Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 40

Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 4.$--3795.$ England B-deild: Fulham – Bournemouth .......................... 1:1 Staða efstu liða: Fulham 21 13 5 3 50:17 44 Bournemouth 21 12 7 2 37:17 43 QPR 20 10 5 5 33:25 35 WBA 20 9 7 4 27:16 34 Blackburn 20 9 6 5 34:27 33 Coventry 20 9 6 5 27:23 33 Stoke City 20 9 4 7 24:21 31 Huddersfield 20 8 4 8 23:23 28 Swansea 20 7 6 7 25:26 27 Millwall 20 6 9 5 20:21 27 Blackpool 20 7 6 7 20:22 27 Middlesbrough 20 7 5 8 23:23 26 Sheffield Utd 20 7 5 8 25:26 26 Birmingham 20 7 5 8 19:21 26 Þýskaland Eintracht Frankfurt – Potsdam ............ 3:3 - Alexandra Jóhannsdóttir var ónotaður varamaður hjá Eintracht Frankfurt. Staðan: Wolfsburg 9 7 1 1 24:7 22 E. Frankfurt 10 7 1 2 25:11 22 Bayern München 9 7 0 2 31:6 21 Hoffenheim 9 6 2 1 24:12 20 Turbine Potsdam 10 6 2 2 25:15 20 Leverkusen 9 5 0 4 17:15 15 Freiburg 9 3 1 5 13:14 10 Essen 9 2 2 5 11:16 8 Köln 9 2 2 5 9:22 8 Werder Bremen 9 2 2 5 3:20 8 Carl Zeiss Jena 9 0 2 7 3:30 2 Sand 9 0 1 8 2:19 1 Frakkland B-deild: Rodez – Nimes.......................................... 1:0 - Elías Már Ómarsson lék fyrstu 78 mín- úturnar með Nimes. Danmörk B-deild: Fredericia – Horsens .............................. 0:2 - Aron Sigurðarson lék fyrstu 65 mínút- urnar með Horsens og skoraði, Ágúst Eð- vald Hlynsson kom inn á sem varamaður á 87. mínútu. Freyja Birkisdóttir vann til brons- verðlauna í 400 m skriðsundi kvenna á Norðurlandameistara- mótinu í sundi í gær en mótið fer fram í Våsby í Svíþjóð. Freyja synti á tímanum 4:20,19 en Thilda Häll frá Svíþjóð kom fyrst í mark á tím- anum 4:13,32. Þá synti Eva Margrét Falsdóttir 200 m bringusund á tím- anum 2:32,94 og varð fjórða en það munaði aðeins 23/100 á fjórða og þriðja sætinu. Steingerður Hauks- dóttir synti einnig í úrslitum í 50 m baksundi í gærkvöldi og varð í fimmta sæti. Freyja fékk brons í Våsby Ljósmynd/Sundsamband Íslands 3 Freyja Birkisdóttir hafnaði í þriðja sæti í 400 m skriðsundi. Handknattleiksmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir langan og farsælan feril þar sem hann tók þátt í níu stórmótum. Arn- ór Þór, sem er 34 ára gamall, var fyrirliði íslenska liðsins á HM 2020 í Egyptalandi en hann var fyrst val- inn í landsliðið árið 2008. Arnór Þór er í 35 manna æfingahópi landsliðsins fyrir EM 2021 og ætlar að vera til taks ef hinir þrír hægri hornamennirnir heltast úr lestinni, að öðru leyti gefur hann ekki kost á sér í mótið. Hættur að leika með landsliðinu Morgunblaðið/Eggert Hættur Arnór hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. HANDBOLTI Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Karlalið FH fór á topp úrvalsdeild- arinnar í handknattleik, Olís- deildarinnar, með sterkum 28:24-sigri gegn erkifjendum sínum og nágrönn- um í Haukum síðastliðinn miðviku- dag. Fyrir leikinn voru Haukar í efsta sætinu og sigurinn því sérstaklega sætur. Eftir fremur hæga byrjun þar sem tveir af fyrstu þremur leikjunum töpuðust hafa FH-ingar tekið afar vel við sér með því að vinna sjö og gera eitt jafntefli í næstu átta leikjum. „Við erum með nýtt lið. Einar [Rafn Eiðsson] og Freysi [Arnar Freyr Ársælsson] fóru í KA. Þetta eru miklu yngri strákar núna. Þetta var erfið byrjun í deildinni þar sem við töpuðum á móti Selfossi og ÍBV. Við skoruðum ekki nógu mikið af mörkum í þessum leikjum og töp- uðum svo stórt heima á móti Minsk í Evrópukeppni. Eftir þann leik sáum við að við þyrftum að vera sterkari líkamlega. Til þess að undirbúa okkur sem best fyrir seinni leikinn í Minsk æfð- um við í fimm daga. Það var ekkert hugsað um þeirra lið, það var bara fókus á handbolta og bara á okkar lið. Þetta var mjög góður tími fyrir liðið. Svo unnum við Minsk í seinni leiknum og