Morgunblaðið - 04.12.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 04.12.2021, Síða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 VIÐTAL Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Já, hvar eigum við að byrja?“ spyr Margrét Erla Guðmundsdóttir, bók- ari, nýútskrifaður jógakennari, fyrr- verandi ferðaþjónustuvalkyrja og Landsbankastarfsmaður, sem hefur heldur betur fengið að bergja á kaleik lífsins, hvort tveggja beiskum og sæt- um, þrátt fyrir tiltölulega ungan ald- ur, rétt rúm 40 ár. Margrét er Breiðhyltingur, þó bú- sett í Mosfellsbæ eins og sakir standa, „ég endaði bara óvart hér en kann mjög vel við mig hérna“, játar hún þrátt fyrir að sakna æskuáranna í Vesturberginu í Breiðholti þar sem hún gekk í Hólabrekkuskóla og lék sér úti á götu í félagi við jafnaldra áhyggjulausra ungdómsáranna. „Ég fór aðeins aftur á æskuslóð- irnar 2013, stoppaði reyndar bara í tæpt ár og get nú ekki sagt að mér hafi líkað jafn vel og þegar ég var yngri, því miður,“ segir Margrét, Reykvíkingur sem þó rekur ættir sín- ar vestur á Hornstrandir. „Ég hef nú ekki komið þangað síðan ég var 14 ára, manni líður alltaf eins og hræsn- ara þegar maður er að rekja ættir sín- ar eitthvert og veit svo ekkert um staðinn,“ segir Margrét og hlær dátt. Heimili fyrir bágstadda fíla „Ég kláraði nú ekki stúdentspróf, var svolítill „rebel“, Breiðhylting- urinn, fór bara að heiman 15 ára, ég var í mikilli uppreisn gegn fósturfor- eldrum mínum og ósammála þeim í einu og öllu svo ég brá bara á það ráð að fara að heiman. Ég leigði mér her- bergi í Seljahverfinu, var í FB og að vinna og eignast kærasta og skemmta mér og þetta gekk bara ekki upp svo ég hætti bara í skólanum frekar snemma, ég held ég hafi klárað eina önn,“ segir Margrét og skellihlær, en síðar lá leið hennar í Viðskipta- og tölvuskólann og bókaranám og þar einhvers staðar inn á milli í starf í Landsbanka Íslands. „Það var eiginlega bara óvart, ég sótti bara um eins og hver annar, var heppin og fékk strax vinnu. Fór að vinna í svokallaðri bakvinnslu lífeyr- issjóða og þarna var ég í sjö ár. Þá var mér farið að leiðast. Mér fannst skrif- borðið leiðinlegt og Excel-skjöl enn leiðinlegri svo ég hætti bara í bank- anum, stökk út í djúpu laugina og fór að flytja inn danska hönnunarvöru sem var gríðarlega gaman,“ segir Margrét. Hún hóf þá viðskipti við hollenska feðga, sem ráku eins konar góðgerð- arsamtök og styrktu meðal annars heimili fyrir bágstadda fíla í Asíu. „Þar er fíll sem heitir Mosha, sem steig á jarðsprengju þegar hún var pínulítil og missti annan framfótinn. Hún þarf nýjan gervifót á hverju ári,“ útskýrir Margrét, sem hefur flutt inn varning frá feðgum þessum, en þeir velja reglulega borg einhvers staðar í heiminum, sem svo aftur tilnefnir listamann og hann hannar styttu af fíl sem selst svo í númeruðum eintökum og rennur ágóðinn til heimilisins í Asíu. En skjótt skipast veður í lofti. „Svo gerist það, í algjörri mótsögn við allt sem mig langaði, að ég fór út í hótel- og veitingarekstur, maðurinn minn kom heim í desember [2013] og til- kynnti mér að við værum orðin eig- endur gistiheimilis og veitinga- staðar,“ segir Margrét frá, en þetta var veitingastaðurinn Písa, síðar Veiðikofinn, við Lækjargötu og gisti- rými í sömu byggingu. „Við vorum náttúrulega heppin að Elli var þarna, hann er með allt upp á tíu, algjör meistari,“ segir