Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Á
stæðan fyrir því að ég
valdi að vinna heimildar-
verkefni um utangarðsfólk
er sú að fósturbróðir minn
tók sitt eigið líf í fangaklefa á Hverf-
isgötunni árið 2006. Hann var mjög
illa farinn af sínum veikindum sem
fíkill, en auk þess hef ég sjálfur þurft
að takast á við alkóhólisma, en náði
tökum á því á sínum tíma,“ segir Gísli
Hjálmar Svendsen ljósmyndari, en
bók hans Utangarðs kom út á dög-
unum. Bókin geymir ljósmyndir af
utangarðsfólki í Reykjavík sem Gísli
tók yfir margra ára tímabil.
„Þessi myndasería er hluti af
lokaverkefni mínu í námi hjá Ljós-
myndaskólanum. Ég byrjaði að
mynda þennan hóp fólks árið 2009
þegar ég var enn áhugaljósmyndari
og ég hélt mig fast við þetta verkefni
þegar ég var í Ljósmyndaskólanum.
Ég reyndi að finna flöt á því að sýna
hvernig líf utangarðsfólks er, og þá
með fullri virðingu fyrir sjúkdómn-
um, viðkomandi einstaklingum og
aðstæðum. Aðallega til að koma því á
framfæri að alkóhólismi og önnur
fíkn er gríðarlega alvarlegur sjúk-
dómur sem þarfnast annarra við-
bragða af samfélaginu en að skaffa
fólki aðstöðu í gámum
og rétta því Bónuspoka
með matvælum. Virkir
fíklar þurfa að fá efnin
sín, sama hvað tautar
og raular. En það er til
lausn, og hana má m.a.
finna í meðferðum, sem
stofnanir og félaga-
samtök bjóða upp á. Það
er alltof oft verið að
hringla með þetta helsjúka fólk í po-
púlískum útfærslum yfirvalda. Það
er sorglegt og nýjasta dæmið er smá-
hýsi sem verið er að planta hér og
þar. Þetta er fáránleg hugmynd að
mínu mati, bæði fyrir umhverfið og
sérstaklega þessa einstaklinga, sem
eru veikir og þurfa heilbrigðisþjón-
ustu en ekki smáhýsi eða önnur úr-
ræði sem einkennast meira af því að
koma viðkomandi einstaklingum frá
almannasjónum en að taka heild-
stætt á vanda þeirra. Ef það er eitt-
hvað sem bókin lýsir vel, þá er það
einmitt framangreint.“
Jói tók alltaf öllum vel
Bókin er um erfitt málefni og
myndirnar eru á köflum grimmar, en
þær opinbera líka ofur-
viðkvæmni þessa fólks. Gísli
segir að vissulega hafi tekið
tíma að vinna sér traust og
fá að vera fluga á vegg hjá
þeim og taka myndir.
„Þar sem ég er sjálfur með
þennan sjúkdóm og var virkur alkó-
hólisti á sínum tíma, þá þekkti ég til
aðalsögupersónu bókarinnar, hans
Jóhanns Vísis Gunnarssonar, sem er
hetja þessarar bókar. Hann tók alltaf
öllum rosalega vel, þar á meðal mér.
Þó að fólk sé svona veikt, þá vill það
félagsskap og félagsskapur einhvers
sem er edrú er kærkominn, því þá er
hægt að tala við einhvern sem er
sæmilega í lagi. Ég var fyrir vikið
frekar vinsæll í hópnum, en auðvitað
þurfti ég stundum að forða mér þeg-
ar menn fóru að rífa upp hnífa,“ segir
Gísli og bætir við að félagar hans hafi
ekki verið viðkvæmir fyrir því að
myndir af þeim birtust almenningi.
„Það var ekki vandamál, ég var
með uppáskrifað leyfi frá þeim öllum
og þau voru tiltölulega í lagi þegar
þau gáfu samþykki sitt. Ég gerði
þeim grein fyrir um hvað þetta sner-
ist og þau voru flest mjög áhugasöm
um verkefnið, að ég væri að vinna
heimildarverk um utangarðsfólk í
gegnum ljósmyndir. Auðvitað kynnt-
ist ég sumum vel, til dæmis Bjarna
og Erlu konu hans, en þau eru edrú
núna og við höldum góðu sambandi.
