Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sú spurning
vaknar við
fréttir um að
Landsvirkjun þurfi
vegna skorts að tak-
marka afhendingu á
raforku til fiskimjölsverksmiðja í
janúar hvort við Íslendingar höf-
um málað okkur út í horn í orku-
málum.
Í frétt í Morgunblaðinu í gær
kemur fram að eftirspurn eftir
orku hefur verið mun meiri en
gert var ráð fyrir og eigi það við
um allar greinar, hvort sem það
er framleiðsla á áli og kísilmálmi
eða starfemi gagnavera. Sgeir
Tinna Traustadóttir, fram-
kvæmdastjóri sölu og þjónustu
hjá Landsvirkjun, að við-
skiptavinir Landsvirkjunar full-
nýti nú almennt raforkusamn-
inga sína og biðji um að fá meira.
Þar við bætist að vatnsbúskap-
urinn á hálendinu hefur verið
slakur.
Fyrir vikið þurfa þeir við-
skiptavinir fyrirtækisins, sem
samið hafa um kaup á skerð-
anlegri orku, að sæta skerð-
ingum sé orkan ekki næg. Á
þetta meðal annars við um fiski-
mjölsverksmiðjur, fiskþurrkanir
og fjarvarmaveitur. Þá eru samn-
ingar við stórnotendur einnig
með ákvæði um skerðingar. Á
þessi ákvæði hefur ekki reynt ár-
um saman, en nú er öldin önnur.
Nú er í aðsigi stærsta loðnu-
vertíð í nokkurn tíma og fer sá
hluti aflans, sem ekki er notaður
til manneldis, í orkufreka
bræðslu. Komi til skömmtunar
mun þurfa að reka bræðsluna
með innfluttri olíu og það væri
kaldhæðnislegt afturhvarf mitt í
átaki til þess að
draga úr notkun
jarðefnaeldsneytis
með það að mark-
miði að hverfa alfar-
ið frá henni. Það er
til lítils að rafvæða bílaflota
landsins ef olíuvæða á framleiðsl-
una.
Hér er ef til vill um undan-
tekningarástand að ræða. Eft-
irspurnin eftir rafmagni fer í
topp á sama tíma og vatnsborð
lóna er lágt.
En það kemur fleira til. Ekki
bætir úr skák að sums staðar er
flutningsgeta á orku á milli
svæða minni en æskilegt væri.
Það eru því innbyggðir flösku-
hálsar í kerfinu.
Orkumál eru spurning um
þjóðaröryggi. Þeim þarf að haga
þannig að nóg sé fyrir hendi af
orku til að reka þjóðarbúið, sinna
þörfum bæði atvinnulífs og heim-
ila. Lítið hefur bæst við upp á síð-
kastið og eins og kemur fram í
máli Tinnu Traustadóttur hafa
engar ákvarðanir verið teknar
um nýjar framkvæmdir.
Innviðir eru mikið til umræðu
þessa dagana. Það getur kostað
sitt að vanrækja innviðina. Þessu
hafa Bandaríkjamenn kynnst
með þjóðvegakerfi í molum og í
Þýskalandi er orðið að stór-
pólitísku máli hvað netvæðing er
skammt á veg komin.
Íslendingar geta ekki leyft sér
að vanrækja orkumálin. Átak í
orkumálum snýst ekki um að
setja náttúruna í annað sætið.
Það snýst um að nýta þessa mik-
ilvægu auðlind til þess að tryggja
hér velmegun og hagsæld í sátt
við náttúruna.
Íslendingar geta
ekki leyft sér að
vanrækja orkumálin}
Máluð út í horn?
Efnahagslíf Kúbu
er aðþrengt og
krafan um breyt-
ingar á eyjunni
verður sífellt há-
værari. Undanfarið
ár hefur farið for-
dæmalaus alda mót-
mæla um landið og
eyjarskeggjar skella skuldinni af
öllu sem á bjátar á komm-
únistaflokkinn.
Þetta er staðan á Kúbu fimm
árum eftir andlát Fidels Castros,
sem leiddi byltinguna á eyjunni
árið 1959.
