Morgunblaðið - 04.12.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
TRAUST
Í 80 ÁR
Vetraryfirhafnir
í úrvali
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030
Við erum á facebook
Velúrgallar frá
Verð 16.990,- Str. S-XXL
Fræðibækur,
ekki skáldsögur
Ranglega sagði í grein um Tyrkja-
ránin í Morgunblaðinu sl. fimmtu-
dag að Karl Smári Hreinsson og
Adam Nichons hefðu skrifað skáld-
sögur um Tyrkjaránin. Rétt er að
það voru fræðibækur.
LEIÐRÉTT
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Okkur finnst þetta vera makalaust.
Pabbi er höfundur verksins en hans
er getið sem einhvers konar ráðgjafa.
Við höfum því farið fram á að að hans
sé getið sem höfundar á öllum merk-
ingum við verkið og í allra umfjöllun
um það en þeim kröfum hefur ekki
verið svarað,“ segir Gunnhildur
Hauksdóttir myndlistarmaður.
Gunnhildur hefur tekið að sér að
gæta hagsmuna föður síns, myndlist-
armannsins Hauks Halldórssonar,
varðandi aðkomu hans að Heim-
skautsgerðinu sem stendur við Rauf-
arhöfn. Um er að ræða stærsta úti-
listaverk á Íslandi sem vakið hefur
verðskuldaða athygli ferðamanna á
síðustu árum. Hvatamaður að verk-
inu var Erlingur B. Thoroddsen, hót-
elstjóri á Raufarhöfn. Fjölskylda
listamannsins Hauks segir að Er-
lingi, sem lést árið 2015, hafi á síð-
ustu árum verið eignað verkið að nær
fullu en rétt sé að Haukur sé höf-
undur þess. Í umfjöllun á heimasíðu
Heimskautsgerðisins segir að Hauk-
ur hafi tekið þátt í hugmyndavinnu
með Erlingi, gert skissur og líkan
sem stuðst sé við.
Skrifaði bréf til ráðuneyta
Gunnhildur segir við Morgun-
blaðið að fjölskyldan geri engar at-
hugasemdir við að Erlingur sé titl-
aður frumkvöðull eða hvatamaður að
verkinu. Ólíðandi sé þó að Hauks sé
ekki getið í sömu andrá sem höf-
undar. Telur fjölskyldan að með
þessu sé brotið á sæmdarrétti lista-
mannsins og hefur hún leitað til
Myndstefs og sent bréf til tveggja
ráðuneyta, mennta- og menningar-
ráðuneytis og iðnaðar- og nýsköp-
unarráðuneytisins sem áður hétu,
auk Ferðamálastofu vegna þessa.
Gunnhildur fundaði með stjórn fé-
lagsins, sem heldur utan um rekstur
Heimskautsgerðisins, sumarið 2020
og kveðst hafa farið af þeim fundi
með von í brjósti um að orðið yrði við
óskum um úrbætur. Í kjölfarið hafi
beiðni um að stjórnin myndi rita und-
ir yfirlýsingu þess efnis ekki verið
svarað og ekkert hafi heyrst frá
stjórninni. Því hafi hún séð sig til-
neydda til að hafa samband við
Myndstef og áðurnefnd ráðuneyti og
Ferðamálastofu.
„Faðir minn hefur haft það að ævi-
starfi að koma goðafræði og íslenskri
þjóðtrú í myndir og mannvirki og það
leikur ekki vafi á því að hann er höf-
undur verksins, enda kemur það
fram í samningi um kaup á hönnun
verksins,“ segir í bréfi Gunnhildar
þar sem þess er getið að verkið hafi
meðal annars verið á fjárlögum í tví-
gang.
„Ég hef farið þess ítrekað á leit við
ábyrgðar- og framkvæmdaraðila
verksins að föður míns sé skýlaust
getið sem höfundar verksins í um-
fjöllun og merkingum við verkið og
farið þess á leit að platti sem festur
er á verkið með nafni Erlings sé fjar-
lægður af verkinu,“ segir þar enn-
fremur.
Í bréfi Myndstefs til félagsins
Heimskautsgerðið á Raufarhöfn seg-
ir að af gögnum málsins verði ekki
séð að ábyrgðaraðili verksins hafi
virt höfundarrétt Hauks. „Er þar
einkum átt við sæmdarrétt, nánar til-
tekið nafngreiningarrétt,“ segir þar
og beinir Myndstef þeim kröfum til
ábyrgðaraðilans að „bæta úr meintu
broti á sæmdarrétti eins fljótt og
kostur er“ og að gerður verði al-
mennur samningur milli höfundarins
og ábyrgðaraðila um útilistaverkið
og framtíð þess verks hvað varðar
höfundarrétt. Í bréfi Gunnhildar
kemur fram að engin svör hafi borist
vegna erindis Myndstefs.