Ég bað um að fá að mynda brúðkaup
þeirra og gaf þeim ljósmyndabók af
því í brúðkaupsgjöf. Ég fylgdi þessu
fólki sumu eftir og ég er enn að vinna
að verkefni um hann Atla minn, sem
er einn þeirra sem myndir eru af í
bókinni,“ segir Gísli og bætir við að
honum þyki vænt um þetta fólk, al-
veg sérstaklega um Jóa.
„Því miður eru fáir enn á lífi úr
hópi þessa fólks og þegar birtast
myndir af þeim í þeirra ömurlegu að-
stæðum, þá er það erfitt og mjög við-
kvæmt mál fyrir alla sem tengjast
þeim. Eftir að Jói lést átti ég góðan
fund með einni dóttur hans, við fór-
um yfir þetta allt áður en ég tók end-
anlega ákvörðun um að gefa bókina
út. Hún var sátt við bókina en hafði
vissulega áhyggjur af börnum sínum,
þegar þau sæju þessar myndir af afa
sínum, en henni fannst boðskapurinn
skipta meira máli en svo að hún léti
það stoppa verkefnið. Með útgáfu
bókarinnar verður fólk vonandi
meira upplýst um hvað alkóhólismi
og fíkn er skelfilegur sjúkdómur,
hvað þetta er stórt samfélagsmál og
að það er ekki nóg að setja niður
íbúðargáma hér og þar og leyfa fólk-
inu að vera þar. Það þarf eitthvað
meira að koma til og bókin er von-
andi hluti af því.“
Beint úr fangelsi á versta stað
Gísli segir að fyrir honum sé
þetta miklu meira en myndir af
ógæfufólki, eða snúist um hann sem
ljósmyndara.
„Flestir vita að heimildarljós-
myndun snýst um að koma myndefni
á framfæri, skrásetja og gefa sýn inn
í heim sem flestir eiga ekki aðgang
að. Þetta snýst um málefnið. Þetta
var viðkvæmt og ég átti erfitt með að
velja myndirnar. Ég ákvað að sleppa
myndum af fólki sem af einhverjum
ástæðum var of viðkvæmt að birta,
eða ef það þjónaði ekki tilgangi verk-
efnisins. Ég sá og upplifði gríðarlega
mikla sorg og eymd hjá þessu fólki,“
segir Gísli og bætir við að það hafi
verið erfitt að horfa upp á það þegar
ungir menn komu edrú úr fangelsi og
mættu í smáhýsin.
„Þeir höfðu ekki í önnur hús að
venda og umbreyttust á nokkrum
dögum úr manneskju í eitthvað sem
ég veit ekki hvaða nafn ég á að gefa.
Þeir týndu sér alveg, hurfu inn í sárs-
auka og myrkur.“
Þegar Gísli er spurður að því
hvað hafi komið honum mest á óvart
við að fá innsýn í heim utangarðs-
fólks, segir hann það hafa verið
hversu átakanlega sorglegt þetta allt
er.
„Því það er til það sem við köll-
um lausnir. Allt þetta fólk sem ég
tengdist í gegnum þetta verkefni og
er núna dáið, það átti möguleika á að
komast til lífsins aftur, en það virðist
vera sem fólk fari á einhverjum tíma-
punkti yfir ákveðinn þröskuld þar
sem það verður svo viti firrt af neyslu
að það gerir sér enga grein fyrir eig-
in stöðu. Þá er ekki leið til baka á for-
sendum viðkomandi, heldur þarf ein-
hver annar að grípa inn í og taka
viðkomandi úr aðstæðunum, en það
var aldrei í boði. Þegar þessir vesa-
lings félagar mínir vildu komast í úr-
ræði, þá var það ekki í boði. Sem
dæmi þá vildi Jói margoft leggjast
inn á Vog í áfengis- og fíknimeðferð,
en hann fékk yfirleitt sama svarið, að
hann væri búinn að koma svo oft að
hann yrði að bíða. Á endanum dó Jói,
að hluta til má kenna um úrræða-
leysi, þar sem hann náði aldrei tök-
um á ástandi sínu, eða komst í með-
ferðarúrræði þegar hann virkilega
vildi það,“ segir Gísli og bætir við að
hann skili frá sér myndunum í bók-
inni, en það sé undir hverjum og ein-
um komið hvað hann vill gera með
það.
