2001. Systkini
Jónu eru Jón Sigurbergur Korts-
son, f. 30. apríl 1939, og Eygló
Kortsdóttir, f. 29. maí 1940.
Jóna giftist Guðmundi Antoni
Bergþóri Guðmundssyni, f. 13.
október 1935, í október árið 1962
í Dómkirkjunni. Foreldrar hans
voru Guðmundur Katarínus
Gíslason, f. 23. janúar 1902, d.
31. janúar 1986, og Ágústa Jón-
asdóttir, f. 24. ágúst 1904, d. 5.
maí 1981.
Dætur Jónu og Guðmundar
eru 1) Ingibjörg Hrefna, f. 16.
nóvember 1962, maki Jón Ólafur
Halldórsson, f. 2. janúar 1961.
Börn Ingibjargar og fyrri maka
eru a) Jóna Bergþóra Sigurð-
ardóttir, f. 9. mars 1981, maki
Guðmundur Vigfússon, f. 28.
apríl 1975, börn þeirra eru Silja,
f. 15. nóvember 2003, Harpa, f. 6.
júní 2007 og Aron, f. 9. mars
1971, barn hennar er Eiríkur
Kort Daxx Annetts, f. 10. apríl
2010.
Jóna var fædd í Vestmanna-
eyjum og flutti síðar með for-
eldrum sínum til Torfastaða í
Fljótshlíð þar sem hún ólst upp.
Móðurforeldrar hennar, Jón og
Guðrún, bjuggu þar og stunduðu
búskap ásamt foreldrum hennar.
Ung var hún farin að hjápa til
við búskapinn og var hún mikil
hestakona. Hún gekk í barna-
skóla í Fljótshlíð og fór eftir
fermingu í Héraðsskólann á
Laugarvatni. Þaðan lá leiðin til
Reykjavíkur er Jóna réð sig í vist
hjá ráðherrahjónununum Jó-
hanni Hafstein og Ragnheiði
Thors. Jóna var gjalderi í Út-
vegsbankanum á Hlemmi er hún
kynntist eiginmanni sínum og
vann þar til ársins 1963 er annað
barn þeirra fæddist. Ásamt hús-
móðurstörfum kom hún að ýms-
um rekstri ásamt eiginmann-
inum og má þar nefna fraktflutn-
inga, útgerð og steypustöð. Jóna
vann einnig um árabil í mötu-
neyti Borgarspítala. Á síðari
hluta starfsævinnar rak hún
ásamt systur sinni og eiginmanni
matvöruverslun. Eftir að hún
hætti að vinna var hún dugleg í
hannyrðum.
Síðasta mánuðinn dvaldi Jóna
á Landakoti, deild L5.Útför Jónu
verður frá Grafarvogskirkju í
dag, 25. nóvember 2021, kl. 13.
Samkvæmt sóttvarnalögum
mega þeir sem eru með neikvæð
hraðpróf koma í athöfnina. At-
höfninni verður streymt á:
https://youtu.be/WrSliO3QSXc
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
2010, b) Sigríður
Auðunsdóttir, f. 10.
september 1984,
maki Eggert Sig-
urvinsson, f. 5. júní
1983, barn þeirra er
Lilja Sól, f. 23. októ-
ber 2010, c) Ágústa
Katrín Auðuns-
dóttir, f. 16. mars
1990, maki Brynjar
Jóhannsson, f. 23.
desember 1987,
barn þeirra er Kári, f. 11. maí
2021. Börn Jóns og fyrri maka
eru Tinna Ýr Jónsdóttir, f. 5.
september 1997, og Heiðrún
Katla Jónsdóttir, f. 11. maí 2000
2) Guðbjörg Gíslína, f. 18. desem-
ber 1963, maki Sigurður Jónas
Elísson, f. 5. júní 1956, börn
þeirra eru a) Anton Örn, f. 12.
apríl 1982, b) Elías Viljar, f. 6.
nóvember 1986, maki Vigdís
Arna Helgadóttir, f. 10. júlí 1993,
börn þeirra eru Anna Dís Birg-
isdóttir, f. 23. mars 2015, og Ern-
ir Viljar Elíasson, f. 13. maí 2020.
