Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.11. 2021
LESBÓK
HÓTANIR Kvikmyndin Jai Bihm hefur slegið í gegn á
Indlandi. Í myndinni er fjallað um kúgun jaðarsam-
félaga í landinu. Fjallar hún um lögmann, sem tekur að
sér að berjast fyrir eiginkonu manns, sem var handtek-
inn fyrir rangar sakargiftir og dó í vörslu lögreglu 1993.
Maðurinn var úr röðum dalíta eða hinna ósnertanlegu
eins og lægsta stéttin kallast í kerfi hindúa.
Þótt myndin sé vinsæl hefur hún vakið reiði í hér-
aðinu Tamil Nadu þar sem hún gerist og þykir fólki þar
að sér vegið. Stjórnmálamaður í héraðinu hét meira að
segja að greiða hverjum þeim sem gengi í skrokk á aðal-
leikaranum, Saravanan Sivakumar, sem þekktur er
undir nafninu Suriya, 100.000 rúpíur (um 180 þúsund
krónur). Nýtur hann nú lögregluverndar.
Fær lögregluvernd
Mynd af Suriya á auglýsingu
fyrir myndina „Jai Bhim“.
AFP
KVIKMYNDAVERIÐ Miramax hefur stefnt
leikstjóranum Quentin Tarantino fyrir að ætla
að selja stafrænan rétt að hlutum úr myndinni
Pulp Fiction frá 1994 á uppboði. Um er að
ræða síður úr handriti sem ekki voru notaðar
og upptökur af umsögnum um þær.
Bálkakeðjutæknin er notuð til að tryggja að
verkið sé einstakt og ófalsað og ber það skil-
greininguna NFT (Non-Fungible Token) og á
við um fyrirbæri eða upplýsingar, sem skil-
greindar hafa verið með dulkóðun og verður
ekki skipt út fyrir neitt annað. Áður var lítið
mál að búa til afrit á netinu, en með þessari
tækni er komið í veg fyrir það.
Miramax stefnir Tarantino
AFP
Quentin
Tarantino
Herman Artuc spilar á plastbrúsa.
Spila á rusl
SKRANBAND Tóm dós, lampast-
andur og snærisspotti. Það sem er
rusl í augum eins getur orðið tónlist
í eyrum annars. Tyrkneska tríóið
Fungistanbul býr til hljóðfæri úr
rusli og spilar á þau á plötum sínum
og tónleikum. Markmiðið er að ýta
undir endurnýtingu og hafa fleiri
hljómsveitir farið sömu leið.
„Við höfðum ekki hugmynd um
að við myndum búa til okkar hljóm
þegar við byrjuðum,“ sagði Roni
Aran í viðtali í hjóðveri hljómsveit-
arinnar innan um bílaverkstæði í
Istanbúl. „Við vorum hissa á útkom-
unni og áheyrendur líka.“
Þríeykið í Fungistanbul kallar
tónlist sína Austurlandarusl eða
„Trash Oriental“.
AFP
G
uðlaugur Hörðdal og Karl
Torsten Stallborn stofnuðu
hljómsveitina bara tveir ár-
ið 2016. Þá var Kalli sessjónleikari í
hljómsveit Gulla, Fufanu. Þeir urðu
rosa góðir vinir og fóru að vinna sam-
an. Þetta var svona hliðarverkefni,
þeir eitthvað að leika sér uppi í stúd-
íói. Það er svo seinna sama ár sem ég
dett einhvern veginn inn í þetta,“ seg-
ir Sölvi Magnússon um það hvernig
hljómsveitin Skrattar varð til. Fjórða
plata þeirra, Hellraiser IV, kom út í
ágúst síðastliðnum og var fagnað með
útgáfutónleikum í október. Núna eru
meðlimirnir fimm, en auk Guðlaugs,
Karls og Sölva skipa hljómsveitina
þeir Jón Arnar Kristjánsson og Kári
Guðmundsson.
