Morgunblaðið - 04.12.2021, Síða 1
Þar sem stálinmætast stinn
Gefast
aldrei upp
5. DESEMBER 2021SUNNUDAGUR
Liðkast ummálmbeinið
19
dagar til jóla
Jóladagatalið er ájolamjolk.is
Edith OlivaresFerreto, fram-kvæmdastjóriAmnestyInternationalí Mexíkó, ogbaráttukonanWendy AndreaGalarza segjafrá ofbeldi ogmorðum í heima-landinu. 14
Hjónin Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Val-
berg hafa skrifað bók um götu allra landsmanna. 18
Trivium fær glimrandidóma fyrir nýjustubreiðskífu sína. 28
Mörg andlit Laugavegar
L A U G A R D A G U R 4. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 285. tölublað . 109. árgangur .
Mitsubishi Eclipse Cross PHEV
Nýja ljósið í
skammdeginu
HEKLA · sími 590 5000 · Laugavegi 170 · hekla.is/mitsubishisalur
*Um áramót falla niður ívilnanir stjórnvalda og þar með niðurfellingar á virðisaukaskatti sem eru um 960.000 kr.
Komdu í heimsókn í dag og gæddu þér á jólalegum veitingum.
Tryggðu þér nýjan tengiltvinnbíl fyrir áramót á frábæru verði
frá aðeins 5.490.000 kr. til afhendingar strax.
Sparaðu 960.000 kr.*
20
dagar til jóla
Jólasveinalitabókin er á
jolamjolk.is
HEFUR TEKIÐ
MARGAR
U-BEYGJUR BARNSLEG GLEÐI
EMIL Í KATTHOLTI Á SVIÐI 42MARGRÉT ERLA 18
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Veiran sem getur valdið blóðþorra í
laxi hefur fundist í dauðum fiski í
fleiri kvíum hjá Löxum fiskeldi á
Gripalda í Reyðarfirði. Þótt ekki hafi
orðið vart við að fiskurinn sé sýktur
hefur verið ákveðið að flýta heldur
slátrun úr öllum kvíum á Gripalda í
öryggisskyni og hvíla svæðið.
Meinvirkt afbrigði staðfest
Matvælastofnun fékk í gær niður-
stöður úr raðgreiningu á sýnum sem
tekin voru í sýktu laxakvínni hjá
Löxum fiskeldi í Reyðarfirði. Gísli
Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma,
segir þær staðfesta að þar sé á ferð-
inni hið meinvirka afbrigði ISA-veir-
unnar sem veldur blóðþorra, eins og
íslenskir sérfræðingar höfðu slegið
föstu. Er það í fyrsta skipti sem sjúk-
dómurinn er staðfestur hér á landi.
Strax var gengið í að slátra öllum
laxi upp úr kvínni og farga honum.
Gísli segir að rannsóknarfólk á Til-
raunastöð Háskóla Íslands í meina-
fræði á Keldum sé í framhaldinu að
athuga fingraför veirunnar, hvort
þau finnist í nágrannalöndum eða
hvort stökkbreytingin hafi orðið í
kvínni í Reyðarfirði eins og Gísli hef-
ur talið líklegast.
Sýni sem tekin voru úr dauðum
fiski í nálægum kvíum sýna að ISA-
veiran er þar. Ekki er vitað hvort þar
sé að finna meinvirka afbrigðið sem
veldur blóðþorra. Laxinn lítur vel út,
að sögn Gísla, og sýnir ekki sjúk-
dómseinkenni. Eigi að síður hefur
verið ákveðið að flýta slátrun upp úr
þeim tíu kvíum sem eftir eru á Grip-
alda. Stefnt er að því að slátrun verði
lokið fyrir páska en ef sjúkdómurinn
hefði ekki komið upp hefði verið
slátrað í áföngum fram á næsta
haust. Segir Gísli að með þessu náist
að hvíla svæðið í heilt ár, áður en far-
ið verður að huga að útsetningu
seiða þar að nýju.
Athuga með sláturskip
Í kvíunum er eftir um það bil 1,1
milljón laxa, samtals um fjögur þús-
und tonn að þyngd. Fiskurinn verður
unninn til manneldis enda er veiran
skaðlaus fólki og berst ekki með af-
urðum. Laxar fiskeldi eru að huga að
því að fá erlent sláturskip til aðstoð-
ar, einkum til að slátra minnsta lax-
inum sem síður hentar í vinnslulínu
laxasláturhúss Búlandstinds á
Djúpavogi. Laxinn verður unninn
um borð og landað í Danmörku.
Gísli tekur fram að rannsóknir
sýni að blóðþorri leggist ekki á villta
laxastofna.
Slátrun úr sjókvíum flýtt
- ISA-veiran hefur fundist í laxi í fleiri kvíum hjá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði
- Slátrun flýtt í öryggisskyni þótt ekki hafi fundist sýking og svæðið hvílt lengur
Kauptilboð hefur verið lagt fram í
dýrustu þakíbúðina á Austurhöfn við
Hörpu í Reykjavík. Um er að ræða
354 fermetra horníbúð sem er m.a.
með útsýni yfir höfnina til vesturs.
Þetta herma heimildir blaðsins en
kaupverðið mun vera milli 500 og
600 milljónir og þar með það hæsta
sem greitt hefur verið fyrir íbúð í
fjölbýlishúsi í Reykjavík.
Fulltrúar Austurhafnar vildu ekki
tjá sig um málið en félagið hefur nú
selt tæplega 50 íbúðir af 70.
Fram kom í fjölmiðlum um daginn
að ein af dýrustu þakíbúðunum á
Austurhöfn hefði verið seld en henni
var í umfjöllun ruglað saman við
íbúðina sem nú hefur verið seld.
Sú íbúð var sögð kosta 480 millj-
ónir króna. baldura@mbl.is
Morgunblaði/Arnþór
Horníbúð Mikið útsýni er yfir
höfnina frá umræddri þakíbúð.
Dýrasta
íbúð í sögu
Íslands
Líkt og venjan hefur verið undanfarin ár var
Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur breytt í
eins konar jólaskóg í gær. Leikskólabörnum var
þá boðið á opnun skógarins, en auk þeirra gerðu
stjörnuhjónin Grýla og Leppalúði sér einnig ferð
í jólaskóginn. Sungin voru jólalög, gengið í
kringum jólatréð og boðið var upp á heitt kakó
og smákökur í tilefni opnunarinnar. Þetta er tí-
unda skiptið sem salnum er breytt í jólaskóg.
Morgunblaðið/Eggert
Kakó, piparkökur og jólalög með Grýlu og Leppalúða