Á Kúbu er komin fram ný kyn-
slóð, sem kölluð er barnabörn
byltingarinnar, og hún krefst
meira frelsis og réttinda, lýð-
ræðis og efnahagslegra tæki-
færa. Netið og félagsmiðlar, sem
héldu innreið sína fyrir þremur
árum, eiga sinn þátt í þeirri
sprengingu, sem orðið hefur á
Kúbu.
Yfirvöld taka enn harkalega á
andófsmönnum. Í nóvember flúði
Yunior Garcia, sem leitt hefur
mótmæli gegn kúbönskum yfir-
völdum, til Spánar vegna þrýst-
ings stjórnvalda. Hann játti því
að brottför sín væri áfall fyrir
stjórnarandstöðuna
í landinu, en hann
hefði yfirgefið Kúbu
af því að við sér
hefði blasað „lifandi
dauði“ og bætti við:
„Ég mun að endingu
fyrirgefa sjálfum
mér fyrir að hafa
ekki haft hugrekki til að verða að
steini eða breytast í brons-
styttu,“ sagði hann.
Garcia hafði setið undir linnu-
lausum árásum í kúbönskum rík-
isfjölmiðlum og í bloggi vinveittu
stjórnvöldum vegna mótmæla,
sem hann hafði skipulagt. Mót-
mælin voru bönnuð og þegar
hann hugðist ganga einn síns liðs
var honum meinuð útganga úr
íbúð sinni. Konu hans var hótað
að hún myndi missa vinnu sína.
Íbúar Kúbu hafa þurft að
ganga í gegnum margar hremm-
ingar vegna stjórnarfarsins í
landinu. Kommúnistaflokkurinn
heldur áfram að stjórna í krafti
kúgunar og yfirgangs. Það er
kominn tími til þess að hann átti
sig á því að byltingin er í öng-
stræti, losi um tökin og leyfi
nýrri kynslóð að njóta sín frekar
en að hrekja hana úr landi.
Kommúnistaflokk-
urinn á Kúbu heldur
áfram að stjórna í
krafti kúgunar og
yfirgangs}
Bylting í öngstræti
Þ
að var hátíðleg stund á Alþingi í vik-
unni þegar fyrsta stefnuræða kjör-
tímabilsins var flutt á fullveldisdegi
okkar Íslendinga hinn 1. desember.
Stefnuræðan markar ávallt ákveðin
tímamót sem gefa okkur kjörnum fulltrúum
tækifæri til þess að líta yfir farinn veg og horfa
til framtíðar. Undanfarin fjögur ár hefur margt
áunnist á fjölmörgum sviðum samfélagsins og
boðar nýr stjórnarsáttmáli áframhaldandi fram-
farir.
Gert hærra undir höfði
Liður í þeim breytingum sem kynntar hafa
verið er hið nýja ráðuneyti ferða-, menningar-
og viðskiptamála sem undirrituð mun fara fyrir.
Breytingarnar eru tímabærar enda eru tugþús-
undir sem starfa við menningu, skapandi grein-
ar og ferðaþjónustu sem fléttast saman með ýmsu móti,
auka aðdráttarafl Íslands og skapa gríðarleg verðmæti fyr-
ir þjóðarbúið. Greinarnar eru ekki síður mikilvægar til
þess að skapa Íslandi ákveðinn sess í samfélagi þjóðanna
með hinu mjúka valdi og jákvæðum hughrifum sem þeim
fylgja. Öflug menning og ferðaþjónusta eru einnig mik-
ilvægur hluti samfélaganna hringinn í kringum landið og
hafa á undanförnum árum gætt ýmis svæði nýju lífi.
Áframhaldandi menningarsókn
Á síðasta kjörtímabili var grunnur menningar styrktur
verulega. Þannig hefur nýtt stuðningskerfi við bókaútgáfu
skilað 36% aukningu í útgefnum bókum, starfslaunum var
fjölgað, fyrstu sviðslistalögin sett, hópum listamanna
tryggðir kjarasamningar, listmenntun efld, ný menningar-
hús fjármögnuð, nýjar kvikmynda- og bóka-
menntastefnur settar fram ásamt aðgerðaáætl-
un í menningarmálum svo að fá dæmi séu
tekin. Byggt verður á þessum góða grunni
næstu fjögur ár og strax á næsta ári verður
rúmum milljarði varið í nýja kvikmyndastefnu
og til aukinna endurgreiðslna í kvikmyndagerð,
nýjar myndlistar- og tónlistastefnur kláraðar
og ný Sviðslistamiðstöð hefja starfsemi svo
stiklað sé á stóru.
