Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021
✝
Kristinn Guð-
mundsson
fæddist á Patreks-
firði 16. júlí 1948.
Hann lést í bílslysi
á Hvallátrum 14.
nóvember 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Jóhann
Kristjánsson bóndi,
f. 2.5. 1907 í Kolls-
vík, lést á Patreks-
firði 27.1. 1962 og Unnur Er-
lendsdóttir húsmóðir, f. 9.2.
1915 á Hvallátrum, lést í 18.5.
1998 á Kristnesi í Eyjafirði. Þau
bjuggu í Breiðuvík 1935-1949 og
Vatnsdal við Patreksfjörð 1949-
1962. Unnur brá búi og bjó
lengst af eftir það í Grímsey.
Kristinn var fimmti í röð sex
systkina. Þau eru Bergþóra
Kristbjörg, f. 4.5. 1936, maki
Haraldur Jóhannsson, Erlend-
ur, f. 23.2. 1939, drukknaði í
Vatnsdal 13.6. 1960, Ólína Sig-
urbjört, f. 11.9. 1941, d. 6.9.
2021, maki Örn Geirdal Gíslason
(skildu), Egilína Kristjana
Ólafía, f. 18.3. 1945, makar Þór-
arinn Kristjánsson (skildu) og
Eggert Haraldsson, og Gyða. f.
16.7. 1948, maki Marías Sveins-
son.
Dóttir Kristins og Margrétar
er Jóna Vigdís, ritari bæj-
arstjóra Kópavogsbæjar, f. 19.9.
1972 í Reykjavík. Fyrir átti Mar-
grét börnin Báru Mjöll, f. 20.11.
1963, maki Helgi Magnús Bald-
vinsson og Ómar Þór, f. 6.10.
1965, maki Margrét Rósa Sig-
urðardóttir. Fyrri maki Jónu er
Alexander Ómarsson og saman
eiga þau dótturina Emilíu Alex-
andersdóttur, f. 7.9. 2001, nem-
anda við Háskóla Íslands. Jóna
Vigdís er gift Stefán Þorvalds-
syni lungnalækni og eru þau bú-
sett í Kópavogi ásamt dætr-
unum Emilíu og Ásthildi Lilju,
dóttur Stefáns.
Kristinn gekk í barnaskólann
í Örlygshöfn í Rauðasands-
hreppi og þaðan lá leiðin til
Reykjavíkur þar sem hann nam
trésmíðaiðn við Iðnskólann í
Reykjavík. Kristinn var um
skeið háseti á skipum Eimskipa-
félags Íslands, en lengst af var
hann sjálfstætt stafandi trésmið-
ur og refaskytta í Rauðasands-
hreppi og í Vesturbyggð eftir
sameiningu Barðastrand-
arhrepps og Rauðasandshrepps.
Hann bjó lengst af í Kópavogi en
fyrir tæpum áratug flutti hann
aftur vestur að Hvallátrum.
Kristinn var hagleikssmiður og
endurbyggði m.a. Sauðlauks-
dalskirkju.
Jarðarförin fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 25. nóv-
ember 2021, klukkan 15.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Tvíburasystk-
inunum Kristni og
Gyðu var komið í
fóstur sínu á hvor-
um bænum á Hval-
látrum og ólust þau
þar upp til fullorð-
insáranna.
Fósturforeldrar
Kristins voru Guð-
mundur Ásgeir Er-
lendsson, f. 13.9.
1909, bóndi og vita-
vörður á Hvallátrum og móð-
urbróðir Kristins, og Jóna Hall-
dóra Jónsdóttir húsmóðir, f.
25.4. 1908, d. 12.7. 1985. Fóst-
ursystur Kristins voru tvíbur-
arnir Gróa Sigurveig, f. 25.5.
1937, d. 23.6. 1995 og Guðbjört
Þórdís, kölluð Stella, f. 25.5.
