Morgunblaðið - 25.11.2021, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021
✝
Gunnar Moritz
Steinsen fædd-
ist 28. mars 1928 í
Laugardælum í
Flóa. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 12.
nóvember 2021.
Foreldrar hans
voru Steinn Stein-
sen verkfræðingur,
f. 20.6. 1891, d.
19.2. 1981 og Anna
Steinsen húsfreyja, f. 30.6.
1893, d. 7.7. 1965. Gunnar átti
einn bróður, Eggert Steinsen, f.
5.12. 1924, d. 15.1. 2010, maki
Steinunn Steinsen, f. 7.1. 1930,
d. 1.3. 2014. Börn þeirra eru:
Rúnar Hans, maki Guðrún Guð-
mundsdóttir; Steinn, d. 2014,
maki Ásta María Björnsdóttir;
Anna, maki Sigurður Már Ein-
arsson; Ragnheiður, maki Stef-
án Árnason; Jón, d. 1995, maki
Brynja Andreassen Sigurð-
ardóttir.
Birgir Rafn Birgisson, f. 31.10.
1976.
Gunnar fæddist á heimili
móðurforeldra sinna í Laug-
ardælum. Hann bjó í Reykjavík
til ársins 1934 þegar hann flutti
til Akureyrar þar sem faðir
hans tók við starfi bæjarstjóra.
Gunnar varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
1947. Hann lauk fyrrihlutaprófi
í verkfræði frá Háskóla Íslands
1951 og prófi í byggingaverk-
fræði frá DTH í Kaupmanna-
höfn 1957. Gunnar vann hjá Ís-
lenskum aðalverktökum 1957
og hjá Vatnsveitu Reykjavíkur
á árunum 1958 til 1975 með
hléum þar sem hann sinnti ver-
fræðistörfum á eigin vegum.
Hann vann hjá Ístaki 1975 til
1976, Miðfelli 1976 til 1978 og
verkfræðistofunni Fjarhitun
1978 til 1981. Gunnar starfaði
hjá tæknideild Húsnæðisstofn-
unar ríkisins frá 1981 þar til
hann fór á eftirlaun 1998.
Gunnar verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, 25.
nóvember 2021, klukkan 11.
Athöfninni verður streymt á:
http://laef.is/gunnar-steinsen
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Eiginkona Gunn-
ars var Sjöfn Zop-
honíasdóttir leik-
skólakennari, f.
22.6. 1931, d. 27.9.
2014. Foreldrar
hennar voru Zop-
honías Sigfússon
pípulagningameist-
ari, f. 27.7. 1901, d.
11.4. 1974 og Lilja
Bjarnadóttir hús-
freyja, f. 31.10.
1906, d. 16.7. 1985. Sjöfn átti
þrjú systkini, Soffíu, f. 27.12.
1934, d. 17.12. 2014, maki Örn
Þór Karlsson, f. 23.10. 1929, d.
11.6. 2014, Bjarna, f. 11.8.
1942, og Herdísi, f. 9.4. 1948,
maki Páll Tryggvason, f. 29.7.
1953.
Börn Sjafnar og Gunnars
eru: 1) Snorri, f. 17.10. 1966,
maki Hróðný Njarðardóttir, f.
21.3. 1972, dóttir þeirra er
Kristrún Sjöfn, f. 12.7. 2012. 2)
Lilja Anna, f. 28.5. 1973, maki
Það eru fimmtán ár síðan
Snorri fór með mig í Vesturberg
19 til að kynna mig fyrir for-
eldrum sínum Gunnari og Sjöfn.
Þau tóku strax vel á móti mér,
sérstaklega þegar Gunnar
heyrði að ég hefði tengingu við
Akureyri. Það var oft fyndið
þegar við Gunnar spjölluðum
saman að hann gerði alltaf ráð
fyrir að ég þekkti alla sem hann
þekkti á Akureyri. Ég reyndi að
benda honum á það, en það var
greinilega mun skemmtilegra að
tala við mig, gerandi ráð fyrir að
ég þekkti þetta fólk. Það var al-
veg ótrúlegt hvað Gunnar
mundi, það var hægt að fletta
upp í honum eins og alfræðiorða-
bók. Hann var svo ættfróður,
gat tengt alla eins og Íslend-
ingabók og svo vissi hann allt
um íþróttir, sérstaklega frjálsar.
