Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
40 ÁRA Óðinn er Reykvíkingur, ólst upp
í Breiðholti en býr í Árbænum. Hann er
með meistaragráðu í íþróttafræðum frá
Háskólanum í Reykjavík og er yfirþjálfari
frjálsíþróttadeildar ÍR. Óðinn er kúluvarp-
ari og ólympíufari, en hann keppti Ólymp-
íuleikunum í London árið 2012. Hann hefur
verið kjörinn frjálsíþróttamaður ársins og
var Íslandsmeistari í kúluvarpi 14 sinnum í
röð. „Ég þjálfa ekki bara kúluvarp, heldur
nánast allt eins og spretthlaup og lyftingar.
Önnur áhugamál mín en íþróttir eru ferða-
lög og veiðar.“
FJÖLSKYLDA Maki Óðins er María Rún
Gunnlaugsdóttir, f. 1993, lyfjafræðingur.
Foreldrar Óðins eru Þorsteinn Þröstur
Jakobsson, f. 1953, prentari, og Guðrún
Óðinsdóttir, f. 1954, vinnur hjá Rúv. Þau
eru búsett í Reykjavík.
Óðinn Björn Þorsteinsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Láttu ekkert frá þér fara sem þú
gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og
leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn
hefur upp á að bjóða.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú mátt í engu slaka á viljirðu búa við
áframhaldandi velgengni. Notaðu tímann
sem fram undan er í að mennta þig, sæktu
námskeið til dæmis.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Sá sem nú fer mest í taugarnar á
þér veit hreinlega ekkert af því. Gerðu mál-
in upp og þá líður þér betur. Það hillir undir
lok á erfiðleikum.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú þarft að huga að þínum nánustu
samböndum. Vertu opin/n fyrir að kynnast
ólíku fólki, þannig fær maður hugmyndir.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Framandi ævintýr eru svo sannarlega
innan seilingar, því ekki að hugsa stórt og
byrja að spara og gera áætlanir?
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það hjálpar þér mikið að vera já-
kvæður þótt ýmis vandamál kunni að koma
upp. Flanaðu ekki að neinu og gefðu þér
tíma til að hugsa málin yfir jólin.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú finnur til uppreisnargirni og sjálf-
stæðisþarfar í dag. Haltu þínu striki sama
hvað. Líttu í eigin barm og skoðaðu málin í
rólegheitunum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Nú er tækifærið til þess að
setjast niður og skipuleggja líf sitt. Snúðu
við taflinu og taktu áhættu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Óvænt uppákoma verður þess
valdandi að gamlar minningar koma upp á
yfirborðið. Þér leiðist ekki að vera í sviðs-
ljósinu.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú munt finna fyrir auknum
áhuga á því að kaupa eitthvað stórt á
næstunni, mögulega húsgögn. Andaðu
djúpt áður en þú tekur ákvörðun.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Spennandi breytingar hafa orð-
ið á starfsvettvangi þínum en nú hefur
raunveruleikinn tekið við. Þér er mikið í
mun að sannfæra makann um að þú sért
með frábæra hugmynd um framtíðina.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Spenna á heimili og erfiðleikar gera
hugsanlega vart við sig í dag. Leyfðu þér að
dvelja í dagdraumum, en síðan þarftu að
hoppa inn í raunveruleikann aftur.
tegunda ferskvatnsfiska, sérstak-
lega bleikju og hornsílis. Þannig
stýrir Bjarni nú stóru rannsókn-
arverkefni um samþættingu vist-,
þróunar- og þroskunarfræðiþátta
við mótun fjölbreytileika hornsíla í
Mývatni. Sú rannsókn fékk öndveg-
isstyrk Rannís árið 2019. Við upp-
deildar skólans. Rannsóknir Bjarna
hafa snúist um að skilja eðli fjöl-
breytileika náttúrunnar. Hann hef-
ur rannsakað fjölbreytileika smá-
dýralífs í grunnvatni, sérstaklega
lindum. En helsta áhersla rann-
sóknanna hefur þó snúist um að
skilja eðli fjölbreytileika innan
B
jarni Kristófer Krist-
jánsson fæddist 3. des-
ember 1971 á Sólvangi
í Hafnarfirði og er því
sannur Gaflari. Bjarni
ólst upp á Austurgötunni í Hafnar-
firði fram til 16 ára aldurs er fjöl-
skyldan flutti á Tjarnarbrautina.