1937, d. 22.6. 2012. Makar Einar
Jónsson (1935-1991) og Aðal-
steinn Grétar Guðmundsson
(1936-2005).
Kristinn kvæntist Margréti
Sigurrós Ingvadóttur, f. 1.11.
1946 í Reykjavík, d. 18.4. 2020 í
Kópavogi. Foreldrar hennar
voru hjónin Ingvi Marteinn Þor-
geirsson, f. 4.10 1924 í Hafnar-
firði, d. 3.11. 2002 í Keflavík og
Vigdís Bjarnadóttir, f. 12.11.
1925 í Reykjavík, d. 9.6. 2007 í
Reykjavík.
„Glaður og reifur skyli guma
hver,“ stendur í gamalli bók.
Þessi orð komu mér í hug við
sviplegt fráfall frænda míns og
vinar Kristins Guðmundssonar,
Kidda á Látrum eins og hann var
jafnan kallaður af sveitungum
sínum og vinum. Hann var tíður
gestur á heimili foreldra minna
og síðar á mínu heimili og fjöl-
skyldu minnar. Að sumarlagi
dvaldi hann jafnan á Látrum um
lengri eða skemmri tíma. Ég fór
snemma að taka eftir hve orð-
heppinn hann var, lífsglaður og lá
nokkuð hátt rómur sem er ætt-
arfylgja en móðir mín og hann
voru systkinabörn. En það voru
mun fleiri mannkostir í fari
Kidda en orðkynngin. Hann var
listasmiður og svo vandvirkur að
af bar enda voru húsasmíðar
hans aðalstarf meðan starfsþrek
entist. Má þess víða sjá stað í
hans fæðingarsveit. Áhugamál
hans voru fjölbreytt en þó mun
skotveiðin hafa verið þar fyrir-
ferðarmest. Hann var grenja-
skytta sveitarinnar um langt ára-
bil, stundum einn en oftast með
aðstoðarmann. Ég átti því láni að
fagna sextán ára gamall að fá að
vera byssuberi hjá Kidda og að-
stoðarmaður næstu sjö vor. Það
ásamt því að vera uppalinn á
þeim stað þar sem mikið er um
tófur ýtti mjög undir áhuga minn
á þessu merkilega dýri. Ekki
minnkaði áhuginn við að hlusta á
ótal flóknar tófusögur hjá Kidda
marga bjarta sumarnóttina sem
við gengum saman að grenjum.
Þó var það svo að þó að Kidda
væri létt um mál hafði hann að
hætti allra góðra veiðimanna
óendanlega þolinmæði og
þrjósku og gat setið klukku-
stundum saman hreyfingarlaus
og steinþegjandi og haft ná-
kvæmar gætur á umhverfinu.
Margoft kom það fyrir að hann
var að segja mér annaðhvort
tófusögu eða sögu af skondnu
fólki sem hann hafði kynnst að þá
var það að hann fleygði sér niður
fyrirvaralaust og sussaði. Brást
þá aldrei að tófa hafði skotist
milli steina. Ég held að annað-
hvort hafi hann séð með hnakk-
anum eða sem sennilegra er að
um hafi verið ræða hina með-
fæddu og langþjálfuðu athyglis-
gáfu hans. Er vinnuþrekið tók að
dvína vegna ýmissa áfalla fluttist
hann alfarið að Látrum úr Kópa-
vogi þar sem hann hafði átt sitt
heimili ásamt Möggu sinni í ára-
tugi og smíðað víða á suðvestur-
horninu. Á uppvaxtarárum Kidda
var blómleg byggð á Hvallátrum.
