Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Síða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.11. 2021
„Ég held að reynsla mín muni
gagnast öllum. Ég held ég sé eini for-
maður verkalýðsfélags sem hefur
beina reynslu af launaþjófnaði og
kem því með nýtt sjónarhorn inn í
starfið,“ segir Agnieszka og segir að
þrifafyrirtækið hafi reynt að svindla
á sér og Kynnisferðir hafi svindlað á
sér og öðru starfsfólki.
„Þessir atvinnurekendur voru
stöðugt að svindla og fundu alltaf
nýjar leiðir til þess, til þess að spara
pening.“
Hvað segja Kynnisferðir þegar
þeir lesa þetta í blaðinu?
„Þeir vita að þetta er satt því þeir
hafa endurgreitt mér og öðru starfs-
fólki sem varð fyrir barðinu á þessu.“
Í starfi sínu hjá Kynnisferðum tók
Agnieszka að sér hlutverk trún-
aðarmanns félgsmanna Eflingar á
vinnustaðnum og gegndi því hlut-
verki frá 2015-2019.
„Það er ólaunuð staða og í henni
felst að hjálpa verkafólki við að eiga
samskipti við verkalýðsfélagið og það
gengur líka í hina áttina; verkalýðs-
félagið getur átt samskipti við vinnu-
staðinn í gegnum trúnaðarmanninn.
Trúnaðarmaður er brúin þar á milli,
ásamt því að reka mál starfsfólks
gagnvart atvinnurekendum,“ segir
Agnieszka.
„Þetta var mikil vinna. Margir af
mínum vinnufélögum töluðu hvorki
íslensku né ensku og því var ég að
hjálpa þeim að leita réttar síns. Ég
varð fyrir miklu aðkasti af hálfu yfir-
manna fyrir að standa á mínu og
berjast fyrir réttindum samstarfs-
manna minna og reyndi ég oft að
kæra það til hærra settra yfir-
manna.“
Að vernda minni máttar
Árið 2019 tók Agnieszka við sem
varaformaður Eflingar og hefur unn-
ið náið með Sólveigu Önnu, allt þar til
31. október þegar hún lét af störfum.
Hvernig var að vinna með Sól-
veigu?
„Ég studdi hennar pólitíska sjón-
arhorn og fannst mjög mikilvægt
starf sem hún vann í þágu félags-
manna. Auðvitað viljum við nú halda
áfram með hennar góða starf og höf-
um stuðning starfsfólksins hér. Það
eru allir að hjálpa okkur að koma öllu
í samt lag aftur.“
Var erfitt að setjast í stól for-
mannsins, og það svona skyndilega?
„Það var ekki erfitt því sem vara-
formaður vissi ég að ein af mínum
skyldum væri að taka við sem for-
maður ef eitthvað gerðist. Þannig að
ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar
um.“
Hefur þú alltaf viljað hjálpa fólki,
eða hvað drífur þig áfram?
„Já, ég held ég hafi alltaf viljað
hjálpa fólki, alveg frá því ég var í
grunnskóla. Ég var alltaf að vernda
þá sem ekki gátu varið sig,“ segir
hún og brosir.
„Þegar ég var að vinna hjá þrifa-
fyrirtækinu var ég stöðugt að reyna
að hjálpa öðru fólki sem þurfti á hjálp
að halda, án þess kannski að hugsa
um það. Svo þegar ég vann hjá
Kynnisferðum var ég enn meira í
þessu hlutverki sem trúnaðarmaður
en sá fljótt að ég hafði ekki nógu mik-
inn frítíma til að sinna þessu jafn vel
og ég hefði viljað. Áður en ég var
kosin varaformaður hafði ég hugsað
að ég gæti séð mig vinna að verka-
lýðsmálum.“
Leitt að sjá Sólveigu fara
Við snúum okkur að erfiðari málum
og ræðum afsögn Sólveigar, sem
eins og fyrr segir segist hafa verið
hrakin úr starfi af starfsmönnum
Eflingar.
