Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.11. 2021
LÍFSSTÍLL
Þ
að er indælis ilmur í loftinu í
kringum Jóhönnu Guð-
mundsdóttur, enda er borðið
hlaðið ilmkertum sem hún hefur
þróað og hannað. Jóhanna býður
upp á kaffi og sest niður með blaða-
manni til að segja honum söguna af
því hvernig hún endaði í kertagerð.
Það er sannarlega ekki það eina sem
hún hefur gert á lífsleiðinni, en hún
hefur búið á Miami í Bandaríkjunum
í 35 ár ásamt fjölskyldu sinni.
„Ég byrjaði fyrst að vinna við
förðun sem ég hafði lært í Frakk-
landi og vann við það í fimm ár. Ég
ferðaðist mikið um allt Karíbahaf og
farðaði módel fyrir tískuljós-
myndir,“ segir hún og segist hafa
þurft að leita sér að nýrri vinnu eftir
að eldri sonur hennar fæddist því
vinnutíminn var allt of langur.
„Ég fékk þá vinnu í Bath & Body
Works og sá þar um nýtt svæði þar
sem til sölu var algjör nýjung á
þessum tíma, og það voru ilmkerti,“
segir Jóhanna og segist á þeim tíma
ekki hafa haft mikið vit á ilmkertum.
Það átti sannarlega eftir að breyt-
ast.
Besta afmælisgjöfin
Eftir að hafa rekið barnafataversl-
un um hríð og starfað lengi í við-
skiptum stórverslana sem inn-
kaupastjóri og fleira er Jóhanna nú
komin á kaf í kertagerð. Það er
nokkur aðdragandi að því ævintýri.
„Ég hef alltaf verið ofsalega hrif-
in af góðum kertum og ef ég gef
gjafir gef ég gjarnan góð ilmkerti
sem mér finnst næra sálina svo vel.
Svo þegar Covid skall á í fyrra fór
ég að grúska á netinu og lesa mér
til um kerti. Ég var búin að kaupa
slatta af kertum og langaði að gera
eitthvað með þetta en vissi ekki al-
veg hvað. Svo á afmælinu mínu í
ágúst í fyrra fórum við út að
borða, í fyrsta sinn í faraldr-
inum, og þegar við komum
heim beið mín nokkuð óvænt.
Það var búið að skreyta borð-
stofuborðið með alls konar
kertaföndri; körfum með vaxi,
glösum, blöðrum og kveikjum.
Ég spurði bara: Hvað er
þetta? Jón, maðurinn minn, og
yngri sonur minn sögðu þá að ég
ætti nú að fara að búa til mín eigin
kerti,“ segir hún og seg-
ist að vonum hafa orðið
yfir sig glöð.
„Þetta var skemmti-
legasta afmælisgjöf
sem ég hef fengið!“
Misvel heppnaðar
tilraunir
Daginn eftir byrjaði Jó-
hanna að fikta við að blanda
saman efnum og reyna að búa til
kerti.
„Þetta var hörmung. Það tókst
ekki og það var engin lykt og það
slokknaði alltaf á kveikjunum. Ég sá
að þetta var ekki eins auðvelt og ég
hélt. Ég fór því að gúgla og þá opn-
aðist mér nýr heimur. Ég byrjaði á
því að panta mér bækur og las mikið
og komst að því að þetta er blanda
af vísindum og list,“ segir Jóhanna,
sem lagðist í mikla vinnu við kerta-
gerð.
„Núna í rúmt ár hefur heimili mitt
verið undirlagt af þessu en ég hef
alla daga allan daginn verið að prófa
mig áfram með vax, kveiki og ilm-
olíur. Mér finnst þetta svo dásam-
legt! Ég er endalaust að finna góða
lykt og er að athuga hvernig mis-
munandi lykt lætur mér líða. Ég var
þá, öllum þessum árum eftir að ég
vann í kertadeildinni, að skilja
hvernig þessir ilmir hafa áhrif á
okkur,“ segir Jóhanna og segist hafa
lagst í mikla rannsóknarvinnu því
hún vildi eingöngu vinna með nátt-
úruleg efni en oft eru óæskileg efni í
bæði vaxi og ilmolíum.
„Ekki er allt vax það sama. Það er
heldur ekki hlaupið að því að setja
olíu í vax,“ segir Jóhanna, sem fikr-
aði sig áfram eins og vísindamaður á
tilraunastofu þar til hún var ánægð
með útkomuna.
„Ég vildi hafa kertin náttúruleg
og vistvæn og eingöngu hráefni í
hæsta mögulega gæðaflokki,“ segir
Jóhanna, sem upplifað hefur ýmsar
hindranir á leiðinni.
„Ég er þrisvar næstum búin að
kveikja í húsinu. Eitt skiptið spurði
ég son minn hvort honum fyndist
ekki lyktin góð af ilmolíunni sem ég
var að hita, en hann svaraði að hann
fyndi nú bara brunalykt. Ég svaraði
„æ, hvað þú ert leiðinlegur“ en leit
svo við og sá bara eld! Það er gott að
hann er slökkviliðsmaður,“ segir
hún og brosir.
Kertin búin til heima
Eftir allt grúskið, fiktið og tilraunir
sem sumar heppnuðust og aðrar
ekki var Jóhanna orðin sérfræð-
ingur í kertagerð og nú var mál að
finna viðskiptahugmynd sem gæti
virkað. Þá kviknaði sú hugmynd að í
stað þess að selja tilbúin kerti, að
selja kassa með bestu fáanlegu hrá-
efnum til kertagerðar. Jóhanna vildi
leyfa fólki að njóta þess að búa til
sín eigin hágæðailmkerti þar sem
það er svo skemmtilegt. Nú er varan
tilbúin en öll hráefni til kertagerð-
arinnar eru í smart litlum pappa-
kassa og fyrirtækið By Krummi var
stofnað, en varan gengur undir
nafninu Reykjavík Candle Co.
Frænka Jóhönnu, Sigrún Ýr Hjör-
leifsdóttir, hefur verið hennar hægri
hönd og séð um hönnun og útfærslu
á vörunni með henni.
„Ég hef leyft nokkrum að prófa að
föndra kerti úr krummakassanum
og öllum finnst þetta mjög gaman.
Þetta er skemmtilegt og gefandi
föndur,“ segir Jóhanna og leyfir
blaðamanni að finna ilminn af
heimatilbúnu kerti.
„Draumurinn er að vera með lítið
kertastúdíó, halda námskeið og vera
með línu af kertum og öðrum vörum,
en í dag eru krummakassarnir ein-
göngu seldir á Íslandi í takmörkuðu
upplagi á vefsíðunni bykrummi.is.“
Ilmkerti næra sálina svo vel
Jóhanna Guðmundsdóttir hefur komið víða við í lífinu en hún hefur starfað við
förðun, innkaup og viðskipti. Nú eiga handunnin ilmkerti hug hennar allan.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
„Ég sá að þetta var ekki eins auðvelt og ég hélt. Ég fór því að gúgla og þá opnaðist mér nýr heimur. Ég byrjaði á því að
panta mér bækur og las mikið og komst að því að þetta er blanda af vísindum og list,“ segir Jóhanna.
Morgunblaðið/Ásdís
Í kössunum er allt
til kertagerðar.
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Calia Pier
Ítalskt, gegnlitað nautsleður
Stakir sófar:
3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr.
2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr.
2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr.
Tungusófi
með rafmagni í sæti
615.000 kr.