Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Heilsa
&útivist
–– Meira fyrir lesendur
Nú er tíminn til að
huga að betri heilsu
og bættum lífstíl.
Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir fimmtudaginn 23. desember.
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. janúar
SÉRBLAÐ
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Forvitnileg sýning með ljós-
myndum Jóns Kaldals af verkum
eftir Mugg verður opnuð í dag,
laugardag. Sýningin hefur verið
sett upp á Fjölnisvegi 7 og er opin
frá kl. 14 til 18. Um er að ræða
sölusýningu á vegum Sveins Þór-
hallssonar og stendur hún til 13.
desember.
Sýningin samanstendur af fjöru-
tíu ljósmyndum af myndverkum
Guðmundar Thorsteinssonar –
Muggs (1891-1924), sem Jón Kal-
dal ljósmyndari (1896-1981) var
fenginn til að taka árið 1926 eða
skömmu eftir að hann hóf störf
sem ljósmyndari í Reykjavík.
Honum var falið að mynda verk
Muggs fyrir útgáfu bókar um
listamanninn eftir Poul Uttenreit-
ter sem þá var í smíðum og kom
síðan út árið 1930.
Myndirnar eftir Kaldal fundust
árið 2019 við uppgjör á dánarbúi
Sverris Schevings Thorsteinssonar
og Sveinn festi síðan kaup á þeim.
Þær hafa verið í geymslu síðan
1926 og því fyrst til sýnis núna.
Þess má geta að um þessar
mundir má sjá veglega yfirlitssýn-
ingu á verkum Muggs á Listasafni
Íslands og eru mörg verkanna
sem Kaldal myndaði á þeirri sýn-
ingu. Í kynningartexta um sýn-
inguna á Listasafninu segir að á
stuttum ferli hafi Muggur náð „að
skapa einstakan og persónulegan
myndheim. Stíll hans var natúral-
ískur og frásögn oftar en ekki í
fyrirrúmi, verk hans einkennast af
fjölbreytileika og leit að listrænu
frelsi.“ Muggur var fjölhæfur
listamaður og starfaði bæði sem
leikari og söngvari. Hann lék með-
al annars aðalhlutverkið í kvik-
myndinni Saga Borgarættarinnar
sem frumsýnd var árið 1920.
Jón Kaldal var einn þekktasti
ljósmyndari þjóðarinnar og rak
ljósmyndastofu við Laugaveg í 49
ár. Eftir hann liggja meðal annars
portrettmyndir af mörgum merk-
um Íslendingum og ekki síst lista-
mönnum, til dæmis af Jóhannesi
S. Kjarval, Steini Steinarr, Finni
Jónssyni og Ástu Sigurðardóttur.
Hvað varðar þessar ljósmyndir
hans af verkum eftir Mugg er hins
vegar um iðnaðarljósmyndun af
hans hálfu að ræða. Myndirnar
eru þó allar áritaðar af Kaldal.
Sýnir Muggsmyndir Kaldals
Morgunblaðið/Unnur Karen
Ljósmyndir Sveinn Þórhallsson heldur sölusýningu á Fjölnisvegi 7 með
Muggsmyndum Jóns Kaldals. Þær eignaðist hann eftir uppgjör á dánarbúi.
- Sölusýning opn-
uð á Fjölnisvegi
Vetrarlogn er heiti sýningar sem
Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar í
Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í
dag kl. 14. Samtímis kemur út bók-
in Brim Hvít Sýn sem fjallar um
myndlist Jónu Hlífar, textaverk og
innsetningar.
Textaverk, tilraunir með efni og
innsetningar eru kjarninn í mynd-
rænni tjáningu verka Jónu Hlífar.
Texti sem áferð og sem leið til að
birta hugsanir en Jóna Hlíf hefur
meðal annars fengist við fyrirbærin
kjarna, tíma og ímynd sögunnar.
Jóna Hlíf
sýnir í Hofi
Textaverk Hluti eins verkanna á sýningu Jónu Hlífar í Hofi.
Þrjár sýningar verða opnaðar í
Listasafninu á Akureyri kl. 12 í dag,
laugardag: Erling Klingenberg –
punktur, punktur, punktur, Karl
Guðmundsson – Lífslínur og yfirlits-
sýning á verkum úr Listasafni ASÍ,
Gjöfin til íslenzkrar alþýðu.