allir hafa eftir það tekið næstu skref leik fyrir leik. Þannig höfum við bætt okkur,“ sagði Phil Döhler, þýsk- ur markvörður FH, í samtali við Morgunblaðið, spurður hvað hefði lagt grunn að góðu gengi liðsins und- anfarið. Var í miklu stuði Döhler fór á kostum í leiknum með Haukum þar sem hann varði 20 skot. „Ég missti af leiknum gegn Stjörn- unni, ég æfði ekki handbolta í tíu daga og var því mjög mótiveraður að fá að spila handbolta aftur. Ég kom aftur í leiknum gegn Fram og svo spilaði ég líka næsta leik gegn Aftur- eldingu. Gegn Haukum var ég bara heitur, ég var í þvílíku stuði þar sem ég vil bara spila handbolta og aftur handbolta. Þessa tíu daga sem ég var frá saknaði ég þess mjög mikið. Það var mikilvægt að vinna þessa leiki á undan Haukum en leikurinn gegn þeim er sá stærsti fyrir okkur. Eitt af því fyrsta sem allir sögðu við mig þegar ég kom til FH var: „Við verð- um að vinna Hauka.““ Spurður hvernig það hafi verið að taka þátt í Hafnarfjarðarslögum þeg- ar samkomutakmarkanir eru við lýði sagði Döhler: „Í mínum fyrsta leik gegn Haukum þegar við unnum þá í deildinni voru 100, kannski 200 áhorf- endur. Svo í næsta leik gegn þeim voru um 1.000 áhorfendur og ég hugsaði bara: „Úff, þetta er FH – Haukar!“ Ég hef saknað áhorfend- anna þegar það hafa verið takmark- anir á þessum Covid-tíma. Ég hef séð það að undanförnu að áhorfendur voru komnir aftur að horfa á leiki í Þýskalandi og það hvetur mann sér- staklega mikið til dáða. Allir FH- krakkarnir úr Áslandsskóla voru mættir í Krikann á miðvikudag að öskra „Áfram FH!“ og það gefur manni byr undir báða vængi. Þessi rígur er sambærilegur rígn- um á milli Kiel og Flensburg í þýsku 1. deildinni. Í hvert skipti eru tvö af bestu liðum deildarinnar að spila hvert við annað. Ég vinn í Áslands- skóla og þar er meira um Hauka- krakka en FH-krakka en allir voru þeir alltaf að spyrja mig: „Hvenær er leikurinn á móti Haukum?“ og „Hve- nær er næsti leikur á móti Haukum?“ Það eru fleiri Haukakrakkar í skól- anum en núna eru yngri og yngri krakkar að byrja að æfa handbolta með FH. Ég vinn meira með yngri krökkum í skólanum og er líka með markmannsþjálfun fyrir yngri krakka í FH. Það er mjög gaman,“ sagði hann. Krakkarnir kenna mér íslensku Döhler sagði starfið í Áslandsskóla hafa verið sér dýrmætt og nefndi þar sem dæmi að nemendurnir, þeir yngstu á grunnskólastigi, hefðu kennt sér íslensku. Viðtalið fór einmitt fram á íslensku. „Ég vinn á föstudögum með krökkum í skólanum sem starfs- maður, seinni hluta dagsins í frístund. Öll íslenskan sem ég hef lært hingað til er frá krökkunum í skólanum. Ég var í námi í Þýskalandi en eftir 3-4 mánuði áttaði ég mig á því að það nám væri ekki rétt fyrir mig. Svo í Magdeburg fór ég að læra margmiðl- unarfræði og þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég vildi vinna með krökkum þar sem mér finnst það mjög gaman. Magdeburg sendi mig stundum í leikskóla og ég vann þar. Þá vissi ég hvað ég vildi læra; ég vil læra leik- skólakennarann. Þegar ég kom til Ís- lands var reynt að útvega mér starf í leikskóla en mér var þá sagt að það yrði erfitt þar sem ég talaði ekki mikla íslensku. Svo kemur Áslands- skóli, sem er grunnskóli, til skjalanna og þar var mér sagt að það væri ekk- ert mál þótt ég talaði ekki íslensku. Ég er með krakka sem eru í 1. og 2. bekk og þeir hafa kennt mér ís- lensku,“ sagði hann. Ég elska Ísland Hann skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við FH og er á sínu þriðja tímabili með Hafn- arfjarðarliðinu eftir að hafa komið frá Magdeburg. Döhler er enda afar hrif- inn af Íslandi og því ekkert fararsnið á honum. „Já, mér líkar vel á Íslandi. Það eina sem ég hafði heyrt um Ís- land var að það væri skjannahvítt, með snjó alla daga og líka kalt allan daginn. Svo kom ég til Íslands og það var allt grænt og mjög fallegt. Ég var búinn að vera aðeins einn mánuð á Ís- landi þegar ég hugsaði með mér: „Ég elska Ísland.