Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 ✝ Eggert Krist- inn Jóhannes- son fæddist 2. mars 1938 í Reykjavík. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Mörk 5. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Steinunn Guðný Krist- insdóttir húsmóðir og Jóhannes Egg- ertsson hljóðfæraleikari. Eggert var elstur 7 systkina en þau eru: Þorvaldur Steinar, Halldór Helgi, látinn, Halldóra Helga, Þorvaldur Steinar, Guð- björg Ingibjörg og Guðbjörg. Börn Eggerts með maka I, Kolbrúnu Önnu Carlsen, eru: 1) Jóhannes, synir hans eru Baldvin, Eggert Ingi og Bald- Eggert ólst upp í Reykjavík og bjó lengst af æsku sinnar í Bústaðahverfinu. Fótbolti og Knattspyrnufélagið Víkingur átti hug hans allan. Hann byrj- aði að þjálfa 15 ára og sá lengi um uppbyggingu á þjálfunar- starfi yngri flokkanna með ein- stökum árangri. Einnig þjálf- aði hann Meistaraflokk Víkings í nokkur ár sem varð bikarmeistari í fyrsta sinn und- ir hans stjórn árið 1971. Síðar flutti hann til Færeyja og þjálfaði þar bæði B36 og færeyska landsliðið. Hann kom einnig að íslenska landsliðinu og var stofnfélagi Knattspyrnuþjálfarafélags Ís- lands og formaður þess í 10 ár. Eggert vann ýmis störf í gegnum ævina, t.d. hjá Kók, Andersen & Lauth, Glóbus og Reykjavíkurborg. Einnig bar hann Morgunblaðið út í 30 ár ásamt eiginkonu sinni.Útför Eggerts fór fram frá kirkju Óháða safnaðarins 19. nóv- ember 2021 að viðstöddum nánustu fjölskyldu og vinum. ur. 2) Steinunn Björk, dætur hennar eru Kolbún Edda, Gunnhildur og Elísabet. 3) Svava María, synir hennar eru Flóki, Tumi og Atli. Dótt- ir með maka II, Guðrúnu Brynj- ólfsdóttur, 1) Bryndís Erla, maki Gísli Geir Harð- arson, börn þeirra eru Krist- rún Lilja, Tómas og Sigurlaug. Stjúpbörn Eggerts eru: 1) Jac- queline, dóttir hennar er Cel- ine og Maurice, maki Gerður Pálmadóttir, dætur hans eru Karitas og Kamilla. Eftirlifandi eiginkona Egg- erts er Gabriele Jóhannesson en þau voru gift í 33 ár. Eggert Jóhannesson er látinn 83 ára að aldri. Eggert á langa sögu sem knattspyrnuþjálfari, en hann hóf knattspyrnuþjálf- araferil sinn hjá uppeldisfélagi sínu Víkingi þar sem hann starf- aði í mörg ár og átti farsælan feril þar. Auk þess að þjálfa hjá Víkingi kom hann víða við, fór meðal annars til Færeyja að þjálfa lið B-36 og var þar í nokkurn tíma. Er heim kom gerðist hann þjálfari hjá Víði Garði og fleiri félögum. Ég kynntist Eggerti náið eftir að stofnfundur knattspyrnuþjálf- arafélagsins (KÞÍ) var haldinn í hátíðasal Austurbæjarskóla fyr- ir réttum 50 árum, en á þeim fundi sátum við Eggert ásamt nokkrum áhugasömum knatt- spyrnuþjálfurum. Aðalhvata- maður að þessum stofnfundi var Albert Guðmundsson sem þá var formaður KSÍ. Eggert tók við formennsku félagsins af fyrrum formönnum KÞÍ, þeim Sölva Óskarssyn sem var fyrsti formaður og Þórhalli Stígssyni. Eggert fékk undirritaðan til að vera með sér í stjórn sem varði í ein tíu ár. Eggert var mjög áhugasamur um hag KÞÍ og í hans formannstíð varð KÞÍ aðili að stofnun Knattspyrnuþjálfara- félags Evrópu sem var mikið framfaraspor fyrir knattspyrnu- þjálfara í Evrópu og ekki síst hér á landi, en við það opnuðust leiðir á námskeið og ráðstefnur í ýmsum löndum. Samskipti okk- ar Eggerts hafa alltaf verið mikil og náin í gegnum