„Ég fullyrði að nánast engin
fjölskylda á Íslandi komist hjá því að
takast á við svona mál í einhverri
mynd. Margir tala um rónana okkar
sem fyllibyttur eða dópista, en þetta
er bara fárveikt fólk með allar sömu
tilfinningar og réttindi og annað fólk,
en það vill oft gleymast í umræðunni
og viðhorfum.“
Fylgir transgender konu
Gísli hefur einbeitt sér að heim-
ildarljósmyndun í sínum verkefnum,
hann hefur m.a. myndað „ladyboys“ í
Taílandi, og nú er hann staddur í því
landi, þar sem hann vinnur að heim-
ildarverkefni sem hófst 2014.
„Ég er að fylgja eftir og mynda
transgender konu sem smitaðist af
eyðni við vændisstörf. Ég hef fylgt
henni eftir frá því hún var kosin feg-
urðardrottning Ladyboy í keppni
sem haldin var í Asíu og þar til allt
hrundi hjá henni við sjúkdómsgrein-
inguna. Hana langar til að ljúka æv-
inni með því að fara í búddaklaustur
af virðingu við fjölskyldu sína.
Klaustrin eru kynskipt og þar sem
hún er fædd karlmaður og skráð
karlmaður í kerfinu, þá þarf hún að
láta taka úr sér brjóstapúðana, en
það vill enginn skera hana upp, af því
hún er HIV-smituð og transgender.“
Gísli segist sækja í að vinna
verkefni sem fjalla um jaðarmál
vegna þess að þau fái yfirleitt ekki
heiðarlega eða sanngjarna umfjöll-
um, hvort sem er í fjölmiðlum eða al-
mennt á meðal fólks.
„Fyrir vikið snýst umræðan
meira um annarra viðhorf og lífsstíl,
sem oft eru lituð af fordómum og
vanþekkingu. Slík umgjörð hjálpar
engum. Ég er einn af þeim sem hafa
þurft að taka rækilega til í sínum
málum hvað þetta varðar. Sennilega
hefur það valdið mér mestum vand-
ræðum við að koma þessum verk-
efnum frá mér á nógu hlutlægan
hátt, hversu litaður ég er af umrædd-
um fordómum og lífsstíl,“ segir Gísli
og tekur fram að hann sé þakklátur
Einari Má Guðmundssyni rithöfundi
fyrir að hafa skrifað formála bók-
arinnar.
„Það er sérlega vel skrifað og
lýsir geðveiki sjúkdómsins alkóhól-
isma alveg einstaklega vel.“
Heimasíða: www.ghs.is
Listrænn Jói, aðalpersóna bókarinnar, var iðinn við að mála. Félagar Þeir bágstöddu í íslensku samfélagi halda hópinn. Brotinn Jói lést á meðan hann beið eftir að komast í meðferð.
Erfið sýn inn í líf utangarðsfólks
„Alkóhólismi og önnur
fíkn er gríðarlega alvar-
legur sjúkdómur sem
þarfnast annarra við-
bragða af samfélaginu en
að skaffa fólki aðstöðu í
gámum og rétta því
Bónuspoka með mat-
vælum,“ segir Gísli, höf-
undur ljósmyndabók-
arinnar Utangarðs.
Vinir Gísli smellir kossi á Bjarna vin sinn á þeim tíma sem hann var
að mynda fyrir bókina. Bjarni er edrú í dag og þeir halda sambandi.
Ljósmyndir/Gísli Hjálmar Svendsen
Utangarðs Þær eru átakanlegar aðstæður fólksins á jaðrinum sem og ástand fólks sem er með fíknisjúkdóm.