Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Page 15
Boðað er til félagsfundar fimmtudaginn 25. nóvember, kl. 18:00 á Stórhöfða 31, 1. hæð. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Tillaga um sameiningu Félags hársnyrtisveina við Félag iðn- og tæknigreina. Fyrri umræða. 2. Lagabreytingar, fyrri umræða: a) 3. gr., um félagsmenn, skilgreining og skilyrði aðildar. b) 16. gr., um fjölda stjórnarmanna. c) 17. gr., um kosningu stjórnar. d) 20. gr., um fjölda fulltrúa í trúnaðarráð. 3. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs: a) 2.–4., 7.–8. og 10. gr. b) Bornar fram í einu lagi, fyrri umræða. Stjórn FIT Boðað er til félagsfundar fimmtudaginn 25. nóvember, kl. 19:30 á Stórhöfða 31, 1. hæð. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Sameining Félags hársnyrtisveina og Félags iðn- og tæknigreina. Síðari umræða. 2. Lagabreytingar, síðari umræða: a) 3. gr., um félagsmenn, skilgreining og skilyrði aðildar. b) 16. gr., um fjölda stjórnarmanna. c) 17. gr., um kosningu stjórnar. d) 20. gr., um fjölda fulltrúa í trúnaðarráð. 3. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs a) 2.–4., 7.–8. og 10. gr. b) Bornar fram í einu lagi, síðari umræða. 4. Önnur mál. Stjórn FIT fimmtudaginn 25. nóvember. Vegna fyrirhugaðrar sameiningar Félags hársnyrtisveina við Félag iðn- og tækni- greina er boðað til tveggja félagsfunda í FIT til að afgreiða tillögu um sameiningu Félags hársnyrtisveina við FIT og lagabreytingar sem slík sameining kallar á. Vakin er athygli á að fundirnir eru báðir sama daginn og boðið verður upp á veitingar á milli funda. Félagsmenn þurfa að framvísa neikvæðum hrað- prófsniðurstöðum fyrir fund og vera með grímur. FÉLAGS- FUNDIR FIT F U N D A R B O Ð ! svara því hvað hún myndi gera núna byðist henni það, þar sem hún hefur nú nóg að gera sem varaformaður Eflingar. „Ég myndi þiggja starf mitt aftur og byrja þá á að taka orlof sem ég á inni. Ef Icelandair drægi uppsögn mína til baka væru þeir um leið að viðurkenna að uppsögnin hefði verið ólögmæt. Hvað gerist þá verður að koma í ljós rétt eins og það mun skýr- ast síðar hvað gerist í kosningunum í mars,“ segir Ólöf. Feta í fótspor feðra sinna Þær segja báðar of snemmt að segja til um hvort þær hyggist gefa kost á sér í kosningunum en taka fram að þær muni báðar eftir sem áður sitja áfram í stjórn Eflingar eftir þær. Ólöf segist alltaf hafa haft áhuga á að hjálpa fólki en viðurkennir að hún hafi sem ung kona ekki fyllilega gert sér grein fyrir þeirri baráttu og þeim fórnum sem færðar hafi verið til að tryggja verkafólki mannsæmandi kjör. „Ég var dæmigert íslenskt ung- menni og hugsaði ekki um þessi mál. Mér fannst sjálfgefið að fólk hefði réttindi en vissi ekki mikið um barátt- una sem lá að baki. Hlutirnir voru bara eins og þeir voru og ég áttaði mig ekki á því að það var fólk sem hafði þurfti að berjast. Ég er alin upp við það að pabbi var í stjórn VH, sem nú er hluti af VR, og kom gjarnan með honum á skrifstofuna,“ segir Ólöf. „Já er það?“ skýtur Agnieszka inn í. „Það kemur skemmtilega á óvart að heyra það því ég vissi þetta ekki, en pabbi var einmitt formaður í stétt- arfélagi í Póllandi og ég var gjarnan með honum á skrifstofunni eftir skóla.“ Þannig að þið eruð á einhvern hátt báðar að feta í fótspor feðra ykkar? „Já,“ svarar Agnieszka og brosir. Gífurlega stressandi tími Við snúum okkur að málefnum og störfum trúnaðarmanna en það voru einmitt trúnaðarmenn Eflingar sem Viðar og Sólveig gagnrýndu í fjöl- miðlum. Við höfum rætt aðeins trúnaðar- menn, en spurningin er sú: Hver er tilgangur trúnaðarmanna ef þeir mega í raun ekki vera rödd starfs- fólksins án þess að vera gagnrýndir opinberlega? „Trúnaðarmenn eru alltaf í óþægilegri stöðu því þeir þurfa að hlusta á fólkið sitt en eru ekki endi- lega sammála alltaf. Samt sem áður þurfa þeir að vinna í þágu þess og bera fram bónir, og ég man að ég þurfti sjálf að gera það þegar ég var trúnaðarmaður. Ég var kannski ekki alltaf sammála en það var mín ábyrgð að þjóna fólkinu,“ segir Agnieszka og segir trúnaðarmenn innan stéttarfélags vera í annarri stöðu en trúnaðarmenn annarra fyrirtækja þar sem það vantar þá í raun þriðja aðilann, stéttarfélagið, sem hægt sé að leita til til að leysa ágreiningsmál. „Við þurfum að skoða þessi mál betur í framtíðinni því við sjáum núna að þetta virkar ekki vel eins og það er í dag,“ segir Agnieszka og Ólöf bætir við: „Við teljum trúnaðarmenn ákaf- lega mikilvæga og við eigum í góðu sambandi við trúnaðarmennina á skrifstofu Eflingar.