Það var mjög kært á milli Gunn-
ars og Sjafnar og það var mikill
missir þegar hún féll frá. En
hann var ótrúlega duglegur bú-
andi einn í Vesturberginu, keyr-
andi út í Bónus og annað sem
þurfti að útrétta. Gaman þótti
honum að fá fólk í heimsókn til
að spjalla við og duglegur var
hann að keyra af og til í mat alla
leið vestur í bæ til okkar, hvern-
ig sem viðraði. Honum þótti
gaman að fylgjast með barna-
barninu sínu vaxa og dafna og
glotti oft að mörgu sem hún
sagði og gerði. Hann hafði gam-
an af því hvernig hún ráðskaðist
með foreldra sína. Við vorum
lánsöm að geta farið oft með
Gunnari til Akureyrar, þar sem
hann undi sér alltaf vel og
þreyttist aldrei á að rifja upp
gamla tíma, ásamt því að heim-
sækja mágkonu sína og fjöl-
skyldu, sem alltaf tók rosalega
vel á móti honum. Sumarið 2020,
þegar Gunnar var aðeins orðinn
slappur, náði hann að fara með
okkur bæði til Akureyrar og Ísa-
fjarðar. Þar naut hann þess að
fara á veitingastaði og panta sér
lambasteikur með rjómasósu og
borða með bestu lyst. Hann naut
þess einnig að fara upp í Arn-
arholt í Borgarfirði og fylgjast
með syni sínum planta eða gera
að kofanum.
Elsku Gunnar, takk fyrir
samveruna, hvíl í friði.
Hróðný.
Við fráfall elskulegs föður-
bróður míns Gunnars Steinsen
koma upp í hugann margar fal-
legar minningar. Ég var svo lán-
söm að alast upp í húsi með föð-
urömmu og afa ásamt foreldrum
og systkinum. Gunnar var á
þessum árum einhleypur og kom
oft til okkar og voru það dýr-
mætar samverustundir.
Gunnar átti grænan Chrysler
á þessum árum og ef ég sá hann
birtast henti ég öllu frá mér og
hljóp inn til að hella á könnuna
og finna til sykurkarið. Ég var
svo lítil að ég gat bara rétt hald-
ið við ketilinn þegar mamma
hellti upp á. Man að mér þótti
þetta mikið ábyrgðarhlutverk
sem ég tók mjög alvarlega en
líka með mikilli gleði.
Bræðurnir pabbi og Gunnar
voru alla tíð miklir vinir, þó svo
að þeir væru ekki alltaf sammála
og gátu rökrætt fram og til baka
það sem var efst á baugi hverju
sinni. Þeir voru þó alltaf sam-
mála um að byrja daginn á því
að lesa Morgunblaðið, öðruvísi
byrja ekki dagar! Þeir höfðu
báðir mikinn áhuga á ættfræði
og fylgdi yfirleitt öllum sögum
hverra manna viðkomandi væri
og alltaf betra ef þeir gátu rakið
ættir þeirra saman: „Þetta er nú
frændi minn,“ og næstbest ef
hann var skólabróðir Gunnsa
bróður eða Eggerts bróður.
Gunnar var ekki eingöngu
fróður um ættfræði heldu um
hin ýmsu málefni og með af-
brigðum minnugur. Reyndar
sagði Gunnar nýlega við mig
þegar ég heimsótti hann: „Anna,
ég þarf ekki að muna allt, ég er
orðinn 93 ára,“ og svo glotti
hann.
Við Siggi eigum afskaplega
góðar minningar frá síðustu
heimsóknunum í Vesturbergið.
Þá var setið og spjallað um alla
heima og geima – dásamlegar
stundir sem við minnumst með
miklum kærleika og þakklæti.
Eftir síðustu jólaheimsóknina í
Vesturbergið sagði Siggi að nú
mættu jólin koma fyrir sér!
