Morgunblaðið - 04.12.2021, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 04.12.2021, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 Fréttirnar af komu ömmu minn- ar í þennan heim bárust að handan er langömmu mína Þórunni dreymdi að til hennar kæmu uppeldisbræður hennar sem drukknað höfðu á sjó. Henni fannst hún hafa undir svuntunni litla pönnuköku og vildi deila henni milli þeirra. Þennan draum skildi hún svo að þeir vitjuðu nafns. Langafi hélt nú ekki. Þá komu þeir til hans aftur rennvotir á sjóklæðunum, þrífa upp barnið á fótunum og skekja framan í hann. Það varð úr amma mín hlaut nafnið Guð- munda Jóhanna. Sú fimmta í röðinni af tólf systkinum. Það sem ég veit um uppvöxt hennar eru örmyndir sem skutu upp kollinum öðru hvoru í samtölum okkar. Ég veit að amma gætti barna og lamba og vissi ætíð hvar smalaprikið hennar var. Því hún reyndi líka mikið að kenna mér hið sama. Allt á vísum stað. Ég veit hún hljóp um Arnar- fjörðinn á eftir lömbunum þar til blóðið kom upp í munninn. Ég veit hve heitt hún elskaði fólkið sitt og hve sterkt henni rann blóðið til skyldunnar. Maður sér um sína, sagði hún. Ég veit hve sárt hún saknaði móður sinnar sem dó langt fyrir aldur fram. Afa sá hún fyrst koma ríðandi inn í Arnarfjörðinn á hvítum hesti, svo segir í það minnsta sagan. Þá var hann nýkominn til Íslands frá Kanada, en þar hafði hann alist upp. Hann talaði ensku með syngjandi hreim og sagði tape en ekki límband og all right. Í Reykjavík lágu leiðir þeirra afa saman aftur og þau komu undir sig fótunum af gríð- arlegri vinnusemi og elju. Afi seldi egg og þau fluttu saman í lítinn bústað rétt utan við bæinn, Seinna leigðu þau íbúð við Laugaveginn og byggðu svo hús- ið sitt í Sörlaskjólinu. Þau komu á fót versluninni Vör og ég á sælar minningar um töggur og litla mola sem var stundum Guðmunda Jóhanna Dagbjartsdóttir ✝ Guðmunda Jó- hanna Dag- bjartsdóttir fæddist 8. október 1922. Hún lést 16. nóv- ember 2021. Útför Guðmundu fór fram 2. desem- ber 2021. stungið upp í mig á bak við búðarborð- ið. Hvíta eldhúsið í skjólunum er ein- hvern veginn mið- punktur allra minna minninga. Þar sat afi og dæsti yfir því að alltaf skyldi maður nú þurfa að vera að borða, og gaf mér svo rúg- brauð með hunangi. Á milli afa og ömmu var ást og virðing og það var alltaf spurt. Ég spyr hana Mundu mína, var viðkvæði hjá afa og amma spurði hann Pétur sinn að sama skapi. Í hvíta eldhúsinu voru sagðar veð- urfregnir, draumar og aðrar fréttir bæði úr fortíð og framtíð. Amma var berdreymin. Lífið í skjólunum tifaði í takt við mat- málstímana. Þar var kaffi eða te ætíð uppáhellt og ilmur af soð- inni ýsu og bráðnu smjöri, sem var uppáhaldið mitt. Hún rækt- aði blóm bæði inni og úti, rósir blómstruðu í garðinum og börn sofnuðu á sófanum. Í sumarbú- staðnum á Þingvöllum voru mér sagðar sögur af álfum og amma gaf mér sykurmola til að pota inn í rauf á steini sem stóð við bústaðinn. Hún kom ekki í heim- sókn til að láta hafa fyrir sér heldur til að létta undir. Nú þeg- ar hún hefur kvatt stendur það eftir að ég vissi að ég var elskuð. Ég vissi að ég gæti leitaði til hennar. Hún myndi bretta upp ermarnar. Hún myndi koma með grillaðan kjúkling í kvöldmat, vaska upp og róa börnin. Það var engin vitleysa í gangi, það sem þurfti að gera var gert. Það gerði hún óspurð. Þorgerður S. Jörundsdóttir. Skötuilmur af mæðgunum? Maður vissi samstundis hvar þær höfðu verið. Jú, auðvitað