Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 10
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Gagnamagn á farsímanetinu hér á landi heldur áfram að aukast á milli ára. Nýjar tölur frá Fjarskiptastofu sýna tæplega 31% aukningu á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur verið jöfn og þétt frá því að 4G-farsímanetið var innleitt. Í farsímanetum er hlut- fallslega meira gagnamagn notað í símum en í öðrum tækjum sem eru eingöngu fyrir gagnanotkun, t.d. spjaldtölvum eða 4G-netbúnaði. Fjarskiptastofa safnar tvisvar á ári upplýsingum frá skráðum fjar- skiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. „Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur stofnunarinnar í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir Fjarskiptastofu í nágrannalöndum okkar gefa út,“ segir á vef stofn- unarinnar. Talsíminn á undanhaldi Gamli talsíminn lætur undan síga á sama tíma og farsímanotkunin stóreykst. Fækkar bæði notendum talsímans og notkun í mínútum talið á milli ára. Áskrifendum að heima- síma fækkar um 8,5% og mínútum fækkar um 14,3%. Síminn og Voda- fone eru stærstu fyrirtækin á mark- aði fyrir heimasíma með tæp 90% hlutdeild um mitt ár 2021. Heildarfjöldi farsímaáskrifta eykst lítillega milli ára. Samnings- bundnum áskriftum fjölgar en fyrir- fram greiddum áskriftum fækkar á móti. Fjöldi mínútna úr farsímum var um 552 millj. á tímabilinu en var á fyrri hluta ársins 2020 um 558 millj. mínútna og er fækkunin því um 1% milli ára þrátt fyrir fjölgun farsímaáskrifta. Fjarskiptastofa tel- ur að fjarvinna vegna kórónuveir- unnar sé líkleg skýring og bendir á að mínútum úr farsíma fjölgaði mjög mikið á fyrri hluta ársins 2020 vegna fjarvinnu. Svonefndum M2M- kortum á farsímaneti hefur fjölgað mikið milli ára eða úr 58 þús. í tæp 300 þús. kort um mitt ár 2021, en þetta eru farsímakort þar sem tæki eru í sjálfvirkum samskiptum við önnur tæki (á ensku: Machine-to- Machine eða M2M). Þá kemur fram að nettengingum fjölgar lítillega milli ára, en mikil aukning var í ljósleiðaratengingum samhliða fækkun í xDSL-teng- ingum. Um mitt ár 2021 voru ljós- leiðaratengingar tæp 72% allra net- tenginga og fór fjöldi ljósleiðara- tenginga í fyrsta sinn yfir 100.000. Heildargagnamagn á fastaneti jókst um tæp 17% milli ára og eru um 88% gagnamagnsins vegna niðurhals (sóttra gagna) en 12% vegna upphals (sendra gagna). Áskrifendur með sjónvarp yfir IPTV voru 88.289 um mitt ár 2021, en voru 89.248 árið á undan og hefur því fækkað um rúm 1% milli ára. Velta á fjarskiptamarkaði jókst á fyrri hluta ársins 2021. Tekjur af heimasíma og fastaneti fóru lækk- andi en tekjur af farsímarekstri, gagnaflutningi og internetþjónustu, sjónvarpsþjónustu og annarri fjöl- miðlun hafa farið hækkandi. Fjár- festing á fjarskiptamarkaði er að- allega í fastaneti, m.a. vegna lagningar ljósleiðara, og farsíma- rekstri. Gagnamagn um farsíma eykst enn - Enn lætur talsíminn undan síga með færri áskrifendum og minni notkun - Velta á fjarskipta- markaði jókst á fyrri hluta ársins - Fjárfestingin aðallega í fastaneti - M2M-kortum fjölgar mikið Morgunblaðið/Eggert Farsími Alltaf er eitthvað spennandi að sjá og heyra í símanum. Áskriftafjöldi og gagnamagn á farsímaneti H ei m ild :F ja rs ki p ta st o fa Markaðshlutdeild fjarskiptafyrirtækja á fyrri helmingi ársins 2021 Síminn, 177.006 áskriftir Nova, 160.266 áskriftir Vodafone, 128.352 áskriftir Aðrir, 20.044 áskriftir (4,1%) Alls 485.668 áskriftir Gagnamagn á farsímaneti á fyrri helmingi áranna 2019 til 2021 2019 2020 2021 Alls milljónir GB á fyrstu sex mánuðum