Þegar ég var lítil bar Gunnar
sig illa af því að hann ætti engin
börn og vorkenndi ég honum svo
mikið að það endaði með því í að
ég gaf honum annan fótinn og
svo tókst honum að fá mig til að
gefa sér hinn nokkru seinna. Í
tæp sextíu ár hefur hann átt
fæturna en ég er loks orðinn eig-
andi að þeim aftur þar sem talið
er að þetta sé ekki eign sem erf-
ist.
Einn daginn kom Gunnar að
máli við mömmu og vildi bjóða
henni í bíltúr og sýna henni dá-
lítið. Það var keyrt að Sólvalla-
götu í Reykjavík og þar var
mamma kynnt fyrir konunni
sem síðar varð eiginkona Gunn-
ars, henni Sjöfn. Gunnar fór síð-
an með mömmu inn í herbergi
benti stoltur ofan í vöggu – þetta
er sonur minn!
Ég fékk svo skömmu síðar
líka að fara og skoða fallega
drenginn í vöggunni. Gæfan
hans Gunnars var að hitta hana
Sjöfn sína og eignast börnin sín,
fyrst Snorra og síðan Lilju
Önnu. Ég segi stundum í gríni
við Snorra og Lilju Önnu að
Gunnar hafi dekrað mig eins og
prinsessu þar til þau hafi mætt
og eyðilagt allt, en það er auðvit-
að ekki satt, hann hélt áfram að
vera mér einstaklega góður
frændi sem mér hefur alltaf þótt
óskaplega vænt um og held að
það hafi verið gagnkvæmt.
Elsku Snorri og Lilja Anna,
það er búið að vera aðdáunar-
vert að fylgjast með hve vel þið
hafið hlúð að pabba ykkar síð-
asta spölinn sem var honum erf-
iður. En alltaf var sama hlýjan
og stoltið í röddinni þegar hann
talaði um ykkur og sagði hann
mér hvað hann væri ykkur þakk-
látur fyrir að hugsa svona vel
um sig þegar hann gæti það ekki
sjálfur.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar elsku Snorri, Hróðný og
Kristrún Sjöfn og Lilja Anna og
Birgir Rafn frá okkur Sigga.
Anna Steinsen.
Gunnar Steinsen kvaddi þenn-
an heim 12. nóvember sl., níutíu
og þriggja ára.
Það er sannarlega margs að
minnast og þakka fyrir þegar ég
kveð Gunnar mág minn.
Ég kynntist honum á mínum
unglingsárum þegar hann tengd-
ist fjölskyldunni, í upphafi sem
barnsfaðir stóru systur minnar
Sjafnar, og síðar eiginmaður
eins og títt er í íslenskri menn-
ingu. Sjöfn var 17 árum eldri en
ég og mín fyrirmynd og trausti
bakhjarl. Ég minnist þess að það
hafi hvarflað að mér þá að Gunn-
ar væri bæði nokkuð við aldur
og heldur umfangsmikill fyrir
systur mína. En slíkir smámunir
hurfu fyrir mannkostum Gunn-
ars því alla tíð var hann mér og
síðar minni fjölskyldu sama stoð
og stytta og systir mín. Vest-
urberg 19, heimili Gunnars og
Sjafnar, var okkar allra í fjöl-
skyldunni sem annað heimili; á
námsárunum þegar efnin voru
lítil vorum við tíðir gestir í mat
og kaffi, athvarf þegar við
bjuggum í útlöndum og vorum
að koma í stuttar heimsóknir,
fastur viðkomustaður þegar við
komum til Reykjavíkur og börn-
in okkar tóku sér bólfestu í Vest-
urberginu þegar þau þurftu
samastað í borginni um lengri
eða skemmri tíma. Jafnvel kött-
inn tók Gunnar að sér þegar við
vorum í vandræðum. Alltaf gest-
risni og allir velkomnir.
Gunnar var mikill lestrarhest-
ur enda var hann afar fróður um
margt. Vil ég sérstaklega nefna
íþróttir og ættfræði sem voru
honum hugleikin. Það var nánast
sama í hvaða ólympíugrein var
borið niður, Gunnar kom með
nafn, ártal og árangur, og það
gat verið langt aftur í tímann,
minni hans var óbrigðult enda
fylgdist hann grannt með. Dís
dóttir okkar sem hafði yndi af ól-
ympíuleikunum elskaði að horfa
á þá með Gunnari, „hann veit
allt um alla ólympíuleika“ var
hennar sannfæring. Sjálfur var
Gunnar liðtækur íþróttamaður,
stundaði lengi íshokkí, spilaði
bæði með Akureyrarliðinu og
Reykjavíkurliðinu. Hann var
ótrúlega flinkur og fimur þessi
stóri maður.
Gunnar bjó á Akureyri frá sex
ára aldri og þar til hann fór til
náms í verkfræði. Hann hafði af-
skaplega sterkar taugar til bæj-
arins og gjörþekkti hús, götur
og fólk frá þeim tíma sem hann
bjó þar. Gunnar gat rakið ættir
og uppruna flestra bæjarbúa og
sama var að segja um húsin.
Maður kom aldrei að tómum
kofunum hjá Gunnari, „spyrjum
Gunnar að þessu“ var viðkvæðið
þegar vafamál þessu lútandi
kom upp. Akureyri var honum
afar hjartfólgin og þegar hann
kom síðast í heimsókn, þá um ní-
rætt, gekk hann sig upp að
hnjám til að komast á sína uppá-
haldsstaði og fá yfirsýn yfir
breytingar sem höfðu orðið í
bænum.
Gunnar las verkfræði við
Kaupmannahafnarháskóla og
varð honum tíðrætt um þann
tíma sem hann bjó þar. Fyrir
tveimur árum gerðum við hjónin
það að gamni okkar að fara í
pílagrímsför á þá staði sem
Gunnari voru hugleiknastir, allar
lýsingar stóðust nema hvað
„Nellan“, hans uppáhaldsstaður,
var ekki opin lengur.
Ég votta börnum Gunnars og
Sjafnar, Snorra og Lilju Önnu,
og fjölskyldu samúð mína og
þakka Gunnari samfylgdina.
Herdís Zophoníasdóttir.
Gunnar svili minn fluttist ung-
ur til Akureyrar þegar faðir
hans, Steinn Steinsen verkfræð-
ingur, gerðist bæjarstjóri 1934
og sat það embætti lengst allra
til 1958 og ólst Gunnar upp á
Akureyri frá 6 ára aldri og tók
miklu ástfóstri við æskustöðvar
sínar , ræktaði vel, og var í raun
meiri Akureyringur en flestir
innfæddir sem ég, Akureyringur
sjálfur, þekki og átti hann þó
engar ættir hingað að rekja. Á
fullorðinsárum kom Gunnar oft í
heimsókn og fór þá lengi vel
einn í langar gönguferðir um
gamlar slóðir. Mætti reglulega á
MA-hátíðir og hélt sambandi við
nokkra sinna gömlu skólafélaga.
Ungur stundaði Gunnar
skauta og ísknattleik af miklum
áhuga og vel fram á fullorðinsár
eftir að hann kom frá verkfræði-
námi í Kaupmannahöfn. Ísinn
var oft nálægur, bernskuheim-
ilið, Höpfner, stóð við Pollinn
sem þá lagði reglulega en ekki
lengur. Langt er síðan þar var
mannheldur ís með fjölbreyttu
mannlífi. Íþróttaáhuginn var al-
gildur og ekki komið að tómum
kofunum ef það vantaði upplýs-
ingar um gömul met. Skipti þá
ekki máli hvort þau voru innlend
eða erlend og mátti treysta stál-
minni Gunnars sem nýju neti.
Mér lærðist snemma að stofna
ekki til ágreinings um stað-
reyndir. Í samtali við Gunnar,
kominn hátt á níræðisaldur,
barst málið að ósigri Napoleons
við Waterloo. Þar nefndi Gunnar
alla hershöfðingja í óvinaher
keisarans, lýsti aðkomu þeirra
að orrustunni í smáatriðum og
gangi hennar. Ég hafði heimsótt
þennan vígvöll 2 árum áður og
lesið mér nokkuð vel til um og í
furðu og forvitni spurði ég
Gunnar hvort hann hefði nýlega
verið að lesa sér til. Svarið kom í
sjálfu sér ekki á óvart en samt:
Nei, það skildi einhver bók um
þetta eftir í herberginu sem ég
tók á leigu þegar ég kom til
Hafnar 1951!
Gunnar var giftur Sjöfn, elstu
systur af þremur, og ég Herdísi
þeirri yngstu og áttum við sam-
leið í tæp 50 ár. Í Höfn kynntist
Gunnar lífsförunaut sínum og
byggðu þau sér heimili að Vest-
urbergi 19, fastur viðkomu- og
griðastaður fyrir stækkandi fjöl-
skyldu mína um lengri og
skemmri tíma, hvort sem komið
væri um lengri eða skemmri veg,
sumar sem vetur, jól, áramót eða
páska og það vafðist ekki fyrir
svila mínum og mágkonu að búa
mér rými og lána mér um lengri
tíma, þá í námi, besta herbergi
hússins til lestrar. Sum
barnanna leituðu í stærðfræð-
ibúðir Gunnars í þeirri fræða-
glímu og var vel sinnt. Vegna
aldursmunar voru Gunnar og
Sjöfn mér að ýmsu leyti sem
tengdaforeldrar og Sjöfn börn-
um mínum meir en frænka. Eitt
barnanna hélt lengi vel að Gunn-
ar væri frændi sinn. Þannig um-
gekkst hann ungviðið.
Gunnar átti gott líf. Sagði svo
sjálfur kominn á tíræðisaldurinn.
Til merkis var að hann þurfti
engra lyfja við og hafði aðeins
dvalið á sjúkrahúsi í 4 nætur allt
sitt líf. Má til sanns vegar færa.
Það var sterkt í honum.
Nú hefur Gunnar svili minn
hallað á eftir sér og honum fylgt
síðasta spölinn. Við áttum góða
samleið um langan tíma. Takk
fyrir mig og mína.
Eftirlifandi sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur
Páll Tryggvason.
Gunnar Moritz
Steinsen
✝
Ragnar
Tryggvason
fæddist á Dalvík 8.
september 1932.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Hlíð á
Akureyri 17. októ-
ber 2021.
Foreldrar hans
voru Tryggvi
Kristinn Jónsson
frystihússtjóri á
Dalvík, f. 3. nóv.
1906, d. 20. des. 1991, og Ragna
Pálsdóttir húsmóðir, f. 24. nóv.
1909, d. 12. sept. 1932. Hálf-
systkini Ragnars eru Kristín
Hólmfríður Tryggvadóttir, f.
14. ág. 1936, d. 9. sept. 2018, og
Jóhann Tryggvason, f. 11. des.
1938.
Eiginkona Ragnars var
Hulda Dalrós Ásgrímsdóttir
inius, Ragnar og Kristófer Már.
4) Elfa Björk, f. 24. ágúst 1961,
gift Siguróla Kristjánssyni.
Börn þeirra eru Hulda, Hrafn-
hildur, Kristján og Þóra. 5)
Ragna, f. 29. júní 1963, börn
hennar eru Sigurbjörg, Vala
Björk og Þórir Már.
Ragnar starfaði við ýmislegt,
ungur stefndi hann á nám í raf-
virkjun en eftir að hafa farið
túr á síðutogara ílengdist hann
þar sem bátsmaður og vélstjóri
um alllangt skeið. Hann starfaði
við akstur leigubíla og
langferðabíla, rak smurstöð,
var bóndi á Hálsi í Öxnadal en
lauk starfsferlinum sem versl-
unarmaður hjá Húsasmiðjunni á
Akureyri.
Helstu áhugamál hans fyrir
utan lestur bóka og ljóða voru
bílar, skip og flugvélar en hann
gat meðal annars nafngreint
stóran hluta fiskveiðiflotans af
myndum.
Vegna aðstæðna fór útför
Ragnars fram í kyrrþey frá
Akureyrarkirkju 22. nóvember
2021.
húsmóðir og verka-
kona, f. 31. maí
1934, d. 22. apríl
2004. Foreldrar
Huldu voru Ás-
grímur Halldórs-
son og Sigurrós
Kristinsdóttir,
lengst af bændur á
Hálsi í Öxnadal.
Börn þeirra eru:
1) Linda Hrönn, f.
16. mars 1955, gift
Júlíusi Snorrasyni. Börn þeirra
eru Birgir Þór, Helga og Orri.
2) Ívar, f. 26. júlí 1956, giftur
Þóru Hjörleifsdóttur. Börn
þeirra eru Vilborg Hjörný, Eva
Huld, Jeff Chris og Egill Þór. 3)
Tryggvi Kristinn, f. 28. júní
1959, í sambúð með Sigríði
Baldursdóttur. Börn Tryggva
eru Gerður Rogers, Agnes Tul-
Raggi tengdó var flottur karl
og þurfti að stíga marga ölduna í
gegnum lífið. Strax við fæðingu
fékk hann fyrstu ágjöfina er
móðir hans lést í kjölfar fæðing-
ar hans. Hann var settur nokk-
urra daga gamall, vafinn inn í
sæng, ofan í smjörlíkiskassa og
sendur með ferjunni Drangi frá
Dalvík til Akureyrar í faðm
ömmu sinnar, Þóru Sigurðar-
dóttur. Þar ólst hann upp við
gott atlæti og átti sér draum um
að verða flugmaður. Ekki rættist
sá draumur og þá hugði hann á
nám í rafiðn en eftir að hafa farið
einn túr á sjó á táningsaldri sá
hann að mun meira væri upp úr
því að hafa og gaf rafvirkjunina
upp á bátinn.
Hann var lengst af munstrað-
ur á gömlu síðutogarana, Harð-
bak, Hringbak og fleiri, og er
fram leið á skuttogara. Hann
kom víða við og sigldi ungur um
heimsins höf og kynntist lífinu
úti í hinum stóra heimi! Stofnaði
fjölskyldu með eiginkonu sinni,
Huldu Ásgrímsdóttir, og eignuð-
ust þau fimm börn saman.
Ég kynntist Ragnari fyrst árið
1976 þegar við Ívar, eldri sonur
hans, fórum að stinga saman
nefjum. Þá var hann að mestu
hættur á sjónum og var bóndi á
Hálsi í Öxnadal, æskuheimili
Huldu. Þau bjuggu á Hálsi í tíu
ár og fluttu þá til Akureyrar og
Ragnar vann ýmis verslunar-
störf og endaði vinnuferilinn hjá
Húsasmiðjunni.
Ragnar var myndarmaður á
velli og fyrst man ég eftir honum
í heyskap með sígarettuna í öðru
munnvikinu, hendandi til bögg-
um. Algjör töffari og fyrstu árin
áttu árurnar okkar ekki mikla
samleið en er á leið kunni ég bet-
ur og betur að meta mannkosti
hans. Hann var duglegur og
mjög einbeittur, t.d. þegar hann
setti sér markmið eins og að
hætta að reykja eða létta sig, þá
var stefnan sett og markinu náð
fljótt og vel án nokkurra vand-
kvæða.
Ragnar var vel gefinn bæði til
munns og handa. Hann var lunk-
inn handverksmaður og átti ekki
í neinum vandræðum með að
breyta gömlu húsi í fínan sum-
arbústað sem og að lagfæra og
dytta að öðrum húseignum sem
þau Hulda áttu.
Hann unni bóklestri og það
var eitt það síðasta sem hann
naut að gera eftir að sjónin fór að
gefa sig, þá nýtti hann dagana í
að hlusta á ýmiss konar hljóð-
bækur. Hann kunni kynstrin öll
af ljóðum og gat held ég þulið all-
an skáldskap Káins og Davíðs
Stefánssonar utan að og margt
annað. Hann mundi vísu ef hann
heyrði hana einu sinni og minnið
sveik hann ekki fram á síðustu
stund. Hann sýndi mikið æðru-
leysi og seiglu í glímunni við elli-
kerlingu sem fór ekki um hann
mildum höndum síðustu æviárin.
Ég kveð Ragnar með þökk og
virðingu fyrir samveruna og allar
sögurnar sem gáfu mér sýn inn í
viðburðaríkt líf manns sem
kvaddi sáttur eftir að hafa stigið
ölduna í tæp níutíu ár.
Þóra Hjörleifsdóttir.
Ragnar
Tryggvason