Morgunblaðið - 04.12.2021, Page 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Hafa knattspyrnumenn minna
jafnvægi en aðrir íþróttamenn?
Eru knattspyrnumenn meira eða
minna að glíma við einhvers kon-
ar ójafnvægi vegna innra eyra
eða eitthvað þess háttar?
Ég held að það hljóti að vera úti-
lokað en þegar tveir fullorðnir
menn í blóma lífsins eru uppi-
standandi, og annar stjakar við
hinum, þá er óeðlilegt að við-
komandi falli til jarðar. Meira
þarf til eins og við sjáum í öðrum
íþróttum. Ef hrinding væri nóg til
að missa jafnvægi væru körfu-
boltamenn og handboltamenn í
gólfinu heilu leikina. Þetta virðist
eingöngu gerast í knattspyrn-
unni, að menn endi í jörðinni við
minnstu snertingu.
Sama má segja um mann sem
er á hlaupum og maður fyrir aft-
an snertir handlegg þess sem er
fyrir framan. Það er með öllu
óeðlilegt viðbragð að maður
skelli í grasinu þegar sá sem er
fyrir aftan kemur við annan
handlegginn. Ef fingralangur
maður tæki á sprett út úr Mela-
búðinni með lambalæri, þá
myndi hann ekki fara í gang-
stéttina þótt starfsmaður versl-
unarinnar rétt næði að slæma
hendi í annan handleginn.
Hvað segir þetta okkur? Þetta
er í það minnsta sterk vísbend-
ing um að kerfisbundinn óheið-
arleiki hafi hreiðrað um sig í
knattspyrnunni. Íþrótt sem eitt
sinn var kölluð hinn fallegi leikur.
Með sama áframhaldi verður
íþróttin kölluð leikhús fáránleik-
ans. Nú er búið að normalísera
alls kyns leikaraskap, sem á sér
enga stoð í eðlisfræðinni.
Þetta þarf ekki að vera svona.
Nýlega sá ég Martin Keown segja
frá því að hann sparkaði Mark
Hughes niður látlaust í 90 mín-
útur í rimmum Arsenal og Man-
chester United. Sagði hann
Hughes hafa bara staðið upp
jafnharðan og að leiknum lokn-
um tókust þeir í hendur.
Þá virtust menn ekki vilja sýna
andstæðingi veikleikamerki. Nú
virðast menn vilja sýna öllum
heiminum veikleikamerki.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Norska kvennalandsliðið í hand-
knattleik, sem Selfyssingurinn Þórir
Hergeirsson þjálfar, lenti ekki í
neinum vandræðum í fyrsta leik sín-
um á HM á Spáni þegar liðið mætti
Kasakstan í C-riðlinum.
Noregur vann með 28 marka mun,
46:18. Staðan var 24:10 í hálfleik og
leikurinn því algjört formsatriði fyr-
ir liðið.
Markaskorun dreifðist jafnt á
milli leikmanna þar sem Emilie Hov-
den skoraði sjö mörk, Camilla Her-
rem sex og þær Kari Dale, Marit Ja-
cobsen og Sanna Solberg fimm hver.
28 marka sigur
í fyrsta leik
AFP
Auðvelt Þórir þurfti ekki að hafa
miklar áhyggjur í leiknum í gær.
Davíð Þór Viðarsson hefur verið
ráðinn yfirmaður knattspyrnumála
hjá FH. Davíð Þór, sem er 37 ára
gamall, var aðstoðarþjálfari karla-
liðs FH á síðustu leiktíð en lét af
störfum að henni lokinni. Fyrst var
hann Loga Ólafssyni til aðstoðar og
svo Ólafi Jóhannessyni, sem stýrir
liðinu áfram næstu tvö tímabil.
Davíð Þór lagði skóna á hilluna
eftir tímabilið 2019 en alls lék hann
240 leiki með liðinu í efstu deild,
þar sem hann skoraði tíu mörk. Alls
varð hann sjö sinnum Íslandsmeist-
ari með FH.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Yfirmaður Davíð Þór er tekinn við
nýju starfi hjá uppeldisfélaginu.
Fær nýtt hlut-
verk hjá FH
KÖRFUBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Kristófer Acox átti stórleik fyrir Val
þegar liðið vann ellefu stiga sigur
gegn Íslandsmeisturum Þórs frá
Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik, Subway-deildinni, í
Origo-höllinni á Hlíðarenda í átt-
undu umferð deildarinnar í gær.