Ferðaþjónusta á heimsmælikvarða
Ferðaþjónustan verður áfram stór þáttur í
íslensku efnahagslífi og er mikilvægt að hún fái
tækifæri til uppbyggingar eftir áföll heimsfar-
aldursins. Lögð verður áhersla á að ferðaþjón-
usta á Íslandi sé arðsöm og samkeppnishæf at-
vinnugrein í sátt við náttúru og íslenska
menningu. Við viljum að Ísland sé í fararbroddi í sjálfbærri
þróun og nýsköpun í ferðaþjónustu. Á kjörtímabilinu verð-
ur áfram unnið að uppbyggingu innviða í takt við fjölgun
ferðamanna, stefnu í ferðaþjónustu til 2030 sem mótuð var
á síðasta kjörtímabili í góðri samvinnu hagaðila verður
fylgt eftir ásamt heildstæðri aðgerðaáætlun.
Framtíðin er björt
Fullt tilefni er til þess að líta björtum augum til fram-
tíðar og er ég full tilhlökkunar að takast á við ný verkefni.
Ég heiti því að leggja mig alla fram í þágu minna mála-
flokka – hinna gjöfulu greina.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Hinar gjöfulu greinar
Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og
varaformaður Framsóknarflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sjö af tólf fjölmennustu sveitar-
félögum landsins lækka álagningar-
prósentu fasteignaskatts á íbúðar-
húsnæði á næsta ári til að koma til
móts við íbúa vegna hækkunar fast-
eignamats. Fimm sveitarfélaganna
lækka álagningarprósentu fasteigna-
skatts á atvinnuhúsnæði. Kemur þetta
fram í samantekt Félags atvinnurek-
enda sem birt er hér að ofan.
„Það eru ákveðin vonbrigði að
fleiri sveitarfélög í hópi þeirra stærstu
hafi ekki haft tækifæri til að hreyfa sig
í þessa átt. Það á sérstaklega við um
Reykjavíkurborg sem leggur fast-
eignaskatt á rúmlega helming alls at-
vinnuhúsnæðis í landinu. Sérstaða
borgarinnar er sláandi, hún er í hópi
þeirra sveitarfélaga sem leggja hæstu
skattprósentuna á atvinnuhúsnæði.
Það hlýtur að vera umhugsunarefni
fyrir borgarstjórnarmeirihluta sem vill
hlúa vel að atvinnulífi,“ segir Ólafur
Stephensen, framkvæmdastjóri Fé-
lags atvinnurekenda.
Hæstu álögur í Fjarðabyggð
Fjarðabyggð verður með hæsta
fasteignaskattinn af þessum tólf sveit-
arfélögum, bæði á íbúðar- og atvinnu-
húsnæði, þótt bæjarstjórn hafi ákveðið
að lækka skattprósentuna á íbúðar-
húsnæði. Seltjarnanesbær er og verð-
ur með lægstu skattprósentuna í báð-
um fasteignaflokkum. Miðast allar
tölur við fjárhagsásætlun eða frum-
varp að fjárhagsáætlun næsta árs og
er hugsanlegt að einhverjar tölur
breytist í meðförum bæjarstjórna.
Þótt Seltjarnanes sé með lægstu
skattprósentuna á íbúðarhúsnæði
hækka tekjur sveitarsjóðs þess mest,
eða um 9,6%, frá yfirstandandi ári. Er
það vegna hækkunar fasteignamats.
Aftur á móti hefur lækkun prósentu í
Reykjanesbæ þau áhrif að tekjur af
fasteignaskatti af íbúðarhúsnæði
lækka um 3,4% á næsta ári. Árborg
heldur sinni álagningu óbreyttri og
aukast skatttekjur af atvinnuhúsnæði
mest þar, eða um 10,8%. Vegna lækk-
unar á álagningu Vestmannaeyja-
bæjar lækka skatttekjur þess sveitar-
félags af atvinnuhúsnæði um 1,4%.