„Ég hafði aldrei verið í hljómsveit
áður. Það er skemmtilegt að í fyrsta
tónlistarmyndbandinu þeirra, fyrir
lag sem heitir This City’s Gonna Cry,
þar sést ég,“ heldur Sölvi áfram. „Ég
þekkti strákana en hafði ekkert heyrt
í þessu bandi, þetta voru fyrstu tón-
leikarnir þeirra. Þar sést ég horfa á
þá og þú sérð það bara á svipnum á
mér að mig langar að gera eitthvað
svona. Það er geðveikt næs að geta
skoðað þetta myndband núna og sjá
þennan svip, það mætti eiginlega
segja að ég hafi sigrað. Þetta átti
bara að vera eitthvert eitt lag, ég
hafði samið einhvern texta og við
ákváðum að prófa það bara.“
Margir koma að verkefninu
Jón Arnar bættist svo við þegar
Skrattar gáfu út aðra plötu sína, Og
djöfullinn sjálfur, árið 2017. Kári
bættist síðan í hópinn nýlega, til þess
að spila á bassa, en hann hafði þó að
sögn Sölva komið að gerð allra laga
frá upphafi hljómsveitarinnar. „Hann
var alltaf með okkur í stúdíóinu. Þess
vegna þegar kemur að svona kred-
itlistum og þannig þá höfum við alltaf
bara „Skrattar“ og ekkert meira því
það eru svo margir sem koma að
þessu, sérstaklega á Skúlagötu-
tímanum. Þá voru bara allir uppi í
stúdíói að vinna og bara gera þetta
svo náttúrulega,“ segir hann og vísar
til þess tíma þegar stúdíói var haldið
úti á Skúlagötu, þar sem ýmsir komu
saman og sköpuðu tónlist.
Sölvi segir hlutverkaskiptinguna
innan hljómsveitarinnar vera mjög á
reiki. „Við skiptum hljómsveitinni
bara bróðurlega á milli okkar því við
vitum ekkert hver gerir hvað.“
Sölvi og Karl eru báðir í framlínu
hljómsveitarinnar og hafa samið sína
eigin texta. „Það er svo skrítin pæling
að vera með tvo front-menn. Mér
finnst eiginlega ekki til neitt hallær-
islegra en það virkar samt hjá okkur
og það kemur mér á óvart. Yfirleitt
skrifa ég það sem ég syng og Kalli
það sem hann syngur en við hjálp-
umst líka alveg að.“
Fer okkur frekar vel
Spurður út í nafn hljómsveitarinnar
segir Sölvi: „Ég held að það hafi bara
verið töff, svo finnur maður bara fleiri
ástæður eftir því sem lengra líður.
Okkur finnst svo gaman að breyta
svörunum, það eru svo leiðinleg
svona viðtöl við hljómsveitir sem eru
of einlæg.“ Hann nefnir til dæmis að
ein af skýringunum sem þeir hafi gef-
ið upp hafi verið að skrattar þýði „að
hlæja“ á sænsku, ein meðlimanna,
Karl, er hálfsænskur svo alltaf þegar
þeir strákarnir hafi komið saman þá
hafi fjölskyldan hans sagt: „De
skrattar så mycket.“ „Þannig að það
er einhver hugmynd líka. En aðal-
ástæðan er held ég að okkur finnst
þetta fara okkur frekar vel.“
Hellraiser IV er fjórða plata
Skratta. Áður en Sölvi slóst í hópinn
höfðu Skrattar gefið út tvær EP-
plötur, sú fyrsta var kölluð In the
Night en önnur bar titilinn Hellraiser
II. „Okkur fannst það geggjað. Hell-
raiser er rosa hallærislegt nafn, Hell-
raiser II er svolítið epískt. Mér
fannst engin önnur hugmynd virka
nema að kalla þessa fjórðu plötu Hell-
raiser IV. Við vorum búnir að vera að
melta þetta lengi og vinnum alltaf
Hættulegasta
popphljóm-
sveit landsins
Fjórða plata hljómsveitarinnar Skratta,
Hellraiser IV, kom út í haust. Innblásturinn
kemur víða að og þeir kalla sig
sígarettupopphljómsveit og það er bara
ein regla: besta hugmyndin vinnur.
Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is
Karl Torsten Stallborn, Guðlaugur Hörðdal,
Sölvi Magnússon, Kári Guðmundsson og
Jón Arnar Kristjánsson eru Skrattar.
NÝR
ÞÁTTUR
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU
Þættir Mörtu Maríu Jónasdóttur, Heimilislíf, hafa algerlega
slegið í gegn en fyrsti þáttur fór í loftið í júní 2017.
Árni Matthíasson
vann sem bátsmaður á
togara þegar hann hnaut um
ástina og saman keyptu þau
draumahúsið. Ef þau hefðu
vitað hvað það væri mikil vinna
að gera upp hús þá hefðu þau
líklega aldrei keypt það.