tíðina, eða allt til þess tíma að hann veiktist af þeim sjúkdómi sem felldi hann að lokum. Ég náði að heimsækja Eggert rétt fyrir andlát hans og var mikið af hon- um dregið en hann hafði þó þrek til að teikna upp nokkrar æfingar fyrir okkur sem sýndi hvar hugur hans lá. Ég vil að lokum þakka Eggerti fyrir sam- veruna og vináttuna á okkar langa knattspyrnuþjálfaraferli. Ég flyt kveðju frá stjórn Knatt- spyrnuþjálfarafélags Íslands með þökk fyrir hans mikla starf í þágu félagsins. Ég sendi fjöl- skyldu Eggerts mínar dýpstu samúðarkveðjur. Lárus Loftsson. Eggert Kristinn Jóhannes- son, heiðursfélagi og fv. knatt- spyrnuþjálfari Víkings, hóf fer- ilinn í yngri flokkunum árið 1955 og hafði þá þegar tekið flestar þjálfunargráður sem í boði voru hér á þeim tíma. Þjálfaraferill hans spannaði lið- lega 50 ár, samhliða annarri vinnu, og var afar glæsilegur. Áhersla hans var ekki á kraf- taknattspyrnu þar sem þeir lík- amlega sterkustu unnu, heldur að leika af lipurð, snerpu og út- sjónarsemi með boltann og taka ætíð mið af aðstæðum á vell- inum. Þetta hugnaðist vel strák- unum í Víkingshverfinu á sjötta áratug síðustu aldar, enda létu sigrarnir ekki á sér standa. Fyrsta mótið sem vannst, með fádæma yfirburðum, undir stjórn Edda var haustmót 5. flokks árið 1959. Þá hafði félag- ið ekki unnið titil í knattspyrnu frá því árið 1940. Af þessum haustmeisturum 1959 héldu sex áfram upp í meistaraflokk fé- lagsins undir stjórn Edda í all- nokkur ár og og náðu góðum ár- angri. Félagið hafði þá ekki starfað nema tæpan áratug í hverfinu við heldur bágar aðstæður til útiæfinga jafnt sem starfsemi innanhúss og félagsheimilið var leigt út til skólahalds í þessu barnmarga hverfi svo að að- gangur að því var mjög tak- markaður mikinn hluta ársins. Þá tók Eddi til sinna ráða og var meðal annars með töfluæf- ingar fyrir leiki heima hjá sér á Sogavegi. Fyrir keppnisferðir í leiki úti á landi leigði hann oft- ast rútu, á góðum kjörum, og keyrði sjálfur fram og til baka með hópinn. Eitt sinn vorum við á ferðalagi eftir leik við Þrótt í Neskaupstað á leið til Akureyr- ar, Eddi við stýrið og komin há- nótt. Í Mývatnssveit sá hann að lengra yrði ekki haldið áfram með piltana, úrvinda eftir leik- ina og hossið á malarvegunum, stansaði við fjárrétt sem þarna var og lét mannskapinn leggja sig við réttarvegginn. Allir vöknuðu svo stálslegnir um morguninn og Eddi hélt áfram suður með hópinn. Víkingur komst fyrst upp í efstu deild í knattspyrnu árið 1969. Þann viðburð í sögu fé- lagsins þótti Edda einna vænst um, en líka sigurinn í bikar- keppninni í nóvember tveimur árum síðar, eða fyrir 50 árum. Þar var Eddi við stjórnvölinn sem fyrr. Eddi var heimsborgari og gat gert sig skiljanlegan á mörgum tungumálum. Þegar liðið fór í Evrópukeppni bikarhafa til Var- sjár í Pólandi 1972 átti hann ekki í neinum vandræðum með að gera sig skiljanlegan við Pól- verjana, talaði við þá einhvers konar sambland af þýsku og Niðurlanda-flæmsku, eins og hann orðaði það sjálfur, og allir skellihlógu. Sjálfur var Eddi heldur slak- ur knattspyrnumaður, þungur og seinn vinstri bakvörður lengst af, en í þjálfunarhlut- verkinu naut hann sín til fulls, afar skipulagður, glöggur og fljótur að átta sig. Þar naut hann þess einnig hversu stál- minnugur