hjá ömmu Mundu í Sörlaskjólinu. Fyrst fannst mér þetta kannski frekar hvimleiður fnykur, en með árunum fór það að verða al- veg ómissandi hluti af jólunum að þær mæðgur og síðar líka synirnir færu í Skjólið til ömmu að fá sér skötubita á Þorláki og kæmu heim ilmandi af þessu hreinræktaða vestfirska kjarna- fæði. Amma Munda, eins og hún var alltaf kölluð heima hjá okk- ur, hafði stórt hjarta. Hún hugs- aði ávallt vel um sína. Hún var örlát og vildi sjá til þess að allir fengju nóg og að engum væri kalt. Hún kallaði mig iðulega Óskar sinn, alveg frá því að ég hitti hana fyrst og það var ekki bara ég sem varð hennar við það tengjast henni Þorgerði minni, heldur varð öll mín fjölskylda það líka. Þannig skeytti hún óhikað við „minn“ eða „mín“ þegar hún talaði um foreldra mína eða systur mínar. Hún var alltaf að spyrja frétta af sínu fólki. Og þegar hún Ninna systir fann ástina fyrir vestan og flutt- ist vestur í Ísafjarðardjúp fór Munda líka að spyrja frétta að vestan, hvernig hún „Ninna mín“ og hann „Böddi minn“ hefðu það. Maður skynjaði hvað henni fannst vænt um að við skyldum hafa svona bein tengsl vestur í hennar gömlu sveit. Við Þor- gerður fórum oft í heimsóknir vestur og ávallt vildi amma vita hvort við hefðum nú ekki líka kíkt við í Hvestu, en þeir sem þekkja til fyrir vestan vita kannski að það er ekki beint al- veg í leiðinni! En auðvitað komum við líka stundum við í Hvestu og nutum náttúrufegurðarinnar. Gengum á gulum Hvestuvaðlinum og virt- um fyrir okkur grösugan dalinn og reisuleg fjöllin sem girða hann af og djúpbláan Arnar- fjörðinn. Svo sannarlega falleg sveit og skiljanlegt að hún hafi alltaf verið henni ömmu Mundu hjartfólgin. Um leið varð okkur hugsað til sagna hennar, sáum fyrir okkur hvernig hún sem barn hafði hlaupið um grundirn- ar og upp fjallshlíðarnar að elt- ast við skjáturnar. 99 ár eru langur tími. Manns- ævin verður ekki mikið lengri og verðmætt þegar hægt er að halda heilsu og reisn allan tím- ann, en það gerði hún Munda svo eftir var tekið. Það er ekki mikið meira en hálft ár frá því að hún og Jóhanna tengdamamma fóru síðast saman í Vesturbæj- arlaugina í morgunsundið sitt kl. 07:00, og bara rétt 1 og ½ mán- uður síðan hún hélt upp á afmæl- ið sitt inni í Sörlaskjóli hvar hún gekk um og sá til þess að allir fengju nú nóg og að allir væru örugglega með kaffi í bollanum sínum. Og óhætt er að segja að hún hafi lifað tímana tvenna á þessari löngu ævi: frá gamaldags vestfirsku sveitaheimili þar sem „pabbi Dagbjartur“ þurfti að fara eldsnemma út í dimman vetrarmorguninn til að brjóta ís- inn af bæjarlæknum til að fólkið og skepnurnar fengju sitt vatn, yfir á mölina í Reykjavík, fyrst í litlum bústað með honum Pétri sínum og síðan yfir í fallega hús- ið sem þau byggðu í Sörlaskjól- inu. Hún lifði mestu umbreyting- artíma Íslandssögunnar og því kannski engin furða að hún hafi verið sagnabrunnur. Hún var mögnuð hún amma Munda. Hvíli hún í friði. Óskar Sturluson. Elsku amma Munda mín, það er komið að kveðjustund og mig langar til að segja þér að þú varst mér ekki eingöngu ynd- isleg amma, heldur varstu líka traustur klettur og góður vinur allt mitt líf. Þú varst mér alltaf góð og sterk fyrirmynd og ég verð þér ævinlega þakklátur fyr- ir allar okkar góðu og yndislegu minningar. Þegar ég hugsa til þín þá birtist þú mér alltaf með bros og söng á vör, og með eina eða tvær vísur tilbúnar ef til- efnið leyfir. Þú stóðst alltaf