Frá sjö ára aldri fór Bjarni í sveit
vestur í Arnarfjörð. „Fyrsta sum-
arið var í Fremri-Hvestu, en síðar,
allt til 16 ára aldurs, í Grænuhlíð í
Bakkadal,“ segir Bjarni. „Þar fékk
ég að kynnast almennum sveita-
störfum undir leiðsögn móður-
bróður míns Jóns Bjarnasonar og
konu hans Höllu Hjartardóttur. Þar
var margt brasað og var sú reynsla
góður undirbúningur fyrir lífið.“ Á
menntaskólaárunum vann svo
Bjarni sumarvinnu hjá Hafnarfjarð-
arbæ, við ýmsa viðhaldsvinnu.
Bjarni gekk í Lækjarskóla í
Hafnarfirði og fór þaðan í Flens-
borgarskólann og lauk stúdents-
prófi af náttúrufræðibraut. Þaðan lá
leiðin í Háskóla Íslands til að læra
líffræði. Þar var Bjarni við lærdóm,
leik og störf í sex ár og lauk á þeim
tíma BS-prófi í líffræði og 4. árs
verkefni í sjávarlíffræði. „Samhliða
náminu, sérstaklega seinni árin,
vann ég undir leiðsögn Agnars Ing-
ólfssonar prófessors að rann-
sóknum á fæðu og fæðuvali hrogn-
kelsaseiða, sem oft má finna í þangi
sem rifnað hefur upp og flýtur víða
um sjó.“
Árið 1998 flutti Bjarni norður í
Skagafjörð og hóf störf við Háskól-
ann á Hólum, þá Bændaskólann á
Hólum. Leiddi sú vinna til þess að
Bjarni hóf meistaranám í dýrafræði
við Háskólann í Guelph í Kanada og
seinna doktorsnáms við sama skóla,
sem hann lauk 2008. Til doktors-
rannsókna sinna fékk Bjarni hæsta
styrk sem háskólinn í Guelph veitir,
svokallaðan Brock Doctoral Schol-
arship.
Bjarni hefur frá upphafi unnið að
rannsóknum og kennslu við Háskól-
ann á Hólum og hlaut árið 2011
framgang í stöðu prófessors við
skólann. Á árunum 2010 til 2021
starfaði Bjarni einnig sem deildar-
stjóri Fiskeldis- og fiskalíffræði-
haf starfa Bjarna á Hólum uppgötv-
aði hann tvær áður óþekktar
tegundir grunnvatnsmarflóa og er
önnur þeirra af óþekktri ætt mar-
flóa. Eru þessar tegundir nær einu
einlendu tegundir lífvera sem finn-
ast hér á landi.
Bjarni hefur birt fjölmargar
Bjarni K. Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Hólum – 50 ára
Stórfjölskyldan Bjarni ásamt foreldrum sínum, systkinum, mökum þeirra og börnum árið 2012.
Rannsóknir og bjórgerð á Hólum
Á Auðkúluheiði Bjarni við bleikjuveiðar á vatninu Galtabóli ásamt
samstarfsfélaga sínum, Camille Leblanc.
Krufning Bjarni, t.h., ásamt Skúla
Skúlasyni samstarfsfélaga.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Margrét Ásta Val-
geirsdóttir fæddist 24. nóv-
ember 2020. Hún vó 3.238 g
og var 50 cm á lengd. Bróðir
hennar, Guðjón Helgi Val-
geirsson fæddist 2. desem-
ber 2019 og vó 3.770 g og
var 53 cm á lengd. Foreldrar
þeirra Margrétar og Guðjóns
eru Jórunn Pála Jónasdóttir
og Valgeir Valgeirsson.
Systur þeirra eru Hrafnhild-
ur Ýr og Karólína Sjöfn.
Nýir borgarar
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Heilsa
&útivist
–– Meira fyrir lesendur
Nú er tíminn til að
huga að betri heilsu
og bættum lífstíl.
Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir fimmtudaginn 23. desember.
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. janúar
SÉRBLAÐ