“ Finnst ykkur þessi gagnrýni í fjöl- miðlum óverðskulduð? „Við getum verið sammála um að þessi fjölmiðlaumfjöllun um málefni skrifstofu Eflingar hefur ekki verið góð og ekki starfseminni til góðs.“ Einn ykkar stjórnarmanna, Guð- mundur Baldursson, hefur verið gagnrýndur af stjórninni. Hvað viljið þið segja um það? „Við erum stjórn samansett af mismunandi fólki og auðvitað eru ekki allir sammála alltaf. Okkur leyf- ist að gagnrýna hvert annað, það er þannig sem við vinnum.“ Nú vildi hann að þú, Agnieszka, segðir líka af þér, hverju svarar þú því? „Hann var reiður og ég get ekki erft það við hann. Þetta er líka skoð- un sem honum er frjálst að hafa og viðra. Hann verður að svara fyrir það hvort skoðun hans hafi breyst.“ Eitt af því sem hann kallaði eftir var að þið mynduð tala við fjölmiðla, af hverju biðuð þið þar til núna? „Við höfum verið að fókusera á Eflingu. Við viljum vinna vinnuna okkar,“ segir Ólöf. „Ég hætti að svara símanum þeg- ar fjölmiðlar hringdu því við þurft- um að passa upp á að starfsemin gæti haldið áfram. Starfsfólkið var mjög óánægt með alla fjölmiðla- umræðuna og vildum við tryggja að meðlimir Elfingar fengju áfram sína þjónustu. Ég vil líka bæta við að það var nóg að gera í vinnunni fyrir. Síð- an jókst vinnan við að taka við sem formaður og svo kom þessi krísa of- an á allt annað. Ég á líka fjölskyldu og þau eiga líka skilið að ég sinni þeim. Þetta hefur verið gífurlega stressandi tími og ég hef ekki haft neinn tíma fyrir viðtöl. Við fengum stærðarinnar verkefni í fangið og höfum gert okkar besta til að halda á því, en auðvitað viljum við eiga í góðu sambandi við fjölmiðla og svara spurningum þeirra eftir bestu getu,“ segir Agnieszka. Hafði ekki slíka drauma Agnieszka og Ólöf hafa nú unnið saman í nokkrar vikur og segja sam- starfið ganga vel. „Við störfum saman á jafnréttis- grundvelli því ég trúi að allar ákvarðanir eigi að vera teknar af fleira fólki en bara einum ein- staklingi. Ég er mjög glöð að Ólöf var til í að stíga inn og taka að sér þessar skyldur,“ segir Agnieszka og brosir. Viljið þið breyta einhverju nú þeg- ar þið eruð við stjórnvölinn? „Við viljum bara hafa hér opið fyr- ir meðlimi Eflingar og halda áfram að þjóna þeim. Augljóslega erum við að stíga inn í alls kyns verkefni sem hafa verið á dagskrá lengi og höfum ekki hugsað okkur neinar stórar breytingar. Við verðum enn í stjórn eftir kosningar og horfum fram á kjaraviðræður á næsta ári,“ segir Ólöf. „Áður en það allt byrjar viljum við ganga úr skugga um að vinnustaðir hafi trúnaðarmenn. Við viljum ein- blína á það líka því það er gífurlega mikilvægt og ég vil sjá fleiri trún- aðarmenn,“ segir Agnieszka. Munuð þið fylgja sömu hugmyndafræði og Sólveig kom með til Eflingar? „Já, tvímælalaust. Hvernig er ekki hægt að vilja það? Hún vildi bæta kjör láglaunafólks og krafðist úrbóta fyrir láglaunakonur, sem halda þessu samfélagi saman. Hver getur ekki verið sammála þessu?“ segir Agnieszka og brosir. Hefði þér, Agnieszka, dottið í hug þegar þú komst hingað fyrir fimm- tán árum að þú yrðir formaður verkalýðsfélags? „Nei, ég hafði ekki slíka fáránlega drauma,“ segir hún og hlær. „Það skaðar mjög þá atvinnurekendur sem eru heiðarlegir og fara að lögum. Þeir sem svindla borga fólki of lág laun, hunsa lög um orlof og réttindi og ég get sagt þér að þeir eru mjög hugmyndaríkir þegar kemur að aðferðum til að svindla,“ segir Agnieszka um þá atvinnurekendur sem svindla á starfsfólki sínu. Morgunblaðið/Ásdís 21.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.