Í bæjarhverfinu voru nokkrir
bændur sem lifðu jöfnum hönd-
um á landbúnaði, sjósókn og nytj-
um af bjarginu. Bjargið var og er
slík matarkista að það á engan
sinn líka á landi hér. Kiddi var
potturinn og pannan í umfangs-
mikilli nýtingu þessara hlunn-
inda, framan af sem virkur þátt-
takandi en eftir að heilsan bilaði
tilsjón með nýtingu þessara
hlunninda með hjálp ættingja
sinna og vina. Í ljóði Sveinbjarn-
ar Egilssonar stendur: „Römm
er sú taug er rekka dregur föð-
urtúna til.“ Þetta sannaðist á
Kidda enda hafði hann oft sagt að
á Látrum vildi hann lifa sínar
hinstu stundir, hann stóð við það.
Við fjölskyldan sendum Jónu
og öðrum aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hilmar Össurarson
frá Kollsvík.
Það er mikið áfall að fá þær
sorglegu fréttir að æskufélagi og
vinur til 68 ára hafi látist í bílslysi
á heimaslóðum. Kristinn Guð-
mundsson, eða Kiddi, kenndur
við Látra þar sem hann ólst upp
hjá fósturforeldum sínum, Ás-
geiri Erlendssyni og Jónu Jóns-
dóttur, fram til fullorðinsáranna
og auk þess var hann þar öll vor
og sumur á Hvallátrum við eggja-
töku í Látrabjargi og grenja-
vinnslu í Rauðasandshreppi.
Kiddi var tveimur árum eldri en
ég og hafði hann því oftast for-
ystu um það sem við tókum okkur
fyrir hendur, aðallega í leik, en
einnig í starfi meðan við vorum
börn og unglingar. Af honum
lærði ég margt. Á fullorðinsárun-
um héldum við góðu sambandi.
Vorum saman í stjórn landeig-
endafélagsins Bjargtanga, sótt-
um um í nafni félagsins styrk til
að merkja fornminjar á Hvallátr-
um og til að gera bílastæði við
verbúðatóftirnar á Brunnum
syðst í Látravík og á Bjargtöng-
um. Einnig fékk félagið styrk til
að reisa sjóvarnargarð við ver-
búðirnar, sem sjórinn var farinn
að naga í. Þetta sýnir umhyggju
Kidda fyrri heimasveit sinni. Við
Kiddi leiðsögðum göngufólki í
Ferðafélagi Íslands um Rauða-
sand og Látrabjarg í meira en
áratug og fátt þótti skemmtilegra
en að hlusta á Kidda segja sögur
af lifandi og liðnum í hreppnum,
en Kiddi var mikill sögumaður
með ótrúlegt minni. Honum var
einnig umhugað um að ferða-
menn gætu notið náttúru Látra-
bjargs án þess að náttúran bæri
skaða af. Kiddi var smiður að at-
vinnu og liggja eftir hann mörg
verk sem sýna hve mikill völund-
arsmiður hann var. Endurgerð
kirkjunnar í Sauðlauksdal er
skýrt merki um það.
Í ferðum okkar fyrir FÍ tjöld-
uðum við m.a. í Kirkjuhvammi á
Rauðasandi þar sem Dröfn Árna-
dóttur, sem síðar varð kona mín,
rak Franska kaffihúsið. Úr því
varð vinskapur þeirra upp frá
því. Fastur liður í dvöl okkar á
Látrum og í Kirkjuhvammi á
Rauðasandi var að fá Kidda í mat
og þau kvöld voru fljót að líða við
áheyrn í sögum af svæðinu. Einn-
ig var Kiddi einn af mikilvægum
heimildarmönnum við skráningu
Árbókar FÍ 2020, Rauðasand-
shreppur hinn forni, sem við
Ólafur B. Thoroddsen rituðum.
Því miður missti Kiddi heils-
una löngu áður en starfsævin var
á enda og hrakaði honum eftir því
sem árin liðu. Hann flutti þá vest-
ur á Látra og bjó þar seinustu ár-
in. Hann missti konu sína Mar-
gréti Sigurrós Ingvadóttur fyrir
ári, og fékk það mjög mikið á
hann.
Við Dröfn vottum dóttur hans
og fjölskyldu, sem og systrum
hans og fjölskyldum þeirra og öll-
um vinum hans, okkar dýpstu
samúð.