3) Ágústa Katrín, f. 19. sept-
ember 1965, maki Lárus Sig-
urbjörn Guðmundsson, f. 5. nóv-
ember 1965, börn þeirra eru a)
Ólafía Lára, f. 19. apríl 1989,
maki Haukur Ingi Heiðarsson, f.
13. október 1986, börn þeirra
eru Lárus Heiðar, f. 8. febrúar
2017, og Jón Ágúst, f. 5. apríl
2019, og b) Karólína Rut, f. 1.
júní 1995. 4) Guðrún, f. 7. janúar
Elsku mamma og tengda-
mamma hefur kvatt okkur.
Það er svo margs að minnast
og margar fallegar og ljúfar minn-
ingar sem koma upp í hugann.
Mamma var mikil hestakona,
bæði þegar hún var að alast upp í
sveitinni og einnig þegar hún og
pabbi höfðu keypt Torfastaði í
Fljótshlíð, þar sem hún ólst upp.
Þá voru keyptir nokkrir reiðhest-
ar og fórum við fjölskyldan um
næstum hverja helgi í hlíðina og
var mikill spenningur að fara í út-
reiðartúra. Skemmtilegast var að
fara niður á aur og leyfa hest-
unum að þeytast áfram á mjúk-
um sandinum. Oft var glatt á
hjalla í sveitinni og alltaf allir vel-
komnir.
Mamma talaði alltaf um hvað
það væri mikilvægt að mennta
sig. Lagði mikla áherslu á mennt-
un og hvatti okkur dæturnar
áfram í námi og starfi. Hún fór
sjálf í Héraðsskólann á Laugar-
vatni, en Guðrún amma hennar
styrkti hana til þess náms. Hún
var mjög þakklát að hafa fengið
þetta tækifæri, þar sem ekki var
mikið um peninga í sveitinni á
þessum tíma.
Þeim hjónum þótti gaman að
ferðast, bæði innanlands og er-
lendis, og nutu þess að fara til
Spánar á efri árum. Síðasta utan-
landsferðin var árið 2013 er þau
fóru í heljarinnar siglingu með
skemmtiferðaskipinu Costa
Mediterranea í Kyrrahafinu og
síðan yfir Atlantshafið. Mamma
sagði að það ættu allir að fara í
svona siglingu a.m.k. einu sinni á
ævinni.
Hún sagði að helsti fjársjóður
hennar væru dæturnar og barna-
og barnabarnabörn. Hún var ein-
staklega ljúf og góð og hafði yndi
af að fá okkur í heimsókn, taka
nokkur spil ef færi gafst, tala um
daginn og veginn og fá fréttir af
sínu fólki.
Mamma var alltaf stoð og
stytta í lífi okkar Lalla, hvort sem
það var barnapössun eða önnur
verkefni, alltaf var sjálfsagt að
rétta hjálparhönd og erum við
þakklát fyrir ást hennar og um-
hyggju.
Nú er komið að síðustu sigl-
ingunni. Góða ferð elsku mamma.
Hvíl í friði.
Þín
Ágústa Katrín og
Lárus Sigurbjörn.
Í dag kveðjum við hana elsku-
legu ömmu mína. Amma Jóna var
góð fyrirmynd á mörgum sviðum.
Hún var nægjusöm og sagði mér
oft söguna af því þegar hún átti
eina dúkku og lék sér með leggi
og skel í sveitinni.
Það er enginn vafi á því að hún
amma mín var mjög klár og
talnaglögg og leysti hún hverja
þrautina á fætur annarri í hinum
ýmsu þrautabókum og tölvuleikj-
um. Hún var líka mjög flink í
skrafli og að leysa krossgátur.
Hún hafði gaman af því að spila
hin ýmsu spil og spiluðum við oft
rommí, manna, kana, ólsen ólsen
og fleiri spil saman. Hún amma
er fyrsta manneskjan sem ég
þekkti sem átti Game Boy og
leyfði hún mér að spila Tetris á
honum. Hún var ótrúlega dugleg
að tileinka sér nýja tækni og not-
aði tölvuna til ýmissa verka á
gamals aldri.
