Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.11. 2021 HÖNNUN Hönnunin minnir á búðina þar sem nemar í Hogwarts úr Harry Potter-myndunum keyptu bækur. Bókabúðin er afar falleg að utan en enn fallegri að innan. Tröppur hlykkjótta stigans eru málaðar dökkrauðar og fara vel við dökka handriðið. Fegurð og töfrar bókabúðarinnar Í Porto í Portúgal má finna eina fallegustu bókabúð heims, Livraria Lello. Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is B ókabúðin Livraria Lello lætur ekki mikið yfir sér að utan; er kramin á milli annarra bygg- inga á götu einni í miðbæ Porto, þeirrar fallegu borgar. En þegar inn er komið er ekki laust við að maður taki andköf; bókabúðin, sem oft er talin ein sú fegursta í heimi, stendur sannarlega undir þeim titli. Að koma þar inn er líkt og að ganga inn í listaverk eða kvikmyndasett í æv- intýramynd, enda hefur gjarnan verið talað um að hún hafi verið inn- blástur rithöfundarins J.K. Rowling að útliti Hogwarts-galdraskólans í frægu bókunum um Harry Potter. Því miður hefur rithöfundurinn ný- lega tjáð sig um að hún hafi aldrei stigið fæti inn í bókabúðina, sem er afar sérstakt þar sem hún bjó í Porto í tvö ár. Hver myndi ekki vilja sjá þessa bókabúð! Yfir hundrað ára gömul Livraria Lello er yfir hundrað ára gömul, stofnuð í lok nítjándu aldar af bræðrunum José og António Lello og var upphaflega bókafyr- irtæki. Bókabúðin sjálf var svo stofnuð 13. janúar 1906 í núverandi mynd og var gerð upp fyrir nokkr- um árum, enda sjálfsagt orðin lúin. Útskornir veggir, hillur og stigar með rauðum teppum blasa við ásamt mósaíkþakglugga til að hleypa inn smá birtu í þessa töfra- veröld bóka. Selt er inn í búðina og gjarnan röð fyrir utan. En fyrir þá sem tíma að borga 15 evrur en ekki fimm er hægt að sleppa röðinni. Sem betur fer er fáum hleypt inn í einu og nóg- ur tími til að njóta án þess að vera í mannþröng. Erfitt er að lýsa bókabúðinni nán- ar því orð duga varla. Myndirnar tala sínu máli og segja meira en þús- und orð! Þegar inn er komið blasir dýrðin við, útskornir veggir og loft eru sannkölluð listasmíð. Ef bók er keypt fæst inngangseyririnn til baka.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.