hann var á gang allra leikja, jafnvel eftir áratugi, hæfileiki sem vakti ætíð undrun og má teljast snilligáfa. Við Víkingar höfum nú kvatt einn af bestu sonum félagsins. Eiginkonu hans og börnum fær- um við innilegar samúðarkveðj- ur. Áfram Víkingur! Ólafur Þorsteinsson. Eggert Kr. Jóhannesson ✝ Elísabet Guð- mundsdóttir fæddist 22. júní 1924 í Rómarborg á Ísafirði. Hún lést á Hömrum hjúkr- unarheimili í Mos- fellsbæ 14. nóv- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru Guðm. Þorlákur Guð- mundsson skip- stjóri frá Meiribakka í Skála- vík, f. 22. maí 1888, d. 15. september 1944, og k.h. Mar- grét Jónsdóttir frá Kirkjubæ við Skutulsfjörð, f. 3. mars 1894, d. 12. maí 1966. Systkini hennar: Páll, f. 23. ágúst 1922, d. 1. júlí 2010, Hildur, f. 11. ágúst 1925, d. 11. nóvember 2013, Margrét, f. 17. mars 1928, d. 1. júlí 2010, Guðrún, f. 24. febrúar 1932. ínu Karlsdóttur, eiga þau fimm börn og átta barnabörn. 2) Helga, gift Roman Cakir, Helga á eina dóttur og eitt barnabarn. 3) Bjarni, kvæntur Ingibjörgu Jónu Jónsdóttur, á hann einn fósturson og tvö barnabörn. Eftir að Elísabet lauk námi frá Kvennaskólanum var hún við verslunarstörf í Ísafold og Feldinum. Síðar keypti hún ásamt Guðrúnu systur sinni og Guðbjörgu Björnsdóttur Hann- yrðaverslun Ágústu Svendsen en ekki fylgdi nafnið. Fékk verslunin nafnið Refill og var í Aðalstræti 12. 1963 fór fjöl- skyldan til Austur-Þýskalands, þar sem Hjörtur annaðist eft- irlit með smíði 12 fiskiskipa í tvö ár fyrir íslenskar útgerðir. Eftir heimkomu fór Elísabet að vinna hjá Íslenskum heimilis- iðnaði og lagði áherslu á gömlu veggteppin eins og riddara- teppin. Einnig vann hún í Nál- inni og Antikhúsinu. Síðustu tvö árin dvaldi hún á Hömrum hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ. Hún var jarðsungin 19. nóvember 2021 frá Fossvogs- kirkju. Fjölskyldan flutti til Reykjavík- ur þegar Elísabet var þriggja ára og bjó á Ránargötu 8a. Elísabet giftist 9. mars 1951 Guð- mundi Hirti Bjarnasyni, f. 27. desember 1920 í Reykjavík, d. 30. júlí 1993. Foreldr- ar hans voru Bjarni Sigurðsson, f. 15. júlí 1881, frá Torfastöðum í Jökulsárshlíð N-Múlasýslu, d. 23. apríl 1930, og k.h. Helga Magnúsdóttir, f. 19. desember 1894, frá Svignaskarði Mýra- sýslu, d. 28. maí 1953. Elísabet og Hjörtur bjuggu alla tíð í Skipholti í Reykjavík þótt hún hafi aldrei ætlað að flytja aust- ur yfir læk. Börn þeirra eru: 1) Guðm. Þorlákur, kvæntur Katr- Nú er pabbi búinn að byggja húsið fyrir þig, mamma. Síð- ustu árin þín, þegar heilsan brást á stundum og læknir spurði þig á bráðadeildinni um lífslok, svaraðir þú alltaf: „Ég er ekki komin hingað til að deyja, Hjörtur er ekki búinn að byggja húsið fyrir okkur.“ Lífs- vonin var þér svo sterk og hjartað gott. Varst á 98. ári. Þú varst stolt af því að vera fædd í Rómarborg á Ísafirði og for- eldrarnir báðir Vestfirðingar. Þótt þið flyttuð til Reykjavíkur þegar þú varst þriggja ára sagðir þú alltaf „heim til Ísa- fjarðar“. Fjölskylduheimilið í Reykja- vík var á Ránargötu 8a, þar var mjög gestkvæmt á árum áður. Eftir Miðbæjarskólann fórstu í Kvennaskólann og átti það vel við þig, hannyrðir voru þitt áhugamál. Eftir skólagöngu fórstu að vinna í Ísafold, síðan í Feldinum. Eftir stuttan tíma þar sagðir þú upp og þegar spurt var hvers vegna þá sagðir þú: „Ég kann ekki að ljúga. Hingað koma konur sem vilja kaupa þessar fallegu kápur en þær fara þeim ekki, ég get ekki prangað þeim inn á þær, svo segja þær út um allan bæ: „Lísa seldi mér kápuna“.