Gísli Már Gíslason.
Rauðasandshreppur hinn forni
var samsettur úr nokkrum að-
skildum sveitarhlutum. Þeir voru
Fjörðurinn, Sandurinn, Höfnin
og Víkurnar. Látrar tilheyrðu
Víkunum. Látrar eru útvörður
hreppsins í vestri. Látrar eru
reyndar ekki einungis vestasti
hluti litla samfélagsins í Rauða-
sandshreppi, heldur einnig Ís-
lands og Evrópu allrar.
Kiddi var Látramaður. Hann
var nokkrum árum eldri en ég og
því umgengumst við kannski ekki
svo mikið á uppvaxtarárum okk-
ar, bæði vegna fjarlægðar og ald-
ursmunar. Svo fór hann burt til
að mennta sig, vinna og stofnaði
fjölskyldu eins og margir aðrir.
Kiddi fór reyndar aldrei alveg í
burtu. Hann mætti yfirleitt vest-
ur þegar fór að vora eins og far-
fuglarnir. Í áratugi sinnti hann
grenjavinnslu í sveitinni af mikl-
um áhuga og metnaði. Hann var
aufúsugestur á hverjum bæ í
sveitinni hvort sem var í þeim er-
indagjörðum eða þegar litið var
inn án sérstaks erindis. Glað-
sinna gestur og ótæmandi brunn-
ur af sönnum og/eða vel krydd-
uðum sögum eftir atvikum og
þörfum. Þær voru sagðar af jafn-
miklum þrótti og hann sinnti
grenjavinnslunni. Í gegnum tóf-
una kynntumst við vel. Ég gekk
með honum á sínum tíma á þekkt
greni í nágrenninu heima, lá með
honum á grenjum og hann sagði
mér til um meðferð skotvopna.
Kiddi var mikið náttúrubarn sem
naut sín best í einhverju slíku
brasi. Hann hafði arnaraugu sem
kom sér vel í glímunni við skolla.
Allar götur frá þessum árum vor-
um við góðir kunningjar. Það var
alltaf gaman að hitta Kidda, rifja
upp fyrri tíma og heyra skemmti-
legar sögur af mönnum og mál-
efnum.
Kiddi flutti vestur að Látrum
fyrir nokkrum árum. Hann bjó
þar einn upp frá því. Það hefur
ekki alltaf verið auðvelt yfir
haust og vetur. Þegar fjölgaði
aftur á móti á Látrum vor og
sumur og sumardvalarfólk og
gestir streymdu að til skemmri
og lengri dvalar þá naut Látra-
maðurinn sín til fullnustu. Skraf-
hreifinn, greiðvikinn og gestris-
inn. Þannig er gott að minnast
Kidda.
Hann var smiður góður og lag-
færði og gerði upp nokkrar bygg-
ingar í hreppnum þar sem vand-
virkni og gott smiðsauga var
nauðsynlegt. Þar má helst minn-
ast á kirkjuna í Sauðlauksdal í því
sambandi sem hann gerði sem
nýja.
Seinni árin voru samskipti
okkar að mestu einu sinni á ári.
Hann hringdi yfirleitt undir vorið
og bað um leyfi til að fara á þau
greni heima á Móbergi sem hann
hafði tök á að skoða. Það var allt-
af auðsótt. Í þessum samtölum
var sólarhæðin yfirleitt tekin og
gjarna litið um öxl. Hann kom þá
oft inn á hvað búseta og mannlíf í
okkar gamla hrepp hafði látið
undan síga. Jarðir vel flestar
farnar úr búrekstri, íbúum fækk-
að mikið og mannlíf ekki svipur
hjá sjón frá því sem áður var.