við bakið á mér og varst reiðubúin að rétta fram hjálparhönd. Það var aldrei slæmur tími til að heimsækja þig og alltaf til kaffi á könnunni. Sérstaklega er ég þakklátur að þú passaðir að hafa alltaf sam- band ef of langt var liðið frá því að við heyrðumst, þá var ég stundum sokkinn í ys og þys líð- andi stundar og þá var alltaf gott að heyra rödd þína. Ég mun sakna að koma til þín, tylla mér inn í eldhús með kaffibolla og kannski kleinu og eiga notalega stund með þér. Sem barn elskaði ég alltaf að koma í heimsókn og fá heitt kakó sem þú gafst mér oft. Með- an ég var í háskólanámi var ég svo heppinn að geta komið nán- ast á hverjum degi til þín og afa Péturs, sem var þá enn meðal okkar. Seinna var öll fjölskyldan mætt til þín, ég, Elena og börnin okkar þrjú, með heitt kakó og kleinur, inn í eldhúsi, og öll börnin að syngja með þér með bros á vör. Ég og Elena munum vel eftir þegar við bjuggum hjá þér í stutta stund, meðan við biðum eftir að geta flutt inn í nýja heimilið okkar. Við áttum þá með þér margar yndislegar og skemmtilegar stundir og erum þér ævinlega þakklát fyrir það að hafa boðið okkur húsaskjól og fyrir allar góðu og yndislegu minningarnar. Það er mér sárt að kveðja þig, elsku amma, ég mun sakna þín mikið, þú verður ætíð í huga og hjarta mínu. Tómas Davíð Þorsteinsson. Elsku Ísleifur. Hvernig byrjar maður að skrifa minningargrein um þig, það er svo erf- itt af því maður er að tala við þig í hinsta sinn. Minningarnar eru margar og svo góðar og skemmtilegar. Ég man svo vel daginn sem þú fæddist. Ég var á leið heim úr skólanum þegar vinkona mín kom hlaupandi og sagði að ég væri búin að eignast frænda. Ég hljóp svo spennt heim og spurði mömmu hvort þetta væri satt og hún játti því. Stuttu seinna var ég komin heim til ykkar til að sjá þig. Þú varst svo lítill og sætur, mig langaði hreinlega að stinga þér i vasann og hafa þig með mér hvert sem ég færi. Ég man eftir því þegar fyrstu jólin þín nálguðust, þá saumaði mamma þín á þig voða fínar ✝ Ísleifur Birg- isson fæddist 23. febrúar 1981. Hann lést 13. nóv- ember 2021. Ísleif- ur var jarðsunginn 3. desember 2021. sparibuxur úr grárri ull og bindi í stíl og svo varstu í voða fínni hvítri skyrtu. Það er til mynd af þér í þess- um fötum þar sem þú situr á Fischer Price-bílnum sem þú varst vanur að burra út um allt á. Ég passaði þig fyrsta sumarið þitt þegar mamma þín fór að vinna. Þá var fæðingarorlofið ekki eins langt og það er í dag. En mér fannst gaman að setja þig í barnavagninn og þeysa niður Laugaveginn með þig. Í eitt skiptið þegar ég var að fara nið- ur Laugaveginn voru fram- kvæmdir fyrir framan Gull og silfur, það var búið að taka allar hellurnar upp með tilheyrandi hnjaski. Ég geystist þarna í gegn, en á miðri leið stoppaði mig kona og sagði: „Þú verður að fara hægar yfir, barnið getur bara skoppað upp úr vagnin- um!“ Ég fór varlegar eftir það, því ekki vildi ég að þú skopp- aðir upp úr vagninum. Þú varst eyrnabarn eins og sagt er, og fannst stundum til, og til að róa þig svo þú gætir sofnað hélt mamma þín á þér í fanginu og raulaði sama lagið aftur og aftur. Á endanum varstu sjálfur farinn að raula þetta í fanginu á mömmu þinni til að geta sofnað. Svo þegar þú eltist fórstu að gera svolítið sem fylgdi þér þegar þú varst lítill, og það var að setja munninn í stút og anda ótt og títt í gegn- um nefið, og þú varst svo mikið krútt þegar þú gerðir þetta. Þér fannst mjög gott