Margrét og á við Er- lend Eiríksson, kokk, þjón, leikara, lögfræðing og reyndar margt fleira, sem lesendur Morgunblaðsins fengu að kynnast lítillega í afmælisviðtali Péturs Atla Lárussonar blaðamanns við hann á dögunum. Subbulegt og súrt Við tók tímabil þar sem Margrét og þáverandi maður hennar, Örvar Daði Marinósson, fengu aldeilis að bretta upp ermarnar. „Þetta var rosalegt álag, þú rekur ekkert veitingastað nema vera sífellt yfir þessu. Við gerð- um þetta auðvitað með öðru fólki, sem var líka í öðrum vinnum, og svo skipt- umst við bara á að vera þarna, hitt- umst nánast aldrei,“ segir Margrét. Álagið var mikið og þau Örvar og samstarfsfélagar seldu veitingastað- inn vorið 2014 og fóru alfarið í rekstur gistiheimilisins á hæðunum þremur fyrir ofan. „Það var algjört ævintýri, við tókum við þessu með 7,1 [í ein- kunn] á Booking [hótelvefsíðunni], þetta var mjög subbulegt og súrt og við bara rifum þetta í gang, á nokkr- um mánuðum vorum við komin upp í 8,5 og tókum á móti öllum okkar gest- um, vorum á hlaupum sjö daga vik- unnar, þrifum að mestu leyti sjálf, en fengum þó smá hjálp við það um helg- ar, að öðru leyti vorum við þarna allan sólarhringinn,“ rifjar Margrét upp. Eðlilega tók álagið sinn toll og tveimur árum síðar var Margrét orð- in þreytt á „að taka á móti rennandi blautum túristum sem fannst alveg geðveikt að komast í rok og rign- ingu“, eins og hún lýsir því. „Þetta stóð alveg undir sér og við gátum rek- ið okkur sjálf á þessu, en þú stingur ekkert bara af og ferð í frí. Þennan tíma, sem við vorum með þetta, fórum við einu sinni í frí og það var í heila fimm daga, annars var annað okkar alltaf á staðnum og maður var að keyra kannski þrjár fjórar ferðir á dag niður á gistiheimili í einhverjar reddingar,“ segir Margrét, en þau Örvar bjuggu á tímabili á gistiheim- ilinu, kipptu hluta af því út af bók- unarsíðunni og komu sér fyrir þar í millibilsástandi í húsnæðismálum. Í janúar 2014 missir Margrét móð- ur sína mjög skyndilega, en faðir hennar var þá langt leiddur af alz- heimer-sjúkdómnum og þarfnaðist mikillar umönnunar. Ekki leið lengra en árið þar til hann lést, í janúar 2015, og eftir umstang við dánarbú og fleira, sem slíku fylgir, skall næsta áfallið á, eldur kom upp í herbergi á gistiheimilinu, uppgötvaðist fljótt og var slökktur áður en tjón varð að ráði. „Í kjölfar þess kom í ljós að húseig- andi hafði ekki staðið sig í leyfis- málum og þá fengum við allt í haus- inn, urðum að gjöra svo vel að loka tveimur hæðum af þremur og fórum eiginlega formlega á hausinn,“ segir Margrét frá, „við fórum úr því að reka 15 herbergi í að reka fimm og þetta var rosalegur tími. Svo allt í einu er ég bara skilin árið 2017,“ heldur hún áfram. Grasa-, geð- og taugalæknar Margrét venti sínu kvæði í kross í kjölfarið, skipti um starfsvettvang og vann á tímabili fjögur störf. „Það end- aði með því að í nóvember 2019 var mér bara kippt úr umferð, ég gjör- samlega hrundi,“ rifjar Margrét upp, enda hafi árin á undan tekið sinn toll og vel það. „Ég áttaði mig á því að ég er búin að vera að glíma við kvíða síð- an ég var krakki. Ég eiginlega þekki ekki líf án kvíða, en ég var hins vegar aldrei tilbúin að meðtaka það þegar einhver benti mér á það,“ segir Mar- grét og hlær. „Ég er búin að fara í hjartavernd, en ég trúði þeim ekki svo ég fór til hjartalæknis. Ég er búin að fara í