Morgunblaðið - 04.12.2021, Page 22
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í nóvembermánuði voru aðeins
12% nýskráðra fólksbýla hér á
landi aðeins knúin jarðefnaelds-
neyti. Undirstrikar sú staðreynd
þá þróun sem orðið hefur í átt til
orkuskipta á síðustu árum á bíla-
markaði. Fyrir fimm árum var
hlutfall hreinna dísel- og bens-
ínbíla nærri 90%.
Sífellt meira úrval er af bílum
sem búnir eru rafmótorum að
hluta eða öllu leyti og bílafram-
leiðendur bjóða
upp á breiðari
línu bifreiða en
áður sem þjón-
usta ólíka hópa.
Þessi þróun er
að valda
straumhvörfum
á bílamarkaði.
Gerist þetta á
sama tíma og
markaðurinn
hefur tekið
mjög vel við sér miðað við árið
2020. Á fyrstu 11 mánuðum ársins
hefur nýskráningum nýrra fólks-
bíla fjölgað um 34,6% milli ára.
Þannig hafa alls verið nýskráðir
11.509 fólksbílar á þessu ári. Sala
á raf- og tengiltvinnbílum til ein-
staklinga hefur á sama tíma vaxið
um ríflega 43%.
Hlutfallið tvöfaldast milli ára
Samkvæmt tölum Bílgreina-
sambandsins má sjá að bílaleigur
hafa í auknum mæli tekið við sér
hvað viðkemur orkuskiptum en
hingað til hefur skortur á inn-
viðum fyrir hleðslu slíkra bíla
staðið í vegi fyrir því að leigurnar
bjóði viðskiptavinum sínum upp á
bíla sem taka hvort tveggja í
senn, jarðefnaeldsneyti og raf-
magn.
Það sem af er ári nemur hlut-
deild tengiltvinn- og rafbíla í inn-
kaupum bílaleiganna 43,4%. Er
það gjörbylting frá fyrra ári þeg-
ar hlutfallið var 21,4% og árið
2019 var það aðeins 6,4%.
Jón Trausti Ólafsson, forstjóri
bílaumboðsins Öskju, segir tengil-
tvinn-bíla henta bílaleigunum að
mörgu leyti. Innviðir hér á landi
bjóði ekki strax upp á hreina raf-
bíla fyrir leigurnar en staðan sé
að breytast.
„Auk þess eru tvinnbílarnir
mjög sterkir í endursölu og þessi
fyrirtæki þurfa eðli máls sam-
kvæmt að horfa til þess. En
stjórnvöld settu einnig skilyrði
fyrir stuðningi við bílaleigurnar
þegar kom að niðurfellingu vöru-
gjalda og þær hafa mætt þeim
kröfum með kröftugum hætti eins
og þessar tölur sýna,“ segir Jón
Trausti.
Með 16% markaðshlutdeild
Sama tölfræði sýnir að sölu-
hæsta bílamerkið á Íslandi í ár er
KIA með ríflega 16% markaðs-
hlutdeild. Hafa bílar undir merkj-
um þess selst í 1.692 eintökum.
Rétt mer það Toyota sem hefur
flutt inn 1.684 bíla en nokkru á
eftir þeim er svo Hyundai með
1.039 bifreiðar.
KIA hefur einnig vinninginn í
keppni bílasmiða um fjölda seldra
bíla í flokki tengiltvinn- og rafbíla.
Þannig hefur fyrirtækið nýskráð
848 slíka bíla á árinu og Tesla
kemur þar fast á hæla með 815
bíla. Hyundai vermir svo þriðja
sætið með 525 bíla af þeirri gerð.
Bílaleigurnar taka við sér
- Veðja í auknum mæli á rafmagnið í innkaupum á nýjum bílum - Einstaklingar velja tengiltvinn eða
hreint rafmagn í 68% tilvika - KIA söluhæst í þessum flokki - Tesla í öðru sæti og Hyundai í því þriðja
Orkugjafar nýskráðra fólksbíla til einstaklinga og bílaleigubíla
Hlutfall orkugjafa nýskráðra fólksbíla til einstaklinga (einka) og bílaleigubíla (leigu), %
Hlutfall orkugjafa nýskráðra fólksbíla til einstaklinga,% Hlutfall orkugjafa nýskráðra bílaleigubíla, %
100%
75%
50%
25%
0%
100%
75%
50%
25%
0%
Bensín og dísel samtals
Hybrid, rafmagn og
tengiltvinn samtals
Bensín og dísel samtals
Hybrid, rafmagn og
tengiltvinn samtals
2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021* 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021*
2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021*
Einka Leigu Einka Leigu Einka Leigu Einka Leigu Einka Leigu Einka Leigu Einka Leigu Einka Leigu
Bensín 47 53 42 52 39 54 38 52 36 52 32 58 17 43 7 33
Dísel 50 47 47 48 43 45 37 47 33 44 25 35 15 29 10 16
Hybrid 2 0 3 0 2 0 3 0 6 0 13 1 31 7 38 8
Rafmagn 1 0 3 0 7 0 8 0 7 2 13 3 13 13 15 26
Tengiltvinn 0 0 2 0 6 0 11 0 18 1 16 3 23 8 30 18
Annað 1 0 3 0 3 0 2 0 1 0 1 0 0 0 0 0
* Fyrstu 11 mánuði ársins
H
ei
m
ild
:
B
ílg
re
in
as
am
b
an
d
ið
51%
72%
93%
83%
67%57%
82%
33%43%
18% 17% 7%
28%
49%
Jón Trausti
Ólafsson
22 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Vegna sóttvarnaraðgerða er gerð krafa um neikvætt
hraðpróf. Nánari upplýsingar um hraðpróf má nálgast á:
https://hradprof.covid.is/skraning
Allir félagar velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Félagar eru beðnir um skrá sig á fundinn á:
www.efling.is
Boðið verður upp á léttar veitingar
Efling-stéttarfélag • Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík • Sími 510 7500
Fimmtudaginn 9. desember, kl. 19:00
í Eflingu, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.