Leiknum lauk með 86:75-sigri
Valsmanna en Kristófer skoraði 18
stig í leiknum og tók 14 fráköst.
Valsmenn byrjuðu leikinn betur
og leiddu með tveimur stigum eftir
fyrsta leikhluta, 14:12. Þórsurum
tókst hins vegar að snúa leiknum sér
í vil og leiddu með sjö stigum í hálf-
leik, 43:36.
Staðan var jöfn eftir þriðja leik-
hluta, 59:59, en í fjórða leikhluta
varð algjört hrun hjá Þórsurum sem
skoruðu einungis 13 stig gegn 27
stigum Valsmanna.
Pablo Bertone skoraði 21 stig og
gaf sjö stoðsendingar í liði Vals og
þá skoraði Callum Lawson 15 stig
gegn sínum gömlu liðsfélögum.
Glynn Watson og Davíð Arnar
Ágústsson voru stigahæstir Þórsara
með 16 stig hvor.
Valur er með 10 stig í sjötta sæti
deildarinnar en Þórsarar eru í öðru
sætinu með 12 stig.
Fór á kostum í Vesturbæ
David Okeke fór mikinn fyrir
Keflavík þegar liðið vann 20 stiga
sigur gegn KR á Meistaravöllum í
Vesturbæ. Okeke skoraði 24 stig og
tók tólf fráköst en leiknum lauk með
108:88-sigri Keflavíkur.
KR-ingar byrjuðu leikinn betur
og leiddu 31:25 eftir fyrsta leikhluta.
Keflvíkingar sneru leiknum sér í vil í
öðrum leikhluta og voru fimm stig-
um yfir í hálfleik, 55:50.
Keflavík leiddi með níu stigum
eftir þriðja leikhluta og lét forystuna
aldrei af hendi í þeim fjórða.
Dominykas Milka skoraði 23 stig
og tók níu fráköst fyrir Keflavík og
Jaka Brodnik skoraði 17 stig. Þórir
Guðmundur Þorbjarnarson var
stigahæstur KR-inga með 21 stig.
Keflavík er nú með tveggja stiga
forskot á toppi deildarinnar, með 14
stig í efsta sætinu, en KR er með
átta stig í sjöunda sætinu.
Sterkari á lokamínútunum
Taiwo Badmus skoraði 29 stig fyr-
ir Tindastól þegar liðið vann nokkuð
þægilegan 21 stigs sigur gegn ÍR í
Síkinu á Sauðárkróki. Þá tók Bad-
mus einnig sex fráköst í leiknum,
sem lauk með 98:77-sigri Tindastóls.
Tindastóll leiddi með tveimur
stigum eftir fyrsta leikhluta, 22:20,
og jók forskot sitt hægt og rólega í
öðrum leikhluta en staðan í hálfleik
var 47:34, Tindastól í vil.
ÍR-ingum tókst að laga stöðuna í
þriðja leikhluta í 59:70 og tókst að
minnka forskot Tindastóls í fjögur
stig í fjórða leikhluta, 71:75, þegar
sex mínútur voru til leiksloka.
Lengra komust ÍR-ingar hins vegar
ekki og Tindastóll stakk af á loka-
mínútum leiksins.
Javon Bess skoraði 22 stig fyrir
Tindastól og þá skoraði Sigurður
Gunnar Þorsteinsson 15 stig og tók
tíu fráköst. Hjá ÍR skoruðu þeir Sig-
valdi Eggertsson, Triston Simpson
og Collin Pryor allir 16 stig hver.
Tindastóll er með 12 stig í þriðja
sætinu en ÍR er með fjögur stig í ní-
unda sætinu.
Stórsigur í Njarðvík
Veigar Páll Alexandersson var
stigahæstur Njarðvíkinga þegar lið-
ið vann stórsigur gegn Vestra í
Ljónagryfjunni í Njarðvík.
Leiknum lauk með 98:69-sigri
Njarðvíkinga en Veigar Páll skoraði
21 stig í leiknum, tók tvö fráköst og
gaf tvær stoðsendingar.