“ Mér líkar vel við fólkið hérna, mér líkar hugsunarháttur þess, hann er frábrugðinn hugsunar- hætti Þjóðverja. Mér líkar svo vel að vera hérna og það að vinna með krökkum í skólanum er mjög gott fyr- ir mig.“ En hvernig kom það til að Döhler endaði á Íslandi? „Ég vildi alltaf reyna fyrir mér einhvers staðar ann- ars staðar en í Þýskalandi. Ég hélt að ég myndi enda á Spáni en endaði svo á Íslandi. Ég talaði við kærustuna mína um að flytja eitthvað annað og hún var til í það og ég gat þannig farið að einbeita mér að sjálfum mér. Við ræddum að ég gæti farið hingað og þangað og ég fór svo á reynslu hér á Íslandi. Fyrst var ég með ÍBV en var bara boðið að æfa en ekki spila. Á þeim tíma sem ég var að æfa með ÍBV voru önnur félög farin að hringja, þar á meðal FH. Þar var mér fyrst boðið að æfa í tvo daga og sjá hvernig gengi þar sem FH gæti þurft á markverði að halda. Strax í byrjun þegar ég var hérna í Kaplakrika hugsaði ég með mér að þetta væri indælis félag. Eftir að hafa æft á reynslu með þeim í viku var ég orðinn mjög hrifinn af landinu og fannst allir svo vingjarnlegir og góðir. Það er alveg stórkostlegt,“ sagði hann að lokum við Morg- unblaðið. Ver mark toppliðsins og lærir íslensku af börnum - Phil Döhler líkar lífið vel á Íslandi - Hefur átt frábært tímabil með FH Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Einbeittur Phil Döhler hefur leikið vel í marki FH og varði síðast 20 skot í Hafnarfjarðarslagnum gegn Haukum. 4"5'*2)0-# Subway-deild karla Njarðvík – Vestri.................................. 98:69 Tindastóll – ÍR...................................... 98:77 Valur – Þór Þ. ....................................... 86:75 KR – Keflavík ..................................... 88:108 Staðan: Keflavík 8 7 1 714:654 14 Þór Þ. 8 6 2 762:718 12 Tindastóll 8 6 2 702:666 12 Njarðvík 8 5 3 751:678 10 Grindavík 7 5 2 580:551 10 Valur 8 5 3 634:628 10 KR 8 4 4 739:745 8 Stjarnan 7 3 4 620:609 6 ÍR 8 2 6 709:750 4 Vestri 8 2 6 642:700 4 Breiðablik 7 1 6 738:761 2 Þór Ak. 7 0 7 495:626 0 1. deild karla Fjölnir – Skallagrímur......................... 98:86 Sindri – Haukar .................................... 92:93 Danmörk Falcon – Sisu ........................................ 51:44 - Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði þrjú stig fyrir Falcon, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 26 mínútum. Grill 66-deild karla Hörður – Afturedling U....................... 36:24 ÍR – Kórdrengir ................................... 34:24 Grill 66 deild kvenna Grótta – FH .......................................... 18:19 ÍR – Stjarnan U.................................... 36:24 HM kvenna Leikið á Spáni: A-RIÐILL: Frakkland – Angóla ............................. 30:20 Svartfjallaland – Slóvenía.................... 18:28 B-RIÐILL: Rússland – Kamerún ........................... 40:18 Serbía – Pólland.................................... 25:21 C-RIÐILL: Rúmenía – Íran..................................... 39:11 Noregur – Kasakstan.......................... 46:18 - Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg. D-RIÐILL: Holland – Púertó Ríkó ......................... 55:15 Svíþjóð – Úsbekistan ........................... 46:15 Danmörk Ringsted – Kolding.............................. 34:34 - Ágúst Elí Björgvinsson varði tvö skot í marki Kolding. B-deild: Valence – Nice ..................................... 22:25 - Grétar Ari Guðjónsson varði 15 skot í marki Nice. Austurríki Alpla Hard – HSG Graz ...................... 35:22 - Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. %$.62)0-#

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.