Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Joe Biden „hélt blaðamanna- fund“ tengd- an kórónuveirunni sem sendur var út, og nefndi þá auð- vitað helsta ný- mælið í veirum, sem sumir segja að hafi verið lengi í Evrópu en sé svo milt, þótt það fari létt með smit, að það hafi ekki fengið sérstaka athygli rannsakenda fyrr en nú. Biden las upp af spjöldum sínum að sjálfsagt væri að taka þetta Ómíkron-afbrigði alvar- lega en þó með öllu óþarft að fara í uppnám yfir því, enda vissu menn næsta lítið um það. Það var soldið seint í gripið. En þótt svona væri slegið úr og í var „afbrigðið“ engu að síð- ur notað óspart í útsendingunni til að knýja á fólk að fá bólu- setningu hið fyrsta, og svo hálfu ári eftir þá síðari að fá sér aukabólusetningu (þótt fréttir bendi ekki endilega til þess að öryggisskotið hafi nein áhrif á veiruna). Og aftur og aftur létu þeir sem semja texta ofan í bless- aðan forsetann hann hamra á að láta bólusetja börnin hið snarasta frá fimm ára aldri, og forsetinn virtist reyndar skjóta því inn í frá eigin brjósti að hann vildi endilega láta bólu- setja börn frá þriggja ára aldri, og hefði sagt það við einhverja sem hann hefði hitt. Mikið óþol er komið í banda- ríska fréttamenn yfir því að þessi forseti láti nægja að lesa upp texta andlitslausra emb- ættismanna og hlaupi svo hið snarasta úr púlti án þess að líta um öxl og svari ekki hrópum fjölmiðlamanna. Biden hefur þó oftar en einu sinni sagt lágt að hann fengi bágt fyrir ef hann svaraði blaðamönnum, en ekki upplýst hverjir myndu hirta hann. Nú síðast er það tekið að ger- ast að blaðamenn fréttastöðv- anna, sem virðast líta á sig í verki sem hluta af flokks- skrifstofu demókrata, séu tekn- ir að kalla á eftir forsetanum í sífellt hvassari tón: Hvenær ætlarðu að svara spurningum okkar? Allir Bandaríkjamenn sem vilja vita og drjúgur hluti þeirra þar utan sem fylgjast með geta nærri hvers vegna svona er komið. Og það versta er að það er um svo margt að spyrja. Í marga mánuði hafa frétta- menn viljað fá að spyrja forset- ann um það hvað hann átti við þegar hann sagði að aldrei þyrfti að borga til baka risa- útgjaldaaukningu ríkiskassans vegna þeirrar ákvörðunar hans og hins nauma þingmeirihluta um „trilljóna dollara útaustur“. Og fleiri þættir af því tagi brenna á almenningi vestra. Þar hafa menn ekki gleymt svari Clint- ons forseta um hvert væri megin- verkefni hans tíðar, og varð síðar eitt helsta slagorð hans: „It’s the economy, stup- id.“ (Oft þó eignað Carville kosningastjóra.) En þótt Biden sé beittur kjallaraafbrigðinu í Hvíta húsinu rétt eins og áður í Delaware verður því ekki leynt að Bandaríkjamenn hafa vax- andi áhyggjur af þróun efna- hagsmála í landinu. Þess vegna hraðfalla fylgistölur í könn- unum. Eldsneytisverð hefur rokið upp í landinu og hefur Biden látið setja hluta af vara- birgðum landsins á markað, sem svarar þó ekki til nema tveggja daga brúkunar lands- manna. Það vakti athygli þegar Biden, staddur á loftslags- ráðstefnu í Glasgow, skoraði á Sádi-Arabíu og OPEC-löndin að auka þegar dælingu og auka olíumagn á mörkuðum! Banda- ríkjamenn eru ekki vanir verð- bólguógn, eins og sumir vinir þeirra, en hafa þó mjög illan bifur á henni. Nú þegar er verð- bólgan í Bandaríkjunum orðin 6,1% og hefur ekki verið hærri í 30 ár. Spár seðlabankans í New York segja verðbólguna senni- lega munu fara upp í og yfir 9% á næsta 12 mánaða tímabili! Og drjúgur hluti af stuðn- ingsmönnum demókrata á þingi, sem eru mun vinstrisinn- aðri en fyrr, hefur þessi miss- erin sýnt að blind sannfæring þeirra sé sú að aukning út- gjalda sé allra meina bót og virki ekki síður á verðbólgu en annað. En helstu ráðgjafar Bandaríkjamanna og annarra í okkar heimshluta telja hins vegar að einfalt lögmál, sem sjaldan hafi brugðist, eigi örugglega enn við: Þegar yfir- völd standa að því, að setja allt of mikla peninga út til að elta gæði sem eru af skornum skammti, þá er afleiðingin gef- in: Bullandi illviðráðanleg verð- bólga. Og um þessar mundir eru það einnig önnur einangruð atriði sem senda út óvænt aðvörunarmerki. Snarhækkað verð á liþíumi (16%) er sagt vera við það að ýta draumnum um rafmagnsbíla út í kantinn, og jafnvel út fyrir hann. Það er vissulega aðferð að láta forseta stórveldisins hlaupa í hvert eitt sinn undan blaðamönnum. En hún er óþægilega niðurlægjandi fyrir hann en þó ekki síst fyrir þá sem horfa upp á það, og þá ekki síður þá sem voru ginntir með blekkingum til að kjósa hann. Síðasta birtingar- mynd forseta Bandaríkjanna var ekki huggunarrík fyrir landa hans} Er helsta efnahagsvélin komin í kjallarann? R íkisstjórnin leggur áherslu á sam- starf við sveitarfélögin ef marka má nýjan stjórnarsáttmála. Mörg helstu verkefnin á að vinna í sam- starfi við sveitarfélög. Með þeim á að tryggja loftslagsmarkmið, jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf og vinna stefnu í þjónustu við eldra fólk svo fátt eitt sé talið. Gott samfélag sinnir félagslegri þjónustu við þá sem á þurfa að halda: börn, unglinga, fatlað fólk, aldraða o.fl. Það gera Reykvíkingar og gott betur þar sem þeir draga líka vagninn fyr- ir nágranna sína í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Bein af- leiðing er svo að Reykjavík er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem inn- heimtir hámarksútsvar. Reykvíkingar axla sem sagt meiri ábyrgð á félagsþjónustu, þar með talið húsnæð- ismálum, og greiða fyrir vikið hærri skatta en íbúar ná- grannasveitarfélaganna. Ætli ríkisstjórnin hafi áhuga á að gæta hagsmuna skattgreiðenda í Reykjavík og stuðla að góðu samfélagi í öllum sveitarfélögum? Ríkisstjórnin ætlar í samstarfi við sveitarfélögin að taka fast utan um húsnæðismálin. Reykjavík er í sérflokki þeg- ar kemur að uppbyggingu á húsnæði fyrir lágtekjuhópa en um 80% félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í borginni. Ætlar ríkisstjórnin hér að gefa þeirri staðreynd gaum að reykvískir skattgreiðendur taka á sig nær tvöfalt stærri hluta af uppbyggingu félagslega íbúðakerfisins en hlutfall íbúanna segir til um? Verður þetta forsvarsfólki ríkisstjórnar- innar ofarlega í huga þegar þau fara að huga að samstarfi við sveitarfélögin? Verk ríkis- stjórnarinnar frá hennar fyrra lífi gefa því miður ekki góð fyrirheit. Í fersku minni er þegar stjórnvöld breyttu lögum um tekju- stofna sveitarfélaga til að hægt væri að skerða framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Reykjavíkur. Staðan er því sú að Reykjavík greiðir lang- mest allra sveitarfélaga í jöfnunarsjóðinn í ljósi stærðar eða um þrjá milljarða króna ár- lega umfram það sem Reykvíkingar fá til baka. Mismunurinn fer í að jafna stöðu annarra sveitarfélaga. Þar að auki fellur svo kostnaður á Reykvíkinga fyrir að sinna félagslegri þjón- ustu og félagslegri húsnæðisuppbyggingu fyr- ir höfuðborgarsvæðið og jafnvel landið allt. Það er vissulega margvíslegt hagræði sem næst með stærðinni. En meira að segja ríkisstjórn sem er ekkert sérstaklega hlynnt höfuðborginni ætti að sjá misréttið í því að viðbótarskattbyrði sé velt af íbúum nágrannasveit- arfélaganna yfir á borgarbúa. Það verður áhugavert að sjá hvort skattgreiðendur í Reykjavík eigi sér talsmenn í rík- isstjórninni sem nú hefur hafið störf samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála. Það áttu þeir nefnilega ekki í hennar fyrra lífi. hannakatrin@althingi.is Hanna Katrín Friðriksson Pistill Á Reykjavík ráðherra? Höfundur er þingmaður Reykjavíkur. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is L agaþrætur Póllands og ráð- andi afla í Evrópu fara síð- ur en svo dvínandi. Í sept- ember úrskurðaði stjórnlagadómstóll Póllands, að hluti Evrópuréttar Evrópusambandsins (ESB) kynni að vera ósamrýman- legur stjórnarskrá landsins, en fram- kvæmdastjórn ESB í Brussel brást við af hörku. Og nú hefur stjórnlaga- dómstóllinn pólski tekið málið á nýtt svið og nýtt stig með því að komast að sams konar niðurstöðu gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu (MDE). Lesandanum fyrirgefst þótt honum sýnist að þarna sé aðeins framhald á langri og leiðinlegri sögu deilna evrópskrar valdastéttar við íhaldskurfana, sem nú eru við völd í Póllandi. En svo einfalt er það nú ekki, því með þessu er deilan komin á annan vettvang. MDE í Strassborg er á forræði Evrópuráðsins, sem er allt önnur Ella en ESB. Þessi síðasta snurða hljóp fyrst á þráðinn í maí þegar MDE, þar sem hinn ítalsk-íslenski Róbert Spanó er dómforseti, úrskurðaði að pólski stjórnarskrárdómstóllinn væri ekki hlutlaus vegna aðferðarinnar við til- nefningar til hans. Og gaman að segja frá því að þar var dómur MDE um dómaraskipan í Landsréttinn ís- lenska einmitt hafður til fordæmis. Nú hefur pólski stjórnlagadóm- stóllinn hafnað dómi MDE og segir hann ganga gegn stjórnaskrá lands- ins. Hún gangi framar dómum MDE, enda alveg skýrt að dómar MDE hafa ekki bindandi réttaráhrif. Til þessa hefur nánast bannhelgi verið við því að efast um MDE, þótt nóg sé af dæmum um að dómstóllinn hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Hin einkennilega heimsókn Róberts Spanós til Tyrklands í fyrra varð ekki til þess að auka hann í áliti, sér í lagi þar sem hún varpaði ljósi á að tyrk- neski MDE-dómarinn Saadet Yüksel hefur enga fyrri dómarareynslu og var skipuð af tyrkneskum stjórnvöld- um einungis vegna tengsla við flokk Erdogans. Nú kunna Pólverjar hins vegar að segja skilið við Mannréttinda- dómstólinn. Slíkt hefur sjaldan komið til umræðu fram til þessa, en þó má minna á að árið 2016 sagði Theresa May, sem þá var innanríkisráðherra Breta, það koma til greina óháð Brex- it. En hvers vegna ættu Pólverjar að fara þá leið? Enginn skyldi efa að Pólverjum er rammasta alvara um gildi stjórnarskrár landsins, sem er nátengd aldalangri frelsisbaráttu þeirra við yfirþyrmandi nágranna. En ríkisstjórnin þar á bágt með að fara í hart við Evrópusambandið vegna þess að aðildin að því nýtur stuðnings um 85% landsmanna, sem er eitthvert hæsta hlutfall í álfunni. MDE á hins vegar ekkert slíkt bakland í Póllandi. Það er ósennilegt að þær ýfingar grafi undan mannréttindum í Evrópu, en þær kynnu vel að grafa undan MDE, sérstaklega í ljósi nýlegra efa- semda um dómstólinn. Halda mætti því fram að þær gætu með óbeinum hætti veikt virðingu fyrir alþjóðarétti, en á móti kemur að það hefur MDE gert sjálfur í eftirsókn eftir meiri völdum en honum eru gefin. Þá rifjast upp að ýmis ríki Evrópu hafa leitt hjá sér ýmsa umdeilda dóma hans, án þess að það hafi haft einhverjar afleið- ingar. Það má deila á dómaraskipan í Póllandi, en um hitt verður varla deilt að MDE eða Evrópudómstóllinn geta ekki rutt stjórnarskrám eða fullveldi aðildarríkjanna úr vegi. Og ef það er orðin aðalspurningin, þá fer hún að snúast um dómstólana frekar en Pól- land. Pólverjar hjóla í MDE frekar en ESB AFP Fullveldissinnar Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands og Boris Johnson, kollega hans í Bretlandi, hittust til skrafs og ráðagerða í liðinni viku. Evrópuráðið (e. Council of Eur- ope, CoE) var stofnað árið 1949 í kjölfar hörmunga síðari heims- styrjaldar. Ísland gerðist aðili að því ári síðar, en aðildarríki þess eru nú 47, nær öll ríki Evr- ópu. Þar á meðal eru hin 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sem var stofnað allnokkrum ár- um síðar. Samkvæmt stofnskrá Evr- ópuráðsins er því ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna með það að markmiði að standa vörð um mannréttindi, styrkja lýð- ræðislega stjórnarhætti, efla mannleg gildi og almenn lífs- gæði Evrópubúa. Það átti mik- inn þátt í uppbyggingu lýðræðis í nýfrjálsum ríkjum Austur- Evrópu. Í fyrra opnaði Ísland á ný fastanefnd í Strassborg eftir hlé frá árinu 2009. Og ekki seinna vænna, því Ísland mun taka við formennsku í Evrópu- ráðinu árið 2022. Allt annað en ESB EVRÓPURÁÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.