Amma las mikið þegar hún
hafði sjón til en hlustaði á bækur
þegar sjónin var farin að daprast.
Við áttum margar góðar stundir
á bókasafninu saman. Þegar hún
kláraði allar almennilegu bæk-
urnar á íslensku fékk hún lánaðar
bækur á norsku, dönsku og
sænsku.
Amma var mjög flink í hönd-
unum. Hún prjónaði ótrúlega
hratt og vel og prjónaði m.a. fyrir
„Húfur sem hlæja“. Seinasta
teppið sem hún prjónaði áður en
hún hætti að sjá almennilega var
teppi fyrir eldri son minn, prjón-
að árið 2017. Áður en hún missti
sjón bjó hún til hvert perlulista-
verkið á fætur öðru, málaði og
gerði fallegar pennasaumsmynd-
ir svo eitthvað sé nefnt.
Amma fór oft með mér í sund
og stundaði sundleikfimi af miklu
kappi á tímabili. Eitt sinn, sem
svo oft áður, fórum við eftir sund-
ið heim til þeirra ömmu og afa og
fengum okkur grænmetispítu.
Amma hafði gaman af að rækta
ýmislegt í glugganum og þennan
dag var agúrkuplanta í gluggan-
um. Hún sýndi mér risastóra
gúrkuna en ég hef aldrei séð
hvorki fyrr né síðar jafn stóra
gúrku. Pítan var mjög góð og svo
fórum við að spila eins og oft áð-
ur. Síðan heyrðist hvellur. Þar
sem að amma og afi bjuggu í
Efra-Breiðholtinu, grunaði okk-
ur að það hefði verið hleypt af
byssu en við sáum ekkert þegar
við litum út um gluggann. En
þegar okkur var litið á gúrku-
plöntuna hafði gúrkan sprungið
með þessum miklu látum og það
voru gúrkuslettur úti um allt.
Hún amma hafði gott hjarta,
var mikil félagsvera, sýndi manni
alltaf áhuga og hvatti mann
áfram í því sem maður tók sér
fyrir hendur. Henni var umhug-
að um að maður passaði upp á
heilsuna og að maður væri dug-
legur að koma í heimsókn eða
hafa samband. Hún mætti á alla
tónleika mína þegar hún hafði
heilsu til og þótti mér mjög vænt
um það.
Ég er þakklát fyrir allt sem
amma kenndi mér og allar þær
gæðastundir sem við áttum sam-
an.
Þökk sé þér amma,
þitt góða hjartalag.
Góði Guð þig geymi
og gefi að ég aldrei gleymi
þeim minningum sem mig nú dreymir.
Hvíl í friði elsku amma mín og
Guð gæti þín.
Þín
Ólafía.
Elsku amma mín.
Ég trúi því varla að þú sért
farin, mér finnst ég geta komið í
heimsókn til ykkar afa og þú
verður þar. Við áttum eftir að
gera svo margt saman, fara í
aðra ferð í þetta skiptið til að
heimsækja Berg og ég átti eftir
að koma og syngja aftur fyrir
þig, en svona er víst lífið. Þú ert
alla vega komin á betri stað og
ert ekki lengur að kveljast af
verkjum.
Ég á svo margar fallegar
minningar með þér, en ég mun
ekki telja þær allar upp hér þó
mig langi til þess. Við höfum allt-
af verið mjög nánar og ég held
það sé vegna þess að ég var alltaf
svo mikið hjá ykkur afa, Vest-
urbergið var eiginlega mitt ann-
að heimili. Við áttum margar
góðar stundirnar að dunda okkur
eitthvað. Við fórum oft til Sig-
rúnar heitinnar, í sund og á leik-
völlinn fyrir aftan húsið. Þú
kenndir mér að spila og ég mun
sakna þess að hafa ekki okkar
skemmtilegu spilastundir á með-
an afi horfir á sjónvarpið. Þú áttir
það til að rifja upp skemmtilegar
minningar sem ég lifði mig í
gegnum. Þú sagðir mér frá því
þegar þú og vinkona þín týndust í
Sankti Pétursborg. Þið hefðuð
stoppað lögreglumann og spurt
til vegar en hann hefði ekki skilið
ykkur fyrr en þú prufaðir að tala
við hann á þýsku, þá skildi hann
þig og hjálpaði ykkur að komast
aftur á hótelið. Mér fannst það
svo ótrúlegt þegar þú sagðir mér
frá því, en sá það alveg fyrir mér.