“ Þennan sama dag kom fröken Arndís Björnsdóttir, eigandi Hannyrðaverslunar Ágústu Svendsen, inn, þú spurðir: „Hvernig get ég aðstoðað yð- ur?“ „Ég vil fá yður í vinnu hjá mér, ég þekki til yðar, þér eruð mikið í saumaskap og þegar þér fáið lánað módel eruð þér fyrst- ar allra til að skila.“ Seinna keyptir þú, Guðrún systir þín og Guðbjörg Björnsdóttir versl- unina því fröken Arnheiður, sem var nýráðin við Þjóðleik- húsið, sagðist ekki geta verið á ríkislaunum og verið í versl- unarrekstri. Nafninu var breytt í Refil. Árið 1944 var þér erfitt; 15. september fórst faðir þinn á sjó og 10. nóvember fórst með Dettifossi unnusti þinn, Hlöð- ver Óliver Ásgrímsson, en þið ætluðuð að gifta ykkur eftir þennan túr. En öll él birtir upp um síðir. Nokkrum árum seinna hafðir þú á orði við Víví, norska herhjúkku, vinkonu þína, að það væri svo sætur strákur fluttur neðar í Ránargötuna með móður sinni og yngri bróð- ur. Þig langaði að hafa sam- band við hann. Víví segir: „Ég skrifa honum!“ Víví braut svo saman miða og skaut honum inn um gluggann til hans með teygjubyssu. Skilaboðin voru skýr: „Hittu mig í Kaffihöllinni. Lísa,“ og Hjörtur kom. Þið gift- uð ykkur 9. mars 1951 og flutt- uð austur yfir læk í Skipholtið þótt þú hafir sagst aldrei ætla að gera það. Árið 1963 fórum við til Boi- zenburg í Austur-Þýskalandi, nýlega búið að loka járntjaldinu en við gátum farið vestur yfir að vild. Eftir nokkurn tíma á hóteli voru tvö herbergi tekin á leigu; ekkert baðherbergi, eld- hús né þvottaaðstaða, kamar úti í garði, allt kolakynt. Eitt sinn bauð „Werftið“ til samsætis og vildu yfirmenn bjóða þér drykk, þú baðst um koníak. Fékkst austurþýskt „koníak“, spurt var hvernig bragðaðist. „Það er eins og vatnið á Íslandi!“ Var þetta svar þekkt um allan bæ og við systkinin spurð hvort þetta væri rétt. Margar konur nutu leiðsagn- ar þinnar við sauma og hand- bragðs við uppsetningu vegg- teppa og refla. Hannyrðir og saumaskapur var þitt. Saum- aðir upphluti á stelpurnar og Kötu. Eftir að þú varðst ein dvaldir þú langdvölum hjá Helgu í Sviss en alltaf vildir þú vera heima um jólin og njóta aðventunnar. Varst eftirtektar- verð kona og hafðir næmt auga fyrir fegurð. Við fjölskyldan þökkum þér fyrir hlýju, fórn- fýsi, stuðning og umhyggju. Guð blessi þig. Þorlákur Guðmundsson. Elsku hjartans amma Lísa, það er mér erfitt að hefja þessi skrif en á sama tíma er ég upp- full af þakklæti, kærleik og stolti. Ég er svo þakklát fyrir það dásamlega samband sem við áttum og allar okkar dýrmætu samverustundir, alveg frá barn- æsku minni fram til þinnar hinstu stundar. Við vorum mikl- ar vinkonur alla tíð og eru þær óteljandi hinar ómetanlegu minningar sem ég á með þér, hvort sem það voru bara við tvær, ásamt Nonna og stelp- unum okkar eða í enn stærri hópi. Ég gæti skrifað margra bóka seríu um okkar minningar og allt sem þú kenndir mér en það geymi ég í hjartanu og mun ylja mér um ókomna tíð. Kær- leikur er það sem ég finn svo sterkt fyrir þegar ég hugsa til þín, því þú umvafðir allt og