Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Flest þarf að hreinsa á einhverjum tímapunkti, jafnvel tjörnina norðan við Ráðhús Reykjavíkur eins og hér er gert. Fyrst er tjörnin tæmd, botninn hreinsaður og loks er hún fyllt á ný með hreinu vatni. Með þessum hreingerningum verður ásýnd ráðhússins umsvifalaust feg- urri. Það sæmir betur mosavaxna listaverkinu sem prýðir vegginn er sést á myndinni, andspænis glugg- anum. Dágóðan tíma tók að ná fram fullum vexti á mosavegg ráðhúss- ins, en mosaveggir hafa ekki ein- ungis fagurfræðilegt gildi heldur eru líka þekktir fyrir að draga í sig mengun úr andrúmsloftinu og er sú virkni þeirra á við lítinn skóg. Útsýni á mosavegginn er úr svo- nefndum Tjarnarsal ráðhússins, sem verður venju samkvæmt um- breytt í jólaskóg í aðdraganda jólahátíðarinnar. Vatn leikur lykilhlutverk í hönnun Ráðhúss Reykjavíkur og mikilvægt að því sé haldið hreinu Mosa- veggnum sæmandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Alls greindust 136 með kórónuveir- una innanlands í gær. Þar af voru 63 í sóttkví við greiningu. Sjö greind- ust við landamærin. Hið nýja Ómí- kron-afbrigði veirunnar, sem skaust hratt fram á sjónarsviðið í síðustu viku, er komið til landsins en sjö staðfest tilfelli afbrigðisins hafa greinst hér á landi. Allir þeir smit- uðu hafa tengingu við Akranes. Tal- ið er að smitin tengist og því sé af- brigðið mögulega ekki orðið útbreitt hér á landi, enn sem komið er. Stendur við fyrri fullyrðingu Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við mbl.is í gær að hann stæði við fyrri fullyrðingu sína um að viðbrögðin vegna afbrigðisins væru umfram það sem gögnin gæfu tilefni til. „Ég er bara að segja að það eru engin gögn komin sem sýna fram á að afbrigðið sé smitnæmara, valdi alvarlegri sjúkdómi eða eigi auð- veldara með að smeygja sér fram hjá ónæmiskerfinu en önnur af- brigði. Þessi gögn liggja bara ekki fyrir enn sem komið er.“ Þrátt fyrir það segir Kári Ís- lenska erfðagreiningu hafa tekið að nýju upp á því að raðgreina daglega smit sem greinast, en sá háttur var hafður á þegar faraldurinn reið röft- um hér í fyrra og snemma á árinu. Kári segir þetta gert til þess að fylgjast náið með því hvernig af- brigðið dreifir sér um samfélagið. Nýgengi sjúkrahúsinnlagna Í gær birtust nýjar tölfræðiupp- lýsingar á vefnum covid.is. Þar kem- ur fram að nýgengi sjúkrahús- innlagna á hverja 100 þúsund íbúa sé verulega mismunandi eftir bólu- setningarstöðu. Nýgengi innlagna er þá 0,5 hjá fullorðnum sem hafa fengið örvunarbólusetningu. Það er tólf sinnum hærra hjá þeim sem eru fullbólusettir eða 5,9. Þá er nýgeng- ið 68 sinnum hærra hjá þeim sem ekki eru fullbólusettir miðað við þá sem hafa fengið örvunarskammt, eða 34,0. Bólusett fram að áramótum Bólusett verður í Laugardalshöll til og með 10. desember. Í kjölfar þess verður starfsemin flutt aftur á Suðurlandsbraut. Í dag er opið hús fyrir hálfbólusetta og óbólusetta í höllinni og verður sama upp á ten- ingnum næsta fimmtudag og föstu- dag. Boðað er í örvunarbólusetn- ingu mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Þó eru all- ir karlar 40 ára og eldri velkomnir á mánudag, en grunnbólusetning verður einnig í boði á þriðjudag og miðvikudag. Nýtt afbrigði en margt óljóst enn - Kári segir viðbrögðin fullmikil - Raðgreina smitin daglega að nýju - Bólusetningarstaða hefur mikil áhrif á nýgengi sjúkrahúsinnlagna - Vika til viðbótar í Laugardalshöll, svo aftur á Suðurlandsbraut Ómíkrón afbrigði af kórónuveirunni hafði greinst í 32 löndum klukkan 11:20 í gær Lönd og landsvæði þar sem Ómíkron afbrigði hefur greinst Heimild: AFP byggt á upplýsingum frá löndum Íshellan yfir Grímsvötnum hafði seint í gærkvöldi sigið um rúma tutt- ugu metra frá því fyrst fór að bera á sigi fyrir um tíu dögum. Þetta sýndu síðustu mælingar en áfram verður fylgst með mælingum í dag. Vatnamælingamenn Veðurstof- unnar mældu rennsli í Gígjukvísl um klukkan átta í gærkvöldi og nam það þá um 1.140 rúmmetrum á sekúndu. Rafleiðni í ánni eykst Rennslið er tífalt á við venjulegt rennsli árinnar á þessum árstíma. Rafleiðni, sem gefur til kynna magn hlaupvatns í ánni, hefur einnig aukist síðustu daga. Gas mælist í litlu magni við jökulsporðinn og þyk- ir vel innan hættumarka. Gosið hefur á fimm til tíu ára fresti úr Grímsvötnum og hefur vísinda- mönnum komið saman um að mæl- ingar sýni að Grímsvötn séu tilbúin til að gjósa, eins og Morgunblaðið hefur áður fjallað um. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að ekkert sé þó hægt að full- yrða um að eldgos verði samfara þessu hlaupi og fylgjast þurfi grannt með skjálftavirkni í Grímsvötnum sem geti gefið vísbendingar um að gos sé yfirvofandi. Í gærkvöldi hafði engin skjálfta- virkni enn mælst. Árið 2004 gaus í Grímsvötnum eftir að jökulhlaup þaðan var komið vel af stað. Síðast gaus árið 2011, en þá um hálfu ári eftir jökulhlaup. Áfram sígur íshellan - Íshellan hefur sigið um rúma tuttugu metra - Rennsli eykst með hverri mælingu - Grímsvötn tilbúin að gjósa Morgunblaðið/RAX Vatnajökull Í forgrunni sjást Grímsvötn og hamrar Grímsfjalls. Enn er margt óljóst hvað varðar Ómíkron-afbrigði kórónuveir- unnar. Ekki er víst hvort af- brigðið sé smitnæmara, valdi al- varlegri veikindum og þá hvort bóluefnin virki á afbrigðið. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við mbl.is í gær að sennilegast fengjum við svör við einhverjum af spurningunum eftir tvær vik- ur. Gögnin lægju einfaldlega ekki fyrir að svo stöddu og bar- áttan við faraldurinn hefði ávallt snúist um „að safna gögnum og hafa getu í að rýna í þau“. Faraldurinn væri í raun ein stór vísindarannsókn. Tvær vikur í stóru svörin ÓMÍKRON-ÓVISSAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.