Leikurinn var aldrei spennandi en
Njarðvíkingar leiddu með sjö stigum
eftir fyrsta leikhluta, 27:20. Þeir
juku forskot sitt jafnt og þétt í öðr-
um leikhluta þar sem Vestra tókst
einungis að skora 12 stig gegn 25
stigum Njarðvíkinga. Njarðvík
leiddi 52:32 í hálfleik og leikmenn
Vestra voru aldrei líklegir til þess að
snúa leiknum sér í vil í síðari hálf-
leik.
Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi
Pálsson var að leika sinn fyrsta leik
fyrir Njarðvík á tímabilinu en hann
skoraði tvö stig, tók tvö fráköst og
gaf þrjár stoðsendingar á sautján
mínútum. Alejandro Rubiera var
stigahæstur Vestra-manna með 12
stig og níu fráköst.
Njarðvík er með 10 stig í fimmta
sætinu en Vestri er í því tíunda með
fjögur stig.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
15 Callum Lawson í baráttunni við Ronaldas Rutkauskas í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Lawson skoraði
15 stig gegn sínum gömlu félögum í Þór frá Þorlákshöfn þegar Valur hafði betur í hörkuleik.
Stórleikur gegn meisturunum
- Keflavík tyllti sér á toppinn eftir öruggan sigur gegn KR í Vesturbæ
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Origo-höllin: Valur – HK ....................... L14
TM-höllin: Stjarnan – KA/Þór .............. L16
Framhús: Fram – Haukar ..................... L18
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Eyjar: ÍBV – HK .................................... L16
Origo-höllin: Valur – Selfoss.................. L16
Framhús: Fram – Afturelding .............. L20
Víkin: Víkingur – Stjarnan..................... S18
KA-heimilið: KA – Grótta ...................... S18
Evrópubikar kk., 32-liða, seinni leikur:
Ásvellir: Haukar – Foscani.................... L16
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Origo-höllin: Valur U – Fjölnir ............. L18
Set-höllin: Selfoss U – Þór Ak. .............. S16
Ásvellir: Haukar U – Berserkir............. S17
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Origo-höll: Valur U – Fjöl./Fylk. .......... L20
Kórinn: HK U – Fram U ........................ S13
Set-höllin: Selfoss – Víkingur ........... S18.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Smárinn: Breiðablik – Þór Ak. .............. L18
Grindav.: Grindavík – Stjarnan........ L20.15
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Dalhús: Fjölnir – Haukar.................. S18.15
Smárinn: Breiðablik – Skallagrímur S19.15
Grindav.: Grindavík – Keflavík......... S20.15
Origo-höll: Valur – Njarðvík ............. S20.15
1. deild kvenna:
Stykkish.: Snæfell – Fjölnir B............... L15
Garðabær: Stjarnan – Aþena ........... L15.30
TM-hellir: ÍR – Þór Ak. ......................... L17
Vesturbær: KR – Hamar-Þór ............... L18
Sauðárkrókur: Tindastóll – Ármann .... L18
UM HELGINA!
Stúlknalandslið Íslands í hópfim-
leikum hafnaði í öðru sæti og
krækti þannig í silfurverðlaun á
Evrópumeistaramótinu í hópfim-
leikum sem fer fram um þessar
mundir í Guimares í Portúgal. Að-
eins munaði 0,1 stigi á liði Íslands
og Svíþjóðar og fóru Svíar því að
lokum með sigur af hólmi.
Íslenska liðið fékk 16.850 í ein-
kunn fyrir æfingar sínar á dýnu og
16.450 í einkunn fyrir æfingar á
trampólíni. Ísland fékk hæstu ein-
kunn allra fyrir gólfæfingar sínar
eða 20.900 og var samanlögð ein-
kunn íslenska liðsins 54.200 stig.
Blandað lið Íslands í unglinga-
flokki, skipað stúlkum og piltum,
hafnaði þá í þriðja sæti og vann
þannig til bronsverðlauna á
mótinu.
Íslenska liðið fékk 49.450 stig í
heildareinkunn og var skammt á
eftir Svíþjóð sem var með heildar-
einkunn upp á 50.050 og krækti í
silfur. Bretland stóð uppi sem sig-
urvegari og nældi í gullverðlaun
með 52.425 í heildareinkunn.
Silfur hjá stúlkunum og
brons hjá blandaða liðinu
Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands
Silfur Stúlknalandsliðið í hópfimleikum stóð sig frábærlega og vann til
silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Portúgal í gær.