Myndlistarmaðurinn Erling T.V.
Klingenberg birtist oft sjálfur í list-
sögulegum tilvísunum í eigin verk-
um, tilvísunum sem notaðar eru til
að ná fram hlutlægri framsetningu
og huglægum ímyndum. Vinnuað-
ferðir hans eru sagðar sveiflast á
milli þess óþægilega og þess einlæga
en ágengar tilfinningar eru einnig
algengt viðfangsefni. Í verkunum á
sýningunni má sjá hvernig Erling
setur hugmyndina um listamanninn
gjarnan í óvænt og skoplegt sam-
hengi, eins og endurspeglast í slag-
orðinu „Það er erfitt að vera lista-
maður í líkama rokkstjörnu“.
Karl Guðmundsson er mál- og
hreyfihamlaður en listferill hans
spannar nú rúmlega tvo áratugi og
er úrval verka has á sýningunni
Lífslínur. Karl hefur haldið einka-
sýningar frá 2000 og jafnframt tekið
þátt í fjölda samsýninga. Hann hóf
nám í Myndlistaskólanum á Akur-
eyri fimm ára gamall undir hand-
leiðslu Rósu Kristínar Júlíusdóttur
og hafa þau unnið saman síðan. Sam-
starfsfélagar Karls á sýningunni eru
Rósa Kristín og Arna Valsdóttir.
Á þriðju sýningunni, Listasafn
ASÍ - Gjöfin til íslenzkrar alþýðu, er
úrval verka eftir þá þekktu íslensku
myndlistarmenn sem mynduðu
kjarnann í stofngjöf Ragnars Jóns-
sonar í Smára, Ásgrím Jónsson, Jó-
hannes S. Kjarval, Jón Stefánsson,
Gunnlaug Scheving og Þorvald
Skúlason. Sýningarstjóri er Kristín
G. Guðnadóttir listfræðingur.
Ljósmynd/Arna Valsdóttir
Lífslínur Listamaðurinn Karl Guðmundsson hefur haldið margar sýningar.
Þrjár ólíkar sýningar
- Verk Erlings Klingenberg, Karls
Guðmundssonar og úr Listasafni ASÍ
Listamaðurinn Eitt verkanna á
sýningu Erlings T.V. Klingenberg.
„Um íslensku jólafólin: Grýlu,
Leppalúða og jólasveinana“ er yfir-
skrift erindis sem Dagrún Ósk
Jónsdóttir þjóðfræðingur heldur í
Landnámssýningunni við Austur-
stræti í dag, laugardag, kl. 15.
Þar segir hún frá óhugnanlegum
sögum og þjóðtrú sem umlykur
hina hræðilegu jólafjölskyldu
Grýlu, en eins og minnt er á í til-
kynningu þá eru þau svo sannar-
lega ekki öll þar sem þau eru séð.
Í erindinu mun Dagrún segja frá
þessari furðulegu fjölskyldu. Sögur
af ævintýrum þeirra eru oft
skemmtilegar, en stundum svolítið
hræðilegar og henta því ekki mjög
ungum börnum og viðkvæmum sál-
um. Þá mun hún einnig fjalla um
þær breytingar sem hafa orðið hjá
þessum jólavættum frá þjóðsögum
og fram til dagsins í dag.
Af Grýlu og óhugnanlegu hyski hennar
Morgunblaðið/Kristinn
Skessa Grýla geiflar sig í Þjóðminjasafni.
Jólatónleikar Kammerkórs Reykja-
víkur verða í Laugarneskirkju á
morgun, sunnudag, kl. 16. Sigurður
Bragason stjórnar. Gestakór á tón-
leikunum verður Kór Laugarnes-
kirkju undir stjórn Elísabetar
Þórðardóttur. Flutt verða íslensk og
erlend jólalög og meðal annars verða
frumflutt tvö ný lög eftir Sigurð
Bragason. Einsöngvarar á tónleik-
unum eru Vilborg Helgadóttir, Erla
Gígja Garðarsdóttir, Davíð Viðars-
son, Smári Vífilsson og Þorsteinn
Þorsteinsson. Píanóleikari er Jón
Sigurðsson. Gestir þurfa að framvísa
neikvæðu Covid-19-hraðprófi.
Jólatónleikar Kammerkór Reykjavíkur og Sigurður Bragason stjórnandi.
Tónleikar kammerkórs