Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 38

Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 50 ÁRA Víðir er Dalvíkingur að uppruna, fæddist þar og ólst upp en býr í Garðabæ. Hann er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MBA frá ESIC í Madríd. Hann er fasteignasali og annar eig- enda fasteignasölunnar Domus- nova ásamt Óskari Má Alfreðs- syni. „Domusnova var keypt árið 2013. Þetta er búið að ganga mjög vel, í upphafi vorum við tveir starfsmenn en í dag eru starfsmenn orðnir 32 talsins. Það er farið að hægjast töluvert á fasteignamarkaði vegna minna framboðs enda búið að ganga mikið á síðustu ár.“ Víðir situr í stjórn Geðvernd- arfélags Íslands og starfar fyrir góðgerðasamtökin Röddin mín. „Það er nýtt verkefni sem snýst um að safna fyrir gerð svokallaðs hljóð- gervils sem gerir fólki, sem sér fram á að missa rödd sína vegna sjúk- dóms, kleift að lesa inn sína eigin rödd sem svo er notuð af talgervli.“ Hægt er að fræðast nánar um verkefnið á Facebook-síðunni Röddin mín styrktarsjóður. Áhugamál Víðis eru ferðalög, siglingar og fjölskyldan „Ég held ég hafi sjaldan ferðast eins mikið erlendis og eftir covid. Ég var til að mynda í góðra vina hópi sem fór til Króatíu í sumar og við sigldum þar á skútu. Lögðum upp frá Split og þar út frá eru fimm til sex eyjar sem við sigldum á milli. Frábær staður og gaman að sigla þarna.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Víðis er Sigríður Þorbjörg Sigurjónsdóttir, f. 1971, förðunarfræðingur. Börn þeirra eru Mikael Nói, f. 2002, Oliver Tumi, f. 2005, og Nadía Mist, f. 2010. Dóttir Víðis af fyrra sambandi er Margrét Ósk, f. 1992. Foreldrar Víðis eru Kristján Jónsson, f. 1945, fv. verkstjóri, og Inga Margrét Ingólfsdóttir, f. 1949, fv. skrifstofumaður. Þau eru búsett í Hveragerði. Víðir Arnar Kristjánsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þér er alveg óhætt að njóta þess að þér hefur tekist að ljúka við vandasamt verkefni á tilsettum tíma. Leyfðu þér að slaka aðeins á, þú átt það skilið. 20. apríl - 20. maí + Naut Þér finnst eins og ráðist sé að þér úr öllum áttum og kannski er það satt. Breyttu viðhorfi þínu til erfiðrar aðstöðu og haltu ótrauður áfram. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er mikilvægt að einfalda hlutina og taka til í skápum og geymslum. Flýttu þér hægt því tíminn vinnur með þér. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Gættu þín í umgengni við aðra, einkum þá sem þú hefur ekki ástæðu til að telja á þínu bandi. Það gengur ekki allt upp eins og þú hafðir spáð. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Umræðuefnið sem þú bryddar upp á á eftir að hafa mikil áhrif á það sem gerist. Líttu á þetta sem tækifæri til að leysa úr gömlum hnútum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Hafðu ekki of miklar áhyggjur af öðru fólki því þú þarft að hafa tíma fyrir sjálfan þig. Láttu þig dreyma! Ekki þykjast vita hvað fólk er að hugsa í kvöld. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ert ekki alveg með báða fætur á jörðinni þessa dagana. Reyndu að gefa þér tíma til einveru á næstu vikum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Dagurinn í dag er kjörinn til þess að losa sig við alls kyns drasl sem safnast hefur fyrir. Vertu óhræddur við að kanna nýjar leiðir og taka einhverja áhættu. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Gættu þess að sækja mál þitt ekki of fast því þá getur allt farið úr bönd- um. Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Hæfileiki þinn til að vera sveigjanlegur vekur hrifningu hjá sam- starfsfélögum og sjálfum þér. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Gættu þess að tala tæpitungu- laust svo enginn þurfi að fara í grafgötur um hvað það er sem þú vilt. Bjóddu þeim sem þú hefur augastað á út. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er affarasælast að vita gjörla með hverjum maður deilir sínum innstu skoðunum. Að öðrum kosti verðurðu óvin- sæll meðal vina þinna. Grænland, norðan við Svalbarða, það er nánast allt Atlantshaf undir.“ Eiríkur fer út á sjó í byrjun jan- úar, en hann er oftast eini Íslending- urinn í áhöfninni. „Við erum stund- um tveir en restin af áhöfninni er frá Eistlandi og Úkraínu. Þetta eru öfl- ugir og traustir menn. Þeir bera óttablandna virðingu fyrir skipstjór- anum og gera það sem þeim er sagt og röfla ekkert yfir því.“ Áhugamál Eiríks eru íþróttir, úti- vist og veiðiskapur af öllu tagi. „Ég hef alla ævi reynt að vera í góðu þeirri útgerð í meira en fimmtán ár. Eiríkur nær að halda jólin heima hjá fjölskyldu sinni í fyrsta skipti í mörg ár, en erlendis eru nánast hvergi reglur um að ekki skuli sigla á jól- unum. „Maður má vera úti hvenær sem er og hve lengi sem er. Það hef- ur komið fyrir að ég hafi verið alveg upp í fjóra mánuði á sjó án þess að koma heim. En þetta er spennandi umhverfi, fyrir fiskimann þá er gam- an að geta verið meira en bara á Ís- landsmiðum. Við erum alls staðar, við Kanada, Vestur- og Austur- E iríkur Sigurðsson fæddist 4. desember 1961 á Húsavík og bjó þar þangað til hann flutti til Reykjavíkur árið 1995. „Lífið hefur alltaf snúist um sjóinn og ég hef aldrei unnið ær- legt handtak í landi. Var byrjaður að beita línu sem smástrákur og farinn að róa á trillu með pabba og fleirum fyrir fermingu. Þegar ég var 14 ára var ég ráðinn háseti á hið fræga afla- skip Gísla Árna RE 375 með skip- stjórunum Eggerti Gíslasyni og Sig- urði Sigurðssyni, föður mínum. Það var mikil reynsla fyrir ungan dreng en hrikalega erfitt og ég hef aldrei síðar á ævinni verið eins þreyttur og þá. Sofnaði stundum standandi.“ Eiríkur var í grunnskóla á Húsa- vík og þegar hann hafði aldur til fór hann í Stýrimannaskólann og lauk honum í Vestmannaeyjum árið 1982 með hæstu einkunn sem tekin hefur verið úr þeim skóla frá upphafi. Fljótlega eftir námið var Eiríkur orðinn skipstjóri og hefur verið það síðan á ýmsum skipum en mest frystitogurum. Hann var t.d. skip- stjóri á Hágangi II á tímum Sval- barðadeilna þegar norska freigátan Senja skaut á skipið árið 1994. Skrif- aði Eiríkur grein um málið í Viku- blaðið árið 2015. Þegar Eiríkur var skipstjóri á Pétri Jónssyni RE 69 bjargaði hann og áhöfn hans 15 manna áhöfn af sökkvandi skipinu Gideon á Flæmska hattinum árið 2005, en ekki var þó allt með felldu hvernig það skip sökk. „Rannsóknarnefnd sjóslysa í Lettlandi, en skipið var skráð þar, þótt eigendurnir væru ís- lenskir, fullyrti að skipinu hefði verið sökkt. En skipið er á mörg hundruð metra dýpi og það er ekki hægt að kafa eftir sönnunargögnunum. Það náðist því að svindla á trygginga- félögunum, en það vita allir að Gideon var sökkt.“ Eiríkur hefur einnig skrifað grein um þetta mál, en hann hefur skrifað margar greinar í sjómannablöðin og fleiri blöð. Síðustu tíu ár hefur Eiríkur verið skipstjóri á eistneska togaranum Reval Viking sem Reval Seafood gerir út, en hann hefur unnið hjá formi og stundað allskonar hreyf- ingu. Var í fótbolta í Völsungi á Húsavík þangað til ég fór á sjóinn en hef síðan stundað skíðagöngu af kappi, hljóp mikið á tímabili og hef stundað fjallgöngur. Ég hef tekið þátt í ýmsum löngum skíða- göngukeppnum eins og t.d. hinni 90 km löngu Vasagöng í Svíþjóð. Hef líka verið mikið að kenna á skíðagöngunámskeiðum hjá Ulli, skíðagöngufélagi höfuðborgar- svæðisins. Annars er helsta áhuga- málið að fylgja dætrunum eftir í Eiríkur Sigurðsson skipstjóri – 60 ára Fjölskyldan Eiríkur, Guðrún og dætur í skíðaferð í Chamonix við Mont Blanc árið 2019. Á sjónum í nærri hálfa öld Mæðgurnar Þrjár systur í fyrsta skipti á Íslandi í byrjunarliði í Meistara- deild Evrópu, árið 2020. Guðrún móðir þeirra og Bryndís yngsta systirin voru starfsmenn. F.v. Arna, Málfríður Anna, Guðrún, Bryndís og Hlín. Skipstjórinn Eiríkur Sigurðsson. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.