Ólafur segir að Félag atvinnurek-
enda velti vöngum yfir því að sveit-
arfélög sem sjá ástæðu til að lækka
álagningarprósentu á íbúðir til að
koma til móts við íbúa vegna hækk-
unar fasteignamats geri ekki það sama
varðandi atvinnuhúsnæði. Hann segist
ekki sjá rökin fyrir því.
Rifjar Ólafur upp að frá árinu
2015, þegar núverandi fasteigna-
matskerfi var tekið upp, og til ársins
2020 hafi skattgreiðslur fyrirtækjanna
vegna atvinnuhúsnæðis hækkað um
11,5 milljarða eða um 68%. Sveit-
arfélögin hafi því fengið miklar tekjur
á þessum tíma. Hafi þessi innheimta
sveitarfélaganna ekki alltaf endur-
speglað gengi atvinnulífsins. Sérstök
ástæða sé til að sýna sanngirni nú og
lækka prósentuna vegna erfiðleika í
vissum greinum atvinnulífsins, eins og
til dæmis ferða- og veitingaþjónustu
þar sem mörg dæmi séu um skertar
tekjur og jafnvel litlar tekjur af eign-
um.
Mörg sveitarfélög
lækka skatt af íbúðum
Félag atvinnurekenda hefur undanfarin ár þrýst á um lækkun fasteigna-
skatta af atvinnuhúsnæði. „Við hófum þessa baráttu fyrir fimm árum
vegna þess að okkur fannst hækkanir fasteignaskatts á fyrirtæki komnar
út í öfgar. Flest sveitarfélög voru að innheimta lögleyft hámark. Nú er að-
eins eitt sveitarfélag eftir, af tólf stærstu, sem er í hámarkinu (Fjarða-
byggð) og þetta þokast niður á við. Baráttan ber einhvern árangur þótt
okkur finnist að hún mætti ganga betur,“ segir Ólafur Stephensen.
Mætti ganga betur
BARÁTTA Í FIMM ÁR
Álagning fasteignaskatta 2021 og 2022 – 12 stærstu sveitarfélögin
*Skv. frumvörpum að
fjárhagsáætlun 2022.
**Heimild: Þjóðskrá,
Fasteignamat 2022.
ÍBÚÐARHÚSNÆÐI ATVINNUHÚSNÆÐI
Álagningarhlutfall Hækkun 2021-2022 Álagningarhlutfall Hækkun 2021-2022
2021 2022* Án aðgerða** M.v. áætlun*** 2021 2022* Án aðgerða** M.v. áætlun***
Reykjavík 0,1800% 0,1800% 7,7% 7,7% 1,6000% 1,6000% 5,0% 5,0%
Kópavogur 0,2120% 0,2000% 11,7% 1,1% 1,4700% 1,4400% 8,0% 5,8%
Seltjarnarnes 0,1750% 0,1750% 9,6% 9,6% 1,1875% 1,1875% 8,0% 8,0%
Garðabær 0,1850% 0,1790% 10,5% 6,9% 1,5900% 1,5500% 7,0% 4,3%
Hafnarfjörður 0,2580% 0,2460% 8,2% 3,2% 1,4000% 1,4000% 7,6% 7,6%
Mosfellsbær 0,2070% 0,2030% 9,7% 7,6% 1,5600% 1,5400% 7,5% 6,1%
Akranes 0,2514% 0,2514% 1,9% 1,9% 1,4000% 1,4000% 8,7% 8,7%
Reykjanesbær 0,3200% 0,3000% 3,0% -3,4% 1,5200% 1,5000% 8,8% 7,4%
Árborg 0,2544% 0,2544% 8,7% 8,7% 1,6000% 1,6000% 10,8% 10,8%
Vestmannaeyjar 0,2910% 0,2810% 3,9% 0,3% 1,5500% 1,4500% 5,9% -1,4%
Akureyri 0,3300% 0,3300% 1,7% 1,7% 1,6300% 1,6300% 7,5% 7,5%
Fjarðabyggð 0,5000% 0,4800% 6,1% 1,9% 1,6500% 1,6500% 8,0% 8,0%
***Rauður litur þýðir lækkun frá því sem orðið hefði án breytingar á álagningarhlutfalli. Heimild: Félagi atvinnurekenda