alla í kringum þig með kærleik og ást. Stolt er ég líka af þér amma, því alltaf varstu svo góð, hlý, glöð og umfram allt þakk- lát fyrir allt, sérstaklega fólkið þitt. Það var líka svo dásamlegt hvað þú hafðir mikinn húmor og gátum við hlegið endalaust saman í „Litla Skipholti“. Þótt það sé svo sárt að kveðja þig, þá er ég líka þakk- lát fyrir að þú sért nú komin í faðminn hans afa Hjartar, létt á tá þar sem ég sé ykkur fyrir mér dansandi saman á ný. Elsku amma mín, ég elska þig, mun ávallt sakna þín og minning þín mun ávallt fylgja mér og mínum. Takk fyrir allt! Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft sakn- ar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Þín Elísabet Guðmunds- dóttir (Lísa). Elísabet, Margrétar- og Guð- mundardóttir er látin í hárri elli. Sextíu og fimm ár, 65, eru liðin síðan ég sá Lísu fyrst – hjá Sigríði Jónsdóttur móður- systur hennar, sem var tengda- mamma mín. Hún átti heima „í leiðinni“ hjá þeim sem áttu er- indi í miðbæinn, en við Hörður bjuggum í skjóli Sigríðar fyrstu þrjú hjúskaparár okkar. Sigríð- ur var þeirrar gerðar að hún átti alltaf til eitthvað gott með kaffinu, (stundum of gott fyrir mig!) enda komu ættingjar og vinir ævinlega við á Klappar- stígnum þegar þeir áttu leið í bæinn, þar á meðal Hjörtur og Lísa. Þessi unga svipmikla kona, með dökka haddinn og augun brúnu var flott kona. Þetta var árið 1956 og Lísa um þrítugt. Á efri árum Lísu fylgd- umst við með glæsilegri hefð- arkonu með óbrigðult minni og mikla frásagnargáfu; og hvern- ig sem hún fór nú að því, þá mundi hún eftir okkur öllum og lét í sér heyra með hamingju- óskum þegar við áttum afmæli og brosmild rödd hennar, stundum utan úr heimi, tók ut- an um okkur og hélt tengsl- unum við. Lísa var fádæma ræktarsöm við stórfjölskyldu sína á þann umhyggjusama hátt sem hennar kynslóð var í blóð borið, hún sýndi Sigríði móð- ursystur sinni ræktarsemi á hennar efri árum, og man ég vel eftir þegar hún heimsótti mig á spítala fyrir u.þ.b. tíu ár- um og stappaði í mig stálinu þegar ég lenti óvænt í áfalli og gat mig hvergi hrært. Talandi um minni; gamlir Vesturbæingar og Vestfirðing- ar hefðu kunnað að meta þá sögu Reykjavíkur sem hún bjó yfir. Verslunar- og hannyrða- sagan hlýtur að hafa verið samgróin Lísu. Ég hef í huga verslunina Refil í Aðalstræti þar sem þær Elísabet og Guð- rún systir Lísu ásamt starfs- systur þeirra hösluðu sér völl og voru óþreytandi við að þjóna íslenskum hannyrðakonum og skaffa mynstur og efni í þá handavinnuhefð sem gilti um þær mundir. Sjálf dvaldi Elísabet löngum við sauma í félagsskap Gunn- hildar drottningarmóður. Mig grunar að þeim komi vel saman þar sem hún situr núna og saumar sögu hennar í dúk. Takk Lísa fyrir að vera sú sem þú varst, blanda af Spán- verja, Ísfirðingi og Vesturbæ- ingi. Þú varst byrjunin á því sem framtíðin ber í skauti sér, þegar genin okkar sem nú er- um uppi sameinast um að skapa nýjar kynslóðir á okkar elskuðu en forsómuðu Móður Jörð. Við Hörður Rafn Daníelsson náfrændi Elísabetar vottum fjölskyldu og afkomendum El- ísabetar Guðmundsdóttur sam- úð okkar, nú, þegar þessi merk- iskona kveður þennan heim eftir langa og litríka ævi. Kristín Þorkelsdóttir Elísabet Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.