að borða, og það sem þú gast borðað. Þér fannst skyr ótrúlega gott. Þú gast borðað reiðinnar ósköp af því. Já, ég tengi skyr við þig eins og snjóinn við veturinn. Það er svo sárt að sjá á eftir þér, en svona er nú lífið, fólk lif- ir og deyr og þú fórst allt of snemma. En þú skilur eftir þig þrjá litla engla, kannski á mað- ur eftir að sjá blik í þeim sem minna á þig. Svo varðstu full- orðinn og varst alltaf kátur og glaður. Eða eins og börnin mín minnast þín; hann var alltaf svo kátur og spilaði mikið á gítarinn sinn. Ég bið algóðan kærleiksríkan Guð að sefa sorg foreldra þinna, systur og barna, því harmur þeirra er mikill. Elsku Ísleifur, þetta verða hinstu orð mín til þín, ég vildi að svo væri ekki. En minningin um góðan dreng lifir. Farðu í Guðs friði, og friður Guðs þig blessi. Kærleikskveðja, Ágústa. Elsku Ísi, elsku gamli vinur. Eða Ísó, eins og Einsi bróðir var vanur að kalla þig í stríðni en það þótti okkur afar glatað. Við vorum góðir vinir i Hvassó og MH þótt leiðir hafi svo skil- ið. Ég gleymi samt aldrei glaða brosinu þínu og átti alltaf von á að við myndum hittast aftur, bara spurning um tíma. Maður heldur alltaf að maður hafi meiri tíma. Elsku Ísi, það er þyngra en tárum taki að þú haf- ir séð þessa einu leið færa. Vin- margur, glaður og skemmtileg- ur, en hvað veit maður svo sem hvað dylst bak við fallegt bros? Þótt ég hafi ekki hitt þig í fleiri ár þá mun ég samt sakna þín gamli vinur, því heimurinn var sannarlega betri með þig í hon- um. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til þinna nánustu í þessari sáru sorg, missir ykkar er mikill. Þín vinkona, Guðrún Eiríksdóttir. Ísleifur Birgisson Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar um útför þína af nærgætni og virðingu – hefjum samtalið. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Hinsta óskin Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS BJÖRNSDÓTTIR, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 19. nóvember á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigrún Áskelsdóttir Þórir Ólafsson Jón Áskelsson Kristbjörg Antoníusardóttir Nanna Þóra Áskelsdóttir ömmubörnin Ástkær bróðir okkar, mágur og föðurbróðir, JÓHANN ÍSLEIFSSON, lést á Landakotsspítala laugardaginn 27. nóvember. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ólafur Ísleifsson Örn Ísleifsson Guðrún Þóra Magnúsdóttir Ólafur Örn Arnarson Páll Ágúst Ólafsson Karen Lind Ólafsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐNÝ JÓHANNESDÓTTIR, Ölduslóð 13, Hafnarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 20. nóvember. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hreinn Sæmundsson Sigurjón H. Hreinsson Heiða B. Karlsdóttir Bjarki Hreinsson Jóhannes H. Hauksson Ásdís Melsted ömmu- og langömmubörn og systkini hinnar látnu Elsku hjartans sonur okkar, bróðir og barnabarn, PÉTUR JÓNSSON, Furuási 10, Hafnarfirði, lést laugardaginn 20. nóvember á krabbameinsdeild Landspítalans. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. desember klukkan 15. Vegna sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna fram á neikvætt Covid-hraðpróf sem er ekki eldra en 48 klst. við komu í kirkju. Heimapróf eru ekki tekin gild. Sigrún Magnúsdóttir Jón Gauti Jónsson Berglind Jónsdóttir Einar Jónsson Edda Erlendsdóttir Magnús Kristinsson Hallgerður Pétursdóttir Árni Pálsson Hólmfríður Árnadóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.