Svona gengur þetta til í afskekkt-
um sveitum sem láta undan síga í
nútímasamfélagi, hvað sem svo
verður. Nú er Kiddi horfinn og
jörðin heima seld svo þessi sam-
töl verða ekki fleiri. Eftir sitja
góðar minningar frá áratuga
kunningsskap við Kidda á Látr-
um. Ég votta dóttur hans og öðr-
um ættingjum mínar innilegustu
samúðarkveðjur við sviplegt frá-
fall góðs drengs.
Gunnlaugur Júlíusson
frá Móbergi.
Félagar mínir tengdir málm-
iðnaði og fjölskyldur þeirra fengu
úthlutaðar íbúðir í stigahúsi í
Fossvogi árið 1967. Við byggingu
hússins nutum við ómetanlegra
hæfileika Kristins Guðmunds-
sonar og varð það meðal annars
til þess að verkið gekk mjög vel.
Við Ásta eiginkona mín fengum
hann til að reisa með okkur sum-
arbústað, sem tók aðeins sex vik-
ur að gera fokheldan. Það var
skemmtilegt og fróðlegt að
spjalla við Kidda, hann var fróður
um verklegar framkvæmdir til
sjávar og sveita og hafði ríka frá-
sagnargáfu til að bera. Hann
fann alltaf hagkvæmar og vand-
aðar lausnir enda stóðust verk
hans ströngustu kröfur. Við erum
honum afar þakklát fyrir hans
hröðu handtök og vandvirkni og
traustan vinskap í gegnum tíðina.
Við flytjum Jónu og fjölskyldu
einlægar samúðarkveðjur.
Alfreð og Ásta.
Elsku hjartans pabbi minn var
dökkur yfirlitum með ævintýra-
glampa í bláu augunum sínum.
Hann var með afbrigðum uppá-
tækjasamur og framkvæmda-
glaður, brasari og brallari,
snyrtipinni, veiðimaður og dýra-
vinur í senn. Hann var hjálpsam-
ur, bóngóður, mikill sagnamaður
og enn þá meiri knúsari sem
heilsaði mér alltaf með rembings-
kossi.
Örlögin geta verið svo ósköp
grimm og lífið tekið krappa
beygju á einu andartaki. Nú er
pabbi lagður af stað í sína hinstu
ferð og ekkert okkar fékk tæki-
færi til að kveðja.
Elsku pabbi minn, ég þakka
þér af öllu hjarta fyrir allt sem
áttum við saman.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo gestrisin, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin - mig setur hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Þín dóttir,
Jóna Vigdís.
Kristinn
Guðmundsson
✝
Kristín Har-
aldsdóttir
fæddist 25. októ-
ber 1952 í Reykja-
vík. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítala í Foss-
vogi 14. nóvember
2021. Foreldrar
hennar voru hjón-
in Haraldur Þórð-
arson, f. 5.10.
1910, d. 15.7.
1989, bæjarstarfsmaður og síð-
ar verktaki, og kona hans
Rannveig Björnsdóttir, f.
21.11. 1910, d. 20.5. 2001, hús-
móðir og voru þau bæði fædd í
Reykjavík. Kristín átti sjö
þeir Óskar Sigurðsson, f. 11.
febrúar 1976, og Einar Sig-
urðsson, f. 17. mars 1981. Eig-
inkona Einars er Stefanía Ösp
Guðmundsdóttir, f. 9. nóv-
ember 1988. Börn þeirra eru
þau Matthías Árni Einarsson,
f. 11. nóvember 2013, og Elísa
Karen Einarsdóttir, f. 10.
október 2017.
Kristín gekk í skóla Ísaks
Jónssonar fyrst, en var svo í
Breiðagerðisskóla eftir það og
kláraði gagnfræðapróf við
Réttarholtsskóla.
Hún vann hin ýmsu störf,
m.a. á saumastofu, í verslun
og á leikskóla. Hún starfaði
um árabil sem sérhæfður
starfsmaður á skurðdeild, en
síðustu árin starfaði hún m.a.
við umönnun á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útför hennar fer fram í dag,
25. nóvember 2021, klukkan
13 í Langholtskirkju.
systkini og eru
fimm á lífi. Systk-
ini hennar eru:
Margrét, f. 21.11.