Þú varst líka alltaf að minna mig
á, að þegar ég var lítil og átti að
fara að sofa í hádeginu, hafði ég
endað með að syngja þig í svefn
og farið fram að horfa á sjónvarp-
ið með afa, en ég man eftir að þú
sagðir mér alltaf söguna um
Rauðhettu og úlfinn til að fá mig
til að sofna, en það hafði ekki
virkað svo ég spurði hvort ég
mætti syngja og þér fannst svo
gaman að hlusta á mig svo ég
söng fyrir þig. Ég er svo glöð að
við gátum farið saman í fyrra í
okkar skemmtilegu ferð á Snæ-
fellsnesið, þú varst svo hissa hvað
þú værir með mikla matarlyst, en
ég var svo ánægð að þú skemmtir
þér vel. Þið afi voruð líka alltaf
svo dugleg að mæta á allar dans-
sýningarnar, kór- og einsöngs-
tónleikana og þið sátuð næstum
því alltaf á fremsta bekk. Það
voru ótalmargar ferðirnar sem
við fórum til að fá okkur kjúkling,
það var næstum það eina sem ég
vildi á tímabili og þú varst svo
ánægð með það því afi vildi aldrei
borða né sjá kjúkling. Við fórum
líka svo oft saman í ísbúðina að fá
okkur ís. Það mætti halda að ég
hafi verið að svelta þegar ég kom
til ykkar því þú spurðir alltaf
hvort ég vildi ekki fá mér aðeins
meira.
Takk fyrir allar skemmtilegu
og fallegu stundirnar elsku
amma mín.
Þín verður sárt saknað, ég
elska þig.
Þín ömmustelpa,
Karólína.
Í dag kveð ég elsku ömmu
mína sem ég á svo margar góðar
minningar um.
Amma var mjög gestrisin kona
og hún vildi alltaf geta boðið
manni upp á eitthvað þegar mað-
ur kom heim til þeirra. Enda var
síðustu ár alltaf til kex eða ís hjá
ömmu og afa svo þau gætu boðið
manni upp á. Ef ég afþakkaði
fannst ömmu það alltaf mjög leið-
inlegt að maður skyldi ekki vilja
neitt hjá þeim.
Hún var einnig mjög sparsöm
kona og vildi nýta allan mat sem
best. Ég minnist þess að þegar ég
flutti í bæinn bjó ég á sjöundu
hæðinni í Vesturberginu þar sem
afi var húsvörður og þau bjuggu
á fyrstu hæðinni. Ég var í mat hjá
þeim fyrstu önnina mína í háskól-
anum og eitt sinn var soðinn fisk-
ur í matinn. Þegar við vorum bú-
in að borða varð einn biti af fiski
eftir. Þá heyrðist í ömmu „ohh,
ég eldaði aftur of mikið í dag“.
Það var í hennar huga ekki gott
að hafa afgang af matnum nema
hægt væri að nýta hann.
Amma var afar stolt af sínum
afkomendum og maður fékk oft
að heyra hrós frá henni um dugn-
að. Hún hafði samt skoðanir á því
sem maður lærði. Þegar ég mætti
heim til hennar og afa eftir að
hafa hætt í verkfræði eftir einn
dag og skipt yfir í líffræði þurfti
hún að hugsa sig smá um og sagði
svo að þetta væri allt í lagi,
frænka okkar væri nýbúin að fá
góðan styrk í doktorsnámi sínu í
líffræði.
Elsku amma, loksins fékkstu
hvíldina þína en þér fannst graut-
fúlt að vera orðin svona lúin.
Enda varstu mikil félagsvera og
fannst mjög leiðinlegt að missa af
veislum eða öðrum viðburðum
vegna heilsunnar.
Ég minnist þín með söknuði en
er þakklát fyrir þær góðu stundir
sem ég átti með þér.
Sigríður.
Jóna Guðrún
Kortsdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár