Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 33

Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 allt að50%afsláttur 25%af öllum barnavörum Himinn Buxur Nú kr. 4.493.- Kr. 5.990.- Öld Flíspeysa Nú kr. 5.243.- Kr. 6.990.- Vindur úlpa Nú kr. 14.243.- Kr. 18.990.- Eldur Jakki Nú kr. 9.743.- Kr. 12.990 Eldur Buxur Nú kr. 5.993 Kr. 7.990.- .- .- Himinn Hettupeysa Nú kr. 5.243.- Kr. 6.990.- „HANN KEMST EKKI LANGT. EKKI MEÐ ALLAR ÞESSAR FERÐATAKMARKANIR VEGNA COVID.“ „JÓN, ÞÚ GETUR SNÚIÐ VIÐ. VIÐ GÁTUM OPNAÐ ÚTIDYRNAR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að heita því að vera aldrei aftur aðskilin, ekki eina einustu stund. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ ER EITTHVAÐ SLÆMT AÐ FARA AÐ KOMA FYRIR BRAK EN EKKI FYRIR MIG BÍLLINN MINN! SKIPULAGSLEYSI ER MESTI VEIKLEIKI MINN! HA! HLJÓMAR EINSOG LETI! HVATVÍSI ER MESTI STYRUR MINN! gripi og upp í stóra gripi. Svo er gam- an að segja frá því að ég er svolítið mikið að vinna með svona rúnnaða víra í dag, sem er kannski vísun í veru mína hjá Jóhannesi meistara mínum og sveinsverkefni mitt, þótt ég sé að vinna öðruvísi með þá í dag.“ Anna María hefur verið með tals- vert af nemum í gegnum tíðina. „Ég hef verið með átta stelpur og svo einn strák sem var að ljúka náminu hjá mér, en hann byrjaði í upphafi Covid. Mér finnst gaman að vera með nema og ég kynnist yngri kynslóð af gull- smiðum í gegnum samstarfið.“ Anna María fer ekki langt frá Skólavörðustígnum til að stunda tómstundir, því Kramhúsið er á næsta horni og þar hefur hún verið í magadansi í tíu ár. „Kramhúsið er al- gjör gimsteinn í miðbænum og það er mjög skemmtilegur kjarni í kringum hópinn í magadansinum. Við ætlum einmitt að dansa á afmælisdaginn og fagna þessum tímamótum mínum og ég mun því dansa og hrista mig yfir 60 ára línuna,“ segir hún hress. Fjölskylda Anna María á synina Mána Egils- son, f. 20.7. 1991, og Sveinbjörn Egilsson múrara, f. 3.6. 1997, með fv. sambýlismanni sínum, Agli Ingi- bergssyni, f. 10.1. 1962. Systkini Önnu Maríu eru: 1) Kristinn, f. 29.5. 1945, d. 20.2. 2018; 2) Sigurður, f. 1.3. 1949; 3) Árni, f. 7.10. 1952, og 4) Sveinbjörn, f. 10.7. 1955. Foreldrar Önnu Maríu voru hjón- in Sveinbjörn Sigurðsson húsa- smíðameistari og einn stofnandi Meistarafélags húsasmiða, f. 3.10. 1919, d. 27.5. 2007, og Helga Krist- insdóttir húsfreyja, f. 1.6. 1923, d. 21.3. 2019. Þau bjuggu í Reykjavík. Anna María Sveinbjörnsdóttir Helga Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Otti Guðmundsson skipasmiður í Reykjavík Guðrún Ottadóttir húsfreyja í Reykjavík Kristinn Pétursson blikksmíðameistari í Reykjavík Helga Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Anna Kristjana Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík Pétur Jónsson blikksmiður, stofnaði Blikksmiðju JBP 1883 í Rvk. og annar stofnandi Glímufélags Ármanns Valgerður Jóhanna Jónsdóttir fór til Vesturheims 1899 frá Bessastöðum í Álftaneshreppi, Gull. Jón Sveinbjörnsson bóndi á Litlu-Háeyri, Stokkseyrarsókn, Árn. og hreppstjóri á Bíldsnesi í Grafningi Herdís Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigurður Oddsson skipstjóri og síðar hafnsögumaður í Reykjavík Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja í Landakoti á Miðnesi Oddur Jónsson bóndi í Landakoti á Miðnesi Ætt Önnu Maríu Sveinbjörnsdóttur Sveinbjörn Sigurðsson byggingameistari í Rvk. og einn af stofnendum Meistarafél. húsasmiða Sigmundur Benediktsson sendi mér góðan póst á þriðjudag: „Hér hefur varla orðið albjart í marga daga og þoka um nætur svo mér varð á að yrkja þessa drótt- kveðnu vísu um ástandið“: Skammdegisógn. Togast á dimmir dagar drunga með byrði þunga. Salir nú byrgjast sólar synda ei bláar lindir. Sorta í stjörnur svertast sýna ei geisla línur. Næturlangt sálin nötrar næðist á veikum þræði. Á feisbók rifjar Indriði á Skjald- fönn upp þessa stöku Stephans G. Stephanssonar: Undarleg er íslensk þjóð! Allt sem hefur lifað, hugsun sína og hag, í ljóð hefur hún sett og skrifað. Og þessa stöku lét Stephan fylgja: Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan: Þér er upp í lófa lögð landið, þjóðin, sagan. Þessi visa Stephans ber yf- irskriftina „Líf“: Allt er lífs, því líf er hreyfing, eins ljóðsins blær og krystalssteinn – líf er sambönd, sundurdreifing – sjálfur dauðinn þáttur einn. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifar í Boðnarmjöð: „Undanfarið hef ég sótt Sturlungunámskeið hjá Baldri Hafstað. Þar var rætt um Guðmund góða, Gissur jarl og vænan slatta af Sturlungum. Þó að ég hafi lítinn skilning á þessum fræðum reyndi ég draga saman allan lærdóm minn í þremur sundurlausum limrum. Ég vil skjóta því hér inn, að ný útgáfa af Sturlungu á vegum Fornrita- félagsins kemur út á næstu dögum. Út af öllu var barist og engu er til orustu þrefhundar gengu svo í stríði um völd á sturlungaöld fjölmargir marbletti fengu. Stormurinn stefnulaus æddi svo Sturlunga vígmóða mæddi því fátt var um grið þó glöddust þeir við hve Gissuri sárlega blæddi. Gissur var geðillur kálfur og Guðmundur hálfgerður álfur en Sturla var einn svo stæltur og hreinn enda ritar hann söguna sjálfur.“ Stefán B. Heiðarsson orti á mánudag: Móti vindi maður fer í myrkri á göngustígnum. Kuldalegur kappinn er í kuldagalla sínum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Limrur um Sturlungu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.