Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
MEÐ DINNU OG HELGA
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
SKÍÐAFRÍ Á ÍTALÍU 2022
Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina eftir áramót!
Við bjóðum beint flug vikulega til Ítalíu, þar sem
farþegar okkar geta valið úr tveimur frábærum
skíðasvæðum, Pinzolo og Madonna.
Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna,
svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin.
Dinna og Helgi hafa mikla reynslu af skíðaferðum
og ævintýrum enda voru þau ung gefin saman í
skíðaskála í Bláfjöllum.
Innifalið, flug, gisting, flutningur á skíðabúnaði,
íslensk fararstjórn og innritaður farangur
VERÐ FRÁ:117.900 KR.
á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn
í tvíbýli með hálfu fæði
SKÍÐI
2022PINZOLO EÐAMADONNA
ÍSLENSK
FARARSTJÓRN OG
FLUTNINGUR Á
SKÍÐABÚNAÐI
INNIFALIÐ Í VERÐI
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vatnsrennsli í Gígjukvísl var síðdegis í gær um
1.600 rúmmetrar á sekúndu og jókst hratt. Bú-
ist er við að vatnsmagn verði í hámarki á
sunnudag. Allt fylgir þetta hræringum í
Grímsvötnum, en íshellan yfir þeim hefur sigið
um 27-28 metra á sl. tíu dögum. Því fylgir að
vatn langt umfram meðalrennsli streymir nú
undan Skeiðarárjökli í farveg Gígjukvíslar.
Starfsmenn Vegagerðar fylgjast vel með at-
burðarásinni í Grímsvötnum, en talið er ólík-
legt að jökulhlaup hafi áhrif á samgöngur.
Kemur þar til að núverandi brú á Gígjukvísl,
sem var tekin í notkun 1998, var hönnuð með
það fyrir augum að standast minni jökulhlaup,
3.000-5.000 rúmmetra á sekúndu. Í stærri
hlaupum væri mögulegt að rjúfa veg og hleypa
vatni fram hjá án þess að brúin eða mannvirki
henni tengd skemmdust.
„Við erum á vaktinni við Gígju og fylgjumst
með stöðu mála. Ég hef þó í sjálfu sér litlar
áhyggjur af brúnni, sem á mikið inni,“ sagði
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri
Vegagerðarinnar á Höfn, í samtali við Morgun-
blaðið. Ágætt veður var í gær við Gígjukvísl og
í Öræfum; léttskýjað og fimm stiga frost. Spáð
er svipuðu veðri á svæðinu næstu daga.
Vísindamenn hafa sagt að með hlaupi í
Grímsvötnum, það er þegar léttir á vatnsmagni
og þar með þrýstingi á svæðinu, aukist lík-
urnar á eldgosi. Ekki er þó af neinni vissu hægt
að segja til um hvort framvindan verði
nákvæmlega sú. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson
Flugsýn Þungur straumur og mikið vatn var í Gígjukvísl þegar þessi mynd var tekin síðdegis í gær. Vegagerðin telur þó að brúin sem hér sést muni vel standast áraun þessara miklu hamfara.
Gígjukvísl í hámark á sunnudag
- Vatnsrennsli í vexti - Hræringar í jökli og hellan sígur - Mannvirki standist - Eldgos ekki útilokað
Norðmaðurinn Magnus Carlsen,
heimsmeistari í skák, sigraði hinn
rússneska Ian Nepomniachtchi
(Nepó) í sjöttu einvígisskák þeirra
um heimsmeistaratitilinn í skák í
gær. Skákin var sú lengsta í sögu
heimsmeistaraeinvíganna og léku
leikmennirnir í yfir átta klukkutíma.
Síðustu fimm skákir í einvíginu
enduðu með jafntefli, en þeir munu
tefla 14 einvígisskákir nema annar
þeirra nái 7½ vinningi áður en 14
skákum er lokið.
Carlsen hafði hvítt og tefldi hann
drottningarpeðinu fram í fyrsta
leik. Skákin þróaðist yfir í svo-
nefnda Katalan-byrjun. Í leik 26
skipti Carlsen á drottningu sinni og
tveimur hrókum Nepós. Leikmenn-
irnir voru í miklu tímahraki en
báðir fengu möguleika á að ná yfir-
burðum í skákinni. Eftir leik 40
fengu þeir aukalega klukkutíma í
umhugsunartíma og eftir það mat
tölvan það svo að skákin væri hníf-
jöfn.
Carlsen er þekktur fyrir að geta
kreist vatn úr steini í endatafli og
fékk hann Nepó til þess að gefast
upp í leik 136. logis@mbl.is »27
AFP
Skák Teflt verður með styttri umhugsunartíma ef allt verður jafnt eftir 14
skákir. Fyrst verða tefldar fjórar skákir með 25 mínútna umhugsunartíma.
Carlsen tekur for-
ystuna í einvíginu
- Spiluðu í yfir átta klukkutíma