ársins Eingöngu gögn Tal og gögn 40% 60% 23,8 41% 59% 36,8 39% 61% 48,1 36% 33% 26% 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021 FALLEGUR OG VANDAÐUR BORÐBÚNAÐUR www.bakoisberg.is E L DHÚS A L L RA L ANDSMANNA Sveitarstjórnir fá heimild til að leggja á gjald, allt að 40 þús. kr., fyr- ir notkun negldra hjólbarða á öku- tækjum, nái frumvarp til breytinga á umferðarlögum fram að ganga á Al- þingi. Gjaldskylda væri merkt notk- un negldra dekka á tilteknum svæð- um, á ákveðnum tímabilum, en annars óheimil. Jóhann Páll Jó- hannsson, þingmaður Samfylkingar, flytur frumvarpið ásamt fjórum samflokksmönnum sínum. Í greinargerð segir að með þessu skuli unnið gegn notkun nagla- dekkja, sem fylgi lífshættuleg svif- ryksmengun. Hún leggst þyngst á eldra fólk, börn, óléttar konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Skv. nýlegri skýrslu Umhverfis- stofnunar Evrópu megi ætla að á Ís- landi verði 70 dauðsföll á ári vegna svifryks- mengunar. Enn fremur er tekið fram í greinargerð að Reykjavíkurborg hafi margsinnis óskað þess að heimild til gjaldtöku fyrir nagladekk verði fest í lög. Miklar framfarir hafa orðið í gæðum vetrardekkja og slík dekk ónegld séu engu verri kostur en negld með tilliti til aksturseigin- leika, grips, hemlunar og fleiri slíkra þátta. sbs@mbl.is Naglagjaldið dragi úr svifryksmengun - Vill breytingar á notkun vetrardekkja Jóhann Páll Jóhannsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Minni fiskeldisfyrirtækin á Vest- fjörðum og ferðaþjónustu- og sjáv- arútvegsfyrirtæki á Suðureyri hafa kynnt fyrir bæjarráði Ísafjarðarbæj- ar sameiginlegar hugmyndir um að byggja upp laxasláturhús á væntan- legri uppfyllingu við höfnina á Suð- ureyri. Ferðaþjónustan Fisherman hefur fengið heimild bæjaryfirvalda til að gera uppfyllingu við Brjótinn og skapa þar aðstöðu fyrir sjávar- útvegs- og þjónustufyrirtæki. Verkefnið er kallað Brjóturinn, klasaverkefni á Suðureyri. Að því standa Íslensk verðbréf, Hábrún, ÍS 47, Fisherman, Íslandssaga og Klofningur. Laxeldisfyrirtækin líta annað Í kynningu fyrirtækjanna fyrir bæjarráði Ísafjarðarbæjar er sett upp dæmi um laxasláturhús með 10 þúsund tonna afkastagetu. Myndi það skapa mikil umsvif og tekjur á staðnum. Er þetta svipuð stærð og laxasláturhús Arnarlax á Bíldudal sem er að verða of lítið fyrir slátrun þess fyrirtækis og Arctic Fish. Virð- ist því gert ráð fyrir að annað af stóru laxeldisfyrirtækjunum láti slátra þarna fyrir sig. Stóru laxeldisfyrirtækin munu vera á lokastigi ákvörðunar um val á stað fyrir sameiginlega uppbygg- ingu laxasláturhúss. Ísafjarðarbær bauð allar sínar hafnir, þar á meðal Suðureyri. Flateyri og Patreksfjörð- ur voru helst talin koma til greina en möguleikar Flateyrar virðast hafa minnkað vegna andstöðu hluta af fyrirtækjunum sem standa að hug- myndinni á Suðureyri. Aðstandendur Brjótsins telja að svæðið gæti orðið tilbúið til upp- byggingar næsta haust en hafnar- aðstaðan um mitt ár 2023 nema Ísa- fjarðarbær hafi tök á að fjármagna flýti framkvæmda. Fagna allri uppbyggingu Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram. Birgir Gunnarsson bæjarstjóri segir að bærinn fagni öll- um áformum um atvinnuuppbygg- ingu í sveitarfélaginu. Þessi áform séu enn á hugmyndastigi og sjá verði til með hvert þau leiði. Bjóða lóð á Suðureyri undir nýtt laxasláturhús - Lóðir fyrir atvinnustarfsemi verða á uppfyllingu við höfnina Morgunblaðið/Golli Suðureyri Áformað atvinnusvæði verður á uppfyllingu út í sjó við Brjótinn sem er utan við eyrina í Súgandafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.