þol- próf, lungnamyndatöku, hjartaómun, magaspeglun og ég er búin að fara til grasalæknis og geðlæknis og næring- arfræðings, taugalæknis, háls-, nef- og eyrnalæknis. Ég er búin að fara í allt og það er ekkert að mér annað en að ég virðist vera þjökuð af kvíða, ég get ekki sofið og eins ömurlega og það orð hljómar er ég með áfallastreitu. Það sem tekur við þegar ég fer allt í einu að hafa meiri tíma með sjálfri mér er að ég verð bara veik. Ég er það vön að vera í spennu að um leið og ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu fæ ég flensu eða eitthvað,“ lýsir Mar- grét. Jóga, hugleiðsla, öndunaræfingar og kæling er meðal þess, sem hún hef- ur reynt til að koma sér á réttan kjöl, en Margrét hefur meðal annars lokið jógakennaranámi. „Staðan á mér er miklu betri, en nú vil ég bara fá svefn- inn minn til baka,“ segir hún, „ég verð í raun bara að læra að lifa með þessu, að vera með kvíða án þess að hann stjórni lífi þínu,“ segir Margrét blátt áfram. Pumpuðu olíu í 600 glös Hún hefur nú tekið til við að halda ævistarfi móður sinnar áfram, sölu og kynningu á ilmkjarnaolíum undir heitinu Lífsolían. „Ég er alin upp við það að það var til olía við öllu og ég tók þá ákvörðun eftir að hún dó að færa mig út í þennan bransa, hvort tveggja henni til heiðurs og fyrir sjálfa mig. Þar skiptir mig máli að sinna einhverju sem mig langar að fást við og gefur mér annað og meira en skrifborðið,“ útskýrir Margrét, sem nú er komin með þrjá söluaðila fyrir olíurnar, og leyfir sér að dreyma um að geta í fyllingu tímans lifað af því starfi, sem móðir hennar hóf fyrir áratugum. „Ég er svo sem ekki búin að setjast niður og gera einhverja fína við- skiptaáætlun, til eru hundruð teg- unda af ilmkjarnaolíum. Ég hafði samband við hann Jaspir, Indverja sem var viðskiptavinur mömmu og kom og kenndi þessi aroma therapy- fræði í skólanum hennar,“ segir Mar- grét frá, en Jaspir þessi og fjölskylda hans búa og starfa í London þar sem þau eima ilmkjarnaolíur úr hráefnum á borð við blóm, fræ, börk ávaxta og hvaðeina. Hluti þeirrar framleiðslu ratar svo upp á Ísland til Margrétar. „Við pumpuðum í ein 600 glös á ein- um sunnudegi, ég, dóttir mín og vin- ur, þetta er mjög heillandi og skemmtilegt að fást við. Ef ég get lif- að á þessu verð ég alsæl, en hvað veit maður, ég er ævintýragjarn öryggis- fíkill og það er kannski ekki það auð- veldasta að spyrða saman, ég gæti verið komin með einhverja nýja við- skiptahugmynd á mánudaginn þess vegna,“ segir Margrét Erla Guð- mundsdóttir af athafnasemi sinni síð- ustu ár, sem óhætt er að segja að hafi tekið margar U-beygjur. Ljósmynd/Dukagjin Idrizi Excel-leiði Blaðamaður man glöggt kennslubókina „I hate Excel“ og skildi vel. Margrét Erla fékk nóg af töflureikninum og breytti algjörlega um stefnu í atvinnulífi sínu á dögunum. Olíubransinn Margrét Erla heldur uppi ævistarfi og köllun móður sinnar sálugu og flytur til landsins ilmkjarnaolíur sem indversk fjölskylda í London eimar úr fjölbreyttustu hráefnum. Varð leið á skrifborðinu og Excel - Í mikilli uppreisn gegn fósturforeldrunum - Hætti hjá Landsbankanum og dembdi sér út í veit- inga- og gistirekstur - Álagið tók sinn toll af andlegu hliðinni - Kveðst ævintýragjarn öryggisfíkill Gengin á brott Óskar Indriðason og Selma Júlíusdóttir létust með eins árs millibili á ögurstundu í lífi Margrétar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.