1930, d. 17.5.
1932, Björn Hreið-
ar, f. 16.10. 1934,
Aðalheiður Mar-
grét, f. 5.4. 1938,
d. 9.6. 2002, Björg-
vin, f. 15.6. 1942,
Gylfi, f. 20.3. 1944,
Petrína, f. 11.3.
1948, og Þórður, f. 11.3. 1948.
Árið 1975 giftist Kristín
Sigurði Helga Óskarssyni, f. 4.
október 1953, frá Reykjavík,
d. 9. júní 2020, en þau skildu
árið 1998. Börn þeirra eru
Mig langar að minnast elsku-
legrar móður minnar, Kristínar
Haraldsdóttur, sem féll frá brátt
eftir langvinn veikindi.
Föstudagskvöldið 12. nóvem-
ber sl. fór ég ásamt kærustu
minni til móður minnar til að
kveðja hana. Ástæðan fyrir þeirri
heimsókn var sú að við vorum að
fara morguninn eftir til Spánar.
Fór vel á með okkur þessa kvöld-
stund og var móðir mín mjög
hress þetta kvöld, eftir að hafa
verið nýlega útskrifuð af Land-
spítalanum. Við þrjú áttum góða
stund yfir kaffibolla og rifjuðum
upp gamlar minningar frá ferða-
lögum innan- og utanlands sem
við mæðgin höfðum farið í saman.
Mig grunaði ekki þegar við sát-
um þarna og rifjuðum upp gaml-
ar minningar að þetta yrði í síð-
asta sinn sem ég ætti samskipti
við móður mína í lifanda lífi.
Þegar við kvöddum hana var
hún mjög ánægð eftir skemmti-
lega kvöldstund. Þremur tímum
eftir þessa heimsókn veiktist hún
alvarlega og lést svo skömmu síð-
ar.
Ég er mjög þakklátur fyrir að
hafa fengið þessa stund með
móður minni og náð að kveðja
hana þó svo að það hafi verið á
öðrum forsendum.
Við mamma vorum mjög náin
og hún kom oft til mín í mat og
voru það ávallt notalegar stundir.
Ég er stoltur af henni að hafa
haft betur í baráttunni við Bakk-
us. Hún var virkur félagi í AA-
samtökunum og náði að hjálpa
öðrum að ná tökum á sínum
vanda með því að miðla af reynslu
sinni. Hún hafði verið edrú í 18
mjög góð ár. Hún hafði einnig
mikinn áhuga á mannrækt og
andlegum málefnum. Hún var
mjög trúuð og bað fyrir öllum
sem minna máttu sín og sínu
fólki. Hún var einstaklega hlý og
góð kona, með sterkar skoðanir
og var mjög réttsýn á þá sem
henni þótti vænt um. Hún hafði
áhuga á pólitík og öðrum málefn-
um líðandi stundar.
Hún elskaði alla og var mikill
dýravinur og átti sjálf m.a. einn
kött, hana Lukku, sem dó úr
veikindum fyrir nokkrum árum,
en henni þótti líka afskaplega
vænt um köttinn minn, Timma.
Hvað börn varðar þá elskaði hún
barnabörn sín mjög mikið og
hefði viljað fá meiri tíma með
þeim áfram.
Þeirra stunda sem ég átti með
móður minni á ég eftir að sakna
mikið því hún var mér hin allra
besta vinkona og móðir.
Ég mun ávallt elska þig af öllu
mínu hjarta mamma.
Þinn sonur,
Óskar.
Mig langar með þessu ljóði að
kveðja elskulegu systur mína.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guð geymi þig elsku Stína mín
og veiti drengjunum þínum og
fjölskyldum þeirra styrk í sorg-
inni.
Þín systir
Petrína (Peta).
Kristín
Haraldsdóttir