Efling–stéttarfélag
boðar til félagsfundar
Kynning á nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Önnur mál
Dagskrá:
1.
2.
« Olíu- og smásölufyrirtækið Skelj-
ungur lækkaði um 2,8% í Kauphöll
Íslands í gær. Lágu lítil viðskipti að
baki flökti bréfanna eða tæpar 10
milljónir króna. Mest varð hækkun á
bréfum fasteignafélagsins Eikar og
nam hún 1,7% í tæplega 17 milljóna
króna viðskiptum. Mest voru viðskipti
með bréf Marels. Námu þau 841
milljón króna og lækkuðu bréf félags-
ins um 0,2%.
Skeljungur lækkar mest
í Kauphöll Íslands
4. desember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.29
Sterlingspund 172.2
Kanadadalur 100.92
Dönsk króna 19.714
Norsk króna 14.238
Sænsk króna 14.28
Svissn. franki 140.77
Japanskt jen 1.1458
SDR 181.07
Evra 146.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.5314
Í gær voru iðnaðarmenn í óðaönn
að koma upp nýjum innréttingum í
Hagkaup í Smáralind. Þar hefur nú
verið opnað fyrir sölu á bandaríska
snyrtivörumerkinu Kiehl’s. Er það í
fyrsta sinn sem vörur þess eru í
boði hér á landi en þær hafa lengi
notið mikilla vinsælda, ekki síst
meðal karlmanna. Það er heildsalan
Terma sem er með umboð fyrir
vöruna hér á landi.
Ástrós Sigurðardóttir, vöru-
merkjastjóri Kiehl’s á Íslandi, segir
innreið merkisins á íslenskan mark-
að mjög kærkomna og margir hafi
beðið þess með óþreyju að það
kæmist í sölu hér á landi. Í fyrstu
verður merkið aðeins til sölu í
verslun Hagkaups í Smáralind en
þá mun hún einnig verða í boði í
gegnum vefverslun Hagkaups sem
verður opnuð á nýju ári. Stofnandi
Kiehl’s var lyfjafræðingurinn John
Kiehl og rekur fyrirtækið sögu sína
allt aftur til ársins 1851. Fyrirtækið
var í hópi hinna fyrstu sem lögðu
áherslu á að fólk prófaði vörur þess
áður en það keypti þær. Einkunn-
arorð þess eru því m.a. „try before
you buy“ eða „prófaðu áður en þú
kaupir“. Eitt af einkennismerkjum
Kiehl’s er apótekarastíll á umbúð-
um þeirra vara sem fyrirtækið
framleiðir. Heldur það með þeim
hætti í ræturnar frá tímum stofn-
andans.
Fornfrægt merki hefur
innreið sína á markaðinn
- Kiehl’s með nýtt heimili í Hagkaup
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Smáralind Iðnaðarmenn höfðu í nógu að snúast í gær við uppsetningu.
Morgunblaðið
óskaði upp-
lýsinga frá
fjármála-
ráðherra um
hvort til
stæði að end-
urskoða þá
ákvörðun að
helminga
ívilnanir til
handa kaup-
endum tengiltvinnbíla um áramót-
in en að öllu óbreyttu hækka slíkir
bílar um 480 þúsund í verði 1. jan-
úar. Haldi stjórnvöld sig sömuleið-
is við hinn svokallaða 15 þúsund
bíla kvóta mun verðið aftur hækka
um 480 þúsund um miðjan febr-
úar, haldi sala þessara bíla sama
dampi og verið hefur. Bendir
Bjarni Benediktsson á að ríkið hafi
frá 2012 varið á annan tug millj-
arða í ívilnanir af þessu tagi en að
taka þurfi mið af breytingum sem
eru að verða á markaðnum og
þeirra tekjuöflunarleiða sem ríkis-
sjóður hafi af bílamarkaðnum.
„Það er sömuleiðis gagnlegt að
líta til annarra ríkja, en við sjáum
m.a. að Norðmönnum hefur geng-
ið vel að byggja upp hlutdeild vist-
vænna bíla. Þar beinist vsk-
stuðningur nú eingöngu að svo-
kölluðum hreinorkubílum, þ.e.
rafmagns- og vetnisbílum sem
losa ekki koltvísýring.“
Verðið hækk-
ar á nýju ári
EKKI FRAMLENGT
Bjarni
Benediktsson