„Við erum ekki að standa í þessu
vegna fjárhagslegs ávinnings. Pabbi
er orðinn 85 ára og þetta særir hann
mjög mikið,“ segir Gunnhildur.
Segir að reynt hafi verið
að leita sátta um árabil
Guðný Hrund Karlsdóttir, formað-
ur stjórnar félagsins Heimskauts-
gerðið á Raufarhöfn, segir að hug-
myndafræðin á bak við verkið sé
stórkostleg og aðkoma Hauks hafi
verið frábær. Hún kveðst harma að
mál hafi þróast með þeim hætti sem
þau hafi gert en reynt hafi verið að
leita sátta um árabil. „Erlingur sagði
alla tíð að hlutur Hauks hefði verið
gríðarlega mikilvægur og í öllum
kynningum höfum við reynt að sjá til
þess að Haukur og hans mikilvæga
framlag sé nefnt. Staðreyndin er hins
vegar sú að það var gerður samn-
ingur um hönnun verksins en það
kom aldrei neitt frá Hauki. Við höf-
um þurft að kalla til hönnuði og verk-
fræðinga til að Heimskautsgerðið
yrði að veruleika og þess vegna vilj-
um við ekki samþykkja að hann sé
eini hugmyndasmiður og hönnuður
verksins.“
Varðandi sáttaumleitanir fjöl-
skyldu Hauks segir Guðný að stjórn-
in hafi fagnað þeim og sáttafundinum
sumarið 2020. „Við vorum vongóð
líka og héldum að loksins kæmist ein-
hver niðurstaða í þetta. Það er hins
vegar erfitt að ná samkomulagi þeg-
ar fólk segir bara að maður eigi að
gera eins og það vill.“
Telja brotið á sæmdarrétti
- Fjölskylda Hauks Halldórssonar vill að hans verði getið sem höfundar Heim-
skautsgerðisins á Raufarhöfn - Sáttaumleitanir við heimamenn árangurslausar
Ljósmynd/Dagný Ríkharðsdóttir
Tignarlegt Heimskautsgerðið á Raufarhöfn er stærsta útilistaverk á Íslandi.
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Í gær var óvissustigi vegna eldgoss-
ins í Geldingadölum formlega aflýst.
Eldgosið hófst hinn 19. mars síðast-
liðinn og var þá strax lýst yfir neyð-
arstigi á svæðinu, en áður hafði verið
í gildi óvissustig vegna jarðhræringa
á Reykjanesskaga. Degi eftir að eld-
gosið hófst var almannavarnastig
lækkað úr neyðarstigi í hættustig
enda varð öllum mjög fljótlega ljóst
að ekki væri um að ræða stórt skað-
ræðisgos auk þess sem gosið var
fjarri þéttbýli og helstu mannvirkj-
um. Fjórum vikum eftir að síðast
sást til elds í Geldingadölum var al-
mannavarnastig fært aftur niður á
óvissustig.
Engin merki um að
kvika færist upp
Hraunflæði frá gígnum hefur ekki
sést frá 18. september og þær jarð-
skjálftahrinur sem hafa orðið síðan
hafa ekki leitt til frekari atburða.
Engin merki eru nú um að grunn-
stæð kvika sé á ferðinni, né að kvika
sem liggur á um 15 kílómetra dýpi sé
að leita upp. Áfram verður þó fylgst
vel með þróun atburða og almanna-
varnastig reglulega endurmetið.
Almannavarnir benda samt á að
varhugavert geti verið að fara inn á
hraunbreiðuna og að gígum. Hraun-
ið geti verið töluverðan tíma að kólna
og yfirborð þess og gígar enn óstöð-
ugir. Hættan á hruni eða sprungu-
myndun er því enn fyrir hendi.
Óvissustigi við gosið í
Geldingadölum aflýst
- Ekki sést til hraunflæðis í gígnum síðan í september
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Lítið en fallegt Þrátt fyrir að um hálfgerðan gosstubb hafi verið að ræða
var gosið í Geldingadölum mikið sjónarspil þegar mest lét.