Hvernig er andrúmsloftið núna á
skrifstofunni?
„Það er að batna,“ segir vara-
formaðurinn Ólöf Helga Adolfs-
dóttir.
„Það eru allir leiðir að sjá á eftir
Sólveigu því þau deila með henni
draumnum um betri framtíð með
meiri réttindum fyrir verkafólk. Það
var erfitt að sjá hana fara en það er
allt að komast í samt lag hér. Við
höfum verið að vinna með vinnu-
staðasálfræðingi sem mun fram-
kvæma vinnustaðaúttekt til að
greina vandann og leita úrbóta.“
Er ekki einhver mótsögn í þessu;
fólkið var óánægt með hana en
finnst nú leitt að sjá hana fara?
„Ég held að það sé ekki endilega
rétt að starfsfólk hafi verið óánægt
með Sólveigu; þarna inni starfar fólk
sem vildi gagngert taka þátt í henn-
ar baráttu. En það var óánægja með
ákveðin atriði í vinnuumhverfinu og
samskiptum og farið fram á úrbæt-
ur. Síðan kemur í ljós að Sólveig var
líka óánægð með ákveðna hluti í
samskiptum við starfsfólk. Liður í
vinnustaðaúttektinni er að skoða
þetta og reyna að fyrirbyggja sam-
bærilegan vanda í framtíðinni. Við
upplifum hlutina á mismunandi hátt.
Þetta var upplifun Sólveigar og það
var alfarið ákvörðun hennar að
hætta.“
Ertu að segja að Sólveig hafi þá
mögulega misskilið skoðanir og vilja
starfsfólksins?
„Hún hefur rétt á því sem ein-
staklingur að skilja hlutina á sinn
hátt. Ég held að við viljum frekar
einblína nú á framtíðina því við erum
með 27.000 félagsmenn sem þurfa að
fá þá þjónustu sem þeir eiga skilið.
Hér er fólk sem er viljugt að hjálpa
fólki,“ segir Agnieszka og segir
starfsfólkið, sem telur fimmtíu
manns, sýna þeim tveimur mikinn
stuðning.
Viljum bara þjóna fólkinu
Agnieszka hefur orðið.
„Við erum hér fyrir félagsmenn
okkar eins og ég benti á. Ég studdi af
öllu mínu hjarta starf Sólveigar en
hún valdi að hætta og það var alfarið
hennar ákvörðun, sem við virðum.
Nú þarf að sjá um að allt starf hér
geti haldið áfram. Við höldum áfram
að vinna eins og venjulega að þeim
verkefnum sem liggja fyrir. Þetta er
eins og skip og við þurfum að halda
því á floti,“ segir hún.
„Skiljanlega er fólk forvitið að vita
hvað hefur gerst hér en ég er viss um
að flest fólk hefur upplifað ágreining
á sínum vinnustað og vill ekki endi-
lega að það fari í fjölmiðla. Okkur
finnst rétt að taka á þessum málum
hér innanhúss og nú viljum við ein-
blína á framtíðina,“ segir Ólöf.
„Við viljum bara þjóna fólkinu
okkar. Fólkið okkar er mikilvægt;
ekkert annað.“
Einn starfsmanna Eflingar,
Tryggvi Marteinsson, var rekinn ný-
lega og segir Agnieszka það hafa ver-
ið ákvörðun stjórnarinnar. Tryggvi
tjáði sig síðar á samfélagsmiðlum og
sagði miður fallega hluti þar. Tryggvi
er sá sem er ásakaður um að hafa
hótað að vinna Sólveigu mein og seg-
ist hafa goldið þess að vera „Íslend-
ingur og karlmaður“, en fjarlægði þó
þau orð úr færslu sinni. Einnig talaði
hann um að Efling væri orðin
„pólska útgáfan af stéttarfélagi“.
Hvernig bregðist þið við slíkum yf-
irlýsingum?
„Ég er ekki reið út í hann; að hann
skuli sjá hlutina í þessu samhengi.
Ég finn til með honum í dag. Hann
vill líklega ekki viðurkenna mistök
sem hann gerði,“ segir Agnieszka og
segir þær ekki geta gefið upp ástæðu
uppsagnarinnar, enda séu það trún-
aðarupplýsingar.
Sögð hvöss og erfið
Það er komið að varaformanninum
og mál að skyggnast aðeins á bak við
tjöldin og heyra af hennar lífi.
„Ég er alin upp í Hafnarfirði og
kem úr stórri fjölskyldu; ég á sjö
systkini. Ég eignaðist barn ung,
átján ára, og náði ekki að klára stúd-
entspróf en er einmitt að vinna í því
núna. Ég lærði til flugs og er með
flugmannspróf og hef unnið nú næst-
um fimm ár sem hlaðmaður hjá Ice-
landair á Reykjavíkurflugvelli,“ segir
Ólöf en eins og lesa hefur mátt um í
fjölmiðlum var Ólöfu sagt upp án
skýringa. Hún gegndi þar starfi
trúnaðarmanns í mörg ár.
„Þeir gáfu upphaflega upp þá
ástæðu að það hefði orðið trúnaðar-
brestur en sú ástæða var aðeins gefin
upp munnlega. Síðar á fundum var
mér sagt að það væri vegna sam-
skiptaörðugleika. Ég var sögð hvöss
í máli og erfið. Þegar ég var gerð að
trúnaðarmanni ákvað ég strax að
vinna það starf af heilum hug og
berjast. Þegar ég tek eitthvað að
mér gef ég mig alla í það. Ég varð
því að berjast fyrir samstarfsfólk
mitt og það komu upp mál vikulega,“
segir Ólöf sem segir það fjarstæðu
að Icelandair hafi ekki vitað að hún
væri trúnaðarmaður eins og þeir
hafa haldið fram.
„Ég var í stöðugu sambandi við
yfirmenn mína, í gegnum tölvupóst, í
gegnum samtöl og í síma. Í öllum
tölvupóstum skrifa ég undir: Ólöf
Helga Adolfsdóttir, trúnaðarmaður.
Einnig var ég öryggistrúnaðar-
maður. Þeir áttu því ekki að geta
sagt mér upp en segja að ég hafi
ekki endurnýjað stöðu mína sem
trúnaðarmaður eftir tvö ár, því Efl-
ing hafi ekki tilkynnt þeim það. Þeir
skýla sér á bak við það,“ segir Ólöf
og segir það ólöglegt að segja upp
trúnaðarmönnum.
„Það er venjan að ef maður til-
kynnir ekki til Eflingar að maður sé
hættur sem trúnaðarmaður sé litið á
það þannig að hann haldi starfinu
áfram. Ég veit um nokkra sem unnu
sem trúnaðarmenn hjá Icelandair í
áratugi og endurnýjuðu aldrei form-
lega hjá Eflingu,“ segir hún og bætir
við:
„Varðandi öryggistrúnaðar-
mannastarfið segjast þeir hafa lagt
niður öryggisnefnd þegar Air Ice-
land Connect sameinaðist Ice-
landair. Mér var aldrei sagt að ég
væri ekki lengur öryggistrún-
aðarmaður.“
Ólöf segist gjarnan vilja gamla
starfið sitt aftur, en segir erfitt að
’
Ég studdi af öllu mínu hjarta starf Sólveigar en hún
valdi að hætta og það var alfarið hennar ákvörðun,
sem við virðum. Nú þarf að sjá um að allt starf hér geti
haldið áfram. Við höldum áfram að vinna eins og
venjulega að þeim verkefnum sem liggja fyrir. Þetta er
eins og skip og við þurfum að halda því á floti.